Morgunblaðið - 26.11.1982, Page 11

Morgunblaðið - 26.11.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 11 Neytendasamtökin: Sölufyrirkomuiag kartaflna þarfn- ast endurskoðunar Á FUNDI stjórnar Neytendasam- takanna, 13. nóvember 1982, var samþykkt eftirfarandi ályktun, og skyldi hún send iandbúnadarráö- herra, forstjóra Grænmetisverslunar landbúnaðarins, yfirmatsmanni garöávaxta, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi: „í mörgum tilfellum eru neyt- endum seldar kartöflur, sem eru algjörlega óætar. Stjórn Neyt- endasamtakanna krefst þess, að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir þetta ófremdarástand. Þykir sýnt að sölufyrirkomulag kartaflna þarfn- ast endurskoðunar og breytinga. Kartöflur eru holl og góð mat- vara, ef þær eru rétt meðhöndlað- ar. Neytendur eiga því kröfu á að framleiðendur og söluaðilar tryggi það, að varan komist óskemmd í hendur neytenda. Hvað eftir ann- að hefur þeirri kröfu ekki verið fullnægt, m.a. nú í haust, þegar sumaruppskeran var nýkomin á markaðinn. Stjórn Neytendasamtakanna fer fram á að skipuð verði nefnd til þess að kanna í hverju það ligg- ur, að ekki er hægt að koma kart- öflum óskemmdum á borð neyt- enda. Þykir skjóta skökku við, að í útsölu Grænmetisverslunarinnar er hægt að fá óskemmdar kartöfl- ur að öllu jöfnu. Þá leggur stjórn Neytendasam- takanna til, að kannað verði hvort ekki sé möguleiki á að taka upp úrvalsflokk kartaflna. Stjórnin leggur áherslu á að könnun þess- ari verði hraðað eftir megni, og niðurstöður kynntar almenningi um leið og þær liggja fyrir. Benda má á, að stjórn Neytendasamtak- anna hefur fullan hug á því að beita sér fyrir því, að góðar kart- öflur verði jafnan á boðstólum hér á landi, helst innlendar en sé þess ekki kostur, þá innfluttar." Sylvía, ný skáldsaga Áslaugar Ragnars BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örly <r hf. hefur gefiö _ út skáldsögu \ „Sylvía" eftir Áslaugu Ragna í blaöamann. Er þetta önnur bók höf- undar, fyrri bókin, skáldsagan Haustvika, kom út fyrir tveimur ár- um og seldist þá upp á skömmum tíma. í sögunni „Sylvía" lýsir Áslaug Ragnars þroska og baráttu ungrar konu, sem öðlast nýjan skilning á lífinu og gerist eigin gæfu smiður. Líkt og í ævintýrum, sem segja frá því hvernig fátæklingi tekst að vinna til einnar óskar á nýjársn- ótt, fær Sylvía kost á einni ósk, en spurningin er hvort það verður henni til gæfu. Inn í sögu Sylvíu fléttast ýmsar ágengar og sígildar spurningar um verðmætamat og leitina að hamingjunni í fjársjóð- um sem mölur og ryð fá grandað. Sögusvið bókarinnar er fyrst og fremst Reykjavík, en sagan hefst þó í Vestmannaeyjum og kemur Heimaeyjargosið þar við sögu. Þar verður söguhetjan Sylvía fyrir reynslu sem veldur því að hún tek- ur örlögin í eigin hendur og freist- ar að sveigja þau undir vilja sinn. Bókin „Sylvía" er sett, umbrot- in, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Kápu- mynd er eftir Hring Jóhannesson. WK* ' f'i: «*»■* *tfc!PPjSc II 1111 \ : 1 flt i ■Ijj \. i 4j ,1 FWt* Keflavík: Þrekþjálfunartæki í íþróttahúsinu í anddyri íþróttahússins í Keflavík hefur verið komið upp þrekþjálfunartækjum, sem eru eign íþróttabandalags Keflavíkur. Tækin eru ekki eingöngu ætluð íþróttafólki heldur einnig almenningi. Á mynd- inni er Jón Jóhannsson við tækin. (Ljósm. Einar Falur.) Prófkjör sjálfstceðismanna í Reykjavík vinnum að________________ stefnufestu í stjórnmálum kjósum __________________ Ragnhildi á þing! Atb. að til pess að kjörseðill sé gildur Stuðningsmenn Nú má engu gleyma í jólabaksturinn ALLT á Vörumarkaðsverði □ súkkulaóispænir □ konfektmarsipan □ marsipan hreint 0 marsipan litað □ nougat □ sulta □ marmelaói □ kokteilber □ hunang □ ................ 0 hveiti □ sítrónudropar □ strásykur □ matarsódi □ fiórsykur G vanillusykur □ púðursykur □ kanell □ perlusykur G negull □ kakó G hjartasalt □ haframjöl G □ egg □ □ smjörlíki G valhnetukjarnar □ salt G hezlihnetukjarnar □ kókosmjöl G rúsínur □ lyftiduft G kúrenur □ þurrger Q möndlur heilar □ perluger G möndlur hakkaðar □ pressuger G möndlur afhýddar □ □ □ □ G súkkat □ G □ G □ G □ vanilludropar G síróp □ kardimommudropar G suðusúkkulaði □ möndludropar □ hjúpsúkkulaði □ álform □ smjörpappír □ bökunarpappír □ ............. OPIÐ TIL KL. 8 í KVÖLD OG TIL HÁDEGIS Á MORGUN Vörumarkaðurinn hf. Sími 86111 „Þeear piparkökur bakar, kökugerðarmaður tekur...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.