Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 Skarð höggvið í flokk frjálsra demókrata Bonn, 25. nóvember. AP. EINN AF forystumönnum frjálsra demókrata í V-Iýskalandi, Giinther Verheugen, sagöi í dag skilið við flokkinn og gekk til liðs við Sósíaldemó- krataflokk Helmut Schmidt vegna óánægju sinnar með þá ákvörðun leiðtog- ans, Hans-Dietrich Genscher, að snúa baki við ríkisstjórn Helmut Schmidt og verða þess valdandi að hann féll úr kanslaraembætti. Verheugen sagði í dag, að hann ið til þess, að fréttaskýrendur ef- hygðist bjóða sig fram fyrir sósí- aldemókrata í næstu kosningum og gerði hann sér vonir uft að vinna þingsæti í Bæjaralandi. Ákvörðun Verheugen hefur orð- ast nú mjög um að sá ágreiningur, sem verið hefur i flokki frjálsra demókrata að undanförnu, nái nokkru sinni að jafna sig. Norðmenn skipta afla með Rússum Oslo, frá frétUriUra Mbl. NORÐMENN fengu flest sitt fram á fundi norsk-sovésku fisk veiðinefndarinnar, sem saman kom í Ósló til að ræða um afla- kvóta í Barentshafi og veiðar Sovétmanna í norskri efnahagslög- sögu. Norðmenn fá í sinn hlut mestan þorsk-, loðnu- og ýsukvót- ann en Rússar fá hins vegar að veiða allan sinn þorskkvóta innan fiskveiðilögsögunnar norsku. Samningurinn er svipaður þeim frá í fyrra og Rússar fengust ekki til þess nú fremur en þá að auka möskvastærðina upp í 135 mm eins og Norðmenn hafa ákveðið fyrir sig frá 1. janú- ar nk. Þorskkvótinn verður sá sami og í fyrra, 340.000 tonn, sem er algert hámark að því er fiskifræðingar segja. Af honum fá Norðmenn 225.000 tonn. Á þessu ári hafa Norð- menn farið langt fram úr leyfilegum kvóta og stafar það af því, að þeir mega halda áfram veiðum með Noregsströndum eftir að kvótinn er fullur. Sovétmenn gagnrýndu þetta mjög en féllust þó á að fresta um- ræðu um það fram á næsta ár. Þess vegna þykir ljóst að sama sagan verði með ofveiði Norðmanna á næsta ári. Loðnukvótinn var aukinn úr 1,7 milljónum tonna í 2,3 milljónir og þar af fá Norð- menn 60% í sinn hlut. Norð- menn hafa heimilað Sov- étmönnum að veiða 485.000 tonn af kolmunna á norsku hafsvæði á næsta ári. Spánska þingið kom saman í gær og var þeasi mynd tekin þegar Juan Carlos, konungur, setti það með ræðu. Þetta er f fyrsta sinn í sögn þingsins sem jafnaðarmenn hafa þar meirihluta. AP. Spænska þingið var sett í gær Madrid, 25. nóvember. AP. JUAN CARLOS, Spánarkonungur, setti spænska þingið í dag, og beindi við það tækifæri þeim orðum til þingmanna, að spænska þjóðin, sem liðið hefði þjáningar um langt skeið, ætti betra skilið en hún hefði mátt sætta sig við af hálfu stjórnenda sinna til þessa. I>á óskaði konungur- inn þess, að stjórnmálamenn sýndu kjósendum nærgætni. Sósíalistar ráða nú í fyrsta sinni ferðinni í neðri deild spænska þingsins. Undir stjórn Felipe Gonzalez unnu þeir yfirburðasigur í nýafstöðnum kosningum. Hafa sósíalistar 202 þingsæti af 350 í neðri deildinni. TÍMINN STÖÐVAÐUR. Þessa ögurstund úr mannlífinu á fjórða áratug aldarinnar getur að líta á járnbrautar- stöðinni í Galveston í Texas og er hún hluti af safni 39 mynda, sem bera heitið „Andartakið stöðvað í tíma“. Höfundarnir eru tveir New York-búar, Elliot og Ivan Schwartz, og hér má m.a. sjá stöðvarstjórann fylgjast með klukkunni, kaupsýslumenn að bíða eftir næstu lest, Ijósmyndara, sem er að búa sig undir komu fegurðardrottn- ingar, og stjórnmálamann frá Texas, sem leggur áherslu á orð sín með virðulegri handarhreyfingu. Gestir í stöðinni geta brugðið upp heyrnartækjum og fylgst þannig með „samræðum“ fólksins. Toppfundur Einingar- samtakanna í óvissu Trípólí, Líbýu. 