Morgunblaðið - 26.11.1982, Side 19

Morgunblaðið - 26.11.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 Sauðárkróks- kirkja 90 ára Sauðárkrókskirkja. Sauðárkróki, 25. nóvember. NÆSTKOMANDI sunnudag, 28. nóvember, veróur þess minnst hér á Sauðárkróki, að um þessar myndir eru 90 ár liðín frá vígslu Sauðárkróks- kirkju. Við hátíðarmessu í kirkjunni þann dag predikar vígslubiskup Hólastiftis, Sig- urður Guðmundsson. Fyrir alt- ari þjóna tveir fyrrverandi sóknarprestar hér, þeir séra Tómas Sveinsson og séra Þórir Stephensen auk núverandi sóknarprests, séra Hjálmars Jónssonar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Jóns Björnssonar organ- ista. Að guðsþjónustu lokinni verður almenningshóf í félags- heimilinu Bifröst og hefst það klukkan 16. Þar mun séra Þórir Stephensen segja sögu Sauð- árkrókskirkju og séra Tómas Sveinsson flytja ræðu er hann nefnir Kirkjulíf undir Nöfum. Friðbjörn G. Jónsson syngur við undirleik Ólafs Vignis Alberts- sonar og kirkjukórinn syngur undir stjórn Jóns Björnssonar. Ávörp flytja Sveinn Friðvins- son, formaður sóknarnefndar og séra Hjálmar Jónsson. Allt safnaðarfólk er velkomið til þátttöku í hátíðahöldum dags- Hvolsvöllur: 11 rangæsk ung- menni sýna myndir SUNNUDAGINN 14. nóvember var opnuð sýning 11 ungra rangæskra myndlistarmanna í Héraðsbókasafn- inu á Hvolsvelli. Þeir sem þarna sýna eru Anna María Grétarsdóttir, Ingigerður Magnúsdóttir, Erling Magnússon og Hans G. Magnússon frá Kirkju- lækjarkoti, Katrín og Þórhildur Jónsdætur frá Lambey, Guðrún Jóhannsdóttir og Kalman Jó- hannsson frá Utgörðum, Dóra Kristín Halldórsdóttir á Snjall- steinshöfða, Kristrún Ágústsdótt- ir, Stóra-Moshvoli og Örn Guðna- son á Hvolsvelli. Á sýningunni eru 30 myndverk; blýantsteikningar, olíu- og vatns- litamyndir, tauþrykk, textilsam- klippur, leir- og gipslágmyndir. Sýningin mun opin á afgreiðslu- tímum safnsins á mánudögum og fimmtudögum frá 15—19 og standa fram undir jól. Fella- og Hólasókn: Tíund gef- in til kirkju- byggingar VERZLUNIN Straumnes, Vestur- bergi 76, efnir fostudaginn 26. nóvember til sérstaks „Markaðs- dags fjölskyldunnar" og mun láta tíund af öllum viðskiptum dagsins renna til kirkjubyggingarsjóðs Fella- og Hólasóknar Er þetta þriðji föstudagurinn í röð, sem matvöruverzlanir í Efra Breiðholti láta hluta af veltu sinni ganga til sóknar- kirkju hverfisins, sem hafin var smíði á í vor og er nú langt komin í að verða fokheld. Sl. föstudag var það verzlunin Hólagarður og þar á undan verzlunin Kjöt og fiskur, sem reiddu sína tíund af höndum. Sýningum á „Okkar manni“ að ljúka NÚ EK lokið 11 sýningum á söngvafarsa Jónasar Arnasonar „Okkar maður“ hjá Leikfélagi Akraness og hafa sýningar verið mjög vel sóttar. Sl. sunnudag var t.d. fullt hús á sýningu í Kópavogsleik- húsinu. Alls eru nú um 2000 manns búnir að sjá sýninguna og hafa hópar komið víða að. Leikstjóri er Sigrún Valbergs- dóttir. Allra síðasta sýning verður í Bíóhöllinni Iaugar- daginn 27. nóv. kl. 17 og hefst miðasala kl. 15. Sýnir í Há- skólabíói SIGRÚN Jónsdóttir, batiklista- kona sýnir verk sín í anddyri lláskólabíós. Sýningin er opin daglega frá klukkan 16 til 22 og stendur hún til mánaðamóta. Jólastjaman er komin 1 blómaverzlanir um land allt BLÓMAMIÐSTÖÐIN Upplýsingar og umhirða; Jólastjarnan er ættuð frá Mexíkó. Hún er framúrskar- andi vinsælt haust og jóla- blóm, ræktuð vegna áber- andi litríkra háblaöa. sem ýmist eru skærrauð, bleik eða hvítleit. Litur þeirra kemur i Ijós er hausta tekur og daglengd verður skemmri en 12 timar. Jóla- stjarnan þarf að vera í góöri birtu og hóflegum hita, en þannig endast háblaða- stjörnurnar lengst. Drag- súgur og kuldi er stórhættu- legt. Plantan má aldrei vera of þurr, en samt ber aö var- ast aö láta vatn staöna í þottinum. Notið ylvolgt vökvunarvatn og daufa áburðarvökvun á 14 daga fresti. Óli Valur Hansson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.