Morgunblaðið - 28.11.1982, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982
7
Þetta er mikilvæg spurning þegar leiöum til þess að
verðtryggja fé hefur fjötgað og hægt er að velja mis-
munandi ávöxtun.
Leiðin sem hentar þér gæti m.a. verið:
Verðtryggð spariskírteini Ríkissjóðs.
Verðtryggð veðskuldabréf.
Óverðtryggð veðskuldabréf.
Happdrættisskuldabréf Ríkissjóðs.
Við höfum víðtæka reynslu í verðbréfaviðskiptum
og fjármálalegri ráðgjöf og miðlum þeirri þekkingu
án endurgjalds.
Viljir þú ávaxta sparifé þitt munum við ráðleggja þér
hagkvæmustu ráðstöfun þess.
d^jjg) Verðbréfemarkaöur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lónaóarbankahúsinu Simi 28566
Gengi verðbréfa 28. nóvember 1982
VERÐTRYGGp SPARISKÍRTEINI Sölugengi pr. kr. 100.-
RÍKISSJÓÐS:
1970 2. flokkur 9.560,67
1971 1. flokkur 8.378,56
1972 1. flokkur 7.265,81
1972 2. flokkur 6.153,39
1973 1 flokkur A 4.435.98
1973 2. flokkur 4.086,92
1974 1. flokkur 2.820,78
1975 1. flokkur 2.317,78
1975 2. flokkur 1.746,09
1976 1. flokkur 1.653.48
1976 2. flokkur 1.322,55
1977 1. flokkur 1.226,94
1977 2. flokkur 1.024,42
1978 1. fiokkur 831,86
1978 2. flokkur 654,43
1979 1. flokkur 551,71
1979 2. flokkur 426,44
1980 1. flokkur 313,10
1980 2. flokkur 246,02
1981 1. flokkur 211,38
1981 2. flokkur 157,00
1982 1. flokkur 142,61
Meðalávöxtun ofangreindra floKka um-
fram verðtryggingu er 3,7—5%.
VEDSKULDABRÉF
ÓVEROTRYGGO:
Sölugengi m.v. nafnvexti
(HLV)
12% 14% 16% 18% 20% 47%
1 ár 63 64 65 66 67 81
2 ár 52 54 55 56 58 75
3 ár 44 45 47 48 50 72
4 ár 38 39 41 43 45 69
5 ár 33 35 37 38 40 67
VEÐSKULDABRÉF
MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU:
Sölugengi nafn- Ávöxtun
m.v. vextir umfram
2 afb./ári (HLV) verötr.
1 ár 96,49 2% 7%
2 ár 94,28 2% 7%
3 ár 92,96 2 V4% 7%
4 ár 91,14 2'/r% 7%
5 ár 90,59 3% 7%
6 ár 88,50 3% 7V,%
7 ár 87,01 3% 7V,%
8 ár 84,85 3% 7V,%
9 ár 83,43 3% 714%
10 ár 80,40 3% 8%
15 ár 74,05 3% 8%
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLAN RÍKISSJÓÐS pr kr”
B — 1973 2,851,48
C — 1973 2.553,05
D — 1974 2.216,18
E — 1974 1.515,96
F — 1974 1.515,96
G — 1975 1.005,61
H — 1976 958,22
I — 1976 729,11
J — 1977 678.42
1. fl. — 1981 135,84
Seljum og tökum í umboössölu verötryggö spariskírteini Ríkis-
sjóös, happdrættisskuldabréf Ríkissjóös og almenn veöskulda
bréf.
Höfum víðtæka reynslu í veröbréfaviöskiptum og fjármálalegri
ráögjöf og miölum þeirri þekkingu án endurgjalds.
VeróbréfemarkaÖur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu 12 1Ó1 Reykjavik
lónaðarbankahúsinu Simi 28S66
Aðventan er gengin í garð
og nýtt kirkjuár hafið. Þá
breytir um svip, og við förum
að búa okkur undir komu jól-
anna, komu Jesú Krists.
Reyndar er nú þegar farið að
minna okkur á, að blessuð
jólin séu í nánd, auglýs-
ingarnar sjá um það. En
hvað um það, engum leynist,
að nýr tími er í nánd, og við
erum minnt á það í guð-
spjöllum þessa sunnudags,
fyrsta sunnudags í aðventu
eða jólaföstu, að konungur-
inn kemur, Jesús Kristur,
frelsari mannanna.
Innreið Jesú Krists í Jer-
úsalem á að sýna okkur
hvernig hann kemur til
mannanna í auðmýkt sinni
og lítillaeti. Hann kemur og
gefur sjálfan sig, býður sig
fram, svo að líf okkar megi
eiga sér tilgang og takmark.
Orð Guðs hljómar í dag og
býður okkur að vakna af
svefni og taka við gjöf Guðs.
