Morgunblaðið - 28.11.1982, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982
voru þeir búnir að sanna ágæti
sitt með því að næla sér í
meistaratitil innan Rio.
í dag hefur Flamengo áunnið
sér þennan titil 21 sinni sem í
raun er jafn merkur titill og bras-
ilískur meistaratitill, enda er Rio
langöflugasta knattspyrnusvæðið
í Brasilíu.
Snemma voru gárungarnir farn-
ir að henda gaman að því, að allt
sem Flamengo gerði var landsliðið
búið að apa eftir þeim daginn eft-
ir. Enda engin tilviljun að síðustu
sex áratugina hafa margar stór-
stjörnur í landsliðinu verið sóttar
einmitt til Flamengo.
en stjörnuna Zico.
Zico hefur hins vegar náð slík-
um árangri í knattspyrnunni að
hann telst tvímælalaust besti leik-
maður Flamengo frá upphafi. Þrír
af bræðrum Zicos hafa einnig leik-
ið með félaginu. En Flamengo var
á sínum tíma í vafa um hversu
langt félagið ætti að ganga í að
reiða sig á stráksa. Hann var leik-
inn með knöttinn, um það efaðist
enginn, en líkamsbyggingin var
ekki burðug, hann þótti fremur
pervisinn. En hæfileikar hans
höfðu betur og Zico sló í gegn og
þykir hann standa jafnfætis bak-
verðinum Junior sem einnig leikur
„Eiginlega ætti að lögskipa það, að Flamengo vinni alla
sína leiki. Það yki til muna andlega og líkamlega vellíð-
an íbúanna og jafnframt myndi það auka allverulega
öryggi þeirra. Því þegar Flamengo tapar leik verður
hreinlega allt vitlaust í Rio; afbrotum fjölgar og meiri
brögð eru að því að menn leggi hendur á konur sínar.“
Þetta er haft eftir brasilískum blaðamanni, sem var þó
ekki sérstaklega ákafur stuðningsmaður hins öfluga
félags Flamengo í Riö de Janeiro í Brasilíu. Samt sem
áður hafi hann eins og fleiri komið auga á samspilið
milli þjóðaríþróttarinnar og daglegs lífs borgarbúanna
sem annars er afar fábrotið.
• Hið fræga lið Flamengo eins og það er skipað í dag. Fremri röð frá vinstri: Tita, Adilio, Reinaldo, Zico, Lico.
Aftari röð frá vinstri: Figueiredo, Raul, Marinho, Mozer, Andrade og Junior. Á þessa mynd vantar þó tvo af
fastamönnum í liðinu, þá Leandro og Nunes. En það voru einmitt þeir sem skoruðu mörk gegn Liverpool er liðin
léku til úrslita í heimsmeisUrakeppni félagsliða, þegar Flamengo sigraði 3—0. Fremst á myndinni eru
lukkudrengir liðsins. En það þykir alveg útilokað að vera án þeirra.
• Zico fagnar marki.
Hann er skærasta
stjarna Brasilíu í
knattspyrnu um þessar
mundir og jafnframt
besti leikmaður í liði
Flamengo.
■
Þeir hafa meðfædda hæfíleika
og ótakmarkaða ást á tuðrunni
„Clube de Regatas do Flam-
engo“ er frægt í samnefndum
heimabæ sínum í austurhluta Rio
de Janeiro. Hverfi hinna fátæku
þar sem líis-„standardinn“ er
langt fyrir neðan meðallag miðað
við evrópskan mælikvarða.
Margir af þekktustu leik-
mönnum félagsins eru fæddir og
uppaldir í þessum fátækrahverf-
um, og hitt er jafn víst að Flam-
engo gæti hvergi fundið traustari
áhangendur en einitt þetta blá-
snauða fólk í heimahverfinu.
Hins vegar er Flamengo löngu
frægt fyrir að eiga aðdáendur í
öllu landinu sem kemur til af því
að liðið hefur orð á sér fyrir að
leika skemmtilega útfærða
sóknarknattspyrnu eða „glaðan
fótbolta" eins og það er stundum
nefnt. FC Santos fékk einnig slíkt
sæmdarheiti á sínum tíma eða
þegar hin alkunna stjarna Pelé lék
með liðinu.
