Morgunblaðið - 28.11.1982, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982
Sjálfstæðismenn á Norðurlandi vestra:
Góð kjörsókn í prófkjörinu
PKÓFKJÖRI sjálfstæöismanna í
Noröurlandskjördæmi vestra sem
hófst í gær, verður haldið áfram i
dag, sunnudag, en kosningu lýkur á
þriðjudag. Kjörsókn var ágæt í gær
samkvæmt upplýsingum er Morgun-
IIM þessar mundir er Globus hf. 35
ára og hefur fyrirtækið gert miklar
breytingar á salarkynnum sínum að
Lágmúla 5. Hefur m.a. nýr sýningarsal-
ur verið tekinn í notkun og verður þar
efnt til sýningar á nýjustu tegundum
Citroen-bifreiða.
Á sýningunni er m.a. líkan af bíl,
sem líklega verður einn af framtiðar-
bílum Citroen-verksmiðjanna. Nefnist
bifreiðin Citroen Karin og var með-
fylgjandi mynd af bílnum tekin hjá
Globus i vikunni. Kéttur áratugur er
siðan Globus tók við Citroen-umboðinu
Citroen-sýningin verður opin frá kl.
14—18 í dag.
blaðið fékk á Sauðárkróki, og áður
höfðu nokkur hundruð raanns kosið
utan kjörstaðar.
Kjörstaðir eru í öllum kauptún-
um og kaupstöðum kjördæmisins
og auk þess á sex stöðum öðrum,
Varmahlíð, Húnavöllum, Flóð-
vangi, Viðihlíð, Vesturhópsskóla
og Laugabakka. I framboði eru
Eyjólfur Konráð Jónsson, Jón
Ásbergsson, Jón ísberg, Ólafur B.
Óskarsson, Páll Dagbjartsson og
Pálmi Jónsson.
Prófkjör Alþýðuflokksins;
f Úrslit kunn í kvöld
PRÓFKJÖRI Alþýðuflokksins
Reykjavík lýkur í kvöld, og ættu úr-
slit að liggja fyrir seint í kvöld, sam-
kvæmt upplýsingum er Morgunblað-
ið fékk hjá Alþýðuflokknum í gær.
Prófkjörið hófst í gær, laugardag, og
því lýkur síðdegis í dag, kjörstaðir
eru opnir frá klukkan 10 til 18.
Prófkjörið er opið öllum stuðn-
ingsmönnum Alþýðuflokksins í
Reykjavík. Kjörstaðir eru á eftir-
töldum stöðum: Iðnó, Sigtúni og
Broadway. Frambjóðendur eru
fimm: Ágúst Einarsson útgerðar-
maður, Bjarni Guðnason prófess-
or, Emanúel Morthens fram-
kvæmdastjóri, Jóhanna Sigurð-
ardóttir alþingismaður og Jón
Baldvin Hannibalsson alþingis-
maður.
Togaraskipstjórar á Vestfjarðamiðum:
Mótmæla harðlega ummælum Krist-
jáns Ragnarssonar um smáfiskadráp
MÖRGUNBLAÐINU barst eftirfarandi frétt í gegnum ísafjarðarradió,
frá þrjátíu og sex togaraskipstjórum á Vestfjarðamiðum þar sem þeir
mótmæla harölega þeim ummælum Kristjáns Ragnarssonar, formanns
LÍÚ, að illt sé til þess að vita ef rétt sé, að áhafnir togara og togskipa hafi
í sumar veitt mikið af smáum þorski, er að stórum hluta hafi verið fleygt
aftur í sjóinn. Ummæli þessi er aö finna í ræðu Kristjáns við setningu
LÍÚ-þings.
Ályktun togaraskipstjóranna
er svohljóðandi:
„Við undirritaðir togaraskip-
stjórar furðum okkur á orðum
Kristjáns Ragnarssonar, for-
manns LÍÚ, í setningarræðu á
aðalfundi LIÚ og höfð voru eftir
honum í útvarpi 24. nóvember og
skorum á hann að sanna mál
sitt. Við mótmælum harðlega
þeim ásökunum sem i þessum
orðum felast, og vísum til eftir-
litsmanna og gæslu um smáfisk í
afla. Við togaraskipstjórar á
Vestfjarðamiðum könnumst ekki
við að slíkt smáfiskadráp fari
fram og teljum að neikvæð um-
ræða sé um veiðar togara í fjöl-
miðlum.2
Undir ályktunina skrifa:
Þorsteinn Vilhelmsson Kaldbak,
Sigurður Jóhannsson Harðbak,
Mótmæli togaraskipstjóra:
Verðum að hafa raunhæf mörk,
ef þetta kerfi á að vera við lýði
— segir Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri
„VIÐ erum fjúkandi illir og eins og fram kemur í ályktuninni könnumst
við ekki við þetta smáfiskadráp," sagði Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri
á Kaldbaki, í samtali við Morgunblaðið, en álits hans var leitað á
ummælum Kristjáns Kagnarssonar um smáfiskadráp togara og togskipa.
