Morgunblaðið - 11.12.1982, Síða 38

Morgunblaðið - 11.12.1982, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 Siguröur Gunnarsson: „Meö dyggum stuðningi áhorfenda getur allt gerst“ „ÞAD er alltaf möguleiki til sigurs — aö vinna upp þetta mikla for- Sigurður Gunnarsson — annaC tveggja leynivopna Víkings í seinni leiknum. skot Tékkanna. Meöan sá mttgu- leiki er fyrir hendi þá munum vitt Víkingar berjast til sigurs, við munum freista þess aö reyna aö koma Tékkunum á óvart meö gjörbreyttum leik. Ef áhorfendur styöja vel við bakiö á okkur, þá getur þaö riöiö baggamuninn aö Tékkarnir geri sig seka um sttmu mistök og Júgóslavarnir gegn KR í fyrri leik lióanna; aö þeir fari beinlínis á taugum,“ sagði Sig- uröur Gunnarsson, sem á ný mun leika meó Víkingi eftir meiösli. „Ég er óöum aö ná mér af meiöslunum og hlakka til leiksins gegn Dukla. Þaö var sárt aö geta ekki verið meö í Prag. Ég tel aö undir venjulegum kringumstæöum sé Víkingur síst lakara liö, ég hef séö liöiö á myndbandi. Ef gæfan verður í okkar liöi þá getur allt gerst og viö munum leggja allt okkar af mörkum, vonandi gera áhorfendur þaö líka," sagöi Sig- urður Gunnarsson. Ólafur Jónsson hefur leikiö alla Evrópuleiki Víkings, 15 aö tölu, og veróur leikurinn á morgun því hans 16. leikur í Evrópukeppni. Hann hefur einnig leikið fjölda landsleikja, og skorar hér í einum þeirra, í síöari leiknum gegn Frökkum á dögunum en þá átti hann einmitt mjög góðan leik og skoraði sjö mörk. Tekst Víkingum að komast áfram? Páll og Siguröur leynivopnin „VID eigum tvímælalaust mögu- leika — vió munum reyna aö koma Dukla Prag á óvart meö gjörbreyttum varnarleik og ekki má gleyma því að viö eigum tvö leynivopn — þá Pál Björgvinsson og Sigurð Gunnarsson," sagöi Viggó Sigurðsson, en hann var tekinn úr umferð allan leikinn í Prag. Þrátt fyrir það varð Viggó markhæstur Víkinga með 4 mörk og lék einn sinn besta leik í vetur. „Dukla Prag er alls ekki eins sterkt liö og viö heföi mátt búast. Forlögin voru okkur andstæö í Prag — viö vorum aöeins tíu og því var slæmt aö missa Þorberg Aöalsteinsson meiddan. Þá voru dómararnir dæmigeröir heima- dómarar — Tékkarnir fengu aö brjóta á hrottalegan hátt af sér. svo sem sjá má á Þorbergi og einnig slæmt brot á Guömundi Guömundssyni. j Laugardalshöll veröur annaö uppi á teningnum — ef áhorfendur styöja vel viö bakið á okkur, þá þýöir þaö fjögur mörk og ég tel aö Víkingur hafi þann styrkleika til þess aö vinna hin fjögur mörkin upp. Þaö kom okkur á óvart að ég skyldi tekinn úr umferð í Prag, — sérstaklega eftir þá slæmu leiki sem ég hef átt meö Víkingi í vetur. Ég einbeitti mér aö standa mig vel og náöi að skora fjögur mörk þrátt fyrir gæzluna — því bind ég vonir viö aö mér takist að ná mér vel á strik í Höllinni — og þar getur stuöningur áhorfenda riðiö bagga- muninn," sagöi Viggó Sigurösson. — seinni leikurinn annað kvöld kl. 20.00. STÆRSTA spurningin í hugum handknaftleifctáhugamanna hér á landi nú er eflaust sú, hvort Vfk- ingum takist aó tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Evrópu- keppni meistaraliöa, en sföari leikur liósins gegn Dukla Prag fer fram annað kvöld kl. 20.00 f Laug- ardalshöllinni. Þeirri spurningu getur enginn svarað nú, en um kl. 21.30 á morgun ætti þaö aö liggja Ijóst fyrir. Leikurinn á morgun veröur 16. Evrópuleikur Víkings, en félagiö tók fyrst þátt í Evrópukeppni haustiö 1975, er leikiö var gegn hinu heimsfræga liði Gummers- bach. Einn leikmaöur hefur leikiö alla Evrópuleiki Víkings til þessa, Ólafur Jónsson, og veröur hann með í leiknum á morgun. Þrátt fyrir átta marka tap í Páll Björgvinsson leikur meó Vík ingum að nýju á morgun. Tékkóslóvakíu eru Víkingar staö- ráönir í því aö tryggja sér sigur í leiknum á morgun — og hann nægilega stóran til aö komast áfram í keppninni. í fyrri leiknum, sem fram fór á mánudaginn var, staöan í leikhléi 10—8 Dukla í hag og er tíu mínútur voru til leiksloka hafði liöið nauma forystu. Loka- mínúturnar seig Tékkneska liöiö svo fram úr og