Morgunblaðið - 11.12.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.12.1982, Blaðsíða 40
juglýsinga- síminn cr 2 24 80 ^^^skriftar- síminn er 830 33 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 Tillaga borgarstjóra um lóðaúthlutun: Alls verður 1617 lóðum úthlutað á árinu 1983 Punktakerfið lagt niður — íbúar utan Reykjavfkur hafa umsóknarrétt BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Davíð Oddsson, lagði í gær fram þá tillögu í borgarráði, að úthlutað verði á næsta ári 1437 byggingarlóðum í Reykjavík, en einnig munu þá verða söluhæfar 180 lóðir í Selási í eigu Gunnars Jenssonar. Að sögn borgarstjóra hafa aldrei í sögu Reykjavíkur jafn margar lóðir komið á markað á einu ári, sérstaklega væru sérbýlislóðir fleiri en nokkru sinni. „Af 750 einbýlishúsalóðunum norðan Grafarvogs verða 250 gerð- ar byggingarhæfar árlega til ársins 1985 og mun greiðslum gatna- gerðargjalda verða hagað í sam- ræmi við það,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Þeir sem sækja um og hljóta lóð- ir árið 1983 munu greiða gatnagerð- argjald með hefðbundnum hætti, þeir sem fá úthlutað í 2. áfanga greiða helming gatnagerðargjalda á úthlutunarárinu, en helminginn á því ári sem lóðin verður bygg- ingarhæf og þeir sem fá lóð í 3. áfanga greiða þriðjung á úthlutun- arárinu, þriðjung árið eftir og loks þriðjung það ár sem lóðin verður byggingarhæf, þ.e. 1985,“ sagði Davíð. „Þetta úthlutunar- og greiðslu- fyrirkomulag hefur verulegt hag- ræði í för með sér, bæði fyrir út- hlutunarhafa og borgarsjóð. Gatna- gerðargjald einbýlishúsalóðar hef- ur reynst mörgum þung byrði og mun því koma sér vel fyrir marga að fá úthlutað lóð sem verður bygg- ingarhæf nokkru eftir að megin- hluti gatnagerðargjalds er greidd- ur. Þeim gefst því kostur á að greiða gatnagerðargjaldið á mun lengri tíma en áður hefur tíðkast. Má vænta að þetta greiðslufyrir- komulag geti leitt til almenns sparnaðar. Tryggður er réttur út- hlutunarhafa til að afsala sér lóð og verður honum þá endurgreidd sú fjárhæð sem hann hefur innt af hendi, ásamt hæstu lögleyfðu skuldabréfavöxtum af inneign hans hjá borgarsjóði," sagði Davíð Oddsson. Borgarstjóri sagði ennfremur að punktakerfið yrði nú lagt niður, enda yrði það misþokkaða kerfi nú óþarft, þar sem gera mætti ráð fyrir að þessi stóra úthlutun myndi fullnægja lóðaeftirspurn. Jafn- framt yrðu felldar niður gamlar starfsreglur um að íbúar í ná- grannasveitarfélögunum ættu ekki rétt á lóð í Reykjavík og til að mynda brottfluttum Reykvíkingum þannig gefinn kostur á að flytja á ný til borgarinnar. Sjábls3. Bátar hafa verið í góðri ýsu skammt út af Gróttu og borið vænan afla að iandi. Kristján Einarsson Ijósmyndari tók þessa mynd þegar Byr NS lagði að bryggju í vesturhöfn- inni í gær. I stafni stendur Jónatan Jóhannesson •bygginn á svip og ánægð- ur með feng sinn. Hart deilt á Svavar Gestsson: Bréfaskipti án heim- ildar þingflokksins SVAVAR Gesksson formaður Alþýðu- bandalagsins var tekinn í karphúsið á löngum þingflokksfundi Alþýðu- bandalagsins í fvrradag. Þingmenn létu formanninn heyra álit sitt á spurningabréfssendingu hans til þing- flokks Framsóknarflokksins i tilefni af úrsögn Guðmundar G. Þórarins- sonar þingmanns Framsóknar úr ál- viðræðunefndinni, en Svavar sendi bréf þetta án heimildar og án þess að upplýsa þingflokkinn um „frumhlaup- ið“, eins og það var orðað á fundinum. Segja þingmenn að með bréfinu hafi Svavar sett þingflokk Framsóknar- flokks upp við vegg, þannig að Fram- sókn hafi ekki átt annarra kosta völ en að taka undir skoðanir Guðmund- ar og neita að skipa mann í nefndina í hans stað. Þingflokkur Alþýðubandalagsins fundaði stíft í fyrradag og kom saman á ný í gær og sat lengi dags. Auk „frumhlaups" formannsins í álviðræðumálinu stendur Alþýðu- bandalagið í .stríðu við samstarfs- flokk sinn Framsókn vegna ýmissa veigamestu mála ríkisstjórnarinnar í dag, svo sem orlofslaga, nýs vísi- tölQgrundvallar og vísitöluviðmið- unar og kjördæmamálsins svo eitthvað