Morgunblaðið - 11.12.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.12.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 19 I vikunni var kveikt í gíiðarstóni jólatré við Rockefeller Center I New York og var það gert við hátíðlega athöfn og þess minnzt að þetta væri í 50. skipti sem jólatré væri tendrað á þessum stað. Kór SL Patricks- kirkju söng jólalög og mikill mannfjöldi streymdi að til að vera við. Jólatréð er rösklega 20 metrar á hæð, komið frá Noregi, það er prýtt þúsundum marglitra Ijósapera. Noregur: Willoch hótar stjórnarkreppu Oslo, 10. desember. Krá Jan Krik Lauré, fréttaritara MorgunhlaAsins. KAARE Willoch, forsætisráðherra Noregs, hefur hótað stjórnarkreppu í landinu ef þingið fer ekki að tilmælum stjórnarinnar um aukinn stuðning við sjávarútveginn á næsta ári. Margir flokkanna vilja enn meiri stuðning við sjávarútveginn en stjórnin hefur lagt til, en þær tillögur eru Willoch ekki að skapi. Samningaviðræður stjórnarinn- ar við forsvarsmenn sjávarútvegs- ins fengu snöggan endi í vikunni. Síðasta tillaga stjórnarinnar var stuðningur að upphæð einn millj- arður norskra króna. Talsmenn sjávarútvegsins fara fram á 1,6 milljarða styrk. Stjórnin var á þeirri skoðun, að einn milljarður væri meira en nóg og sendi málið til þingsins til sam- þykktar. í meðhöndlun þessarar tiliögu stjórnarinnar hjá fisk- veiðinefnd þingsins kom sú staða upp, að fulltrúar þriggja stjórn- málaflokkanna í nefndinni vildu hafa styrkinn 2—300 milljónum hærri. Þingið fjallar um stuðning þennan í næstu viku. Þróist um- ræður á þann veg sem nú horfir, eru allar líkur á að meiri styrkur en stjórnin vill leggja til, verði samþykktur. Ríkisstjórnin er mjög föst fyrir í þessu máli og fái hún vilja sínum ekki framgengt segir hún af sér að sögn Willoch. Hún er hrædd við keðjuverkun, verði hærri styrkur til sjávarútvegsins samþykktur, og óttast að fá yfir sig skriðu af alls kyns styrkjabeiðnum. Má þar t.d. nefna landbúnaðinn, sem hef- ur um langt skeið talið sig í fjár- svelti. Salmonella í pipar- hylkjum í Noregi Atlanta, (ieorgia, 10. desembor. AP. YFIR 120 tilfelli af sérstakri salm- onellasýkingu hafa verið tilkynnt í Noregi á tímabilinu nóvember 1981 og september 1982, að því er bandaríska heilbrigðiseftirlitið skýrði frá í dag. Sýkingin var rakin til ófullnægjandi pakkningar pip- ars í nánast öllum tilvikunum, að því er segir í málgagni eftirlitsins og birt er í dag. Sjaldgæft er að salmonella láti á sér kræla í Nor- egi, að sögn ritsins, en kom nú upp í 18 fylkjum landsins af 24. Sér- fræðingar rannsaka nú umræddan piparútbúnað. Tala látinna kom- in í 42 í Lesotho Maseru, Lesotho, 10. desember. AP. TALA látinna í árás Suður-Afríkumanna inn í dvergrtkið Lesotho hefur hækkað í 42, þar sem nokkrir, sem særðust í atlögunni, létust í dag. Fulltrúi lögreglustjóra Lesotho sagði að einnig væri líklegt að Suður-Afríkumenn hefðu haft eitthvað af fólki á brott með sér. í útvarpsfréttum í Lesotho var sagt, að enn væri nokkur hluti s-afríska liðsins í landinu. Suður- Afríkustjórn segir að 37 manns hafi látizt og fjórir hermenn frá Suður-Afríku hafi særzt. Þetta eru alvarlegustu og mannskæð- ustu átök á þessum slóðum um langa hríð og sú grimmilegasta af hálfu. Suður-Afríkumanna. Opin- berar heimildir í Maseru, höfuð- borg Lesotho, sögðu að af hinum látnu væru tólf óbreyttir Lesothar og aðrir flóttamenn sem hefðu fengið hæli í ríkinu. Talsmaður Suður-Afríkustjórnar neitaði í dag að segja neitt um það að- spurður hvort verið gæti að tala látinna hefði hækkað. Fréttamenn í Lesotho og vestrænir diplómatar þar segjast ekki hafa orðið þess varir, að Suður-Afríkumenn hefðu hrifið fólk á brott í árásinni. Nicaragua: Stjórnin telur þyrlu- hrapið skemmdarverk Managua, 10. desember. AP. ERNESTO Cardenal, menntamálaráðherra Nicaragua, gaf í skyn í ræðu í dag, að þyrluslysið sem varð í morgun í Jinandega-héraði með þeim afleið- ingum að sjötíu og fímm létust, flest börn, væri „afsprengi heimsóknar Reagans forseta til Honduras og þeirrar aðstoðar sem veitt hefur verið gagnbyltingarsinnum í Nicaragua". Orð hans voru túlkuð svo að stjórnin í Managua liti svo á að þyrlan hefði verið skotin niður. Síðar í ræðu sinni tók ráðherrann þó fram, að rannsókn stæði yfír á þessum atburði til að ganga úr skugga um, hvort vélarbilun hefði ef til vill átt þátt í að þyrlan hrapaði. Þyrlan var að flytja börn af ófriðarsvæðum í landinu áleiðis til öruggari staða í landinu. Áhöfn þyrlunnar komst af. I frétt um slysið segir að þyrla, sem var að bjarga sjö sem komust af, hafi orðið fyrir skotárás frá ótiltekn- um árásarmönnum. Ekki hefur verið tekið fram af hvaða gerð þyrlan var. Vitað er að börnin voru flest indíánar, en ekki hefur verið sagt frá því hvort þau voru af ættbálkum Sumosar, Miskitoa eða Rama. Allir þessir þrír ætt- bálkar eru enskumælandi, flestir mótmælendur og hafa verið and- snúnir stjórn Sandinista. Nú í DÝRTÍÐINNI biðja allir um ÓDÝRU STJÖRNU JÓLAKORTIN FAST I FLESTUM BÓKA- GJAFA- OG RITFANGAVERSLUNUM LITBRA HF. SÍMAR 22930 - 22865 Hefur þúspóðí „Spá- manninn”? Nýr höfundur. Nýstárleg saga. Nútímaleg viðfangsefni. Þessi fyrsta skáldsaga Jóns Orms gerist á nokkrum haustdögum í Reykjavík. Aðalpersónan er deildarstjóri í ráðuneyti. Höfundi tekst að beina athygli lesandans að þeim þáttum í fari landans og fylgsnum kerfisins, sem þarfnast endurskoðunar að mati Júlíusar Jónssonar deildarstjóra. ÓVENJULEG ÍSLENSK SKÁLDSAGA, SEM ÞEGAR ER FARIN AÐ VEKJA ATHYGLI OG UMRÆÐUR. o HoWdlórssotv VAKA SÍÐUMÚLA 29 Simar 32800 og 32302

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.