Morgunblaðið - 16.12.1982, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 16.12.1982, Qupperneq 46
ASMUNDUR SVEINSSON Hættulegt að vera frelsaður I. Allt kallar á efni Ásmundur klappar lítilli gipsstyttu í safninu: „Hérna er akkerið og þetta er þjörgunarhringurinn," sagði hann. „Þeir vilja fá þetta til Keflavíkur. Það á að minna á sjómennina. Eg kalla það Fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn, því að ég var alltaf að raula það fyrir munni mér, meðan ég var að hugsa styttuna. En ég man ekki meira úr því. Ætli það sé úr Illgresi? Eitthvað voru þeir að tala um að þeir vildu fá Björgun. En þeir geta ekki fengið hana. Hún er frátekin. En heyrðu góði, þegar þú komst var ég að horfa á sjónvarpið. Venjulega eru þeir, sem horfa á það að staðaldri, í einskonar dáleiðslu- ástandi. En nú brá svo við að þeir, sem komu fram í þættinum, voru sjálfir sefjað- ir. Þeir sátu þarna fyrir framan mann í hálfgerðri dáleiðslu og töluðu um trúar- brögð. Vissu allt um guð. Þarna var ein- hver kona sem var frelsuð. Algerlega stöðnuð. Hætt að hugsa nema um þessa frelsun sína. Sagðist vera hamingjusöm. En getur nokkur manneskja orðið ham- ingjusöm af því einu að hætta að þroskast á miðjum aldri? Hætta að gera ráð fyrir nýjum möguleikum? Þorna upp eins og lækur á leið til hafs? Þetta kalla ég sefjun. Hún er jafnhættuleg í listum og trúar- brögðum. Listamaður má aldrei líta svo á að hann sé frelsaður. Þá fyrst glatar hann frelsinu, sem er forsenda nýrra hugmynda, grundvöliur allrar sköpunar." „Þetta hefur alltaf verið þér mikið íhug- unarefni, Ásmundur." „Já, alltaf leitað á mig. Aldrei látið mig í friði. Stöðnun, sefjun eru hættulegar allri sköpun. Það er ekkert heilagt nema það sem við höfum þurft að hafa mikið fyrir.“ „Leitin, baráttan." „Já, og þroski mannsins. Sköpunin. Sefj- un er bölvun. Dáleiddur maður skapar ekki myndiist." Við vorum komnir að styttunum af Ein- ari Benediktssyni. „Ég gerði portrettið fyrst," sagði Ás- mundur. „Fannst þér barátta, átök í andlitsdrátt- um hans?“ „Hvað finnst þér, góði? Karlinn verkaði á mig eins og tröll. Það var gott ég skyldi kynnast honum, ég hafði gagn af því. Ég sá í honum andstæður sem sameinuðust í persónunni og skáldinu Einari Benedikts- syni. I honum var bæði tröllskapur hins stóra og þess góða. Tvö tröll, sem aldrei töluðust við, en stækkuðu hvort annað. Einhver sagði mér að hann hefði sjálfur haldið fram að hann væri tveir menn: sjentilmaðurinn og dóninn. „En þeir talast aldrei við.“ I mínum huga er hann tvö tröll. Nú er varla nokkur maður jarðaður, svo að ekki sé sungið yfir honum: Hvað bindur vorn hug. Þessi eini sálmur Einars Benediktssonar er að verða álíka sálu- hjálparatriði og minningargrein í Morgun- blaðinu. Og er þá mikið sagt!“ „Hvað minnti Einar þig á?“ „Hann var konungur." Ásmundur tók upp styttuna með hörp- una að bakhjarli. „Þeir hafa eitthvað verið að hnýta í mig fyrir hörpuna," sagði hann. En ég svara bara: „Hún á þarna heima. Hún er hluti af verkinu. En ef þið viljið, getið þið tekið karlinn og skilað hörpunnj. Hún getur staðið ein sér.