Morgunblaðið - 28.11.1982, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982
-10
Utför móðursystur minnar +
STEINUNNAR GUDMUNDSDÓTTUR.
frá Núpi Fljótshlíö, Álfheimum 13, Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskirkju Fyrir hönd vandamanna. þriöjudaginn 30. nóvember kl. 15.00.
Jónheiöur Guðjónsdóttir.
+
Fööursystir mín
SIGRÍÐUR GUDBJARTSDÓTTIR,
Hátúni 10 B,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 30. nóvember
kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna.
María Helgadóttir.
t
’.'.töurínn minn
RUDOLF THEIL HANSEN,
klæóskerameístari,
Garöaflöt 7, Garðabæ,
verður jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju, þriöjudaginn 30. nóv.
kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda.
Margrét Finnbjörnsdóttir Hansen.
+
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eigin-
manns mins, föður okkar, tengdafööur og afa
EIRÍKS JÓELS SIGURDSSONAR,
vélstjóra,
Aðalgötu 12, Keflavík.
Stefanía Guðmundsdóttír,
Jónína Valdís Eiríksdóttir,
Guðrún Eiríksdóttir De L’Etoile,
Sigurbjörn Reynir Eiríksson, Mona Símonardóttir,
María Erla Eiriksdóttir, Birgir Valdimarsson,
og barnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúö viö andlát og útför
GUÐMUNDAR MARELS GÍSLASONAR,
Sörlaskjólí 84.
Soffía Benjamínsdóttir,
Elín Guömundsdóttir, Bergmann Bjarnason,
Gísli Guðmundsson, Inga Helgadóttir,
og barnabörn.
+
Við þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför eiginmanns míns og fööur okkar
HAFSTEINS HARALDSSONAR,
Bragagötu 23, Reykjavík.
Sigrún Björnsdóttir,
Dagný Hafsteinsdóttir.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu
AÐALBJARGAR ÓLADÓTTUR,
Ljósheimum 20.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild D. 13 Landsþítal-
anum tyrir góóa umönnun í veikindum hennar.
Margrét Jónsdóttir,
Steinunn Jónsdóttir,
Guörún Jónsdóttir Kratsch, Reynir Kratsch,
Unnur Jónsdóttir Cannada, Thomas Cannada,
Maggý Jónsdóttir, Gunnar Loftsson,
Jens Jónsson, Ingibjörg Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsynda samúö og vináttu viö andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur, ömmu og systur
HILDIGUNNAR JÓAKIMSDÓTTUR,
Hrannargötu 9, ísafiröi.
Halldór Kristjánsson,
Jón Halldórsson, Sóley Sigurðardóttir,
Auöur Halldórsdóttir, Mikael Rapnarsson,
Ólína J. Halldórsdóttir, Arnaldur Arnason,
Sigrún Halldórsdóttir, Björn Björnsson,
María Jóakimsdóttir, barnabörn,
Ólafur Jóakimsson,
Ægir Jóakimsson.
Minning:
Björn Björnsson
kaupmaður í London
Það var sviplegt að frjetta, að
Björn Björnsson, kaupmaður í
London, hefði látizt þar í borg
hinn 20. þ.m. af slysförum. Björn
var fæddur á Sauðárkróki hinn 6.
apríl 1898 og var því 84 ára gamall
er hann ljezt. Foreldrar hans voru
merkishjónin Björn gullsmiður
Símonarson að Laugardælum í
Flóa Bjarnasonar og kona hans
Kristín Björnsdóttir bónda í
Hjaltastaðahvammi Tómassonar.
Björn gullsmiður hafði numið
gull- og silfursmíði í Reykjavík en
sigdli síðan til Kaupmannahafnar
og lærði þar úrsmíði. Hann stund-
aði iðn sína um skeið á Akureyri
og síðan á Sauðárkróki. Alda-
mótaárið fluttist hann til Reykja-
víkur og vann þar að gull- og silf-
ursmíði svo og úrsmíði það sem
eftir var æfinnar, en hann andað-
ist árið 1914. Jafnframt stofnaði
hann brauðgerðarhús, sem hann
nefndi Björnsbakarí.
Bæði gullsmíðastofan og bak-
aríið voru til húsa í Vallarstræti 4,
og þar er Björnsbakarí enn svo
sem kunnugt er. Björn þótti mesti
ágætismaður, dugnaðarmaður
mikill og mjög vel fær í iðn sinni.
