Morgunblaðið - 26.11.1982, Page 30

Morgunblaðið - 26.11.1982, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 Öruggur sigur Vals Valur vann nokkuð öruggan aigur á Fram í úrvalsdeildinni í körfu í g»r. Leikurinn var býsna tíðindalítill, á köflum hrein leik- leysa, leikmenn hittu illa og gerðu alls kyns mistök, en inn á milli sáust ágætis kaflar. Valur sigraði 103:93. Staðan í hálfleik var 53:40 fyrir þá. Eins og á tölun- City steinlá í Southampton Þrír leikir fóru fram í ensku mjólkurbíkarkeppninni í fyrra- kvöld. Manchester United sigraði Bradford auðveldlega 4:1, South- ampton burstaði Man. City 4:0 og Norwich vann Sunderland 3:1. Fyrr í vikunni léku einnig Arsenal og Everton í keppninni og vann Arsenal 3:0. Þá léku einnig Cov- entry og Ipswich í 1. deild. Liðin skildu jöfn, skoruðu eitt mark hvort. um sést var ekki mikiö um varnir í leiknum. Valur haföi forystu alveg frá upphafi og sigurinn virtist aldrei í hættu. Þeir komust mest i tæplega 20 stiga forystu i fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari saxaöi Fram all verulega á þaö forskot og aöeins munaöi fimm stigum er skammt var til leiksloka. En Valsmenn gáf- ust ekki upp og tryggöu sér sigur. Framarar misstu nokkra menn út af í síöari hálfleik. Þorvaldur fékk sína 5. villu á 6. mínútu Símon á 11. mínútu og Viöar um svipaö leyti. Ríkharöur Valsari fékk svo 5. villu sína á 12. mínútu en þaö skipti ekki máli. Hann haföi ekki verið atkvæöamikill, og þaö sama má reyndar segja um Viöar og Þor- vald. Val Brazy bar aö venju höfuö og heröar yfir aöra leikmenn Fram og geröi laglega hluti en hitti ekki nógu vel þrátt fyrir aö skora mikiö. Hann spilaði samherja sína oft vel uppi en þeir voru bara oft ekki meö á nótunum. Jóhannes Magn- usson átti góðan leik, sérstaklega í sókninni, og þá kom Guömundur Hallgrimsson skemmtilega á óvart hjá Fram. Tim Dwyer var mjög drjúgur aö venju hjá Val og stigahæstur. Þá átti Jón Steingrímsson góöan dag. Stigin skiptust þannig: Valur: Tim Dwyer 34, Jón Steingrímsson 19, Torfi Magnús- son 17, Kristján Ágústsson 15, Leifur Gústavsson 10, Ríkharöur Hrafnkelsson 8. Fram: Val Brazy 38, Jóhannes Magnússon 16, Guðmundur Hall- grímsson 11, Símon Ólafsson 10, Viöar Þorkelsson 6, Jóhann Bjarnason 4. — SH. Guðmundur Hallgrímason, Torfi Mognúsaon, Símon Ólafsson og Tim Dwyer viröast hafa komið auga á einhvern torkennilegan hlut fyrir ofan sig á þessari skemmtilegu mynd Kristjáns Einarsson frá leiknum í gærkvöldi. Bros virðist vera að færast yfir andlit Valsmannanna þann- ig aö líkur eru á að boltinn sé á leiöinni í Fram-körfuna. "Eitt það mikilsverðasta, sem ég hefi nokkurn tíma gert fyrir húðina var að velja Lux." Allt frá því Ali MacGraw hóf leikferil sinn í kvikmyndum taldist hún til fámenns úrvalsliðs alþjóðlegra kvikmyndast jarna. Og innan þess hóps hefur hún jafnan haldið eigin útliti,einstaklings- bundnum fegurðarstíl. Útlitið er mjög eðlilegt og Lux á þátt í að skapa það. Pað er vegna þess að hið ágæta löður Lux fer betur með húö hennár en nokkur önnur sápa, mýkir hana og sléttir á hinn fegursta hátt. Umönnun sést á andlitinu. Þess vegna velur Ali MacGrawLux. JVI r | Luxgerirhúðina mjúka ogslétta LUX ER FEGRUNARSÁPA KVIKMYNDASTJARNA HEIMSINS. Fylkir efst í 3. deild I KVÖLD fara fram nokkrir leikir í íslandsmótinu í handknattleik. f 1. deíld karla leika ÍR og Þróttur í Laugardalshöllinni kl. 20.00. Strax á eftir leika í 3. deild ÍA og Týr. Þrír leikir eru í 2. deild í kvöld. Á Akureyri leika KA — UBK, á Seltjarnarnesi leika Grótta og Ármann, og að Varmá leika UMFA — Þór Ve. Þá leika á Akranesi í 3. deild ÍA og Týr. Síöasti leikur í 3. deildinni var á milli Reynis S og ÍBK. Reynir sigr- aöi örugglega 25—16. í hálfleik var staöan 9—8, fyrir Reyni. Besti maöur Reynis var markvöröurinn Olgeir Andrésson sem varöi 20 skot í leiknum. Markahæstur í liöi Reynis var Freyr Sverrisson meö 7 mörk og í liöi ÍBK Jón Olsen meö 5. Staðan í 3. deild er núna þessi: Fylkir 5 5 0 0 122—77 10 ReynirS. 6 4 1 1 135—117 9 ÞórAk. 6 3 2 1 145—111 8 Keflavík 7 3 1 3 147—133 7 TýrVe. 6 2 1 3 122—105 5 Dalvík 6 2 0 4 134—132 4 Akranes 3 1 1 1 72—76 3 Skallagr. 4 1 0 3 85—112 2 Ögri 5 0 0 5 59—158 0 Bikarkeppnin í sundi 1. deild hefst í dag BIKARKEPPNI íslands í sundi, 1. deild, verður haldin í Sundhöll Reykjavíkur helgina 26.—28. nóv- ember 1982. f 1. deild keppa liö HSK, ÍA, ÍBV, UMFN og a-liö Ægis. Keppt veröur í 26 greinum og meöal keppenda er allt besta sundfólk landsins. Hvert liö sendir tvo keppendur í hverja grein og er búist við mjög haröri keppni á mótinu. Dagskrá: Föstudagur 26.11. ’82. Upphitun kl. 19.00. Mót hefst kl. 20.00. Laugardagur 27. 11. ’82. Upp- hitun kl. 15.00. Mótssetning kl. 16.00. Sunnudagur 28.11. ’82. Upphit- un kl. 14. Mót hefst kl. 15.00. Aðalfundur Keilis ADALFUNDUR Golfklúbbsins Keilis verður haldinn á laugar- daginn kl. 14.00 í Gaflínum við Reykjavíkurveg. Tekin verða fyrir venjuleg aðalfundarstörf og önn- ur mál, og eru allir félagar hvattir til aö mæta. XPLTS20-D

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.