Morgunblaðið - 28.11.1982, Side 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982
25
JWgurpj Útgefandi ttMofrifr hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 130 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 10 kr. eintakið.
Verum
Enginn vogaði sér þó að
minnast að ráði á her-
namið og útrýmingarstríðið í
Afganistan, slíkt hefði getað
spillt hinu friðsamlega and-
rúmslofti á ráðstefnunni."
Ýmsir halda ef til vill, að í
þessari tilvitnun, sem tekin er
úr íslensku blaði, sé verið að
lýsa ráðstefnu í Moskvu eða á
vegum Menningar- og friðar-
samtaka íslenskra kvenna, svo
er þó ekki, höfundur er að
segja frá landsráðstefnu Sam-
taka herstöðvaandstæðinga,
sem haldin var hér í Reykjavík
í byrjun október og lýsingin
birtist í nýjasta tölublaði
Verkalýðsblaðsins. Það er
átakanlegt að lesa slíka lýs-
ingu af samkomu íslenskra
manna ekki síst þegar haft er í
huga, að þessir sömu menn
hafa til skamms tíma að
minnsta kosti gert til þess
kröfú, að á þá sé litið sem ein-
á verði
örðustu gæslumenn íslensks
sjálfstæðis.
Fyrir réttri viku birtist hér í
blaðinu frásögn af valdaráninu
í Afganistan eftir Vladimir
Kazichkin, landflótta útsend-
ara KGB, sovésku leynilögregl-
unnar sem til skamms tíma
laut beinni stjórn Yuri Andro-
povs, hins nýja leiðtoga Sov-
étríkjanna. Af orðum hins
lándflótta KGB-manns má
ráða tvennt: I fyrsta lagi stað-
festir lýsing hans, að Kreml-
verjar svífast einskis í valda-
fíkn sinni. í Afganistan hafa
þeir beitt öllum tiltækum ráð-
um, þegar launmorð duga ekki
er gripið til grímulausrar
valdbeitingar gegn heilli þjóð.
I öðru lagi reynir þessi starfs-
maður Yuri Andropovs að bera
blak af KGB og gefur til
kynna, að þessi ógnvekjandi
stofnun sé raunsærri og jafn-
vel „friðsamari" en „stjórn-
máiamennirnir" í Kreml.
Afganar voru svo glám-
skyggnir, að þeir treystu hátíð-
legum yfirlýsingum Kreml-
verja, þegar þeir sögðust hafa í
heiðri yfirlýsingar Leníns um
að samskipti Sovétríkjanna og
Afganistan ættu að vera til
fyrirmyndar um tengsl milli
nágrannaríkja, þar sem ólík
þjóðfélagskerfi fengju að þró-
ast í bróðurlegri virðingu fyrir
friðhelgi landamæra, fullveld-
isrétti og sjálfsákvörðunar-
rétti þjóða. Afganar treystu
því, að Kremlverjar myndu
virða þá ákvörðun þeirra að
standa utan hernaðarbanda-
laga og skipa sér í sveit hlut-
lausra ríkja. Andvaraleysi
Afgana varð til þess að þeir
urðu sífellt háðari Sovétríkj-
unum á flestum sviðum og ekki
síst í hvers kyns viðskiptum.
Þeir færðu sig sífellt upp á
skaftið sem báru blak af
Kremlverjum og í skjóli þess
seildist fámennur hópur harð-
snúinna kommúnista til æ
meiri áhrifa með dyggri aðstoð
sovéska sendiráðsins í Kabúl.
Og nú hefur Rauði herinn bar-
ist við Afgana í tæp þrjú ár.
