Morgunblaðið - 16.12.1982, Side 18

Morgunblaðið - 16.12.1982, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 SÉ^VÍK' MALNIN6AR- TILBOÐ frá JL byggmgavörum Nú geta allir farið að mála. Komiðog kynnið ykkur málningartilboðið. 5% afsláttur af kaupum yfir kr. 800.- 10% afsláttur af kaupum yfir kr. 1.200.- 15% afsláttur af kaupum yfir kr. 2.000.- 20% afsláttur af heilum tunnum. Ótrúlegur afsláttur. Valhúsgögn vandaö og ódýrt Fatastandur Kr. 600,- Indverskt borö Kr. 500.- Klappatótl Kr. 300,- Vínarstóll Kr. 680.- Nýkomió Símabekkir. Verö frá kr. 3000 —. 2 geröir. Borö fyrir sjónvörp og videó. Verö kr. 1700 — Opið laugardag VALHÚSGÖGN, til kl. 10.00 Ármúla 4, sími 82275. ’ AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MAGNÚS SIGURÐSSON Til skarams tíma var næg atvinna í Vestur-Þýzkalandi. Nú hefur hins vegar sigið á ógæfuhliðina í þeim efnum þar í landi eins og hvarvetna annars staðar, þar sem efnahagskreppan hefur náð að setja mark sitt á þjóðlífið. Mynd þessi er af mótmælagöngu þar í landi gegn atvinnuleysi, en á borðanum stendur: „Vinna fyrir alla.“ Áframhaldandi efnahags- kreppa í Vestur-Evrópu Efnahagskreppa sú, sem nú gengur yfir Vestur-Evrópu, er sú versta, sem komið hefur allt frá árunum eftir 1930. Kreppan hefur senn staðið í tvö ár og það sér ekki fyrir endann á henni, en eftir því sem lengra líður, verður vart meiri tilhneigingar hjá ríkisstjórnum margra landa Vestur- Evrópu til þess að finna lausn á vandanum með hægri sinnuðum úrræð- um. annig hafa stjórnir jafn- aðarmanna í Svíþjóð og Frakklandi neyðzt til þess að draga úr velferðarríkinu og að hætta við að nota aukin ríkis- útgjöld sem allsherjar lausn við öllum vanda. Jafnframt hafa hægri sinnaðar stjórnir í öðrum löndum Vestur-Evrópu tekið upp strangar sparnaðaráætlanir og neita að láta undan, þótt hart sé lagt að þeim að auka ríkisfram- lög til þess að blása lífi í at- vinnuvegina. Flestir hagspárhöfundar gera ekki ráð fyrir meira en 1 til 2% hagvexti á Vesturlöndum á ár- inu 1983 og alls ekki þeim 4—5%, sem gjarnan hafa fylgt í kjölfarið á kreppum síðustu ára- tuga, en slíkur hagvöxtur væri nauðsynlegur til þess að binda endi á atvinnuleysið nú. Stöðnun er jafnvel í Vestur- Þýzkalandi, sem þó hefur jafnan getað státað af miklum hagvexti og svo til engu atvinnuleysi. Á þessu ári hefur þjóðarfram- leiðslan dregizt saman um 1% og opinberar hagspár benda til þess, að hagvöxtur verði enginn á næsta ári. Efnahagslífið þar er haldið sömu hnignunareinkenn- um og annars staðar í Vestur- Evrópu. Vélabúnaður iðnaðarins er of úreltur og því ekki eins samkeppnishæfur og áður. At- vinnuleysi fer ört vaxandi, halli er á ríkisfjárlögum og gjald- þrota fyrirtækjum fjölgar hratt. Eins og annars staðar er meinsemdin í Vestur-Þýzkalandi of háir vextir og sá samdráttur í heimsverzluninni, sem fylgdi í kjölfar olíukreppunnar 1973 og 1979. Eyðslusemi hins opinbera og vaxandi skattaálögur á at- vinnureksturinn í landinu hafa ekki bætt úr skák. Ýmsir kunnir efnahagssér- fræðingar hafa látið í Ijós þá skoðun, að Vestur-Evrópa sé á leið inn í varanlega efnahags- kreppu og víst er, að vonir al- mennings — einkum þeirra, sem aldir eru upp á sjötta áratugnum og þar á eftir — um áframhald- andi atvinnuöryggi og enn betri lifskjör hafa brugðizt. Allt fram á síðasta áratug gat almenning- ur í Vestur-Evrópu gert sér raunhæfar