Morgunblaðið - 26.11.1982, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.11.1982, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 13 Stundarfriður sýndur víða Föstudaginn 26. nóvember verður 20. sýning á Garðveislu eftir Guð- mund Steinsson í Þjóðleikhúsinu og er þá ráðgert að bjóða upp á umræð- ur eftir sýningu. Miklar umræður og jafnvel deilur urðu manna á meðal og í fjölmiðlum áður en verkið komst á fjalirnar og í kringum frum- sýninguna, en nú þegar búið er að sýna verkið í allt haust við ágæta aðsókn og nokkuð langt er liðið frá því að frumsýnt var, hyggst Þjóð- leikhúsið bjóða leikhúsgestum færi á að ræða verkið og uppfærsluna við aðstandendur, höfundinn, leikstjór- ann og leikmyndateiknara. í fréttatilkynningu frá Þjóð- leikhúsinu segir m.a.: „Annars er það nýjast að frétta af Guðmundi Steinssyni, að hann er nýkominn heim frá Bandaríkj- unum þar sem hann var m.a. við- staddur leiklestur á Stundarfriði i því fræga leikhúsi Intiman Theat- er í Seattle í Washington-fylki í tengslum við Scandinavia Today. Intiman Theater valdi fimm norræn leikrit til þess að kynna með leiklestri og bauð öllum höf- undunum að vera viðstaddir. Það var leikhússtjórinn Margaret Booker sem valdi verkin úr 200 norrænum leikritum og voru þar á Mynd af Guðmundi Steinssyni, sem birt var í Seattle Times 22. október. Dregið verði úr misvægi atkvæða Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi ályktun frá Sambandi sveit- arfélaga á Suðurnesjum: „Aðalfundur SSS haldinn 30. október 1982 í Keflavík skorar á Alþingi það, er nú situr, að sam- þykkja nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá og kosningalögum, svo dregið verði úr því gífurlega misvægi atkvæða, sem nú er orðið milli kjördæma. Aðalfundurinn telur nokkra fjölgun þingsæta á engan hátt úti- lokaða, náist samkomulag ekki um aðrar leiðir að því marki. Aðalfundurinn vekur athygli á hinni sérstæðu þróun þessara mála í Reykjaneskjördæmi frá 1959, svo og ítrekar hann enn sér- stöðu Suðurnesja." meðal 15 íslensk leikrit. önnur leikrit sem þannig voru kynnt í Seattle voru Astarsaga aldarinnar eftir Márte Tikkanen, verk sem Þjóðleikhúsið sýndi á litla sviðinu í fyrra, Ballerina, eftir norska leikskáldið Arne Skouen, en það verk fengum við að sjá hér í sjón- varpi í norskri uppfærslu í fyrra, Úr lífi regnormanna, eftir sænska leikskáldið Per Olov Enquist, verk sem sýnt verður hjá Leikfélagi Reykjavíkur í vetur og danska út- varpsleikritið Og fuglarnir syngja aftur, eftir Ulla Ryum. Hvert verk var flutt tvisvar og var nokkuð borið í leiklesturinn, þannig var ráðinn leikstjóri fyrir hvert þeirra og verkin að nokkru sviðsett og í flutningnum á Stund- arfriði voru jafnframt notuð hin ómissandi leikhljóð, síminn, sjón- varpið, dyrabjalla o.s.frv. Nú þeg- ar hafa nokkur leikhús vestanhafs sýnt áhuga á að taka Stundarfrið til sýninga, en svo sem kunnugt er þá verður Stundarfriður leikinn á Dramaten í Stokkhólmi, í Kon- unglega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn og í Borgarleikhúsinu í Braunsweig í Vestur-Þýskalandi nú í vetur. Þá mun einnig fyrir- hugað að Stundarfriður verði jóla- leikrit sjónvarpsins íslenska í ár.“ 4 A/mWM sm /rmmm 59000 PÓS7GÍRÓ Aöeins þaö besta er nógu gott fyrir okkar gesti Leikhúsgestir athugið framreiö- um mat fyrir og eft- ir sýningar ef pant- aö er í tíma VELKOMINN aftur í baráttuna Fyrir síðustu alþingis- kosningar vék Ellert B. Schram úr öruggu sæti. Það gerði hann til að sameina sjálfstæðismenn og koma í veg fyrir sundraðan flokk í Reykjavík. Með þessu móti sýndi Ellert drengskap og þor sem fátítt er meðal stjórnmálamanna. STUÐNINGSMENN Ellert hefur nú aftur boðið fram liðveislu sína og sækist eftir þingsæti. Við stuðn- ingsmenn hans hvetjum alla sjálfstæðismenn til að greiða honum atkvæði í prófkjörinu og bjóða hann þannig velkominn aftur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.