Morgunblaðið - 16.12.1982, Síða 42

Morgunblaðið - 16.12.1982, Síða 42
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 Þor til Vard? VIÐ rákumst á lítla klausu ( norsku dagblaði á dögunum, þar sem því er haldiö fram að Óli Þór Magnússon frá Keflavík muni að öllum lík- indum ganga til liðs viö norska félagið Vard frá Haugasundi næsta sumar. Sagt er frá því að Óli sé staddur í Haugasundi, þar sem hann æfi meö liðinu og skoði aðstæður. VARD fár trolig islandsk inn slag pá laget neste ár. I disse dager er den 19 ár gamle 1. divi sjonsspilleren Ole Tor Magnus son fra Keflavik i Haugesund for á trene og se pá forholdene i Vard. Magnusson er spiss og spiller pá det islandske ung .domslandslaget melder Hauge jndsAvia(NTB)^^^^^»^ Leikið gegn Svíum í dag í DAG kl. 15.00 leika íslend- ingar annan landsleik sinn í handknattleiksmótinu f A-Þýskalandi. Leikiö veröur gegn Svíum. Á morgun verö- ur svo þriöji leikur liösins og þá verður leikið gegn B-liði A-Þjóðverja. Mótinu lýkur ekki fyrr en á sunnudags- kvöld. Stein meiddur BRIAN Stein sem leikið hef- ur síöustu 146 leiki fyrir lið sitt Luton veröur nú frá keppni í rúman mánuð vegna meiösla. Stein sem hefur skorað 15 mörk fyrir félag sitt á keppnistímabil- inu meiddist í leik gegn Man. City síðasta laugardag. Selfosshlaup á laugardag SELFOSSHLAUP HSK verð- ur háð á Selfossi og ná- grenni næstkomandi laugar- dag, en hér er um aö ræöa eitt hlaupanna í vetrarhlaup- um víðavangshlaupara, þótt öllum sé heimil þátttaka, skokkurum jafnt sem gall- hörðum keppnismönnum. Selfosshlaupíö hefst klukkan 14 á íþróttavellinum og eru væntanlegir þátttak- endur beðnir að mæta tím- anlega til skráningar. í karla- flokki verða hlaupnir 10 km og 4 km i kvennaflokki. Engin mörk í Albaníu NORÐUR-írar gerðu marka- laust jafntefli við Albani á útivelli í Evrópukeppni landsliða í sjötta riöli í gær. Við þessi úrslit minnkuöu möguleikar á því aö komast í úrslitakeppnina í Frakk- landi 1984 verulega, en að- eins efsta liðið í hverjum rióli kemst þangað. írar léku aldrei neitt nálægt því eins vel og gegn Vestur-Þjóðverj- um á dögunum, en þá sigr- uðu þeir 1—0 á heimavelli sínum. Staðan í 6. riöli EFTIR leik Albaníu og Noröur-írlands í sjötta riðli Evrópukeppni landsliöa ( gær er staðan í riðlinum þessi: Austurríki 3 3 0 0 11—0 6 N-írland 3 111 1—1 3 Tyrkland 2 10 1 1—4 2 Albam'a 3 0 1 2 0—6 1 V-Þýskal. 10 0 1 0—1 0 • Kristján Arason FH var markahæstur gegn A-Þjóðverjum, skoraði sex mörk og átti góðan leik. Landsliðið dæmt í tveggja ára bann Leikmenn börðu dómarann Knattspyrnulandslið N-Kóreu hefur verið dæmt í tveggja ára leikbann frá öllum landsleikjum og alþjóðlegum vináttuleikjum í knattspyrnu. Ástæðan er sú, að leikmenn landsliðs N-Kóreu gerðu aðsúg að dómara og lögðu á hann hendur þegar liðið var aö leika landsleik við Kuwait. Kuwait sigraði í leiknum, 3—2, og skor- uðu sigurmark sitt úr vítaspyrnu. Leikmenn N-Kóreu töldu víta- spyrnudóminn vera rangan og geröu aðsúg að dómaranum. Varð aö kalla út herlögreglu til þess að skakka leikinn, en dóm- arinn slapp viö minniháttar meiðsli. Á myndinni hér aö neðan má sjá hvar leikmenn N-Kóreu eru að byrja aö leggja hendur á dómarann, sem var frá Thailandi. 'yy wm'm - •; •. I ' ''V/AyV magz. ■ ... Handknattleikslandsliðið: Tólf marka tap í fyrsta leiknum ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik lék sinn fyrsta leik á hinu sterka alþjóðlega móti í Austur-Þýskalandi í gær og var þá leikið gegn heimamönnum. Þjóðverjarnir sigruðu í leiknum 32—20. Aö sögn Hilmars Björnssonar, landsliðsþjálfara, var staöan í hálf- leik 14—9 fyrir Þjóöverjana, en í síöari hálfleiknum stungu þeir ís- lenska liöiö svo af. „Sóknarnýtingin hjá okkur var ekki nógu góð — aöeins 37%“ sagöi Hilmar, „og í seinni hálfleikn- um skoruöu þeir mikiö úr hraöa- upphlaupum." Hann sagöi aö þetta austur-þýska liö væri mjög gott og alltaf erfitt viö aö eiga á heimavelli. „Undanfarin ár hafa þeir leikiö 53 leiki á þessu móti, sem er árlegur viöburöur, og unniö 50 af þeim leikjum," sagði Hilmar. Aöspuröur sagöi Hilmar, aö Þjóöverjarn, Ungverjar og Rúmen- ar kæmu til meö aö berjast um