Það mun aðallega hafa komið í
hlut Kristínar konu Björns að sjá
um rekstur bakarísins enda var
hún skörungur til verka og stjórn-
söm vel. Björnsbakarí þótti líka á
þeim árum eitt af helztu bakaríum
höfuðstaðarins.
í þessu umhverfi ólst Björn
yngri upp, og snemma mun hugur
hans hafa stefnt að því að leggja
brauðgerðariðn fyrir sig, en bróðir
hans Arni fetaði hinsvegar í fót-
spor föður síns og lagði fyrir sig
gullsmíði og rak um árabil gull- og
skartgripaverslun hjer í Reykja-
vík. Þriðji bróðirinn, hálfbróðir
þeirra sammæðra, af fyrra hjón-
abandi Kristínar, var hinn þekkti
kaupmaður Haraldur Árnason, er
rak hina umfangsmiklu karl-
mannafata- og vefnaðarvöruverzl-
un í Austurstræti við Lækjartorg,
sem allir eldri Reykvíkingar kann-
ast vel við.
Björn var um skeið við brauð-
og kökugerðarnám á Akureyri hjá
móðurbróður mínum Axel Schiöth
og minntist oft á síðari árum á
dvölina á Akureyri með ánægju og
jeg varð þess greinilega var
hversu hlýjan hug hann ætíð bar
til frændfólks míns þar. Síðar fór
Björn til Parísar og lærði þar
kökugerð, sem hann varð full-
numa í.
En dvölin í Frakklandi kom
einnig til með að hafa mikil áhrif
á líf Björns á annan hátt, því að
hann komst svo vel inn í frönsku
og franska menningu að aðdáun-
arvert var.
Að námi loknu kom Björn heim
til Reykjavíkur og tók við rekstri
bakarísins, sem hann annaðist af
miklum dugnaði næstu árin, og
blómgaðist þá allur rekstur þess
mjög. Samtímis hafði hann mikil
afskipti af starfsemi Alliance
Francaise og sat í stjórn þess fje-
lags í nokkur ár, er þá starfaði af
miklu fjöri undir ötulli forystu
frk. Þóru Friðriksson. Kom þá
málakunnátta Björns sjer vel.
Björn undi þó ekki hag sínum í
Reykjavík, Á kreppuárunum flutti
hann með fjölskyldu sína til Dan-
merkur, en dvölin þar varð þó ekki
löng, og rjett áður en heimstyrj-
öldin skall á, fluttist fjölskyldan
til London, og upp frá því átti
Björn heima þar ásamt konu sinni
og dætrum.
Þegar til London kom tók Björn
strax að fást við kaupsýslustörf og
stofnaði sitt eigið fyrirtæki, sem
hann í rauninni rak til æfiloka
þrátt fyrir háan aldur. Viðskipti
hans voru aðallega við ísland. Á
stríðsárunum annaðist hann inn-
kaup fyrir Árna bróður sinn og
fjöldamarga aðra, bæði fyrirtæki
og einstaklinga. Eins seldi hann
iðulega ýmsar íslenzkar sjávaraf-
urðir, einkum á síðari árum. Á
stríðsárunum gengu flest verzlun-
arviðskipti yfirleitt vel, og komst
Björn þá í góð efni, en síðar
minnkuðu þessi viðskipti og dróst
þá kaupmennska Björns nokkuð
saman, en alltaf hjelt þó rekstur
fyrirtækisins áfram þótt í smærri
stíl væri.
Björn var einstakt ljúfmenni og
lipurmenni og þarf ekki að efa að
þeir eiginleikar hafi komið sjer vel
fyrir hann í sambandi við kaup-
sýslustörfin. Honum varð líka gott
til vina, og aldrei heyrði jeg hann
tala illa um nokkurn mann eða
hallmæla neinum.
Þetta ljúfa viðmót hans var ekki
síður áberandi í starfi hans að fje-
lagsmálum, en hann var í fjölda
mörg ár í stjórn Islendingafjelags-
ins í London og lengst af formaður
þess. Hann bar hag þess fjelags
mjög fyrir brjósti og lagði sig all-
an fram til þess að fjelagið gæti
blómgast sem bezt, enda varð hon-
um mikið ágengt í þeim efnum.
Fjelagsmenn mátu líka mikils hið
mikla og óeigingjarna starf hans
fyrir fjelagið.
