Morgunblaðið - 28.11.1982, Síða 23

Morgunblaðið - 28.11.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 23 ara komum við okkur fyrir inni á bókasafni leikhússins, því enn var drjúgur tími til stefnu. Ég bað Kent að halda áfram reynslusögunni. „Ég lék í fjögur ár eftir að náminu lauk í þessum skóla, allt fremur lítil hlutverk, enda var ég aldrei góður leikari, en svo fékk ég stöðu sem nokkurs konar aðstoðarleikhússtjóri í Cincinn- ati í önnur fjögur ár og þar var ekki Ieikið á mánudagskvöldum, Morgunbladið/ Kristján Örn svo ég gat æft og sett upp leikrit þau kvöld og það gerði ég. Og um leið og ég var byrjaður að leik- stýra, þá fann ég að ég hafði fundið hvað ég vildi gera. Mér finnst svo óskaplega gaman að vinna með leikurum. Ég dáist að þeim, að manninum í þeim, sen- nilega. En líklega hef ég orðið leikstjóri til að fá tækifæri til að tjá mig um það, hvernig það er að vera til. Til að segja hvernig það er að lifa. Mér til mikillar ánægju voru leikararnir sem tóku þátt í þess- ari fyrstu uppfærslu minni ánægðir með árangurinn og höfðu orð á því að ef ég væri með fleiri sýningar á prjónunum ætti ég að hafa samband við þá. Ég sagði upp stöðu minni við leik- húsið þetta sumar, sem hefur verið 1966, ef ég man rétt, og byrjaði að leikstýra víðs vegar. Og það hef ég gert æ síðan, mest á austurströndinni, enda er það nánast eina leiðin til að komast eitthvað áfram á þessu sviði. Fyrstu tíu árin leikstýrði ég í borgunum í grennd við New York og svo í sjálfri stórborg- inni, í upphafi voru bara fáein stofnanaleikhús, eins og eru hér, í Bandaríkjunum, en nú er slíkt leikhús í hverri borg af stærri gerðinni og margir leikstjórar lifa á því að setja upp sýningar í þessum leikhúsum í New York og nágrenni. Síðustu fimm árin hef ég nær eingöngu haldið mig við New York og ekki farið þaðan nema ég mætti sjálfur velja leikhópinn og litist mjög vel á verkefnið." Gatan fyrir utan húsið — Hvernig vildi það til að þú komst hingaö til lands til að setja upp Dagleiðina? „Ég hef alltaf haft geysilega gaman af að stýra verkum eftir O’Neill. Það fyrsta var „A Moon for the Misbegotten", sem ég setti upp í Harvard árið 1971. Við sýndum það þá óstytt, sem var nýjung, því einhvern veginn eru menn haldnir þeirri undar- legu grillu að vera stöðugt að stytta þessi síðustu verk O’NeilIs, sem hann skrifaði þeg- ar hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera. Það er mjög algengt að Dagleiðin sé stytt í sýningu, en það gengur ekki upp. Þess vegna gerum við það ekki hér og við gerðum það ekki þegar við færðum upp „A Moon for the Misbegotten" forðum. Sú sýning fékk reyndar fádæma góðar við- tökur og skömmu síðar færðu aðrir aðilar verkið upp, óstytt, á Broadway. Nú, ég hafði sett upp þrjú eldri verk eftir O’Neill í leikhúsi í Cincinnati, en þá var Sarah O’Connor aðstoðarleikhússtjóri þar. Hún og Sveinn Einarsson þekkjast og þegar þau hittust á alþjóðlegu leiklistarþingi í Madrid fyrir einu og hálfu ári, bað Sveinn hana að benda sér á einhvern bandarískan leikstjóra til að setja upp Dagleiðina löngu inn í nótt og nú er ég hér. Mér fellur best að setja upp verk bandarískra höfunda, ég vil helst setja upp verk sem gerast á stöðum, þar sem ég veit hvernig gatan