“ Mér finnst samt fara bezt á því að skáldkonungurinn standi við hörp- una sína. En Islendingar mega eiga þessa koparkarla sína í friði fyrir mér. Lista- maðurinn þarf ekki lengur að vera að stæla náttúruna. Ég segi oft, þegar ég er beðinn að gera mynd af manni: takið myndir af manninum við sitt starf, þá sér fólk hann eins og hann er. Það hefði verið gaman að eiga Njál á filmu. Og kannski hefði hann einnig sómt sér vel í steini. Líklega er enginn allur á filmunni frekar en annars staðar: Og ég er aðeins til í mínu ljóði — jafnvel það er ekki alveg rétt hjá Steini. Stundum líður mér illa, þegar ég rekst á bronskarla í bænum. Þetta er til- búinn heimur, óekta. Þegar ég sé þessa karla standa uppi á stöllum, dettur mér í hug: ósköp er að sjá þessa stráka, sem eru að klifra upp á kassa og hrópa: sjáið hvað ég er merkilegur! Mér finnst þetta fara þeim illa. En hvað finnst þér um Jón Sig- urðsson, heldurðu að hann hafi verið svona merkilegur með sig? Ég ætla jafnvel að taka dýpra í árinni: mér finnst viðbjóðs- legt að sjá þessa bronskarla í svona óeðli- legu ástandi og fjandans fígúruskap. Jón Sigurðsson er eins og sperrtur strákur sem segir: Sjáið mig! Og svo erum við að skamma Rússa fyrir þetta sama. Einar Benediktsson sagði alltaf við mig: „Ég vil vera eins og ég sé með fólkinu." Og svo er alltaf verið að rífast yfir því að þarna er hann einmitt með fólkinu og hörpunni sinni, en ekki eins og blind ugla á síma- staur." „Sagði hann e'.ki margt skemmtilegt við þig, meðan þú va st að gera frumdrögin?" „Það var nú ýmislegt." „Eins og?“ „Einu sihni sagði hann mig: „Þér finnst nú kannski að ég tali of illa um fólk.“ Ég svaraði því litlu. „En þú verður að fyrir- gefa mér það,“ bætti hann við, „ég lærði þetta af henni móður minni!" Það var gott að ég hitti hann, því að ég sá íslenzku þjóðina í honum. Ég skildi hana betur fyrir bragðið. Þegar ég bjó í Laugarnesi, var hann þar hjá mér í mánuð eða meira og ég notaði tækifærið til að skoða hann vel. Hann verkaði á mig eins og smækkuð mynd af þjóðinni. Hann yfirgekk allt með mælsku og málæði, sýndi allt sitt veldi, talaði illa um fólk, viðurkenndi það sjálfur og gat verið óskaplega þreytandi. Yfirleitt þurfti maður ekki að gera neitt annað all- an daginn en segja: já eða nei, oftast já, því að það borgaði sig ekki að andmæla honum, harin kæfði alla í mælsku. Hann talaði lítið sem ekkert um ljóð og þá sjald- an þau bar á góma, talaði hann illa um önnur skáld. Éinkennilegt, en ég fékk á tilfinninguna að skáldjöfurinn væri ekki öguggari um sig en svo, að honum þætti aðrir standa í vegi fyrir sér.“ II. Berrassaðir með pípuhatt Við stóðum nú við mynd sem Ásmundur kallar: Manstu er saman við sátum. Hjá henni stendur önnur, Söknuður. „Manstu er saman við sátum er í göml- um stíl," sagði hann. „Nafnið er frá Jakobi Smára: „Þú ert bara með kvæðið hans bróður míns,“ sagði Guðný systir hans. Þaðari er nafnið. Söknuður er gerð í öðrum stíl. í henni er meiri spenna, meira drama." „Allt er þetta fólk nakið," sagði ég. „Já.“ „Eins og ástin." „Það er nauðsynlegt að hafa þær ber- rassaðar þessar, og þarna eru fleiri ber- rassaðar. Ég hef oft gert berrassaðar stelpur og hef haft gaman af því líka. En að gera berrassaðar stelpur allt sitt líf og ekkert annað og þekkja engin önnur form, það get ég ekki verið þekktur fyrir. Samt hafa komið hingað myndhöggvarar frá Norðurlöndum og spurt mig, hvers vegna ég hafi ekki gert fleiri berrassaðar stelpur. Nú er allt berrassað á Norðurlöndum, nema kannski í Noregi. Þar eru allir í kjól og hvítt og með pípuhatta eins og Ibsen. Ætli þróunin stefni ekki í þá átt að allir verði berrassaðir með pípuhatt?" „Þú hefur aldrei fest þig í neti eins sér- staks stíls." „Nei, það er höfuðsynd. Ég hef unnið í mörgum stílum og úr margs konar efni eins og þú sérð.“ „Hver er, að þínu áliti, aðalmunurinn á Manstu er saman við sátum og Söknuði?" „I Söknuði eru formin farin að tala meira hvort við annað. Hin er saklausari og sætari eins og tíminn sem hún er sprottin úr. Þá sungu menn: Það er sælt að vera fátækur elsku Dísa mín.