25. nóvember. AP. TOPPFUNDUR Einingarsamtaka Afríkuríkja var í dag í nokkurri óvissu í kjölfar þeirrar neitunar rík- isstjórnar Chad, að draga fulltrúa sína sjálfviljug til baka af toppfundi samtakanna, sem fram á að fara i Trípóli. Ekki hefur verið skýrt frá hvaða lagalegar ástæður eru fyrir þeirri beiðni að fulltrúar Chad sitji ekki Veður víða um heim Amsterdam Aþena Berlin BrUssel Buenos Airea Caracas Chicago Dyflinni Genf Helsínki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kairó Kaupmannahöfn Lissabon London Los Angeles Madrid Mexikóborg Miami Montreal Moskva Hýja Dehlí New York Ósló París Rio de Janeiro Róm San Prancisco Stokkhólmur Tókýó Vancouver Vfn 10 skýjað 19 heiöskírt 13 heiðskírt 10 rigning 32 heiðskirt 26 skýjað 28 heiðskírt 9 heiðskfrt 13 rigning 13 rigning 22 skýjað 10 heiðskírt 29 heiöskfrt 19 heiðskfrt 13 rigning 15 heiðskfrt 10 rfgning 22 heiðskírt 13 skýjað 21 heiðskfrt 26 heiðskírt 5 heiðskfrt 4 skýjað 24 heiðskfrt 14 heiðskírt 6 skýjað 12 skýjað 31 heiðskirt 18 rfgning 17 heiðskírt 9 rigning 13 heiðskírt 5 skýjað 4 skýjað fundinn. Fulltrúi úr sendinefnd Líbýu hefur skýrt svo frá að Líbýumenn hafi ekki getað ábyrgst öryggi fulltrúanna frá Chad. Líbýumenn skárust í leikinn í borgarastyrjöldinni, sem geisaði í Chad í fyrra, og börðust hat- rammlega gegn Habre og hans mönnum. Þeir drógu sig út úr landinu fyrr á þessu ári vegna þrýstings frá Einingarsamtökun- um og við það náði Habre stjórn- artaumunum. Toppfundurinn hefur enn ekki getað hafist vegna mótmæla 17 Afríkuríkja, sem standa með Chad í deilunni. Nægir þessi fjöldi til að gera fundinn óstarfhæfan sam- kvæmt reglum samtakanna. Þarf minnst helming aðildarþjóðanna svo hægt sé að funda. Fulltrúar Sierra Leone, Maur- itius, Zaire og Kongó sögðu frétta- mönnum, að sú ákvörðun Hissene Habre, forseta Chad, að draga ekjci sendinefnd sína til baka, hefði í raun gert út um þennan fyrirhugaða fund í Trípóli. „Spurningin er bara sú hvað verð- ur um Einingarsamtökin nú?“, sagði einn fulltrúa Chad, sem óskaði nafnleyndar. Fregnir hafa á hinn bóginn bor- ist af því að forseti Nígeríu, Shehu Shagari, ætlaði að reyna að beita sér fyrir því að Habre skipti um skoðun og hægt væri að hefja toppfundinn. Þá hafa ennfremur borist fregnir af fyrirhuguðum skyndifundi, sem Khadafy, Líbýu- leiðtogi hefur í hyggju að koma á. Fulltrúar annarra þjóða í Trípóli eru ekki bjartsýnir á þá ráðagerð. \V/ ERLENT . 30 ára sviðsafmæli Músagildru Agötu Christie í gær Lundúnum, 25. nóvember. AP. MÚSAGILDRAN, hið heimsþekkta leikrit Agötu Christie, verður í kvöld sýnt í 12.483. sinn. Leikritið hefur nú verið sýnt samfleytt í 30 ár. Ekki þarf að taka það fram að ekkert leikrit hefur notið jafn mikilla vinsælda. Talið er að um 5 milljónir manna hafi séð það. Leikstjórinn, Sir Peter Saund- ers, hefur engu að síður ekki neina skýringu á þessum ótrúlegu vin- sældum leikritsins. „Ég veit ekki hvað orsakar þessar vinsældir," segir hann. „Leikritið er að vísu fyrsta flokks skemmtun, en það er ekkert á við leikrit Chekovs eða Ibsen." Allt frá því leikritið hefst í myrkrinu og þar til morðinginn er afhjúpaður á meðal snjóbarinna gesta á enskri sveitakrá fer ekki á milli mála, að þetta er leikrit í anda Agötu Christie. „Mér fannst þetta ósköp vinalegt leikrit þegar það hóf göngu sina“, sagði höfund- urinn sjálfur þegar leikritið var fyrst sett upp. „En ég bjóst ekki við að það gengi meira en í 4—5 mánuði." Þótt leikritið hafi gengið allan þennan tíma hefur Agata sjálf aldrei séð krónu af uppsetningu þess. Hún ákvað að gefa 9 ára frænda sínum öll sýningarréttindi á leikritinu, en hann seldi Saund- ers þau síðar. Enn hefur ekki verið gerð kvikmynd eftir þessu hand- riti af þeirri einföldu ástæðu að höfundur kvað á um að svo yrði ekki gert fyrr en 6 mánuðum eftir að sýningum á leikritinu lyki. Þeim er ekki lokið enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.