fyrir utan húsið lítur út. Því hef ég sett upp mikið eftir O’Neill, Arthur Miller og Thornton Wilder." íslenskir leikarar gódir „Það var stórbrotið að koma hingað fyrst í stutta heimsókn í apríl. Ég, sem er orðinn alger New Yorkbúi af lífi og sál, þegar ég var búinn að vera hér í viku, fannst mér erfitt að fara aftur. Vanalega er ég kominn með New York-þrá eftir nokkra daga, ann- ars staðar. Mér fannst strax leikararnir hér vera svo góðir og gaman að sjá þá í hverju leikritinu af öðru og það var mikið atriði fyrir mig að fá nú tækifæri til að vinna í leikhúsi með föstu, góðu starfs- liði, þar á meðal leikaraliði. Öll mín menntun hafði eiginlega verið miðuð við þessi vinnu- brögð. Meisner miðaði allt við stofnanaleikhús, þótt þau væru varla til í Bandaríkjunum, lengst af. Eitt sem gladdi mig líka mik- ið var að sjá hve sá leikstíll sem mér fellur best að vinna í, sál- fræðilegt raunsæi, er íslenskum leikurum eðlilegur. Hér eru ótrúlega margir hæfileikaríkir leikarar. Ég hefði ekki getað sett saman jafn góðan leikhóp í Bandaríkjunum og þann sem ég hef verið að vinna með að þess- ari sýningu, nema með geysilegri heppni. Ég er stoltur af honum. En svo eru að minnsta kosti tuttugu aðrir leikarar, sem ég hef séð, og ég vildi gjarnan starfa með. Leikarar hér virðast hafa svo mikið tilfinningalegt hugrekki og búa yfir áreynslu- leysi í persónusköpun og túlkun, sem er sjaldséð. Sem dæmi um áhrifamikla sýningu, þar sem þetta kom berlega í ljós, get ég nefnt „Skilnað". Þar var auðséð að samstilltur hópur átti hlut að máli. Samstilltur og góður. Auk þess get ég til dæmis nefnt „Tví- leik" og svo finnst mér „Garð- veisla" vera glæsileg sýning og aðalleikararnir fara á kostum. Frammistöðu af þessu tagi sér maður ekki nema með höppum og glöppum í bandarískum leik- húsum, nema þá kannski í stofn- analeikhúsum. Ég held ég sé bú- inn að sjá svona fjórar eða fimm sýningar hér, sem ekki væri hægt að leika eftir í Bandaríkj- unum, því þar er ekki völ á svona mörgum góðum leikurum, með svo góða munnlega og líkamlega tjáningu. Mér detta aðeins í hug tveir amerískir leikarar sem dæmi um hið síðarnefnda, þeir Robert Duvall og Robert DeNiro." Nú var klukkan mjög tekin að nálgast tólf á hádegi og stuttum innlitum leikhúsmanna tekið að fjölga í bókasafnið. Menn voru að spyrja Kent um þetta og hitt í sambandi við æfinguna og ekki laust við að óróleiki væri farinn að gera vart við sig hjá honum. Það varð því úr að við hættum spjallinu og gengum um dimma og dularfulla ranghala leikhúss- ins, mættum Mary Tyrone í einni gættinni, gengum framhjá upplýstum híbýlum Tyrone- fjölskyldunnar á sviðinu og rák- umst á fleiri fjölskyldumeðlimi baksviðs. Á leiðinni niður á blað mætti ég þeim öllum aftur. SHMKVf t«KHlSI •*«yrlnu. Ólafur Þórðarson Spilakassinn. &Zl°o3nronan“Sl''Öaem'Ó'‘t Björgvin Qís,ason stj6rnað| upp Plö,u Bjorn Thorodds ^eir sletta skyrinu . tónSn1karkU"na,ðl<i',»>«v„ Sex meiriháttar löq Boðsmiði í VilJta TrvÍlta Viiu r . • fyrstu eintökunum^ ~ h - fyð" orðið vitni að nn 'u getur spm i- 90 uPPákomu beirra sem auglyst verður síðar P Dreifing: Skífan. aSSFZBS: J6nSSonnd' UPP,öku Dreifing: Fálkinn. Gefum ISLENSKA tónlist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.