Það er furðulegur barna-
skapur hjá Kremlverjum, ef
þeir halda, að þeim takist að
sannfæra Vesturlandabúa um
það, að KGB sé í raun rödd
skynseminnar í sovéska vald-
akerfinu. Þessi árátta hefur
magnast á undanförnum mán-
uðum og líta má á lýsingu hins
landflótta KGB-manns á af-
stöðu leynilögreglunnar sem
lið í þeirri herferð að draga
upp sem mildasta mynd af
þessari ófyrirleitnu stofnun í
sama mund og yfirmaður
hennar, Yuri Andropov, tekur
við æðstu völdum í Sovétríkj-
unum. Kjarninn í þessum
áróðri er sá, að Andropov sé í
raun mun víðsýnni og þar með
velviljaðri í garð Vesturlanda
en Leonid Brezhnev. Að
óbreyttu er skynsamlegast að
líta á þessa herferð sem nýjan
þátt í tilraunum Kremlverja
til að skapa andvaraleysi á
Vesturlöndum.
Til marks um það, hve langt
ýmsir Vesturlandabúar vilja
ganga til móts við heimsvalda-
stefnu Sovétríkjanna, er sú
Igær hófst prófkjör sjálf-
stæðismanna í Norður-
landskjördæmi vestra og lýkur
því þriðjudaginn 30. nóvember.
I dag og á morgun fer fram
prófkjör sjálfstæðismanna í
Reykjavík. Valdir eru menn til
að skipa framboðslista flokks-
ins í komandi alþingiskosning-
um, sem efna verður til fyrr en
seinna til að bjarga þjóðinni út
úr þeirri pólitísku sjálfheldu
sem nú ríkir. Geir Hallgríms-
son, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, sagði þegar hann
var spurður um prófkjör
sjálfstæðismanna í Reykjavík:
„Við sem tökum þátt í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins er-
um ekki mótframbjóðendur
heldur meðframbjóðendur og
samherjar. Við erum staðráðin
í því öll að vinna að sigri
Sjálfstæðisflokksins."
Davíð Oddsson, borgarstjóri
í Reykjavík, sagði í grein hér í
blaðinu í gær: „Verkefni okkar
staðreynd, að á landsráðstefnu
Samtaka herstöðvaandstæð-
inga, sem haldin var í Reykja-
vík í byrjun október 1982, er
það talið spilla friði, ef menn
voga sér að minnast að ráði á
innrás Sovétmanna í Afganist-
an og blóðbaðið þar. Og af
sama meiði er sú fullyrðing í
forystugrein Þjóðviljans í gær,
að Grikkir séu í Atlantshafs-
bandalaginu af ótta við yfir-
gang Tyrkja. Það er svo sann-
arlega ástæða til að vera á
verði.
kjósendanna í því prófkjöri
sem hefst á morgun er í raun-
inni aðeins eitt. Við eigum að
leggja drög að skipan efstu
sæta á lista Sjálfstæðisflokks-
ins við næstu alþingiskosn-
ingar, sigurstranglegum lista
manna, sem líklegir eru til
góðra verka að kosningum
loknum.“
Það er svo sannarlega mikið
í húfi, að vel takist til í próf-
kjöri sjálfstæðismanna og
niðurstaða kjósenda staðfesti
þá samstöðu sem er forsenda
þess, að flokkurinn verði sem
sigurstranglegastur í alþing-
iskosningunum. Á þeim ör-
lagaríku óvissutímum, sem nú
ríkja, er síst af öllu þörf á upp-
lausn í stjórnmálalífinu, að-
eins ein leið er fær út úr þeirri
íslensku neyð sem vinstri
flokkarnir hafa skapað, þessi
eina leið er að efla Sjálfstæðis-
flokkinn.
Prófkjör
sjálfstæðismanna
Ég hitti mann. Þegar ég sem
blaðamaður kom í fyrirtæki
hans fyrir nokkrum árum, var
þar stór hópur starfsfólks að
keppast við að framleiða tízku-
varning af ýmsu tagi úr íslenzkri
ull upp í pantanir á erlendum
mörkuðum og ríkti mikil bjart-
sýni. Enda búið að vinna upp
sambönd. Um síðustu áramót
lögðu þessi athafnamaður og fé-
lagi hans niður fyrirtækið og
sögðu upp starfsfólki. Gátu ekki
lengur haldið áfram að fram-
leiða við aðstæður, þar sem
gengisfellingar bæta stöðugt og
óvænt á erlendar skuldbindingar
og verðbólgan skýtur okkur út úr
samkeppninni á crlendum mörk-
uðum og kostnaði upp fyrir um-
samið verð. Útkoman verður
alltaf tap. Nú sagði hann: Við
vorum heppnir að hætta um sl.
