Morgunblaðið - 11.12.1982, Síða 23

Morgunblaðið - 11.12.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 23 5 íslenskir listamenn vekja athygli í Vestur-Þýzkalandi t'etur Eggerz sendiherra í Vestur-Þýskalandi heimsótti sýninguna en þarna er hann á tali vid þýska menn. í SL. MÁNUÐI lauk sýningu 5 ís- lenskra listamanna í Vestur- Þýskalandi. Sýningin var haldin í mjög virtum sýningarstað Werkhof Bissendorf við Hannover. Þau sem verk áttu á sýningunni voru: Jens Guðjónsson, Jóhannes Geir Jóns- son, Bragi Hannesson, Sólveig Eggerz Pétursdóttir og Sigurlaug Jóhannesdóttir. Sýninguna opnaði sendiherra íslands í Vestur-Þýskalandi, Pétur Eggerz. Var hún opin frá 19. september til 26. október og var aðsókn mjög góð. Sagt var frá opnuninni í blaðinu Hannov- ersche Allgemeine Zeitung. Er þar vitnað í ræðu sendiherrans við opnunina, þar sem hann fer viðurkenningarorðum um fyrir- komulag og frágang sýningar- innar. Þá birtist gagnrýni í sama blaði, þar sem rætt er um verkin á sýningunni. Verkum Sólveigar Eggerz Pétursdóttur er lýst sem lifandi myndum gerðum á reka- við. Rætt er um litmiklar og kunnáttusamlega gerðar lands- lagsmyndir Braga Hannessonar í olíu. Jóhannes Geir Jónsson fær lofsamleg ummæli fyrir olíukrítarmyndir sínar af hest- um og húsum. Sigurlaug Jóhann- esdóttir þykir sýna kunnáttu við að forma verk sín úr hrosshár- um og Jens Guðjónsson hlýtur viðurkenningu fyrir skartgripi sína gerða úr silfri skreytta stór- um steinum. Sýningarstaðurinn, Werkhof Bissendorf, er menningarmiðstöð, sem rekin er af einstaklingum, en styrkt að hluta af opinberum aðilum. Menningarmiðstöðin er til húsa í gömlum bóndabæ, sem var breytt fyrir myndlist- arsýningar, upplestur, tónleika og fleira. ViÖ erum á leiðinni: Norrænir unglingar tjá skoðanir sínar í myndum í I)AG er opnuð sýning í kjallara Norræna hússins á myndverkum 13—16 ára unglinga frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku og fs- landi. Það er Félag íslenskra mynd- listarkennara sem stendur að sýn- ingunni hér á landi, en sýningin hef- ur þegar verið sett upp í hinum Norðurlöndunum sem hlut eiga að máli. Sýningin er kölluð „Við erum á leiðinni“ og er fyrsta samsýning 13—16 ára unglinga á Norðurlönd- unum. Það var finnska teiknikennara- félagið sem hafði frumkvæði að skipulagi og framkvæmd þessarar sýningar. Hugmyndina kynntu finnskri myndmenntakennarar á norrænu námskeiði fyrir mynd- menntakennara sumarið 1979. Sóttu Finnar um styrk til Nor- ræna menningarmálasjóðsins og fengu það mikið að hægt var að hefja framkvæmdir. Þegar starfið hófst haustið 1980 voru markmið- in að myndgerðinni þessi: — að gefa norrænum unglingum sameiginlegan möguleika á því að tjá hugsanir sínar á mynd- rænan hátt. — að kynna almenningi og skóla- æskunni myndmenntakennslu á Norðurlöndum. — að kynna Norðurlönd hvert öðru með myndverkum ungl- inganna bæði það sem er líkt ogólíkt með þeim. , — að vera öflug, áhrifarík og Unnið að uppsetningu sýningarinnar í Norræna húsinu. Þessi mynda- samstæða er eftir unglinga frá ís- landi. áhugavekjandi sýning sem nái til sem flestra og verði jafn- framt hugmyndavaki að nýrri virkni á þessu siði. Alls eiga 36 skólar myndverk á sýningunni, þar af 5 skólar á Is- landi. Þeir eru: Garðaskólinn, Heyrnleysingjaskólinn, Hóla- brekkuskóli, Laugalækjarskóli og Lækjarskóli. Flest viðfangsefnin voru unnin í hópstarfi í venju-. legum myndmenntatímum skól- anna. Asa Björk Snorradóttir, for- maður Félags íslenskra mynd- menntakennara, sagði að verkin á sýningunni sýndu hvers ungl- ingarnir vænta af framtíðinni og hvað þeir óttast helst. Hún sagði að það væri ekki ýkja mikill mun- ur á myndunum eftir því í hvaða landi þær væru unnar. Það væru sömu atriðin sem unglingarnir óttuðust: kjarnorkuvopn, mengun, landeyðing. En þó