Morgunblaðið - 28.11.1982, Side 22

Morgunblaðið - 28.11.1982, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 „Aðsegja liveriiig það er að lifa“ Morgunspjall við Kent Paul sem leikstýrir sýningu Þjóðleik- hússins á leikriti O’Neills, Dagleiðin langa inn í nótt TEXTI: SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON Við höfdum mælt okkur mót klukkan hálftíu að morgni föstudagsins fyrir frumsýningarhelgina. Kent Paul hafði sagt að hann væri morgun- maður og átt hugmyndina að þessari tímasetningu. Eg hafði ekki látið á neinu bera. Skrifaði þetta bara hjá mér. Og eitthvað upp úr níu ók ég í gegnum borgina á miðstöðvarlausum bíl, þakklátur fyrir að það var þó ekki myrkur, heldur bara skuggsýnt og kuldi. Hálftíu hittumst við svo á Hótel Borg og héldum á kaffihús, í morgunkaffi. Ég spurði, eins og íslendinga er háttur, hvaðan hann væri. „Ég er alinn upp í Nebraska- ríki, í miðju landi, eiginlega al- veg nákvæmlega í miðju landi, í litlum bæ sem heitir Beatrice. Pabbi rak herrafataverslun. Við vorum ofurvenjuleg lægri- miðstéttarfjölskylda. Ég hafði alltaf mikinn áhuga á leikhúsi, en það var ekkert atvinnuleikhús neins staðar í nánd við okkur. Ég skrifaði og leikstýrði leikriti þegar ég var tólf ára, man ég. Eitthvað var ég líka að fást við leiklist í skóla, þarna heima. Haustið 1954 fór ég svo í Har- vard til náms, en skólinn er í Cambridge í Massachusetts, nærri Boston. Þarna kynntist ég alvöruleikhúsi. Þá var það al- siða, eins og reyndar enn, að prufukeyra sýningar sem áttu að fara á Broadway, fyrst á ná- grannaborgunum og oft varð Boston einmitt fyrir valinu. Það varð snemma ljóst að ég var með leikhúsdellu og vitan- lega birtist hún fyrst þannig, að mig langaði að verða leikari og ég lék eitthvað í Harvard, en eft- ir síðara árið mitt í Harvard komst ég inn í mjög lítinn en ákaflega góðan leiklistarskóla í grenndinni. Hann heitir The Neighborhood Playhouse School of the Theater og ég held að á fimmtíu árum hafi hann aðeins útskrifað um 1.000 nemendur. En marga fræga leikara þar á meðal. Skólinn auglýsir aldrei og nemendur fá enga gráðu, er þeir útskrifast, en kennslan er fyrsta flokks og þar ber hæst mann að nafni Sanford Meisner. En síð- ustu þrjú árin hef ég verið að vinna að gerð sjónvarpsþátta um þennan þekkta leiklistarkennara og með mér að þessu hefur unnið einn af þessum frægu nemend- um hans, kvikmyndaleikstjórinn Sydney Pollack (Absence of Mal- ice, They Shoot Horses Don’t They).“ Var aldrei gódur leikari Eftir að við höfðum lokið úr súkkulaðibollunum á Nýja köku- húsinu, lögðum við leið okkar út í Austurstræti og þaðan áleiðis upp í Þjóðleikhús, en þar átti að hefjast ein af síðustu æfingum á Dagleiðinni löngu um hádegis- bilið. Eftir nokkrar samræður við sviðsstjóra, aðstoðarleik- stjóra, leikmyndahönnuð og leik- Skilagrein vegna söfnunar til styrktar fjölskyldunni ad Brædraparti MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi skilagrein vegna söfn- unar til stuðnings fjölskyldunni að Bræðraparti v/Engjaveg í Reykja- vík, Dagbjörtu Eiríksdóttur og Magnúsi Erni Haraldssyni og börn- um þeirra tveimur, er missti aleigu sína í bruna: Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands 15.000.-, Söfnun í Borgar- nesi Eyvindur og Kristján Magn- ússynir 9.930.-, NN 1.000.-, Afhent séra Halldóri Gröndal 2.600.-, NN 1.000.-, NN 500.-, NN 500.-, G.S.Ó. 500.-, Lilja 500.-, NN 500.-, Ó. Johnson og Kaaber 5.000.-, NN 2.000.-, NN 100.-, Ingveldur 500.-, G.K. 100.-, NN 1000.-, Hildur 1.000.-, NN 500.-, Sveinn og fjöl- skylda 300.- NN Fatasending og 2.000.-, Afhent Dagblaðinu og Vísi 1.000,-, Afhent séra Ólafi Skúla- syni 500.-. Samtals komið 15. nóv- ember 46.030.- Innilegt þakklæti til allra þeirra er rétt hafa fram hjálparhendur. Söfnuninni verður haldið áfram um sinn. Sig. Haukur Mctviiuhku) á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.