Morgunblaðið - 28.11.1982, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982
SMITWELD
rafsuðuvír
Rafsuöumenn um allan heim
þekkja SMITWELD merkið. í yfir
hálfa öld hefur SMITWELD
þjónað iðnaði og handverks-
mönnum um allan heim.
SMITWELD rafsuðurvírinn er
einn sá mest seldi í Evrópu.
Yfir 70% af rafsuðuvír fyrir ryð-
varið efni, sem selt er í Vestur-
Evrópu erfrá SMITWELD.
Sannar það eitt gæði hans. Við
höfum fyrirliggjandi í birgðastöð
okkar allar algengustu gerðir
SMITWELDS rafsuðuvírs og
pöntum vír fyrir sérstök verkefni.
SMITWELD:
FYRSTA FLOKKS VÖRUR Á
MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI
SINDRA
STALHF
Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavfk, slmi: 27222, bein llna: 11711.
Kvöld og helgarslmi: 77988.
esab Rafsuðudagar
SÝMIMG - KYMMIMG
Laugardaginn 27. nóvemberog
mánudaginn 29. nóvember höldum
við sýningu og kynnum fram-
leiðsluvörur ESAB í húsakynnum
okkar að Seljavegi 2.
Þar veróur m.a.
MIG/MAG rafsuöuvélar
TIG — suðutæki
Rafsuðuspennar
Rafsuðuafriðlar
Lofthreinsibúnaður
Sérfræðingar frá ESAB eru staddir
hér á landi og verða þeir á kynning-
unni til ráöleggingar og leióbein-
ingar. Gestum sýningarinnar gefst
kostur á aö sjóöa undir handleióslu
sérfræðinganna.
Sýnd verður á myndbandi notkun
vélmenna viö rafsuðu.
Fyrirlestrar um tækninýjungar ofl.
verða laugardag kl. 16.00 og mánu-
dag kl. 17.00.
Opnunartímar:
laugardagur 27. nóv. kl. 13.00 —
18.00
mánudagur 29. nóv. kl. 9.00—12.00
og 13.00 — 19.00
Sýningin er opin öilum.
Verið velkomin.
= HÉÐINN =
SEUAVEGI2, REYKJAVÍK
. /
Ný bók: „Högg-
ormur í paradís“
eftir Róbert Maitsland
IÐUNN hefur sent frá sér bókina
Höggormur í paradís eftir Róbert
Maitsland, en það eru minningar
höfundar. Efni bókarinnar og höf-
undur eru kynnt á þessa leið á kápu-
baki: „Höggormur í paradís fjallar
um svintýralegan feril Róbert
Maitslands.
Hann er ástandsbarn, móðir
hans íslensk en faðirinn banda-
rískur hermaður sem hvarf af
landi brott mánuði eftir að hann
fæddist. Róbert fær snemma á sig
orð fyrir að vera vondur strákur
og verður sveitarskelfir í Flóanum
þegar hann vex upp. Hann fæst
við margskonar störf: verður af-
greiðslumaður í kaupfélagi,
messagutti á fraktara, bíla-
viðgerðamaður í Reykjavík. Ekk-
ert þessara starfa verður til að
auka hróður hans. Ekki heldur
svínabúskapur, veiöiskapur og
hestatamningar sem hann fæst
líka við ... Höfundur lifir fyrir
líðandi stund og á í stöðugum úti-
stöðum við umhverfið, bíður oft
lægra hlut en skýtur þó stundum
löggæslunni ref fyrir rass.“
Höggormur í paradís er í tveim
hlutum, nítján köflum. Bókin er
125 blaðsíður. Prisma prentaði.
„Svona er hún
Ida“, ný barnabók
ÚT ER komin hjá Iðunni sagan
Svona er hún ída eftir sænska höf-
undinn Maud Keuterswárd. Teikn-
ingar í bókinni gerði Tord Nygren.
Jóhanna Sveinsdóttir þýddi.
Höfundur sögunnar er kunnur
barnabókahöfundur í Svíþjóð, og
þessi bók er einkum ætluð yngri
börnum. Efni sögunnar er svo
kynnt á kápubaki: „ída er alveg
dæmalaus telpa, sprellfjörug og
hláturmild, ólundarleg og
ósanngjörn, þögul og masgefin.
Pabbi og mamma Idu eru ósköp
venjulegt fólk. En hún á líka afa
og það er undarlegur karl og tekur
í vörina. Það gengur á ýmsu í lífi
ídu. Þegar afi lagðist veikur þurfti
ída að annast hann og þá var nú
heldur betur tekið til hendinni. —
ída lærir að blístra en getur það
ekki með nokkru móti, einmitt
þegar mest ríður á. ídu iangar til
að læra ballett og hún vill líka vita
hvernig er að vera ástfangin."
Svona er hún ída er 84 blaðsíður.
Prenttækni prentaði.