vonir um það ár frá ári, að laun faeru stöðugt hækk- andi og það mun hraðar en verð- bólgan. Sú skoðun breiddist út hjá iðnfyrirtækjum að það myndi alltaf verða til markaður. fyrir framleiðsluvörur þeirra og hið opinbera kunni sér lítið hóf í eyðslu sinni. Nú eru næstum allir sammála um, að enginn hafi lengur efni á eyðslustefnu fyrri ára. Þannig hefur hin nýja ríkisstjórn mið- og hægriflokkanna i Hollandi gert stranga sparnaðaráætlun og það einmitt með tilliti til áframhaldandi efnahagskreppu. Eins er um Belgíu. Þar hafa stjórnvöld hert að sér mittisól- ina, síðan belgíski frankinn var felldur í febrúar sl. Hin nýja rík- isstjórn mið- og hægriflokkanna í Danmörku hyggst draga úr opinberum útgjöldum um 10% á næsta ári. Nýbökuð ríkisstjórn Helmut Kohls í Vestur-Þýzka- landi hefur lækkað fyrirhuguð útgjöld til félagsmála á næsta ári um 18 milljarða marka. í Bretlandi hefur ríkisstjórn íhaldsflokksins haldið fast við sparnaðaráætlun sína þrátt fyrir atvinnuleysið, sem nú nær til 14% vinnufærra manna í landinu. Á móti kemur, að þess er vænzt, að næsta vor verði verðbólgan komin niður í 5%, en hún var 20% fyrir tveimur ár- um. Þar i landi er ekki gert ráð fyrir nema 1—2% hagvexti á næsta ári. Jafnaðarmenn í Frakklandi höfðu mikinn hug á því að auka umsvif hins opin- bera og spara ekki til þess út- gjöldin, er þeir komust til valda vorið 1981. En efnahagur lands- ins leyfði slíkt ekki og því hefur franska stjórnin tekið upp þrönga fjárhagsáætlun fyrir ár- ið 1983, sem byggir á allt öðrum grundvelli en þeim, er jafnað- armenn unnu kosningarnar á á sínum tíma. Þannig hefur fyrir- hugaðri aukningu á útgjöldum til félagsmála verið frestað. Hvaðan á líka að taka nauðsyn- legt fé til þeirra. Þær iðngreinar, sem franska stjórnin hefur þjóð- nýtt, eru enn óburðugri nú en þær voru, þegar þær voru í hönd- um einkaframtaksins. Ný viðhorf i efnahagslífinu valda því, að nú fer fram um- fangsmikið endurmat á hinu blandaða hagkerfi, þar sem ríkisrekstur og einkarekstur á sér stað hlið við hlið í atvinnulif- inu. Ýmsir stjórnmálaleiðtogar eru ekki trúaðir að hið blandaða hagkerfi geti leyst efnahags- vanda nútímans, enda þótt það hafi dugað á áratugunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Gott dæmi um breyttan hugs- unarhátt má finna á ítaliu, þar sem ríkisvaldið hefur lengi tekið mjög virkan þátt í atvinnulífinu. Nú hafa jafnaðarmenn þar að verulegu leyti snúið við blaðinu og vilja, að fyrri þróun verði stöðvuð og dregið verði úr eign- arhaldi ríkisins á fyrirtækjum í landinu. Engu að síður má búast við því, að tilhneigingin til aukinna rikisútgjalda eigi eftir að vaxa á ný, þar sem kosningar eru fram- undan. I Bretlandi gera menn t.d. ráð fyrir því, að kosningar fari fram einhvern tímann á ár- inu 1983 og því megi búast við, að einhver aukning verði á ríkis- útgjöldum í fjárlagafrumvarpi þvi, sem Thatcher forsætisráð- herra mun leggja fram næsta vor. í mörgum löndum þykist einkareksturinn sjá þess nokkur merki nú, að samúð fari vaxandi með honum vegna þess slæma hlutskiptis, sem hann hefur mátt búa við á undanförnum ár- um. Sums staðar hafa stjórnvöld meira að segja gert að sínum orðum hið viðtekna orðtak at- vinnurekenda: — Fyrirtækin verða að skila hagnaði til þess að geta haft fólk í vinnu. (Heimild: The Wnll Street Journal.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.