Morgunblaðið - 28.11.1982, Side 21

Morgunblaðið - 28.11.1982, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 21 Bréf til Geirs - eftir Pál Bergþórsson Morgunblaðinu hefur bor- izt til birtingar bréf frá Páli Bergþórssyni, veðurfræðingi til Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins. Morgunblaðið fór þess á leit við Geir Hallgrímsson, að hann svaraði bréfi Páls og fara þessi bréfaskrif hér á eftir: Kæri Geir Hallgrímsson. Trúlega átt þú ekki von á góðu pólitísku bréfi frá mér. Að vissu leyti er þar rétt til getið. Þó mundi ég ekki skrifa þér þessar línur ef ég hefði ekki gamalgróna trú á ýmsum per- sónueinkennum þínum síðan á skólaárum. Þessu hef ég ekki leynt, þegar ég hef verið um það spurður, opinberlega eða einslega. En nóg um það. Ég sný mér að efninu sem er hið svonefnda álmál, samskipti Alusuisse og íslands og afstaða Sjálfstæðisflokksins til þeirra nú í seinni tíð. Sem formaður kemur þú þar vissulega við sögu, en sem slíkur hefur þú líka möguleika til áhrifa á stefnu flokksins. Nú er komin fram í dagsljós- ið endanleg skýrsla endurskoð- endanna Coopers & Lybrand um fjárreiður Alusuisse á Is- landi. Niðurstaðan er sú að á sex árum hafi hringurinn van- talið til framleiðsiuskatts á Is- landi 536 milljónir á núvirði. Skatturinn sem hefði átt að gjalda af þessari upphæð er auðvitað margfalt minni, en samt eru vantöldu tekjurnar ekkert smáræði, hér um bil jafn há upphæð og ÍSAL hefur varið til orkukaupa frá Lands- virkjun á sama tímabili. Og flestum sérfræðingum erlend- um, sem leitað hefur verið til, ber saman um að trúlega sé þessi upphæð miklu hærri, þó að hið virta og varfærna endurskoðendafyrirtæki hafi staðnæmst við þessa tölu, sem það segist geta staðið við fyrir hvaða dómstóli sem er. En þá ber að muna, að Alusuisse neit- aði Coopers & Lybrand um ýmsar mjög mikilvægar upp- lýsingar, sem er ólíklegt að hefðu verð álhringnum í hag, ef gefnar hefðu verið. Enda höf- um við orð Birgis ísleifs fyrir því að vafalaust reyni Alu- suisse að halda á öllu sínu í skiptum við okkur Frónbúa. Þessi spaklegu ummæli ættu reyndar að standa gullnu letri í kerskálanum mikla í Straumsvík. En það er sitt hvað, harka í viðskiptum og stórkostleg svik eins og þau sem Alusuisse hef- ur hér framið. Þetta eru meira að segja svik í tryggðum, sér í lagi við Sjálfstæðisflokkinn og aðra þá sem á sínum tíma lögðu sig fram að lýsa þessum álhring sem bjargvætti þjóðar- innar. Engum ætti því að sárna þetta meira en þér og þínum flokkssystkinum. Og svo sann- arlega dreg ég ekki í efa heil- aga reiði þína og þinna vegna þessara tryggðrofa. En þið beinið henni því miður ekki í rétta átt. Svo höggdofa standið þið meira að segja að flokkur- inn reynir á allan hátt að draga fjöður yfir glæpinn, leggja álhringnum vopn í hend- ur í viðskiptum hans við ís- lensk stjórnvöld og svívirða þann mann sem hefur borið hitann og þungann af viður- eigninni við þennan viðsjár- verða andstæðing. Málsvarar ykkar tala um „bófahasar" Hjörleifs Gutt- ormssonar við Alusuisse. Einn þeirra lék sér að því um daginn að reikna skattsvik hringsins út með mjög frumlegri aðferð. Fyrst reiknaði hann skatt- skuldina vegna svikanna, en dró síðan frá þá skattainneign Alusuisse sem er bókfærð hjá ríkinu! Þannig fékk hann lága tölu til marks um hvað Hjör- leifur hefði lítið upp úr krafs- inu. Þetta var reyndar helsti málsvari ykkar á Alþingi í þessu máli, og hversu vanmátt- ugt mundi þá vera fálm hinna minni spámanna. Hvað eftir annað hefur Morgunblaðið krafist þess að iðnaðarráð- herra viki úr sæti sínu vegna þessa máls. Okkur er áreiðan- leg báðum jafn ljóst, Geir, hvað þessi málflutningur er Alu- suisse-forstjórum mikil upp- örvun í erfiðri stöðu þeirra, hvað þetta styrkir þá í því að neita réttmætum kröfum um umsamda skatta og hækkað Páll Bergþórsson „Sá dagur rennur upp fyrr en varir, að flokkurinn tel- ur óhjákvæmilegt að ganga heils hugar til stuðnings við hinn ís- lenska málstað í deilunni við Alusuisse. Og verður þér þá kannski kennt um að það var ekki gert fyrr?