Konungur lífsins kemur ekki
með hávaða og gauragangi,
heldur með hógværð, friði og
fegurð. En það eru margir,
sem ekki vakna við þann
fagra samhljóm Guðs, heldur
sofa fast, þangað til þeir
vakna kannski við vondan
draum. í dag hljómar kallið:
Komdu nú í dag að hitta kon-
ung þinn, því að „konungur-
inn konunganna kemur nú til
sinna manna“.
Við skulum hugleiða frá-
sögnina af innreið Jesú í Jer-
úsalem. Þessi frásögn hefur
alltaf haft mikil áhrif á
mennina, því að hún tendrar
hjörtu þeirra og glæðir vonir
og þrár, því að þarna er að
gerast atburður, sem snertir
Ííf hvers einasta manns á
jörðinni.
En er þetta aðeins sagn-
fræðileg mynd eða hefur hún
lifandi gildi fyrir hvern og
einn? Getum við horft á
þennan atburð með okkar
eigin augum, svo að hann
snerti líf og sál? Hlýnar
okkur um hjartarætur í ná-
vist konungsins, sem kominn
er til að færa heiminum frið
Konung-
urinn
kemur
og fyrirgefningu? Það fer
auðvitað eftir því hvað við
sjáum í Jesú Kristi sjálfum.
Er hann sá konungur og leið-
togi, sem við viljum fylgja?
Allir menn eiga sér kon-
ung og leiðtoga, og hver hann
er skiptir sköpum í lífi
þeirra. í hásæti sumra
manna situr konungur, sem
stjórnar með gerræði. Það
kann að vera harðstjóri, sem
þvingar þegna sína til skil-
yrðislausrar undirgefni og
hlýðni. Nafn þessa konungs
getur verið ágirnd, græðgi,
hatur, valdafíkn, bakmælgi,
og mörg fleiri nöfn mætti
nefna og gefa þessum kon-
ungi. Kannski er það eigin-
girnin, sem situr þar á valda-
stóli. Um slíkan konung leik-
ur engin birta, enginn ljómi,
hvert svo sem nafn hans
kann að vera. Þar er engin
lífshamingja, aðeins lífsleiði
og örvænting.
En til er sannur konungur,
konungur eilífrar dýrðar,
visku, valds og kærleika.
Konungur, sem gefur þegn-
um sínum með sér af nægt-
um sínum, svo að þeir verða
honum líkir. Konungur, sem
þiggur ekki aðeins lotningu
þegna sinna, heldur gefur
þeim auðugra líf, gleðiríkt og
eilíft. Konungur, sem fyrir-
gefur syndir og veitir blessun
sína og gefur frið í hjarta.
Konungur, sem sýnir þegn-
um sínum samúð og kær-
leika.
Það er aðeins til einn slík-
ur konungur, og hann er Jes-
ús Kristur. „Og ekki er hjálp-
ræðið í neinum öðrum, því að
eigi er heldur annað nafn
undir himninum, er menn
kunna að nefna, er oss sé
ætlað fyrir hólpnum að
verða."
Vilt þú eignast slíkan kon-
ung, kæri lesandi? Þá skaltu
minnast þess, að konungur
lífsins kemur í dag á eins
sannan og raunverulegan
hátt og hann kom til Jerúsal-
em forðum. Hann kemur aft-
ur og aftur, og þess vegna
skulum við sameinast mann-
fjöldanum, sem um allan
heim fagnar honum og veg-
samar hann: „Hósanna, Dav-
íðs syni! Blessaður sé sá, er
kemur í nafni Drottins! Hós-
anna í hæstum hæðum!"
Þeir sem fögnuðu Jesú
Kristi forðum, breiddu yfir-
hafnir sínar á veginn. Þeir
gáfu honum það, sem þeir
áttu á þeirri stundu. Hvað
getur þú gefið honum? Þú
getur gefið honum hjarta
þitt, líf þitt og látið hann
stjórna störfum þínum, orð-
um og hugsunum.
Þá munt þú eignast Krist í
öllu þínu lífi, í daglegum
störfum og á heimili þínu og
árangur þess verður gleði,
friður og eilíf hamingja.
I dag kemur Jesús Kristur
til mannanna. Þetta er hans
dagur. Þetta getur líka orðið
okkar dagur, dýrlegur dagur,
blessuð byrjun þess að halda
jólin hátíðleg á sannan
kristilegan hátt undir merki
Jesú Krists.
Styrkið og fegrið líkamann
Dömur og herrar
Nýtt 3ja vikna némskeið hest 29. nóvember.
Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu herratímar í hádeginu.
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum.
Sértímar fyrir konur sem vílja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir
eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöövabólgu.
Vigtun — mæling — sturtur — gufuböð — kaffi og hinir vinsælu
sólaríumlampar.
Innritun og upplýsingar alla virka daga frá
kl. 13—22 í síma 83295.
Júdódeild Ármanns
Ármúla 32.