sé nefnt. Mbl. er kúnnugt um að fulltrúum flokkanna tveggja hefur lent illilega saman í félags- málanefnd neðri deildar í umfjöllun um orlofslagafrumvarpið. Þar krefst fulltrúi Alþýðubandalags þess að frumvarpið fari samstundis til áframhaldandi meðferðar í deildinni, en framsóknarmaðurinn hefur með tilvísun til samþykktar ríkisstjórnar, þegar bráðabirgða- lögin voru samþykkt í ágústmánuði sl., lýst yfir að þau eigi að afgreið- ast samhliða vísitölumálinu og öðru sem fylgja eigi bráðabirgðalögun- Svæði í Sogamýri fer undir skógrækt BORGARRÁÐ samþykkti í gær þá tillögu umhverfismálaráðs, að í til- efni 75 ára afmælis Skógræktar rík- isins í nóvember sl., fái Skógræktin reit á Sogamýrarsvæðinu til skóg- ræktar. Þá lagði Umhverfismálaráð það til að upp verði teknar viðræður við skógræktarstjóra um nánari til- högun og framkvæmdir. „Með þessari tillögu er gert ráð fyrir að borgarbúar fái innan borgarmarkanna með tíð og tíma tækifæri til að kynnast og fylgjast með vexti skógar," sagði Hulda Valtýsdóttir, formaður Umhverf- ismálaráðs Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið. „Hér væri um að ræða sýnis- horn af hinum ýmsu tegundum trjáa, sem hafa tryggt sér sess í íslensku gróðurríki auk hinna upphaflegu tegunda. Hér er ekki verið að tala um trjágarð í venju- Hrifsaði mynd og fé af aldraðri konu MAÐUR komst inn í íbúð aldraðrar konu á Droplaugarstöðum á Snorra- braut og þvingaði hana til að láta af hendi vatnslitamynd og þúsund krónur í peningum. Manninum tókst að kom- ast inn í húsið með því að villa á sér heimildir og inn í íbúð gömlu konunn- ar, sem er um áttrætt. Eftir að hafa tekið féð og myndina elti maðurinn konuna fram. Þar sá fólk að ekki var allt með felldu og hafði maðurinn sig á brott. Hringt var á lögreglu og manninum veitt eftirför. Hann var handtekinn við útsölu ÁTVR. Hann hefur áður kom- ið við sögu lögreglu. legri merkingu heldur lítinn skóg til fróðleiks og útivistar. Ástæðan til þess að hér er gerð tillaga um Sogamýri, er sú, að hún hefur löngum verið talin skjólsæll staður, jarðvegur er nægur og hentar vel til skógræktar og þar er nægilega stórt samfellt svæði,“ sagði Hulda. Skógrækt í Sogamýri gerir að- komuna að borginni aðlaðandi, svæðið liggur milli aðal-umferðar- æða og mun blasa við vegfarend- um. Auk þess liggur það miðsvæð- is gagnvart eldri borgarhverfum, nýjum og væntanlegum. Hér verða því hæg heimatökin fyrir borgarbúa að upplifa og kynnast skógi án þess að þurfa að fara langar leiðir," sagði Hulda Val- týsdóttir. „Verndarhendi yfír mér“ — segir Kristinn Ólafsson bóndi í Hænuvík, sem hrapaði um 50 metra og slapp lítt meiddur „VIÐ vorum fjórir saman að smala fé út meó fjallinu utan Hænuvíkur. Þarna er snarbratt. Klaki var í grasrótinni og því flughált — ég hugðist varna rollunum leið, en missti þá fótanna. Rann af stað, fyrst á rassinum en síðan með höf- uðið á undan og á geypihraða. Það varð mér til lífs að ég stöðvaðist í snjóskafli í miðri hlíðinni — hafði þá þeyst um 50 metra niður snarbratta hlíðina," sagði Kristinn Ólafsson, bóndi í Hænuvík í Rauðasandshreppi í V-Barðastrandasýslu í samtali við Mbl. „Allt gerðist þetta með leift- urhraða, mér gafst ekki ráðrúm til eins eða neins, eða að gera mér grein fyrir hvað í raun var að gerast. Það má teljast mildi að ég skuli hafa stöðvast í snjóskaflinum því fyrir neðan tekur við grýtt fjaran. Þá er mildi að ég skuli ekki hafa rot- ast, því hlíðin er grýtt. Segja má, að ég hafi sloppið ótrúlega vel — ég marðist og er auðvitað allur lurkum laminn en óbrotinn. Mér er næst að halda að ein- hver haldi verndarhendi sinni yfir mér, því þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég hrapa í fjöll- um. Fyrir um aldarfjórðungi hrapaði ég liðlega 100 metra í snarbröttum fjallshlíðum. Ég var þá að rekja refaslóð og gekk yfir háan snjóskafl. Hann gaf sig og ég hrapaði og kom til sjálfs míns í fjörunni liðlega 100 metrum neðar — óbrotinn,"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.