“ orkuverð, í þeirri von að bráð- um fái Sjálfstæðisflokkurinn tökin á iðnaðarráðuneytinu. Sömu huggun og styrk veitir það álfurstum, að flokkur þinn klifi stöðugt á því hvað ál- samningurinn sé okkur hag- stæður og greiði upp á 19 árum alla Búrfellsvirkjun, Þóris- vatnsmiðlun og guð veit hvaða mannvirki önnur. (Reyndar hef ég heyrt snjallan hagfræðing kalla þetta bullandi villu.) Hvað eru þá íslendingar að derra sig og heimta hærri greiðslur fyrir rafmagn frá virkjunum sem Alusuisse er búið að borga upp? En það er meira blóð í kúnni. Jafnframt því að leggja Alusuisse þannig vopn í hendur, gerir flokkur þinn árásir á iðnaðarráðherra úr þveröfugri átt, gerir hróp að honum fyrir að hafa ekki nú þegar samið við álhringinn um stórhækkað orkuverð! Ég er reyndar sannfærður um það, Geir, að þér er ljóst, hvað framkoma flokks þíns í þessu máli er langt fyrir neðan allar móhellur. Þess vegna skrifa ég þér. En það er satt, það er enginn leikur að snúa sig út úr stöðu eins og þessark Margir flokksbræður þínir telja sjálfsagt mikið til vinn- andi að koma höggi á jafn skæðan andstæðing og Hjör- leif, en skæður er hann fyrst og fremst vegna mannkosta sinna, skarprar greindar og elju, ásamt óbrigðulli prúðmennsku. En það er skammsýni að láta þessa menn ráða ferðinni. Sá dagur rennur upp fyrr en varir, að flokkurinn telur óhjá- kvæmilegt að ganga heils hug- ar til stuðnings við hinn ís- lenska málstað í deilunni við Alusuisse. Og verður þér þá kannski kennt um að það var ekki gert fyrr? Það skiptir þig ef til vill ekki miklu, en hitt er víst, að því fyrr sem þú reynir að sveigja flokkinn af þessari óheillabraut, því sársauka- minna verður það. Nú segir þú kannski: En þú ert nú enginn hollvinur Sjálfstæðisflokksins, Páll minn. Satt er það. En hér er um svo mikla íslenska hags- muni að tefla, að það væri óforsvaranlegt að geta ekki unnt Sjálfstæðisflokknum þess sóma sem hann hefði af stefnu- breytingu í þessu máli. Svar Geirs HaUgrímssonar Ágæti gamli bekkjarbróður. Ég þakka þér tilskrifið og vinsamleg orð í minn garð. Mér þykir einnig vænt um að fá þetta tilefni til að greina frá afstöðu Sjálfstæð- isflokksins til álmálsins svo- kallaða. 1. Frá því Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra ákærði Alusuisse um svik- samlegt atferli fyrir 2 árum vegna yfirverðs á súráli til ÍSALs, er næmi 48 millj. doll- urum hefur Sjálfstæðisflokk- urinn krafist þess, að ásakan- ir iðnaðarráðherra væru upp- lýstar að fullu og Alusuisse og ISAL haldið að samning- um. 2. Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram samstarf af sinni hálfu þegar í stað og benti á, að álsamningarnir, sem gerð- ir voru í tíð viðreisnarstjórn- ar tryggðu fullkomlega rétt íslendinga í þessum efnum. 3. Sjálfstæðismenn hafa ávallt talið þrennt skipta höf- uðmáli í viðskiptum okkar við Alusuisse. A. Endurskoðun raforku- verðs í kjölfar orkuverðs- hækkunar frá síðustu endur- skoðun 1975. B. Endurskoðun samnings- ákvæða um skattgjöld ÍSALs til einföldunar og til að koma í veg fyrir ágreiningsefni, eins og nú eru fram komin. C. Stækkun álversins í Straumsvík. 4. Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt Hjörleif Guttorms- son, iðnaðarráðherra, harð- lega að verðskulduðu fyrir að hafa ekki sem iðnaðarráð- herra frá 1. september ’78 til desember 1980 krafist endur- skoðunar á viðskiptum Alu- suisse og ÍSAL og samninga- viðræðna um hærra raforku- verð. Aðgerðarleysi iðnaðar- ráðherra á þessum tíma er því vítaverðara, að álverð var þá mjög hátt og samnings- aðstaða Islendinga því mjög sterk, en síðan hefur álverð lækkað um nær helming. 