Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 21 Athugasemd vegna opins bréfs Inga R. Helgasonar í Mbl. 14. desember til Guðmundar G. Þórarinssonar Þar sem ég er nú staddur er- lendis, hef ég því miður ekki tök á að svara um hæl opnu bréfi full- trúa iðnaðarráðherra í álviðræðu- nefnd, sem birtist í Mbl. í gær og stílað var til undirritaðs. Það mun ég hins vegar gera í byrjun næstu viku, enda ærin ástæða til. Vegna bréfs þessa get ég þó ekki látið hjá líða að óska eftir birtingu á eftirfarandi nú þegar. I) Hjörleifur Guttormsson iðn- aðarráðherra hefur hvorki viljað né getað, nema hvorutveggja sé, náð samningum við Alusuisse um hækkun raforkuverðs. Ástæðan er flokkspólitískir hagsmunir Al- þýðubandalagsins sem Ingi R. Helgason hefur fengið sérstakt hlutverk að verja í álviðræðu- nefnd. Öll orka ráðherrans og flokks- pólitískra ráðgjafa hans hefur farið í lítt dulbúið áróðursstríð vegna deilumála liðinna ára sem eru mun þýðingarminni en þeir miklu hagsmunir sem fólgnir eru í hækkun raforkuverðs og sem hefðu getað fengist fram fyrir löngu ef rétt hefði verið haldið á málum. II) Til að koma málinu út úr sjálfskaparvíti Alþýðubandalags- ins og til að koma í veg fyrir áframhaldandi stórfellt tekjutap Staðnir að verki með útvarps- bylgjum Osló, 15. desember. AP. Krá Jan Krik Lauré, Tréttaritara Morgun- blaðsins í Osló. MEI) ÞVÍ að nota útvarpsbylgjur tókst norsku lögreglunni fyrir nokkrum dögum að koma upp um tvo menn, sem stundað höfðu ólöglegar fuglaveiðar. Um langt skeið hafa verið festir útvarpssendar við nokkra þiðra — sem er fugl skyldur rjúpunni — til þess að kanna lífshætti fuglsins. Fyrir skömmu hvarf þiður, sem hafði útvarpssendi festan við hrygg- inn. Lögreglan þurfti aðeins að fylgja merkjunum frá sendin- um og handtók síðan tvo menn, sem sátu við eldhúsborð í húsi einu og voru þar í óða önn að hamfletta fuglinn. Veiði- þjófarnir höfðu ekki uppgötvað útvarpssendinn á hrygg fulgs- ins og þegar lögreglan bankaði að dyrum, var því ekki annað fyrir mennina að gera en að játa á sig veiðiþjófnaðinn. íslensku þjóðarinnar vegna út- söluverðs á raforku, lagði ég fram tillögu í álviðræðunefnd, í aðalat- riðum eftirfarandi: 1. Áfangahækkun raforkuverðs um 20% taki gildi frá 1. febrúar nk. 2. Teknir verði þegar upp samn- ingar um frekari hækkun raf- orkuverðs og endurskoðun skattaákvæða samningsins við ÍSAL. 3. Ríkisstjórnin fallist á í „prins- ippinu" að heimiluð verði ein- hver stækkun álversins, enda náist viðunandi samningar um þá stækkun, þ.á m. stærð henn- ar, raforkuverð, skatta o.fl. 4. Samningum um öll ágrein- ingsmál verði lokið fyrir 1. apríl nk., þ.á m. um frekari hækkun orkuverðs. Þessi tillaga hafði ótvíræðan stuðning meirihluta nefndarinnar, enda tryggði hún fullkomlega ís- lenska hagsmuni, jafnframt því sem hún opnaði leið fyrir aðila að setjast í fyrsta skipti að samn- ingaborði í þessari erfiðu deilu. Dag eftir dag hefur iðnaðar- ráðherra, Þjóðviljinn og nú síðast Ingi R. Helgason reynt að gera til- lögur þessar tortryggilegar með rangtúlkunum í ýmsum myndum, þ.á m. fölsuðu línuriti á forsíðu Þjóðviljans. Þessar starfsaðferðir minna óneitanlega á málatilbúnað sömu afla þegar Oslóarsamningarnir vegna loka landhelgismálsins voru gerðir á sínum tíma, sem voru upphafið að endanlegum sigri okkar í landhelgismálinu. í því máli sýndi sig að inn á við gat Alþýðubandalagið haldið uppi áróðri en út á við voru þeir ófærir um að halda á hagsmunum þjóð- arinnar vegna öfgaafla innan flokksins. Samsæriskenningar af hálfu talsmanna Alþýðubandalagsins eru ekki nýtt brauð í íslenskri stjórnmálaumræðu. í raun hafa slíkar kenningar verið pólitískt lifibrauð þess stjórnmálaflokks öðrum þræði frá upphafi og þá aldrei frekar en þegar öll rök eru þrotin. Ég leggst ekki svo lágt að svara persónulegum dylgjum Inga R. Helgasonar í minn garð. Ég vona hins vegar að þær tvær eggjar blekkingarinnar sem Ingi R. Helgason gerir að umræðuefni í grein sinni, snúist ekki í hendi hans að honum sjálfum og hans flokki þegar upp verður staðið. Með þökk fyrir birtinguna. Guömundur G. Þórarinsson alþingismaöur Skipaður í láv- arðadeildina en vill leggja hana niður liondon, 15. descmber. Al\ MARGARET Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands útnefndi i dag 9 menn sem fulltrúa í efri deild (láv- aröadeild) brezka þingsins. Einn þeirra, Andrew Mclntosh, sem er úr flokki jafnaðarmanna, lýsti því yfir eftir útnefninguna að hann myndi vinna að því að lávarðadeildin yrði lögð niður. Af þeim, sem útnefningu hlutu í dag, voru fimm úr flokki ihaldsmanna en fjórir úr röðum jafn- aðarmanna. í lávarðadeild brezka þingsins eiga sæti 1.182 fulltrúar og af þeim hafa 765 erft sæti sín þar. í þeirra hópi eru 28 hertogar. Frá árinu 1965 hafa í þessa deild ekki verið útnefndir nýir fulltrúar með titil, sem ganga skal að erfðum, heldur hafa þeir aðeins verið skip- aðir til lífstíðar. koma blessuð jélin Sagan af Dimmalimm Sagan af Dimmalimm Nú er þessi sígilda perla íslenskra barnabóka kom- in aftur í nýrri útgáfu. Bókaútgáfan (jetgofell Veghúsastíg 5 sími16837 Þetta er aðeins örlítið brot af okkar geysi- góða úrvali. QB Bláskógar ÁRMLI.I 8 SIMi: SW'80 Nú er það gott húsgagna- úrvalið hjá okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.