Morgunblaðið - 11.12.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.12.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 Rabbað við Erlu Olafsdóttur, nýjan medeiganda í tískuversluninni Garbo BREYTINGAR hafa orðið á rek.stri og útliti tiskuverslunarinn- ar Garbo i Austurstræti. Þann 1. október sl. gerðist Erla Ólafsdóttir meðeigandi að hálfu á móti Karna- bæ, jafnframt því sem verslunin fékk „andlitslyftingu** við það tækifæri. Garbo er sex ára gömul verslun og hefur alla tíð verið I húsnæði Karnabæjar. Jafnframt því að eiga verslunina að hálfu er Erla verslunarstjóri. Með henni í versluninni vinnur Úr versluninni Garbo. MorgunblaAM/KÖE. „Þýðir ekkert að bjóða upp á vörur, sem ekki eru í hátísku“ nafna hcnnar Gunnarsdóttir. Erla er enginn nýgræðingur í þessum „bransa". Hún hefur í 13 ár starf- að hjá Karnabæ og þekkir því vel til. Morgunblaðið hitti hana að máli í versluninni í vikunni og innti hana eftir því hvort miklar breytingar hefðu að hennar mati orðið á innkaupum og viðhorfum fólks til tískufatnaður á þeim tíma sem hún hefði starfað við þessa tegund verslunar. „Já, það hefur tvímælalaust orðið mikil breyting. Fólk kaupir orðið miklu meira af fatnaði, all- ur þessi fjöldi verslana ber því best vitni. Annað er það, að fólk fylgist miklum mun betur með núna og kaupir föt ekki eins árs- tíðabundið og áður, þegar föt voru keypt þrisvar á ári og punkt- ur basta." — Hvaðan kaupið þið helst fatnað? „Við verslum langsamlega mest við Frakkland, Ítalíu, Holland og svo örlítið við England. Við leggj- um á það áherslu að vera með fatnað, sem passar vel saman, þannig að konur geti keypt á sig allt frá hatti og niður í skó. Núna fyrir jólin fáum við t.d. mikið af dömufötum, þ.e. jakka og buxur." — Hvaða aldurshópur kvenna verslar mest hjá ykkur? „Það er eiginlega enginn hópur öðrum meira áberandi. Við fáum hingað kvenfólk allt upp undir fertugt, en mest yngri konur.“ — Nú ríkir mikil samkeppni á milli tískuverslana. Þýðir það ekki að þið verðið að fylgjast geysivel með? „Jú, vissulega. Ég fer t.d. út einu sinni í hverjum mánuði til að skoða og kaupa tískufatnað. Það þýðir ekkert annað ef vel á að vera. Fólk, og þá sér í lagi kven- fólkið, fylgist orðið geysilega vel með því sem er að gerast í tísk- unni erlendis og það þýðir ekkert að bjóða upp á vörur, sem ekki eru í hátísku." — SSv. „Smán hlutirnir skipta miklu máli,“ segir Erla Ólafsdóttir verslunarstjóri og eigandi Garbo. í Garbo er lögð áhersla á að eiga til alls konar fatnað, sem paanar vel saman," segir Erla Ólafsdóttir. Hér er hún með starfsstúlkunum Erlu Gunnarsdóttur og Önnu Lilju Valgeirsdóttur. Stormsveipur í stjórnmálum Bók um kvenna- framboð eftir Guð- mund Sæmundsson BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina „Storm- sveipur í stjórnmálum" eftir Guð- mund Sæmundsson á Akureyri. Bók- in fjallar um kvennaframboðin 1982, aðdraganda þeirra, framkvæmd, árangur og hugsanleg áhrif í fram- tíðinni. í kynningu forlagsins á bókar- kápunni segir m.a. að bókin „Stormsveipur í stjórnmálum" sé nánast fréttaskýringabók á kvennaframboðunum sl. vor og GUDMUNDUP, SÆMUNISSON kvennabaráttunni, innlegg í þá sögu sem er að gerast og bókin svipti hulu af mörgu, eins og t.d. hvers vegna jarðvegur fyrir slík framboð var svo frjór sem raun ber vitni. Þar segir að það hafi verið meira en gustur sem fór um ís- lensk stjórnmál í kosningunum — kvennaframboðunum í Reykjavík og á Akureyri megi líkja við stormsveip. Framboðin höfðu víð- tæk áhrif, ekki aðeins að því leyti að „gömlu" flokkarnir tóku við sér og skipuðu fleiri konum á framboðslista sína en áður, heldur fyrst og fremst vegna þess að á báðum stöðum hlutu kvennalist- arnir verulegt brautargengi í kosningunum — hlutu þriðja mesta atkvæðamagn listanna sem í kjöri voru. „Stormsveipur í stjórnmálum" er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prentsmiðjunni Hólum, en kápu gerði Sigurþór Jakobsson. Afhenti trúnaðarbréf í Hollandi EINAR Benediktsson, sendiherra, afhenti 8. desember hennar hátign Beatrix Hollandsdrottningu trún- aðarbréf sem sendiherra Islands í Hollandi með aðsetur í London. Ljósmyndir Hallgríms Einarssonar Akureyri í upphafi nýrrar aldar Þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson sat um árabil á friðarstóli á Akureyri eftir að hann lét af embætti þar sem sóknarprestur. Akureyringar kunnu líka að meta hann og kusu hann fyrsta heiðursborgara Akureyrar. Myndin sýnir höfund þjóösöngs okkar íslendinga þar sem hann situr lengst til hægri í heimsókn hjá syni sínum Steingrími lækni og fjölskyldu hans. Myndin er aðeins eitt sýnishorn af fjölmörgum Akureyrarmyndum í bókinni Akureyri 1895—1930, bókinni þar sem saga höfuðstaðar Norðurlands í byrjun tuttugustu aldar birtist í listafallegum myndum á hverri síöu. Myndperlur Hallgríms Einarssonar eiga erindi inn á hvert heimili, þar sem menn unna fögru handverki — fallegum myndum — góðri bók — og sögu forfeöranna, fólksins sem lagði grunn að velferð okkar í dag. Bókaútgáfan HAGALL Bárugötu 11,101 Reykjavík, sími 17450.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.