5. Sjálfstæðismenn hafa einnig gagnrýnt iðnaðarráð- herra fyrir skort á samráði í meðferð álmálsins. Þótt ál- viðræðunefnd hafi verið skip- uð rúmu misseri eftir að Sjálfstæðisflokkurinn bauð samstarf sitt í málinu, hefur ráðherra haldið málinu í sín- um höndum, tekið allar ákvarðanir og í besta falli ætlast til að viðræðunefndin legði blessun sína yfir þær eftir á. 6. Iðnaðarráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir það að hafa meiri áhuga á að sverta viðsemjanda sinn innanlands og utan og valda honum þannig sem mestu tjóni í stað þess að fá hann að samninga- borðinu miklu fyrr um hærra raforkuverð. 7. Niðurstöður Coopers & Lybrand sem nú liggja fyrir eru byggðar á ákveðnum for- sendum, sem ágreiningur er um samkvæmt lagalegri túlk- un samninga milli aðila. En „Ágæti Páll Bergþórs- son, má ég biðja þig að lokum að hafa holl áhrif á flokksbróður þinn, iðn- aðarráðherra, svo að hag- stæðir samningar náist i þessu deilumáli í sam- ræmi við hagsmuni ís- lendinga.“ jafnvel þótt gengið sé út frá þeim niðurstöðum er ljóst, að upprunalegar ásakanir iðnað- arráðherra standast ekki og hærra skattgjald, sem af niðurstöðum leiðir, nemur ekki hærri upphæð en raf- orkukaupum ISALs á 8—9 mánuðum á núverandi lágu verði. Af þessu sést, hve iðn- aðarráðherra er okkur íslend- ingum dýr að hafa haldið svo á málinu, að enn er ekki farið að ræða í alvöru um hærra raforkuverð. 8. Þú segir, Páll: „En það er sitt hvað, harka í viðskiptum og stórkostleg svik eins og þau, sem Alusuisse hefur hér framið“. í umræðum utan dagskrár á alþingi í maí sl., þegar upp úr slitnaði í við- ræðum iðnaðarráðherra og Alusuissé spurði ég forsætis- ráðherra, sjávarútvegsráð- herra og iðnaðarráðherra um skoðun þeirra á því hvort um sviksamlegt atferli væri að ræða af hálfu Alusuisse eða ekki? Ég tók um leið fram, að ég væri ekki að biðja um neit- andi svar, ef skoðun ráðherra væri önnur, þótt fram hefði komið að Alusuisse vildi þá fyrst ræða um hærra raf- orkuverð og önnur atriði ef ásökunum um sviksamlegt atferli væri ekki til að dreifa. Forsætisráðherra og sjávar- útvegsráðherra töldu Alu- suisse ekki hafa viðhaft svik- samlegt athæfi og iðnaðar- ráðherra taldi málarekstur gagnvart Alusuisse ekki á því byggðan. Eftir að forsætis- ráðherra sendi Alusuisse þýð- ingu á útskrift þessara um- ræðna á alþingi, sendi Alu- suisse tillögur sínar um upp- töku viðræðna við íslensk stjómvöld að nýju, eins og kunnugt er. 9. Því er ekki að neita að tor- tryggni ríkir í garð iðnaðar- ráðherra vegna meðferðar hans á álmálinu. Fyrir 2 ár- um lýsti iðnaðarráðherra yfir, að hagkvæmasti virkj- unarkostur okkar íslendinga væri að hætta starfrækslu ÍS- ALs og kunn er afstaða Al- þýðubandalagsins til sam- vinnu við erlenda aðila um orkufrekan iðnað, sem tafið hefur þróun orku- og iðn- framkvæmda, sem hlýtur að verða vaxtarbroddur íslensks atvinnulífs og forsenda bættra lífskjara á íslandi. 10. Það er staðreynd, að samningar íslands og Alu- suisse um orkusölu til ÍSALs borga Búrfellsvirkjun, miðl- unarmannvirki, flutningslín- ur og varastöð á 19 árum og það eru engin drottinsvik að hafa á því orð, sem allir geta reiknað út og þ.á m. Sviss- lendingar. Þessi staðreynd dregur heldur ekki úr kröfu okkar um hærra raforkuverð til ISALs vegna hækkandi orkuverðs í heiminum. Ágæti Páll Bergþórsson, má ég nú biðja þig að lokum að hafa holl áhrif á flokks- bróður þinn, iðnaðarráð- herra, svo að hagstæðir samningar náist í þessu deilumáli í samræmi við hagsmuni Islendinga. Með bestu óskum og kveðj- um. Geir Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.