Morgunblaðið - 16.12.1982, Síða 30

Morgunblaðið - 16.12.1982, Síða 30
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 Hvað getum við gert til að fækka umferðarslysum? - eftir Þóró Jónsson, Látrum Það sem af er þessum vetri, hafa umferðarslysin verið óhugn- anlega mörg. A það sér að sjálf- sögðu margar ástæður, sem hægt væri að fækka ef allir tækju hönd- um saman um það, og það ættum við að gera, hvar í stétt eða stöðu sem við erum, ungir eða aldnir, akandi eða gangandi. Það stingur mann að lesa fyrirsagnir í blöðun- um, eins og þá sem var á baksíðu DV 8. nóvember síðastliðinn og hljóðaði svo: „Á fjórða tug öku- manna grunaðir um ölvunarakst- ur.“ Og undirfyrirsögn: „Lögregl- an herðir aðgerðir." Og þetta var um eina helgi. Svo manni verður á að hugsa, hvað á ölvun við akstur mikinn þátt í umferðarslysum. Mér finnst að það mætti koma betur fram í fjölmiðlum, og einnig það, að ef maður sest undir stýri undir áhrifum áfengis, eða annarra vímugjafa, þá vita það allir ís- lendingar, sem komnir eru til vits og ára, að það er lögbrot af verstu tegund, lögbrot, sem við því miður höfum ekki öll lært að virða sem lögbrot, en verður þess valdandi að alltof margir verða fyrir þvi óláni að skerða lífshamingju og lífsmöguleika sjálfra sin og ann- arra ævilangt. Gerum það að fram- lagi okkar, ti) fegrunar lífsins, að forðast þessi lögbrot, það er svo auð- velt að gera það fyrir hvern sem er, látum það vera jólagjöf okkar hvers til annars um næstu jól. Ómar Ragnarsson sá fjölhæfi útvarps- og sjónvarpsmaður, margdáður af öllum landslýð, sýndi okkur í sjónvarpinu muninn á því að stöðva bíl á 30 km hraða og 50 km hraða. Þúsundir bíl- stjóra hafa ekki gert sér fulla grein fyrir þessu fyrr. Sjónvarpið, okkar alsterkasti fjölmiðill, sterkari en við höfum enn áttað okkur á, ætti að gera meira af því að sýna okkur fleiri og fleiri stað- reyndir úr umferðinni og varðandi hana. „Lögreglan herðir aðgerðir," var undirfyrirsögnin. En hvað gerir lögreglan í um- ferðinni? Að mínu mati vinnur hún mikið og gott starf, en hún hefir menn og lög yfir sér, og það vald segir fyrir um stefnuna. Nokkrum sinnum að undan- förnu, hefir átt sér stað æðisgeng- inn eltingarleikur lögreglu og öku- manns, sem ekki vildi hlýða stöðv- unarbeiðni lögreglunnar. Ég tel það mjög alvarlegt brot, sem ætti að taka þannig á, að menn gerðu sér ekki leik að því að fremja það. DV segir frá því 27. sept., þegar slysaalda vetrarins var að byrja, að kona hefði ekið ljóslaus kl. 04.00 um nótt á 130 km hraða á flótta undan lögreglunni. Bíllinn, sem eltur var, kastaðist útaf veg- inum og endaði þar sína ferð, en konan, sem var ein í bílnum, slapp óslösuð líkamlega. Um andlegu slysin, sem verða við slík óhöpp, er aldrei talað, en afleiðingar þeirra vara lengi. Því miður, fer það ekki alltaf svo vel sem þarna í útaf- akstri á slíkum hraða, og þótt minni sé, að enginn slasist eða láti lífið. Sunnudaginn 7. nóv., segir Morgunblaðið frá umferðarslysi, sem vakti mikla athygli og um- ræðu manna á meðal, ég held um allt land, og þess vegna sting ég niður penna að þessu sinni. Alvarlegast við þetta slys var, að 15 ára stúlka beið bana, önnur stúlka fór á sjúkrahús, en þrennt úr bílnum slapp með skrámur, segir blaðið, samtals fimm ung- menni. Lokaorð blaðsins með fréttinni voru: „Ökumaður er grunaður um ölvun við akstur, en hann er 16 ára, og því ökurétt- indalaus. Hálka var þegar slysið varð.“ Verri gátu aðstæður varla verið. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið óskaði sérstaklega eftir skýrslu lögreglan var á eftir þessum bíl. Ég vil leyfa mér, að taka hér upp það sem blaðið DV hefir eftir Hjalta Zophaníassyni deildar- stjóra í viðkomandi ráðuneyti, því þar finnst mér mjög skynsamlega mælt. Deildarstjórinn segir, eftir því sem blaðið hermir: „Við viljum vita hvernig staðið var að eftirför lögreglunnar, við viljum sjá hvað þarna gerðist, hver þáttur lögregl- unnar var. Það er fyrst og fremst eftirförin sem við viljum fá upp- lýsingar um.