Björn var hamingusamur mað-
ur í einkalífi sínu. Þau hjónin,
hann og Hulda, hjeldu hátíðlegt
demantsbrúðkaup sitt fyrr á þessu
ári og höfðu lifað saman í ástríku
hjónabandi í um það bil tvo
mannsaldra. Heimili þeirra í Pur-
ley var eitt fegursta heimili, sem
jeg hefi komið á, smekklegt og
hlýtt, og viðmót hjónanna þannig,
að gesturinn fann strax og komið
var inn, að þar var hann velkom-
inn. Dæturnar tvær, ungar og
elskulegar, þegar við hjónin
kynntumst þeim fyrir þrjátíu ár-
um, eru báðar giftar ágætum
enskúm mönnum, hin eldri Inga,
er gift John Crocker lögfræðingi,
forstjóra í tryggingarfjelagi og
hin yngri Kristín, er gift Ian
Daniel viðskiptafulltrúa hjá
stórfyrirtækinu Unilever.
Á heimili þeirra Björns og
Huldu dvaldi lengst af systir
hennar Elínborg Bjarnasen, mikil
mannkostakona, og var alveg
+
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug vegna andláts og jaröarfarar
móöur okkar og tengdamóöur
ELKU JÓNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunardeild Heilsuverndar-
stöðvar Fteykjavikur fyrir góöa hjúkrun í veikindum hennar.
Guörún Runólfsdóttir, Ármann Kr. Einarsson,
Fanney R. Greene, Mark R. Greene,
Geir Runólfsson, Sigrún Jóhannesdóttir.
+
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
HELGA S. GUÐMUNDSSONAR,
fyrrv. skrifstofustjóra,
Suöurgötu 45, Hafnarfiröi.
Fyrir hönd vandamanna.
Eyrún Eiríksdóttír.
ómetanlegt fyrir heimilið að hafa
hana þar til trausts og halds. Ekki
sízt nutu dæturnar umhyggju
hennar og aðstoðar er þær stofn-
uðu sín eigin heimili. Elinborg
ljezt fyrir allmörgum árum.
Þegar jeg nú minnist míns látna
vinar koma mjer í hug margar
góðar minningar um ánægjulegar
samverustundir, bæði hjeðan frá
Reykjavík og eins frá dvölinni í
London. Jeg mat vináttu Björns
mikils, og við hjónin munum
sakna vinar í stað þegar hann nú
er horfinn sjónum okkar fyrir
fullt og allt. Hugur okkar beinist
til Huldu, sem á við aldur og
heilsubrest að stríða, til dætranna
og fjölskyldna þeirra, sem nú eiga
öll að baki að sjá góðum eigin-
manni og elskulegum föður. Þau
hafa mikið misst og við sendum
þeim innilegar samúðarkveðjur.
Agnar Kl. Jónsson
Sjálfvirkur
sími á Barða-
ströndina
Innri-Múla, Harðastrond, 26. nóvember.
LOKIÐ hefur verið aö tengja sjálf-
virkan síma í Barðastrandarhreppi, á
svæðinu frá Auðshaugi að Siglunesi,
samtals 51 númer.
Enn er handvirkur sími í
Rauðasandshreppi og er ráð fyrir
því gert að kominn verði sjálfvirk-
ur sími í hluta hreppsins á árinu
1984.
Hér hefur tíð verið góð en kalt
að undanförnu og bændur farnir
að hýsa féð.
SJÞ.
Aðalfundur LÍÚ:
Kristján
Ragnarsson
endurkjörinn
formaður
KRISTJÁN Ragnarsson var einróma
endurkjörinn formaður Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna á að-
alfundi samtakanna, en honum lauk
í gær.
I stjórn til þriggja ára voru
kosnir: Ólafur Björnsson, Kefla-
vík, Jakob Sigurðsson, Reykjavík,
Sverrir Leósson, Akureyri, Finnur
Jónsson, Stykkishólmi, Gísli Jón
Hermannsson, Reykjavík, og
Björgvin Guðmundsson, Reykja-
vík.
Aðrir í stjórn LÍÚ eru: Guð-
mundur Guðmundsson, ísafirði,
Hallgrímur Jónasson, Reyðarfirði,
Kristinn Pálsson, Vestmannaeyj-
um, Tómas Þorvaldsson, Grinda-
vík, Valdimar Indriðason, Akra-
nesi, Vilhjálmur Ingvarsson, Sel-
tjarnarnesi, Vilhelm Þorsteinsson,
Akureyri, og Þórhallur Helgason,
Reykjavík.