áramót, því okkur hefur tekizt
að selja síðustu vélina. Núna
hefði ekki verið möguleiki á að
losna við neitt. Enginn byrjar
eða eykur við sig við þessar að-
stæður. Og hvað gera svo þessir
ágætu menn? Þeir verða að nýta
. þekkingu sína á mörkuðum í inn-
flutningi á erlendum vörum.
Hvað annað?
Það er víst þetta sem er að
gerast hjá okkur. Samdráttur á
útflutningi 11%. Hér er um að
tefla framleiðsluna og atvinn-
una, sem á að standa undir öllu
sem við viljum gera í landinu.
En ef atvinna er að minnka um
leið og þörf er fyrir 12.000 ný
atvinnutækifæri á 10 árum á
Reykjavíkursvæðinu, þá er ekki
að furða þótt uppvaxandi ung-
mennum lítist ekki á blikuna —
og stjórnmálamennina.
Þarf nú ekki snör handtök? Að
frátöldum fullnýttum atvinnu-
greinum eigum við a.m.k. tvennt
í pokahorninu, orku í vatni og
orku í fólkinu. í því fyrra höfum
við dregið lappirnar, hið síðara
höfum við verið að byggja upp
með betri menntun og dýru
skólakerfi, án þess svo að nýta
það almennilega til framleiðni.
Oft þvert á móti.
Við Islendingar erum svo
heppin að eiga fjöll. Og hvað eig-
um við að gera með fjöll? Jú, þau
eru nefnilega þeirrar náttúru að
vatn hoppar og skoppar niður af
þeim og getur í fallinu snúið
hverflum og búið til rafmagn. Og
við eigum helling af vatni. Eins
og góðglaðir Finnar segja: Við
búum til áfengi úr trjám, og við
eigum sko nóg af trjám í Finn-
landi! Hugsið ykkur vatnsgusu,
sem losnar úr ísfjötrum uppi í
jökli og leggur af stað út í heim
eftir Köldukvísl eða kvíslunum
úr Hofsjökli niður í Þórisvatn.
Hún gæti á leið sinni þaðan snú-
ið með systkinum sínum svona
rétt í framhjáhlaupi hverfli í 70
m fallinu við Vatnsfell áður en
hún gusast inn í Sigölduvirkjun.
Úr hverflunum þar er henni
spýtt út í Hrauneyjafosslón til
að leggja sitt til enn einu sinni í
virkjunina þar, og síðan í gömlu
Búrfellsvirkjun. Eftirkomendur
hennar gætu sem best lagt enn
lóð á vogarskálarnar í nýrri 140
MW Búrfellsstöð. Allt sem þessi
„Þekkingarforði mannkyns
hefur hundraðfaldazt frá upp-
hafi 20. aldar. Meira hefur bætzt
við á nokkrum áratugum en á
þeim 40 milljónum ára, sem liðu
frá því Homo sapiens kom til
sögunnar og til loka 19. aldar.
Um næstu aldamót verður þekk-
ing mannkyns eflaust þúsund-
föld. Við vitum að helmingur
þess varnings, sem við neytum
eftir 10 ár, verður vörur sem enn
er ekki byrjað að framleiða."
Þessi vísindalandfræðingur
færði rök að því að í stórkostleg-
um hagvexti alls staðar í heim-
inum 1949—60 hafi skipt veru-
legu máli aukin verklagni, kunn-
átta og skipulagning. Mannlegt
hugvit skipti orðið meira máli en
fjárfesting. Og að það, sem verð-
ur ofan á í framtíðinni og geri
þjóðum fært að lifa við beztu
kjör, sé færni þeirra til að geta
nýtt menntun og hugvit. Að vera
í fararbroddi og á undan með
allar nýjungar og þróun. Sem-
sagt: Hafi maður vel menntað
fólk, eins og við höfum verið að
koma okkur upp, þarf líka að
beina því til arðbærra verka,
eins og læknum.
