Morgunblaðið - 28.11.1982, Page 46

Morgunblaðið - 28.11.1982, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 EIN NÝOG HLV fyrtr veturíni Svarta Perlan, Skólavörðustig 3, Reykjavfk Kápan, Reykjavik Pandóra, Reykjavfk Ari Jónsson, Patreksflrði Einar og Kristján, Isafirði E. Guðflnnsson, Bolungarvik K.Sk. Sauðárkróki Túngata 1, Slglufirði KEA, Akureyri K.S.P. Husavik E. Guðnason, Eskifirði K.A.S.K. Höfn, Homafirði Lfbra, Selfossi Hæðin, Akranesi Blaöburóarfólk óskast! Austurbær Lindargata 1—29 Lindargata 39—63 Þingholtsstræti Hverfisgata 63—120 Freyjugata 28—49 Laugavegur 1—33 Kópavogur Fagrabrekka Úthverfi Selvogsgrunnur Gnoöarvogur 44—88 Hjallavegur Síðumúla Vesturbær Nesvegur II Eiöistorg ItVov^miXiTabÍti Saga Ljárskóga í Dölum HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hefur sent frá sér bókina „Hver einn bær á sína sögu“, eftir Hallgrím Jónsson frá Ljárskógum. Höfundur segir m.a. í formála: »Ég var eini maðurinn í öllum heiminum, er kunni allar þjóðsög- urnar, örnefnasögurnar og annan fróðleik, er ófst utan um þennan einstaka bæ í Dölunum, og voru í meira lagi forvitnilegar. Hafði ég leyfi til að opna glatkistuna fyrir öllum þeim sögum og sögnum er pabbi gamli hafði látið mér í té, oft og einatt á ferðum okkar í grenja- snuðri eða smalamennsku uppi á heiðum?" Eftirtalin kaflaheiti gefa nokkra hugmynd um efni bókarinnar: Landamörk Ljárskóga og ör- nefni, Leynigötur, Hálsagötur, Sölvamannagötur, Gamli bærinn í Ljárskógum, Þrjú sel, Sagan af Heiðarkollu, Huldufólkshóll, Draugur í sauðhúsunum, Harm- saga, Fortapaður sauður, Jónsgren — Sagan um Grettisstein, Smal- arnir á Gaflfellsheiði, Tjaldskafl- inn, Hofið og kirkjan í Ljárskógum og Ljárskógaætt — Ljárskóga- menn. Bókin er 192 bls. prýdd myndum. Prentverk Akraness hf. annaðist prentun og bókband. Hallgrímur Jónsson Páll Karlsson organisti og forsöngvari við orgelið. Með honum á mynd- inni eru eiginkona hans, Guðný Friðriksdóttir, og sonarsonur, Bergþór Eggertsson. Miðfjörður: Vegleg minningargjöf til Melstaðarkirkju NÝLEGA barst Melstaðarkirkju vegleg gjöf til minningar um Pál Karlsson, Bjargi, fyrrum organista við Melstaðar- og Staðarbakka- kirkju. Er gjöf þessi vestur-þýskt raf- eindaorgel, WERSI Classica W 3 S.K., 60 radda með tveim 5 átt- undu pólyfónískum hljómborð- um og hálfrar áttundar pólyfón- ísku pedalspili. Einnig eru í orgelinu 6 píanóraddir, 10 föst minni og 16 tölvuminni sem hægt er að geyma í stillingar að vild, auk ýmiss annars búnaðar. Gefendur eru eftirlifandi eig- inkona Páls, Guðný Friðriks- dóttir, og börn þeirra. Núverandi organisti Melstað- ar- og Staðarbakkakirkju er dóttir þeirra, ólöf Pálsdóttir, Bessastöðum. Fyrir hönd safnaðarins færir sóknarnefnd Melstaðarkirkju gefendum beztu þakkir fyrir góða gjöf. Sóknarnefndin. áttþúþérþáósk aö lifa aftur atburði úr bernskunni og njóta jafnframt þeirrar reynslu og þekkingar sem þú hefur nú. Slástu þá í för með Einari Má Guðmunds- syni í Riddurum hringstigans. Þú lendir í strákaerjum og strákapörum, sumum all svæsnum. Okkur fullorðna fólkið sérðu með augum stráks og kennir þar margra grasa. Reynsla þroskaðs mannsernálæg allan tím- ann.Hún nýtist til að vega, meta og álykta, en hefur þó engin áhrif á framrás atburð- anna, hvorki þeirra ánægju- legu né hinna skelfilegu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.