Morgunblaðið - 16.12.1982, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982
33
Á hraðri leið upp
úr öldudal
Hljóm
otur
e
9
Finnbogi Marinósson
DEVO
Oh, no, it’s DEVO.
Virgin V 2241.
í Morgunblaðinu fyrst á þessu
ári birtust plötudómar undir
fyrirsögninni „Ágætt í dag, en
verður vonandi betra." Þar var
fjallað um nýlegar plötur frá
Ultravox og DEVO. Núna tæpu
ári seinna hafa báðar þessar
hljómsveitir sent frá sér nýja
plötu. Plata Ultravox er sögð
betri en sú sem fjallað var um
fyrr og stóð hljómsveitin við þær
vonir sem þá voru bundnar við
hana. Það sama er upp á ten-
ingnum þegar bornar eru saman
plötur DEVO. Fyrstu þrjár plöt-
urnar eru allar mjög góðar og sú
fyrsta þeirra best. Fjórða platan
„New Traditionalists" (sú sem
fjallað var um í áðurnefndri
grein) er ekki eins góð og virtist
vera sem þeir piltar væru ekki
eins frjóir og áður. Hvað sem því
líður þá er komin frá þeim ný
plata sem þeir kalla því ein-
kennilega og skemmtilega nafni
„Oh, no, it’s DEVO“ og eftir
nafninu að dæma þá virðast þeir
ekki hafa farið varhluta af at-
hygli fólks á tónlist þeirra.
Hvort sem þeir hafa skellt þessu
nafni á plötuna í glensi og
ákveðið svo í alvöru að hysja upp
um sig buxurnar er ekki gott að
segja en eitt er víst að þetta nýja
afkvæmi þeirra er mun betra en
það á undan. Frískleikinn er í
fyrirrúmi og í raun er alveg
ótrúlegt hvað þeim helst vel á
þessari tónlistarstefnu sem þeir
eru á, eins og hún vill verða leið-
inleg hjá öðrum.
Á plötunni eru ellefu lög. Eins
og venjulega eru öll lögin eftir
þá sjálfa, og eru þau góð, sum
þeirra meira að segja hreint af-
bragð. En mikið væri það nú
gaman að heyra svona eina út-
setningu á gömlu lagi eins og er
að finna á fyrstu plötunni. Þar
tóku þeir gamla góða Rolling
Stones-slagarann „Satisfaction"
og útsettu hann á ógleymanleg-
an hátt, vélrænan og ópersónu-
legan. En því er ekki að heilsa
svo taka verður því sem býðst
með fegins hendi. Á plötunni er
hljómborðið mjög áberandi og
leiðir það mjög vel flest lögin.
Melódíurnar eru skemmtilegar
og textinn fylgir þeim stundum
bráðsmellinn eins og í laginu
„Speed Racer“ en síðasta versið
lítur svona út á blaði:
l’m your doctor and here’s the bill,
he’s your doctor and here’s your bill.
Doctor stcals and here's your pills,
he likes to steal so here’s the bill.
I þessum fáu orðum er meira
sagt en í heilli sögu.
Eftir nokkra hlustun er ekki
annað hægt en að óska DEVO til
hamingju. Þeir eru á hraðri leið
upp úr öldudal sem varð á leið
þeirra og ef rétt reynist þá mun
næsta plata verða skrefinu betri.
En þangað til er um að gera að
láta „Oh, no, it’s DEVO“ nægja.
FM/AM.
sem engulíkist
Lifandi ljós í ekta kristal varpar hlýjum Ijóma á umhverfiö. •
Lkta kristall er annaö en gler — en verðiö þó lægra en þig grunar
Snjóboltinn ..... verð frá kr. 133
Solros .......... veró frá kr. 140
l’olar .......... verö frá kr. 198
Þaö er ókleift aö líkja eftir Ijósgliti frá þessum kristalsstjókum.
Bankastræti 10, Sími 13122
Metsölubók John Gardners um^ames
Bond, Sérleyhö endur yi^ns Jónssonar,
hjá útgáhJfélaginu Fjölni.
%
Jámes.
B°snýr
afturf
baö er he dur engin tiwili-
S james Bond ekut
nú á Saab 900 Tutbo.
Saab-umboöiö
Töggur hf.
Bíldshöfða 16, Reykjavík.
Sími: 81530.
kxí£ir
Barónsstíg 18,
101 Reykjavík.
Sími: 18830.