“ Og deildarstjórinn segir ennfremur, að því er DV hermir: „Það er stundum ekki réttlætanlegt að fara svona að. Það getur verið nóg að ná bílnúm- erinu, og sækja svo ökumanninn næsta morgun. Það þarf ekki allt- af að elta menn. Ef þetta er eitthvað lítilfjörlegt er alveg fár- ánlegt að elta menn og spana þannig upp hraðann." Ég er alveg sammála því sem hér er haft eftir Hjalta Zophaníassyni, deildar- stjóra í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, og geri mér vonir um, að það megi taka það sem grænt ljós um að lögreglan verði látin leggja niður þessa æðisgengnu kapp- akstra sína á eftir ökumönnum sem ekki virða stöðvunarbeiðni hennar. Látum þá heyra fortíðinni til. „Lögreglan fór að með fyllstu gát,“ er fyrirsögn í DV 13. nóv., yfir fréttatilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu varð- andi banaslysið í Kópavoginum. Ég ætla mér ekki að gagnrýna þessa fréttatilkynningu, sleppi því, en mér fellur hún ekki, frá þessum stað. Það er eitt og annað sem ég tel að gæti orðið til bóta varðandi umferðarslysin, sem allir vilja forðast, og eiga að leggja mann- dóm sinn í að reyna að forðast. Borgarráð: Lóðaút- hlutunin samþykkt BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær tillögu borgarstjóra, Davíðs Oddssonar, um að á næsta ári verði úthlutað í Reykjavík rúm- lega 1.600 byggingarlóðum. Sjálf- stæðismenn greiddu atkvæði með tillögunni, en fulltrúar vinstri flokk- anna sátu hjá. Þá var og samþykkt samhljóða að leggja niður Veiði- og fiski- rælftarráð Reykjavíkurborgar og að sameina Þjóðhátíðarnefnd Æskulýðsráði, en sú tillaga var samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum. Þórður Jónsson Eitt af því er að taka hart á al- varlegum umferðarbrotum, til dæmis eins og þeim, að sinna ekki stöðvunarbeiðni lögreglu, sem oft er upphafið að þessum æðis- gengnu eltingarleikjum lögregl- unnar við ökumenn bifreiða stundum fullra af fólki. En það er ekki víst og jafnvel ólíklegt að lögreglan viti nokkuð um ástand ökumannsins í bifreiðinni, sem hún er að elta, og engar líkur til, að ökumaðurinn sjálfur geri sér grein fyrir því, hversu óhæfur hann er orðinn til aksturs, tauga- spenntur, illa fyrirkallaður, bál- reiður, og kannske undir áhrifum vímugjafa. Eitt af þessu slævir ökuhæfnina, en allt saman gerir hvern sem er óhæfan til aksturs. Hann hugsar um það eitt að kom- ast undan á þeim hraða sem hann getur náð, án þess að líta til að- stæðna eða öryggis. Slíkur kapp- akstur endar því miður oft illa, og með honum hefir raunar ekkert áunnist, nema undirstrikun fár- ánleika slíkra athafna, en það tap- ast oft mikið, jafnvel það dýrmæt- asta sem við eigum, mannslíf. Ég tel að svo ætti að taka á óhlýðnisbroti við lögregluna um stöðvun, að ökumaðurinn missti réttindi um árabil, auk sektar og gæti ökumaður ekki greitt sektina, þá væri heimilt að fastsetja bif- reiðina sem hann ók, þótt annar væri eigandinn, þar til sektin væri greidd. Varast væri að elta söku- dólginn, nema til að ná númerinu, og ef hægt væri að ná mynd. Skráður eigandi bifreiðarinnar væri svo kallaður fyrir, eða beðinn um að gefa sig fram, og væri tillit tekið til þess í dómi, ef hann gerði það af fúsum og frjálsum vilja. Annað — ökuhraði þarf að minnka þar sem hættan er mest. Þriðja — gangandi og hjólandi fólk getur einnig valdið umferð- arslysum á sjálfum sér og öðrum, ef það fer ekki eftir settum regl- um, og fyrirmælum lögreglu. Gott samstarf við hana er því mjög mikilvægt fyrir þessa aðila, því lögreglan forðar frá mörgu slysi í umferðinni, semsagt framkvæmir sem við köllum fyrirbyggjandi umferðarslysavarnir. Engar tölur eru yfir hversu miklu er bjargað með því frekar en með öðrum fyrirbyggjandi slysavörnum, en það eru einmitt þær, sem við eig- um að leggja mesta áherslu á, eins í umferðinni sem annars staðar. Látrum, 1. des. 1982. Kveðjuorð til sóknarbarna í Mosfellsprestakalli: Mosfells-, Miðfells-. Stóru-Borgar-, BúrfeUs- og Ulfljótsvatns- sóknum. Kæru söfnuðir! Við þökkum ykkur öllum heiðurskveðjur við húsfylli að Borg á skilnaðarstund — og veglegt samkvæmi. — Þökkum fagran söng, upp- lestur og tónlist, ávörp, ræður og frumort Ijóð. — Þökk- um dýrgrip til minja og aðra mikla gjöf — einnig gjafir og blóm heimamanna og gesta Þökkum sér í lagi þeim konum, sem báru hita og þunga dagsins. Við þökkum trygga vináttu sóknarbarna. Minnumst þakklátum huga hinna mörgu helgistunda, sem okkur hafa gefist með ykkur, bæði í kirkju og á heimilum. Guð btessi ykkur öll. heimili ykkar og samfélag. Ingólfur Astmarsson. sóknarprestur, Rósa B. Blöndals. Hólmavfk. um þetta slys, sjálfsagt af því að 1930 . Þegar amma var ung 1940 Þegar mamma var ung 1950 Þegar margir fæddust 1960 Framhlaðin 1982 Topphlaðin thomsoimO ÞVOTTAVÉL OG ÞURRKARI ' Fullkomió Topp hlaóin Af hverju topphlaðin? Thomson er stærsfi framleiðandi þvotfavéla í Evrópu • Topphlaönar þvottavélar endast betur þar sem þvotta- belgurinn er á legum báöum megin. • Vinnuaðstaða er betri þar sem ekki þarf §ð bogra fyrir framan vélina heldur fer þvotturinn ofaní vélina. • Vélin verður hljóðlátari og titringur minni. T-5981 Þvottavél og þurrkari °s 5 kg af þurrum þvotti. 900 snúninga vinduhraöi. 12 þvottakerfi og sparnaöarkerfi Heimilistækjadeild Skipholti 19, sími 29800. I BÚÐIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.