P.s. Ekki hefi ég hugmynd um
hvers vegna þessari vísu hans
Káins er alltaf að skjóta upp í
hugann með lestri morgunblað-
anna. Losna við hana hér á blað-
ið:
Einlægt þú talar illa um mig,
aftur ég tala vel um þig.
En það bezta af öllu er
að enginn trúir þér-né-mér.
sama vatnsgusa getur gert til að
framleiða rafmagn er stórkost-
legt, ef við bara höfum nægilegt
verksvit til að beina henni í rétt-
an farveg. Og þannig er helling-
ur af vatnsgusum í öllum fljót-
um um allt land, sem geta búið
til orku og útvegað ný verkefni
handa heilmörgum ungmennum.
Svona vatnsgusur geta sagt
eins og kerlingin, þegar hún datt
niður stigann úr baðstofunni: Ég
ætlaði niður hvort eð var! En fall
Þjórsár- og Tungnaárvatnsins
fór bara til einskis í 50 ár eftir
að Einar Benediktsson vildí nýta
það. Og það gerir mest af vatn-
inu á Islandi enn. Ef ekki er fé
til, verðum við bara að leigja um
sinn út frá okkur, eins og hús-
byggjendur gera ef þeir geta
ekki borgað slotið sitt. Þrátt
fyrir of lága leigu, verður álverið
áður en langt um líður búið að
borga Búrfelisvirkjun og við eig-
um hana skuldlausa. Hugsið
ykkur öll þau ógrynni af vatni
sem rennur niður landið okkar
án þess að snúa nokkrum
hreyfli, áður en það skoppar
áfram. „Orð, orð/innantóm/fylla
storð/fölskum róm, sagði Hann-
es Hafstein í ljóðinu „Vantar
menn“.
Ja, menn? Önnur ónýtt orka er
í mannskapnum. Alice nokkur
Saunier-Seite heitir fyrrv.
franskur ráðherra og nýkjörin
meðlimur vísindaráðs Frakka.
Kona þessi hélt í sumar fyrir-
lestur um landafræði vísinda og
tækni í Norræna húsinu. Hún
sagði m.a. um framtíð velmegun-
ar: „Styrkur hverrar þjóðar
verður ekki lengur metinn í
kornökrum, fiskimiðum, nám-
um, landrými, sem er að verða
fullnýtt, eða íbúafjölda, heldur
fyrst og fremst í rannsóknastof-
um vísindamanna og getu þeirra
til að fitja upp á tækninýjung-
um. Það er þetta sem ég leyfi
mér að kalla iðnað framtíðarinn-
ar.“ Því miður er ekki rúm til að
rekja fyrirlesturinn, en aðeins
teknar fáar glefsur:
f Reykjayíkurbréf
Laugardagur 27. nóvember
Viðburöarík
þingvika
Það sem af er vetri hefur Al-
þingi Islendinga verið heldur ris-
lágt og sviplítið. Sú „samvirka for-
ysta“, sem fann sig kjörna til að
„bjarga virðingu Alþingis" í
skammdegi áramóta 1979—1980,
hefur löngu lagt „björgunarstörf"
að baki, enda ekki samvirk lengur,
hafi hún nokkru sinni verið það.
Þeir eru raunar til sem halda því
fram, með nokkrum rökum, að
stjórnarmyndunarviðræðum
meintra samstarfsaðila í ríkis-
stjórn hafi aldrei lokið, en séu nú,
seint og um síðir, að renna út í
sandinr
Það hefur og sagt til sín í þing-
störfum, eða réttara sagt starfs-
leysi þingsins, að ríkisstjórnin er
stríðandi innbyrðis, án starfhæfs
þingmeirihluta og „samstarfsaðil-
ar“ bíðandi eftir hentugu tækifæri
til að yfirgefa hið sökkvandi skip.