“ „Er meiri ástríða í Söknuði?" „Ástríða? Nei. Við hvað áttu, góði?“ Sex. Kynlíf." „Nei, ég hugsa ekki í hormónum. Ég hugsa í formum. Ég vil að þau tali saman. En ég hef ekkert á móti ástinni eða kyn- hvötinni. Hún er bæði falleg og nauðsyn- leg. Ég er hlynntur Freud. Eðlilegt kynlíf er hverjum manni nauðsyn, sérstaklega ef hann vill dreyma vel. Nunnur eru ágætar. En ég geri greinarmun á þeim, þessum heilögu skírlífu konum, og móðurinni. Ég met hana meira, lífsreynslu hennar. Þátt hennar í þróun lífs á jörðinni. Okkur hætt- ir til að breyta öllu í pukur og feimnismál, eða villta og skefjalausa ástríðu. En það er ekki meiningin. Ekkert er heilbrigðara en ást til viðhalds lífinu." „Ertu að segja frá þessu í Söknuði?" „Ég er að láta formin tala saman. Þau eru að yfirgefa hvort annað. Hönd hans og handleggur eru framhald af læri stúlkunn- ar til að halda nauðsynlegu formi í bygg- ingu myndarinnar. Annað vakir ekki fyrir mér. Myndlistin á sitt tungumál. Ég vil að það sé frjálst, án bókmennta. Án áhrifa frá öðrum listgreinum." „Þú leggur áherzlu á brjóst konunnar." „Já, já, þau eru tákn frjóseminnar auð- vitað." „En finnst þér þau falleg í forrni?" „Þau geta verið það. Það er líka hægt að gera þau ljót.“ „Hvað heitir þessi mynd, Ásmundur?" „Þessi þarna?" og hann bendir. Gengur svo að myndinni og klappar henni: „Þetta er Öldugjálfrið mitt.“ „Geturðu lýst hvað fyrir þér vakir?" „Það er ölduform í bllum línum myndar- innar. Einnig tákn um lífið. Þarna er tákn um karlmanninn og þetta er brjóst kon- unnar. Og þessi bogi er ströndin. Ég er alltaf að hugsa um fjallamyndina og drangana sem standa upp úr hafinu. Þú sérð þetta einnig í Sonatorreki hér fyrir utan. Þar eru drangar og hellar sem hafið holar. Þegar krakkarnir fóru að leika sér við Sonatorrek, sögðu þau. „Þarna er litli hellirinn og þarná er stóri hellirinn." Það þótti mér vænt um. Ég gerði Öldugjálfur fyrir fimm árum. Sumir héldu að ég kynni ekki anatómíu. Skildu ekki að mér var önnur leið ófær til að lýsa því sem fyrir mér vakti: að sameina ólík viðhorf, sam- ræma. Þegar ég gerði myndina, vissi ég nokkurn veginn hvernig karl og kona líta út. Hafði þó nokkra nasasjón af — hvað eigum við að segja: líkskurðarfræði? En það er óviðfelldið orð í þessu sambandi. Myndin krafðist nýrrar sköpunar, nýrrar sjónar. Og svo varð ég að glíma við heild. Állt líf, öll náttúra er heild, sem byggist á ákveðnum lögmálum. Aldan hefur alltaf vakið athygli mína: Hvernig hún formar sig, hvernig hún vinnur á klettunum. Is- land kallar á ímyndunarafl. Hugmynda- flug, baráttu. En eigum við ekki að skreppa út. Þessi barátta blasir við hér í garðinum. Draumur, sýnir, sem urðu að, veruleika í efninu. Allt kallar á efni. Og hrynjandi.“ III. Fjöll rímar við tröll Við gengum út. Það var gott veður. Höggmyndirnar voru allar í essinu sínu, ótruflaðar af ókunnum forvitnum augum. Lítill drengur stóð uppi á Sonatorreki. Hann sagðist eiga Ingólfsfjall, því að hann héti Ingólfur. „Hann er óhræddur," sagði Ásmundur. „Ekki hefði Agli líkað þetta,“ sagði ég. „Að klifra svona upp á hann.“ „Hann er ekki spurður lengur," sagði Ásmundur. Svo leiddi hann mig að annarri risa- mynd, steinsteyptri: „Ég kalla hana Tóna hafsins," sagði hann, augsýnilega ánægður með nafnið. „En þetta er kvenmannsfígúra," sagði ég- . „Ég gerði brjóstin á henni eins og bát,“ sagði hann. „Og fæturnir vaxa af öldunni, sem breytist í læri. Öldur allt saman. Og höndin heldur um strengina. Tónar hafs-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.