sigraöi örugglega. Verkefni Víkinga á morgun er verulega erfitt, menn veröa aö gera grein fyrir því og ekki búast viö of miklu. En meö góöum stuðn- ingi áhorfenda getur allt gerst og eru þeir hvattir til aö fjölmenna í Höllina. Sveifla getur verið mikil í handboltanum, þaö sáum viö best á dögunum er KR-ingar mættu Júgóslövum í Evrópukeppninni. — SH. íþróttir helgarinnar Sigur UMFN í 500. leik Gunnars — Frammarar unnu ÍR-inga í botnslagnum MESTI íþróttaviðburður helgar- innar innanlands er auðvitað Evr- ópuleikur Víkings og Tékkneska liösins Dukla Prag á sunnu- dagskvöld, og er hans getið sér- staklega annars staðar á íþrótta- síðunni. Hér fer skrá yfir þá íþróttakappleiki sem okkur er kunnugt um: Laugardagur: Handknattleikur Ásgarður: Kl. 14.00 2. d. HK — Ármann kl. 15.15 2. d. HK — Selfoss Hafnarfjörður: Kl. 14.00 2. d. Haukar — KA kl. 15.15 1. d. Stjarnan — KR Akureyri: Kl. 14.00 3. d. Dalvík — Týr Körfuknattleikur. Akureyri: Kl. 14.00 1. d. Þór — ÍS kl. 14.00 1. d. UMFS — Haukar Sunnudagur Handknattleikur. Laugardalshöll: Kl. 20.00 Víkingar — Dukla Körfuknattleikur. Hafnarfjöröur: kl. 15.30 1. d. kv. Haukar — KR Hagaskóli: kl. 20.30 1. d. ÍR — UMFN FRAMMARAR unnu ÍR-inga í viö- ureign botnliöanna í úrvalsdeild- inni í körfubolta í gærkvöldi, 77—70. Eru Frammarar þá komn- ir meö átta stig í deildinni en ÍR- ingar sitja á botninum sem fyrr meó fjögur stig. Staöan í hálfleik í gær var 39—36 ÍR í hag. Heldur var leikurinn lítilfjörlegur með tilliti til gæöa, en þar sem hann var hnífjafn mest allan tím- ann var hann spennandi og bætti þaö nokkuö' úr. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn, aldrei munaði meira en fimm stigum og voru ÍR-ingar yfir lengst af og höfðu þriggja stiga forystu í leikhléi. Fram komst svo yfir mjög snemma í seinni hálfleik og hélt forystu allan tímann. Mest komust þeir 12 stig yfir en áöur en yfir lauk náöu ÍR-ingar að saxa á forskotiö og um tíma munaöi aöeins þremur stigum — 71—68. Sigurinn heföi getaö lent hvor- um megin sem var í leiknum — svo jafn var hann, en leikmenn Fram voru ákveönari í síöari hálf- leiknum og geröi þaö gæfumuninn. Brazy var góöur hjá þeim og Viöar, Símon, Jóhannes og Þorvaldur voru einnig sterkir. Hjörtur Oddsson baröist af miklum krafti hjá ÍR, bæöi í sókn og vörn, og einnig Hreinn og Pétur. Pétur naut sín þó ekki sem skyldi í leiknum, enda venjulega þrír Frammarar hangandi í honum er hann var staddur undir körfu þeirra. Brazy var stigahæstur hjá Fram meö 26 stig, Símon, Víöar og Jó- hannes Magnússon geröu 13 hver, Þorvaldur 10 og Ómar Þráinsson 2. Pétur Guömundsson geröi 21 stig fyrir ÍR, Hreinn Þorkelsson 18, Hjörtur Oddsson 14, Kristinn Jör- undsson 8, Gylfi Þorkelsson 5 og Jón Jörundsson 4. Körfuknattlelkur V - - v í NJARÐVÍK sigruðu heimamenn KR-inga í gærkvöldi meö 86 stig- um gegn 79. Njaróvík var einnig yfír í leikhléi, 41—34. Leikurinn var sá 500. í meistaraflokki hjá gömlu kempunni Gunnari Þor- varðarsyni og var honum færó gjöf fyrir leikinn í tilefni af árangr- inum. Sigur Njarövíkinga var nokkuö öruggur, þeir voru yfir mest allan leikinn. Mestur varö munurinn ell- efu stig í upphafi síöari hálfleiks. Fyrri hálfleikurinn var sveiflu- kenndur. KR náöi um tíma sjö stiga forystu en heimamenn unnu hana upp og komust yfir. Mestu munaöi fyrir KR-inga hversu hræöilega illa Stu Johnson hitti í skotum sínum. I seinni hálfleiknum fór hann svo í gang svo um munaöi og skoraði þá 29 stig. Er hann fór í gang tóku KR-ingar aö saxa á forskot Njarö- víkur sem var orðið 11 stig. Stigin. UMFN: Kotterman 36, Valur Ingi- mundarson 18, Gunnar Þorvaröar- son 11, Árni Lárusscn 10, Eyjólfur Guölaugsson 4, Sturla Örlygsson 3, Albert Eövaldsson og Ingimar Jónsson 2 hvor. KR: Stu Johnson 40, Jón Sigurðs- son 13, Þorsteinn Gunnarsson 8, Páll Kolbeinsson 8 og Kristján Rafnsson 8. —SH. Karfa í Keflavík ÍBK og Höröur frá Patreksfirði leika í bikarkeppnínni í körfu- bolta í dag kl. 14.00 í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.