Þorsteinn sagði að fyrir trolli, allstaðar var lokunar-
nokkrum árum hefði 57 cm fisk-
ur verið talinn stór fiskur og þá
hefðu menn mátt hirða fiska
niður í 45 cm. Nú mætti hirða 50
cm fisk og sagt væri að fiskur
undir 60 cm væri smáfiskur, „en
það er ekki langt síðan að fiskur
yfir 57 cm var stór fiskur, þann-
ig að þetta er bara orðaleikur,"
sagði Þorsteinn.
Þorsteinn sagðist ekki kann-
ast við að menn hentu þessum
smáfiski fyrir borð, en hins veg-
ar væri aldrei hægt að koma í
veg fyrir að smærri fiskar en 50
cm veiddust. „Það að gera mál úr
þessu er alveg út í hött,“ sagði
Þorsteinn. „Við höfum verið með
eftirlitsmenn og þeir hafa verið
á miðunum í nokkur ár. Þeir
kannast ekki við þetta," sagði
Þorsteinn.
Þorsteinn var spurður hvort
unnt væri að leysa málið með því
að setja eftirlitsmann um borð í
hvert skip. Hann svaraði: „Ég
get ekki svarað fyrir alla, en ég
er búinn að fá minn skerf af
þessum eftirlitsmönnum. Krist-
ján Ragnarsson nefndi einhvern
sem hefði neitað að taka eftir-
litsmann um borð og það var ég.
Það er vegna þess að það er hægt
að setja mörkin þannig að þau
séu út í hött. í sumar voru regl-
urnar þær að 15% aflans mættu
vera undir 58 cm og þá sér hver
heilvita maður að það er ekki
hægt að fara eftir því. Það var
alveg sama hvar kastað var
hæft,“ sagði Þorsteinn. „Ég hef
farið marga túra með eftirlits-
menn, en það er ætlast tíl þess
að við fiskum og komum með
afla að landi, en þegar reglurnar
eru svona, þá er alveg sama hvar
ég kastaði trolli, allstaðar varð
að loka. Það verður að hafa
mörkin raunhæf ef þetta kerfi á
að vera við lýði. Ég hef ekki á
móti því að hafa eftirlitsmann ef
mörkin er raunhæf, en í þessu
tilviki taldi ég mig ekki þurfa
hann vegna þess að mörkin eru
óraunhæf. Það er miklu hrein-
legra að loka svæðinu alveg, frá
Víkurál og austur í Berufjarðar-
ál og þá er ég ansi hræddur um
það að enginn afli hefði komið á
land í sumar," sagði Þorsteinn.
Þorsteinn var spurður hvort
mönnum fyndist óþægilegt að
hafa veiðieftirlitsmenn um borð.
„Nei, það er ekkert slæmt að
hafa þá um borð, ef mörkin eru
sanngjörn, en eins nú er "þá er
það slæmt,“ sagði Þorsteinn.
„Mörkin núna, 30% aflans mega
ekki vera undir 60 cm, eru
ósanngjörn. Við höfum nú verið í
ágætis fiski út af Hala og það er
rétt að þetta sleppi, en menn eru
allstaðar yfir mörkunum, ætli
hlutfallið 40% undir 60 cm sé
ekki nokkuð raunhæft," sagði
Þorsteinn.
Þorsteinn sagði að sl. sumar
hefðu sumir skipstjórar hagað
sér öðru vísi þegar eftirlitsmenn
voru um borð, og það gæti hann
viðurkennt, enda hefði hann ver-
ið einn þeirra, vegna takmarkan-
anna. „Ég get ekki klárað heilan
túr, þegar ég get aðeins tekið tvö
höl á hverjum stað og svo er lok-
að. Hvernig heldur þú að túrinn
endi? Ég kem aflalaus að landi,
og ég er með 20 karla um borð
sem þurfa að fá sitt kaup og út-
gerðin fisk,“ sagði Þorsteinn
Vilhelmsson.