Sú þingvika, sem senn er liðin
þegar þetta bréf er skrifað á skjá,
spannaði þó tvær „uppákomur",
sem sýndu nokkurt lífsmark:
fyrstu umræðu um bráðabirgðalög
ríkisstjórnarinnar (frá í ágúst-
mánuði sl.) og umræðu um van-
traust á ríkisstjórnina, sem þing-
flokkur Alþýðuflokks bar fram,
heill og óskiptur ( vel að merkja:
daginn áður en hann klofnaði).
I hinni fyrri umræðunni var
m.a. upplýst að engin þingnefnd í
efri deild Alþings, en þar vóru
bráðabirgðalögin lögð fram, hefði
þá fundað það sem af var vetri, ef
undan vóru teknir þeir fundir sem
þingnefndarmenn skiptu með sér
verkum, þ.e. kusu sér formann,
varaformann og ritara. Sú stað-
reynd sagði í raun allt sem segja
þurfti um verkstjórn og hand-
leiðslu skammdegisstjórnarinnar,
sem „bjargaði" sóma Alþingis í
febrúarmánuði annó 1980.
Hin síðari umræðan var sjón-
varpsumræða, hin fyrsta sinnar
tegundar hérlendis. Hún geymist
væntanlega framtíðinni á mynd-
böndum, svo börnin okkar og
barnabörn, sem stjórnvöld hafa
fyrirfram hengt á drápsklyfjar er-
lendra skulda, geti heyrt og séð þá
forsjármenn, sem eftirlétu þeim
þvílíkar skuldaviðjar í arf, þegar
að greiðsludögum kemur.
Þrettán verd-
bótaskerð-
ingar Alþýðu-
bandalags
Frá því að ráðherrasósíalisminn
hélt innreið sína í stjórnsýslu á
íslandi með stjórnaraðild Alþýðu-
bandajagsins 1978 hefur félagi
flokksformaður, Svavar Gestsson,
staðið að hvorki meira né minna
en 13 verðbótaskerðingum launa,
til staðfestingar slagorðinu:
„kosningar eru kjarabarátta"!
Þessi staðreynd minnir enn á sig í
10% kaupskerðingu í upphafi jóla-
mánaðar, sem fer í hönd.
Helzta röksemd stjórnarliða,
þessa gjörð varðandi, hefur verið
sú, að hér sé farið í fótspor Geirs
Hallgrímssonar sem forsætis-
ráðherra 1978, en þá þótti félaga
Svavari og handbendum tilefni til
ólöglegra verkfalla og útflutnings-
banns á sjávarfurðir, sem kom sér
einkar illa fyrir þjóðarbúið í
harðri sölusamkeppni við aðrar
fiskveiðiþjóðir.
Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, benti rétti-
Iega á það í sjónvarpsumræðu í
vikunni, að sitthvað skilur á milli
efnahagsaðgerða 1978 og bráða-
birgðalaga 1982, en verðbótaskerð-
ing í hið fyrra skiptið kom í kjöl-
far milli 20—30% grunnkaups-
hækkunar.
• 1978 voru tekjutrygging og
barnabætur hækkaðar, en slíkt er
ekki kortlagt í bráðabirgðalögun-
um.
• Þá vóru skattar jafnframt
lækkaðir eins og vörugjald, en nú
er það hækkað og skattar þyngdir.
• Þá vóru ríkisútgjöld lækkuð en
nú eru þau aukin.
• Þá var um að ræða áfanga-
hækkanir launa, sem vógu upp á
móti verðskerðingu en því er ekki
með sama hætti að dreifa nú.
• Þá hafði verðbótaskerðingin
ekki í för með sér kaupmáttar-
rýrnun miðað við árið áður, en
boðuð er 6% kaupmáttarrýrnun
1983 í kjölfar bráðabirgðalaganna.
Hér er því ólíku saman að jafna,
bæði hvað varðar efnisatriði, hlið-
arráðstafanir og viðbrögð verka-
lýðssamtaka.
Það er engin furða þó Guð-
mundur J. Guðmundsson, formað-
ur VMSÍ og þingmaður Alþýðu-
bandalags, telji sér vants viðbits,
ef sporðrenna eigi kjaraskerðing-
unni nú, ítem öllum stóryrðunum
frá 1978. Láir manninum enginn!
