Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 5 IÐNAÐARBANKINN opnar nýtt útibú í Garðabæ föstudaginn 26. nóvember og er það á mótum Víf- ilsstaðavegar og Bæjarbrautar. Hér er um að ræða sjálfstætt útibú sem veitir alla almenna bankaþjónustu, þar með talin inn- og útlán, sparisjóðsviðskipti sem og ávísana- og hlaupareikningsvið- skipti. Afgreiðslustjóri þessa nýja útibús Iðnaðarbankans er Sigríður Sigurðardóttir, en hún hefur gengt fulltrúastörfum í útibúi bankans í Hafnarfirði undanfarin ár. Fimm ár eru liðin síðan Iðnað- arbankinn opnaði útibú, en það var haustið 1977 á Selfossi. Fyrirtæki og einstaklingar í Garðabæ hafa átt mikil og sívax- andi viðskipti við útibú Iðnaðar- bankans í Hafnarfirði. Til að sinna þörfum þeirra enn betur var INNLENT Austrapistlar eft- ir Magnús Kjart- ansson komnir út Sólheimasalan á sunnudag SOLIIEIMAR í Grímsnesi halda sína árlegu sölusýningu, kökubasar og kaffisölu i Templarahöllinni við Eiríksgötu, sunnudaginn 5. desem- ber 1982, klukkan 2.00 eftir hádegi. Seldir verða handunnir munir gerðir af vistmönnum Sólheima, svo sem ofnar gólfmottur, prjón- aðar dúkkur, tréleikföng og margskonar trémunir. Einnig hin vinsælu bývaxkerti. Foreldra- og vinafélag Sólheima verður með kökubasar og kaffisölu. KOMIN er út bókin Frá degi til dags, Austrapistlar 1959—1971. Á þeim árum, tímum „viðreisnarstjórnar- innar“, skrifaði Magnús Kjartansson nær daglega pistla í Þjóðviljann sem hann kallaði Frá degi til dags og undirritaði Austri. Bókin er úrval af þessum pistlum Magnúsar Kjartanssonar og hefur Vésteinn Lúðvíksson rithöfundur valið efnið og rit- ar formála. Greinasafnið Elds er þörf eftir Magnús Kjartansson birt- ist árið 1979, en í því safni. voru engir Austrapistlar birtir því margar þessara dægurgreina þóttu hafa varanlegt gildi og ættu að bíða heillar bókar. A bókarkápu segir m.a.: „Sumir þessara pistla eru svo hnitmið- aðir að ætla mætti að höfundur þeirra hefði ekki þurft að gera neitt annað en að slípa þá og fægja þar til hvergi sást hnökri. Því fer þó fjarri ... Austragreinarnar eru að öllu jöfnu ígrip önnum kafins blaða- og stjórnmálamanns ... Þessir pistlar sýna ýmsar skoplegar Starfsfólk, útibússtjóri og skrifstofustjóri, talið frá vinstri: Sigríður Sigurðardóttir, afgreiðslustjóri, Jóhann Egilsson, útibússtjóri, Albert Sveinsson, skrifstofustjóri, Katrín Linda Oskarsdóttir, afgreiðslumaður og Margrét Þórðardóttir, afgreiðslumaður. og undarlegar hliðar landsmál- anna á viðreisnarárunum — og um leið birtist höfundur þeirra ljóslifandi, hugðarefni hans og hugsjónir, skörp hugsun, næmt skopskyn, að ógleymdu frábæru valdi hans á íslenskri tungu." Frá degi til dags er 247 bls. að stærð og fylgir nafnaskrá bókinni. Hún er prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf. Þröstur Magnússon sá um hönnun kápu. ákveðið að sækja um leyfi til að opna útibú í Garðabæ. í Garðabæ er vaxandi atvinnu- líf, einkum iðnaður, og er það stefna bankans að styðja þann rekstur sem mestur vöxtur er í, og efla með þeim hætti bæjarfélagið í heild. Útibúið er vel staðsett við vænt- anlegan miðbæ í Garðabæ og er það í leiguhúsnæði hjá Pharmaco hf. Sá hluti hússins sem Iðnaðar- bankinn tók á leigu er með léttum innréttingum og voru þarfir fatl- aðra hafðar í huga við hönnun þeirra. Aðgangur er greiður fyrir fólk í hjólastólum jafnt innan dyra sem utan. Starfsmenn útibúsins verða þrír til fjórir og mun opnun þess létta nokkuð á útibúi Iðnaðarbankans í Hafnarfirði. Yfirstjórn þessara útibúa er sameiginleg. Útibús- stjóri er Jóhann Egilsson og skrifstofustjóri Albert Sveinsson. I tengslum við opnun þessa nýja útibús hefur verið efnt til mynda- samkeppni meðal nemenda Garða- skóla og Flataskóla, sem á 25 ára afmæli um þessar mundir. Veitt verða verðlaun fyrir bestu mynd- irnar og verða verðlaunamyndirn- ar til sýnis í húsakynnum bank- ans. Útibú Iðnaðarbankans í Garða- bæ er opið á virkum dögum kl. 9.15—16.00 og auk þess á fimmtu- dögum milli kl. 17 og 19. Á opnun- ardaginn verða kaffiveitingar fyrir alla Garðbæinga. (Kréttatilkynning) Iðnaðarbankinn opn- ar útibú í Garðabæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.