ívar Baldursson Snæfelli, Jó-
hann Símonarson Bessa, Svavar
Benediktsson Apríl, Hlöðver
Haraldsson Sigurey, Sigurður
Pétursson Má, Pétur Sigurðsson
Bjarna Benediktssyni, Örn
Sveinsson Tálknfirðingi, Birgir
Þorbjörnsson Arnari, Kristján
Ragnarsson Skafta, Einar Há-
konarson Sveini Jónssyni, Ragn-
ar Ólafsson Siglfirðingi, Vigfús
Jóhannesson Björgvin, Björn
Kjartansson Sólbergi, Hávarður
Olgeirsson Dagrúnu, Kristinn
Gestsson Bergvík, Hermann
Skúlason Júlíusi Geirmundssyni,
Ásgeir Guðbjartsson Guðbjörgu,
Kristján Arnþórsson Svalbak,
Ólafur Aðalbjörnsson Stakfelli,
Sigurður Brynjólfsson Sölva
Bjarnasyni, Kristján Bjarnason
Stálvik, Sverrir Sigurðsson Ár-
sæli Sigurðssyni, Bernharð
Överby Páli Pálssyni, Ólafur
Gunnarsson Ljósafelli, Sverrir
Guðlaugsson Brettingi, Ólafur
Jóakimsson Guðbjörgu, Runólf-
ur Guðmundsson Runólfi, Ólafur
Ólafsson Elínu Þorbjarnardótt-
ur, Oddgeir Jóhannsson Hákoni,
Kristján Rögnvaldsson Hafþóri,
Runólfur Hallfreðsson Bjarna
Ólafssyni, SigurbergurHauksson
Jóni Kjartanssyni, Hörður Guð-
bjartsson Guðbjarti. N
Neikvætt að neita að taka
eftirlitsmenn um borð
— segir Kristján Ragnarsson
„ÉG FURÐA mig ekki á því að skipstjórarnir andmæli þessum orðum um
smáfiskadráp, en hinsvegar hef ég fyrir mér góðar upplýsingar sjómanna
sem vilja koma þessu á framfæri til þess að reyna að hafa áhrif á að hlutir
sem þessir gerist ekki í þeim mæli sem verið hefur,“ sagði Kristján
Kagnarsson, formaður LÍÚ í samtali við Morgunblaðið, en hann var
spurður álits á ályktun 36 skipstjóra, þar sem þeir visa meintu smáfiska-
drápi á bug.
„Vonandi er þetta í minna
mæli en ég sagði. Afstaða skip-
stjóranna er að því leyti skiljan-
leg, að þeim hefur verið vísað út
af fiskimiðum við Suðvestur-
land, þar sem stærri fiskurinn
heldur sig, en þeirra veiðisvæði
eru aðallega þar sem fiskurinn
er í uppvexti. Þeir eru þess
vegna í eilífri baráttu við að
forðast smáfisk. Sumir þessara
skipstjóra, sem nú senda mér
skeyti. hafa hringt í mig utan af
sjó og sagt að þeirra veiðimögu-
leikar séu útilokaðir, vegna þess
að búið sé að loka svo mörgum
svæðum vegna smáfisks. Þetta
lýsir því sem ég sagði, að þetta
væri þeim mjög erfitt. Það hefur
jafnvel gengið svo langt að sum-
ir þeirra skipstjóra, sem sendu
mér skeyti, hafa neitað að taka
fiskveiðieftirlitsmenn um borð.
Þetta er að mínum dómi neikvæð
afstaða af þeirra hendi og fyrir
mér vakti einungis að benda á og
vekja umræðu um þetta vanda-
mál, í þeim tilgangi að við forð-
umst þetta og gefum fiskinum
tækifæri til þess að vaxa og gefa
meiri arð fyrir þjóðfélagið,"
sagði Kristján.
„Ég held að skipstjórunum
hafi þótt miður að ég skyldi ein-
göngu tala um þeirra veiðiskap,
en þegar þeir heyrðu mín orð,
greindi útvarpið einungis frá því
sem að þeim snéri, en ekki því
sem ég sagði um of mikla neta-
notkun, of mikla veiði á þriðja
flokks fiski og þörf fyrir úrbæt-
ur í því efni. Við eigum ekki að
stefna að því að veiða þorsk sem
verður þriðja flokks hráefni og
ekki nothæfur nema til mjöl-
vinnslu,“ sagði Kristján.
„Þegar skipstjórar segjast
ekki koma með allan aflann að
landi, styður það að ástandið sé
með þeim hætti sem ég greindi
frá. Málið er afskaplega við-
kvæmt, vegna þeirra erfiðleika
sem þeir eiga við að glíma og ég
vona að þessi umræða leiði til
bóta, en að menn séu ekki að
reyna að finna einhverja söku-
dólga til þess að refsa eða krefj-
ast rannsóknar á. Það er ekki
minn tilgangur," sagði Kristján
Ragnarsson.