væri sérstak- lega sláandi hvað myndirnar frá Finnlandi og íslandi væru líkar, sérstaklega myndir sem sýndu átök og samskipti stórveldanna tveggja. Þá sagði Ása að íslensku myndirnar hefðu hlotið mjög góða dóma, og mættu íslenskir nemend- ur vera stoltir af þeim viðtökum sem myndir þeirra hefðu fengið á hinum Norðurlöndunum. Þá vildi Ása koma á framfæri þakklæti sínu fyrir hönd Félags íslenskra myndmenntakennara, til Hafskips hf., sem flutti sýning- una endurgjaldslaust til íslands, Norræna hússins í Reykjavík, sem lét í té sýningarsali án endur- gjalds, og Þóris Sigurðssonar, námsstjóra, sem ötullega hefur unnið að því að gera sýninguna mögulega. Sýningin stendur til 13. janúar, og verður opin daglega frá kl. tvö til sjö. Frá tónleikunum í Holtagörðum; Ólöf K. Harðardóttir syngur einsöng. Sinfónían heimsækir sjúkra- hús og dvalarstofnanir MIKIÐ annriki hefur verið hjá Sin- fóniuhljómsveit íslands á þessu starfsári, sem hófst í september síð- astliðnum, með hringferð um landið. Auk fastra áskriftartónleika hefur hljómsveitin haldið tónleika í nágrenni Reykjavíkur, m.a. Akranesi, einnig hefur hún leikið á 8 tónleikum í skólum í Reykjavík og á Seltjarnarnesi og aðrir 8 skólatónleikar eru fyrirhugaðir í janúar nk. Það sem af er starfsár- inu hefur hljómsveitin þegar hald- ið 31 tónleika, gert hljóðupptökur fyrir Ríkisútvarpið og sjónvarps- upptökur. Nýmæli í starfi hljómsveitar- innar eru að heimsækja vinnu- staði og sjúkrahús. Hljómsveitin hefur þegar heimsótt einn vinnu- stað, Holtagarða, en dagana 15., 16. og 17. desember munu hópar úr Sinfóníuhljómsveit íslands heim- sækja sjúkrahús og dvalarheimili í Reykjavík og nágrenni. Staðir þeir, sem heimsóttir verða, eru: Landakotsspítali, Borgarspítalinn, Landspítalinn, DAS Hafnarfirði, Kveikt á Ham- borgartrénu f DAG kl. 16.00 verður kveikt á Hamborgarjólatrénu, sem Reykja- vikurhöfn hefur nú eins og mörg undanfarin ár fengið sent frá Ham- borg. Tréð er gjöf frá Klúbbnum Wik- ingerrunde, sem er félagsskapur fyrrverandi sjómanna, blaða- og verslunarmanna í Hamborg og nágrenni. Annar af frumkvöðlum þess, að senda jólatré til Reykjavíkurhafn- ar, Hans-Herman Schlunz frá Hamborg, er hingað kominn ásamt konu sinni ti! þess að af- henda tréð, sem að venju stendur á hafnarbakkanum við Hafnar- búðir, að viðstöddum borgarstjór- anum í Reykjavík, sendiherra Þýska sambandslýðveldisins á ís- landi og öðrum gestum. Gunnar B. Guðmundsson hafn- arstjóri mun veita trénu móttöku. Lúðrablásarar munu leika við Hafnarbúðir frá kl. 15.45. Sandgerði: Aöventuhátíð í húsi Slysa- yarnarfélagsins Sandgerði 10. deaember. í TILEFNI af ári aldraðra gangast félagasamtök í Sandgerði, þ.e. kven- félagið, kirkjukórinn, Lionsklúbbur- inn og knattspyrnufélagið fyrir að- ventuhátíð í húsi Slysavarnarfélags- ins á morgun, sunnudag, klukkan 14.00. Á þessa aðventuhátíð og til kaffidrykkju eru allir velkomnir, aldnir sem ungir. — Jón. Kleppsspítalinn, DAS Laugarási, Kópavogshæli, Reykjalundur, Elliheimilið Grund, Sólvangur Hf., St. Jósefsspítalinn Hf., og Vífilsstaðir. Efnisskrá sú, sem flutt verður, er jólalög og jólasálmar, sem út- sett hafa verið sérstaklega í tilefni þessara heimsókna, auk þess verð- ur flutt önnur tónlist tengd jóla- hátíðinni. (Kréttatilkynning) Leiðrétting ÞAU MISTÖK urðu í myndatexta með frétt í Mbl. um gjafir til sjúkra- hússins á Egilsstöðum að rangt var farið með nafn í myndatexta. Hið rétta var að formaður kven- félagsins, Svanfríður Kristjáns- dóttir, var að afhenda Einari Rafni Haraldssyni, framkvæmda- stjóra sjúkrahússins, fjögur rúm sem kvenfélagið gaf til sjúkra- hússins. ODÝRAR FALLEGAR UPPHLEYPTAR MYNBIR EFTIR FAST í FLESTUM BÓKA- GJAFA- OG RITFANGAVERSLUNUM LITBRÁ HF. SÍMAR 22930 - 22865

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.