Morgunblaðið - 28.11.1982, Side 27

Morgunblaðið - 28.11.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 27 Séó eftir Austurstræti. Sigfús Eymundsson, stofnandi verslunarinnar. er nú til húsa. I núverandi húsnæði fluttist verslunin 19. nóvember 1960 og fékk í upphafi alla fyrstu hæðina til afnota, en árið 1971 var kjallari húsnæðisins einnig tekinn í notkun fyrir bókabúðina og var ritfangadeild verslunarinnar stað- sett þar ásamt erlendri deild. Árið 1978 er gerð breyting á anddyri búðarinnar og búðin stækkuð. Fékkst þar aukið rými, sem lagt var undir deild erlendra bóka. Þrátt fyrir það að bókaútgáfa hafi keypt verslunina og bókaút- gáfu BSE, þá koma enn út bækur í nafni BSE og hefur verið óslitið frá því er til útgáfunnar var stofnað. Eins og fyrr sagði er þetta elsta sérverslun með bækur hérlendis. Þar að auki mun BSE vera annað elsta starfandi verslunarfyrirtæki í Reykjavík, aðeins Reykjavíkurapó- tek mun vera eldra. Yfir 15 þúsund bókatitlar Einar Óskarsson, framkvæmda- stjóri Bókaverslunar Sigfúsar Eymundssonar, var spurður um núverandi rekstur verslunarinnar. „Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar er skipt í þrjár deildir, deild sem verslar með íslenskar bækur, erlenda bókadeild og rit- fanga- og gjafavörudeild. I sam- bandi við islensku bókadeildina, þá hefur bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar ávallt litið á það sem skyldu sína við íslenska menningu, að hafa á boðstólum allar fáan- legar íslenskar bækur, en því miður hafa þær breytingar sem gerðar hafa verið á sölufyrirkomulagi bóka, þegar horfið var frá um- boðssölu þeirra yfir í staðgreiðslu, orðið til þess að erfitt er að gegna þessu hlutverki. Þrátt fyrir það munu vera um 7 þúsund bókatitlar á boðstólum í íslensku deildinni. Við höfum haldið uppi sömu stefnu og Sigfús Eymundsson gerði á sínum tíma, að versla með lestr- arefni og tengdar vörur, því það er útilokað að grundvalla verslunina eingöngu á sölu íslenskra bóka. í erlendu deildinni bjóðum við upp á eitt mesta úrval erlendra bóka, blaða og tímarita hérlendis. Sala á erlendum bókum hefur vaxið gíf- urlega hér á landi á undanförnum árum og nú bjóðum við upp á hátt á 9da þúsund bókatitla á erlendum tungumálum. Þá erum við í þriðja lagi með ritföng og gjafavörur og hefur sú grein starfseminnar verið starfrækt í kjallara verslunarinn- ar. Nú hefur kjallarinn skipt um svip, breytingar hafa verið gerðar á innréttingum, bæði í tilefni afmæl- isins og eins vegna þess að þeirra var þörf og þar bjóðum við upp á mikið úrval ritfanga og gjafavara. Bókin heldur velli Tryggur rekstrargrundvöllur búðarinnar byggist að miklu leyti upp á því að hafa gott starfsfólk, sem við vissulega höfum. Hjá versluninni starfa nú 25 manns og elsti starfsmaður verslunarinnar, Steinar Þórðarson, hefur starfað hjá versluninni í 43 ár. Það er enginn ellibelgur á Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar, þrátt fyir aldurinn, þvi nú erum við að byggja nýja verslun í Mjóddinni í Breiðholti, sem vonandi verður tekin til starfa innan þriggja ára, en þessi verslun hér í miðbænum mun áfram gegna sínu hlutverki, þrátt fyrir það að við séum að færa út kvíarnar. Flestir Reykvíkingar hafa sjálf- sagt einhvern tíma heimsótt þessa verslun í hjarta miðborgarinnar og ég held að hún skipi vissan sess í huga flestra Reykvíkinga. Nú, um framtíðina vil ég segja það, að bókin á vissulega i harðri samkeppni við aðra fjölmiðla, en ég hef þá trú að hún haldi velli, enda ber okkur skylda til þess að verja hana áföllum og sjá til þess að hún eigi áfram sinn þátt í menningunni og skipi þann sess sem henni ber," sagði Einar Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Bókaverslunar Sig- fúsar Eymundssonar, að lokum. 113 • V .-*• ' /> <•. W f <2 t' * r /a / * y y 4' $ Ov / _ 13 /X iff / h c /M M6 ,Ju 4W* iJÍanntJ 2 /ffl /•'i ./ /rtritfrt /rv. /%LO - » //?•/• yi4’i.« jí ./fj/ //> . /•//■■ .v.x-7 -/'i. ... /y , .//,<„ /í/aiá.:*/, , . K ;a t/7, ífS’, '/• . J/«. ’ // . ///ym< — C - %>/.-■<., f /j* . / ‘ * .) ■*- 'V /n - * /t/Jr/*, //>,■/'* ? /Jc ' Jtf, /&/*/** fc. /My» . . / J'í i, /2/4 /A * * ///,,*</«// /jt-rÁf /><* jí«jU jf/ « //**//'* - J'/ /V, /o2< / W/jJ- tft jC 4 -*p 3 73 a /( ■ /> * i' *'C .3 .6/ 9.27 / 36 C Vo /. /g- :«*• J>- J/f' /£ f$ / í n Úttekt Hannesar Hafstein í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar fyrri part árs 1888. a ii m ■ Vy. .J Jmjk I **" 0 rani * w t m-ui IjI Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins, til vinstri og Einar Oskarsson, fram- kvæmdastjóri bókaverslunar Sigfúsar Eymundssonar, til hægri í kjallara bókaverslunarinnar, en nýbúið er að breyta um innréttingar þar. MorjunMtóií/ Krisiján Kinarmon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.