Frábær sýning
Árið 1980 varð Flamengo brasil-
ískur meistari sem veitti þeim
heimild til þátttöku í „Copa de Li-
bertadores“-keppninni, sem var
andsvar Suður-Ameríkumanna
við Evrópukeppninni.
Flamengo þaut fljótt á toppinn í
þeirri keppni og var talið besta lið
í heimi þegar það sigraði Liver-
pool í Tokyo 3—0. Leikurinn var
frábær sýning enda úrslitin í sam-
ræmi við hann og þar, hálfu ári
fyrir heimsmeistarakeppni, sýndu
þeir öllum heiminum hve mikil-
hæfir brasilískir knattspyrnu-
menn voru.
„Liverpool-liðið hafði greinilega
ekki gert neitt til að grennslast
fyrir um leikkerfi okkar liðs og
talið sig sigurvisst," sagði Junior,
leikmaður Flamengo á heims-
mælikvarða. „Þeir hafa áreið-
anlega talð að Flamengo væri ekk-
ert nema Zico og Junior — en ann-
að kom á daginn — enda mættum
við til leiks fullir af fróðleik um
leikkerfi þeirra."
Tvö frægustu liðin í Rio, fyrrum
höfuðborg Brasilíu, eru Flamengo
og Fluminense. Þau eiga sameig-
inlegan heimavöll, Maracaná, sem
er sá stærsti í heimi. Þegar þessi
tvö lið mætast þar er hann ævin-
lega þéttsetinn áhorfendum eða
155.000 manns, hvorki meira né
minna. Hér áður fyrr höfðu þessi
tvö lið ólíkan þjóðfélagslegan
bakgrunn, en mörkin á milli hafa
þó náðst gegnum tíðina.
Félagið Flamengo var stofnað
1895, en þá sem róðrarfélag. En
þótt einkennilegt megi virðast var
það fyrir tilstilli aðila frá Flumin-
ense að félagið fór að gefa sig að
knattspyrnunni einnig. Það var
samt ekki fyrr en þremur árum
síðar sem knattspyrnumennirnir
fengu að bera hinn fræga rauða og
svarta búning félagsins, en þá
Frægir leikmenn
Upptalningin hefst um 1920 með
markmanninum Amado, sem enn
þann dag í dag er af mörgum tal-
inn einn sá snjallasti sem Brasilía
hefur nokkru sinni átt.
Þeir sem koma á eftir honum í
stjörnuröðinni í Flamengo-liðinu
eru Leonidas, oft kallaður „Svarta
perlan", Zizinko, Dida, Evaristo,
sem seinna gerði garðinn frægan
með FC Barcelona, Zagal, Gerson
og Paulo Cesar Lima. Þá ber að
nefna miðherjann fræga Luis Per-
eira; tók eftirminnilega þátt í
heimsmeistarakeppni 1974 er hon-
um var vikið af leikvelli í leik móti
Hollandi. Hann lék stuttan tíma
með Flamengo en hafði áður leikið
með Atletico Madrid.
Bakherjinn Toninho lék með
Flamengo og í landsliðinu. 1978
tók hann þátt í heimsmeistara-
keppni og varð meira fjaðrafok í
kringum hann í Argentínu heldur
með Flamengo og landsliðinu.
Junior reyndi fyrir sér hjá ná-
grannafélaginu Botafogo, en þegar
það gekk ekki kom hann til Flam-
engo nítján ára gamall og er
ákveðinn í því eins og Zico að vera
þar svo lengi sem hann tekur þátt
í knattspyrnunni.
^Flestallir leikmannanna eru
fæddir og uppaldir í hverfinu sem
skapar sérstök og sjaldgæf tengsl
milli leikmanna og félagsins," seg-
ir Junior. „Þannig er, að mínu
mati, auðveldara að byggja upp lið
gegnum mörg keppnistímabil —
einmitt þannig tókst okkur að
verða brasilískir meistarar."
I*rír í heimsmeistaraliðinu
I mars sl. þegar Brasilíumenn
unnu Vestur-Þjóðverja 1—0 í Rio
de Janeiro voru fimm leikmenn úr
Flamengo í hópnum: Zico, Junior,
bakherjinn Leandro og miðherj-
arnir Vitor og Adilio. Segir það
FLAMENG0 — BRASILÍU