Verdþættir
stjórnvalda
Verðbólga, sem samkvæmt
stjórnarsáttmála átti að vera
komin niður í 7—10% ársvöxt, er
meiri en nokkru sinni. Öllum er
ljóst að verðþættir stjórnvalda í
verðlagsþróun eru mikilvirkir.
Kemur þar hvortveggja til: verð-
lagning opinberrar þjónustu ým-
iskonar, sem í flestum tilfellum er
eðlilegt að selja á kostnaðarverði,
og svokallaðir neyzluskattar: inn-
flutningsgjöld, vörugjöld, sölu-
skattur og benzínskattar. Núver-
andi stjórnarflokkar hafa hækkað
vörugjald og söluskatt verulega
(og þar með vöruverð og verð-
bólgu). Hver olíuhækkun erlendis
eykur og skatttekjur ríkissjóðs í
benzínverði. Á sama tíma sem rík-
isstjórnin telur tímabært að skera
niður álagningu verzlunar og
framlengja sérstakan skatt á
verzlunarhúsnæði, stóreykur hún
eigin álagningu í vöruverði.
Eyjólfur Konráð Jónssón, al-
þingismaður, setti fram þá kenn-
ingu í umræðu um bráðabirgða-
lögin, að ríkisstjórninni bæri að
ganga á undan með raunhæfar
verðbólguhömlur, bæði um niður-
skurð ríkisútgjalda og lækkun á
neyzlusköttum, sem „verði svo ríf-
legar að verðlagshækkanir stöðv-
ist um sinn, eða svo verulegar að
vextir verði jákvæðir, þótt þeir
lækki stórlega eins og þeir verði
að gera ... Mikilvægasta úrræðið
til þess að brjótast út úr víta-
Þjóðarframleiðsla + sölukjör = þjóðartekjur og lifskjör.
hringnum," sagði Eyjólfur Kon-
ráð, „er að ná verðbólgunni niður
fyrir vaxtafótinn, þá þrýstir hann
henni niður í stað þess að sparka
henni stanzlaust upp“.
„Vel kann að vera“, sagði Eyj-
ólfur Konráð, „að einhver halli
yrði á ríkissjóði um skeið (með
slíkri lækkun neyzluskatta) ... en
alls ekki er víst að hann yrði veru-
legur ... það eru ekki bara tekjur
ríkissjóðs sem minnkuðu heldur
líka útgjöldin, þegar launahækk-
anir og gengisbreytingar verða
minni, enda er meginhluti ríkis-
útgjaldanna launagreiðslur ann-
arsvegar og gjaldeyrisnotkun hins
vegar."
Auðvitað er áhætta samfara
slíkri tilraun til verðbólguhjöðn-
unar sem hér er lauslega drepið á,
sagði Eyjólfur Konráð ennfremur,
„og máske yrði hallinn á fjárlög-
um það mikill, að einhverja nýja
skatta þyrfti að taka upp eftir
1—2 ár, þegar verðbólgan hefði
hjaðnað verulega og hagur at-
vinnuvega og einstaklinga hefði
batnað svo að undir yrði risið".
Hver er sinnar
gæfu smidur
Lífskjör í landinu hafa alltaf og
munu alltaf ráðast af tvennu, sem
sníður þeim stakk, hvað svo sem
líður hugmyndafræðilegum bolla-
leggingum um þjóðfélagsgerðir. I
fyrsta lagi þeim verðmætum, sem
verða til í þjóðarbúskapnum á
hverri tíð, þ.e. þjóðarframleiðsl-
unni. í annan stað þeim sölukjör-
um sem við náum fyrir fram-
leiðslu okkar á erlendum mörkuð-
um.
Þegar þjóðarframleiðsla og
þjóðartekjur dragast saman, eins
og nú er sýnt, hlýtur slíkt að segja
til sín í lífskjörum þjóðarinnar.
Við slíkar aðstæður ber stjórn-
völdum að draga saman segl í
ríkisútgjöldum, lækka skatta til
að örfa atvinnulíf og framleiðslu á
ný og gæta hófs í erlendum lán-
tökum. Lántökur til gjaldeyrispar-
andi og arðsamra framkvæmda
þjóna jákvæðum tilgangi, en
eyðslulán, eins og núverandi ríkis-
stjórn hefur staðið fyrir, eiga eng-
ann rétt á sér. Á þessi nauðsyn-
legu viðbrögð stjórnvalda hefur
skort. Raunar hefur breytni þeirra
verið þveröfug.
Að því er líka að hyggja að fjöl-
mörg ný atvinnutækifæri þurfa að
verða til á næstu árum og áratug-
um, vegna þess viðbótarvinnuafls
sem óhjákvæmilega kemur á ís-
lenzkan vinnumarkað. Til að
fryggja framtíðaratvinnuöryggi
og sambærileg lífskjör hér og í
velmegunarþjóðfélögum verður
því að efla alla hvata framtaks og
atvinnulífs í þjóðarbúskapnum.
Þetta gildir jafnt um hefðbundna
atvinnuvegi og þá möguleika, sem
eru fyrir hendi í tenglsum við
stóraukna nýtingu innlendra
orkugjafa.
Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði m.a. í
umræðu um vantraust á ríkis-
stjórnina:
„Á næstu misserum verðum við
að einbeita okkur að tvíþættu
verkefni:
• í FYRSTA LAGI að móta lang-
tíma stefnu í efnahags- og at-
vinnumálum fram til aldamóta og
skapa skilyrði fyrir þá vaxtar-
brodda í íslenzku atvinnulífi sem
leysa vandann með vaxandi fram-
leiðslu og framleiðni.
• í ANNAN STAÐ að gera okkur
grein fyrir því, hvernig við getum
bezt aðlagað okkur eftir aðstæðum
í efnahagsmálum viðskiptalanda
okkar er ríkt hafa um nokkurt
árabil. Í þeim efnum er eitt víst:
Það gerum við ekki með haftakerfi
eins og nýgerðar samþykktir Al-
þýðubandalags og Framsóknar-
flokks gefa í skyn.“
„Vandi er á höndum í því póli-
tíska sundurlyndi og almennri
þjóðfélagslegri upplausn sem því
miður fylgir í kjölfar óðaverð-
bólgu,“ sagði Geir ennfremur, en
„ég hefi trú á því að nú sé betri
jarðvegur til átaka í efnahagsmál-
um okkar meðal alls almennings
og meiri skilningur á þörf mark-
tækra ráðstafana en verið hefur
um langt skeið."
Hver er sinnar gæfu smiður,
þjóð og einstaklingar. Þjóðin verð-
ur að velja þing og ríkisstjórn sem
valda þeim brýnu verkefnum, sem
ekki er sinnt af þeirri ríkisstjórn
er hangir nú á horrim pólitískrar
tregðu.
Prófkjör um
helgina
Sjálfstæðisfólk gengur til
prófkjörs um þessa helgi, bæði í
Reykjavík og Norðurlandi vestra.
Það er vert að minna á orð Geirs
Hallgrímssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins, á kynn-
ingarfundi frambjóðenda í
Reykjavík, er hann lagði áherzlu á
að hér væru MEÐ- en ekki MÓT-
frambjóðendur á ferð. Við þurfum
að gæta þess, sagði flokksformað-
urinn, þegar við hvert og eitt og
öll sameiginlega röðum á fram-
boðslista flokksins í Reykjavík, að
hann höfði bæði til yngri og eldri,
kvenna ekki síður en karla og
fólks úr öllum starfsstéttum þjóð-
félagsins, minnug kjörorðs sjálf-
stæðisfólks: stétt með stétt.
Hvernig verða framboðslistar
flokksins bezt skipaðir með hlið-
sjón af væntanlegu fylgi í þing-
kosningum, með hliðsjón af
vandamálum og viðfangsefnum
sem bíða næsta þings, með hlið-
sjón af heill og styrkleika Sjálf-
stæðisflokksins í bráð og lengd?
Þessum spurningum svörum við í
prófkjörunum, bæði í Reykjavík
og norðan heiða. Megi vel til tak-
ast!