sigur í mótinu, en allt væru þetta mjög sterk liö. „Okkar mestu möguleikar á sigri eru gegn Svíum og B-liði Austur-Þýskalands. Þaö eru hvort tveggja B-þjóöir, hitt eru allt liö í A-flokki." jslenska liöiö var frekar jafnt í leiknum og enginn sem skaraöi fram úr. Kristján Arason skoraði 6 mörk, Bjarni Guðmundsson 4, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Jó- hannes Stefánsson og Alfreö Gíslason 2 hvor og Sigurður Sveinsson, Gunnar Gíslason og Ólafur Jónsson eitt mark hver. Kristján Sigmundsson byrjaöi í markinu en síöan kom Einar Þor- varöarson inn á og náöi hvorugur sér verulega á strik. „Þaö var þó ekki þeim aö kenna aö viö fengum svo mörg mörk á okkur, því Þjóö- verjarnir fengu yfirleitt aö komast óáreittir í gegn,“ sagöi Hilmar. Rúmenar sigruðu B-liö A-Þýska- lands 28—21 í gær og Ungverjar voru aö vinna Svía 16—10 er blm. spjallaöi viö Hilmar. Voru þá tíu mínútur liðnar af síöari hálfleik. Sænski markvöröurinn haföi þá variö 15 skot og hélt liðinu alger- lega á floti. — SH. England sigraði 9—0 WATFORD-leikmaðurinn Luther Blissett gerði sér lítiö fyrir og skoraði þrennu í sínum fyrsta landsleik fyrir England, er liðið vann stórsigur á Luxemborg 9—0. Leikur liðanna fór fram á Wembley-leikvanginum og dóm- aratríóið (leiknum var íslenskt. 35.000 áhorfendur voru á Wembley í gær og horfðu á stór- sigur enska liösins sem var ekki í vandræðum með að yfirspila slakt lið Luxemborgara. Mörk Englands ( gærkvöldi skoruðu Luther Blissett 3, Glen Hoddle 1, Phil Neal 1, Butcher 1, Cham- berlain 1, Woodcock 1 og Mabb- utt 1. Wales-búar nú efstir WALES-búar eru nú efstir í fjóröa riðli Evrópukeppni landsliöa eftir að hafa gert jafntefli við Júgó- slavíu í Titograd í gær. Hvort lið skoraöi fjögur mörk. Wales náöi forystu með marki Burnley-leik- mannsins, Brina Flynn, eftir fimm mínútur. Síðan komst heimaliöið tvívegis tvö mörk yfir, en Wales náöi að tryggja sér annað stigiö engu aö síöur. Varnarmaöurinn Zvezdan Cvet- kovic jafnaöi metin á 14. mín. og síðan skoruöu Zivkovic (á 17. mín.) og Kranjcar (á 36. mín.) fyrir heimamenn. lan Rush, marka- maskínan frá ensku meisturunum Liverpool, skoraöi annaö mark Wales skömmu fyrir leikhlé og staöan var því 3—2 í hálfleik. Jesic jók forystu Júkkanna á 66. mín., en bakvöröurinn, Joey Jon- es, fyrrum leikmaöur Liverpool og Wrexham, nú leikmaöur Chelsea, geröi þriöja mark Wales fjórum min. síöar. Lokakaflann voru Wales-búar mun betra liöið og var þaö fyllilega sanngjarnt er Robbie James frá Swansea geröi fjóröa mark liösins tíu mín. fyrir leikslok. Hann fékk síöan möguleika á því aö bæta enn einu marki liösins viö, aðeins einni mín. fyrir leikslok er þrumuskot hans small í þverslá júgóslavneska marksins. Wales þótti leika mjög vel og hefði jafnvel átt sigur skilinn í leiknum. Þeir eru nú á toppi riöilsins ásamt Norö- mönnum, en hafa leikiö einum leik færra. Staöan er þannig í fjóröa riöli: H'ales 2 110 5—4 3 Noregur 3 111 5—4 3 Júgóslavía 3 111 6—7 3 Kúlgaría 2 0 11 2-3 1 Þór vann ÍS: Sóknarleikurinn ekki nógu góður — segir Gylfi Kristjánsson ÉG er nokkuð ánægður meö vörnina, en sóknarleikurinn er ekki nógu góöur. Þaö koma kaflar í hann þar sem ekki er glóra í honum, sagði Gylfi Kristjánsson liðsstjóri Þórsara í körfubolta eft- ir aö Þór hafði unniö stúdenta í 1. deild í skemmunni á Akureyri um helgina 76—72. Staðan í hálfleik var jöfn 34—34. Leikurinn hafði ekki staöiö nema í eina mínútu er Guðmundur Jóhannsson ÍS lenti í samstuði og fékk höfuðhögg og var fluttur í sjúkrahús. Lítiö var skorað fyrstu minúturn- ar og var hittni leikmanna mjög lé- leg. Liðin skiptust á aö hafa eins til þriggja stiga forystu allan fyrri hálf- leikinn, og var staöan í hálfleik 34—34 eins og áöur sagöi. j síöari hálfleik var sama sagan, mikiö jafnræöi meö liöunum og mátti sjá tölur eins og 46—46, 57—57 og þegar ein mínúta var eftir af leiknum var staöan, 70—70. Eirikur og McField innsigl- uöu síöan sigur Þórs á síöustu sekúndunum, 76 gegn 72 stigum stúdenta. Slig l»órs: McKifld 39, Jón llóóins I3, Kiríkur Sig. 9, Jóhann Sig. 5, Konráó Oskarsson l>, Kjórn Svoinssíin 5. S(ig ÍS: l'al Ktx k 28, Kiríkur Jóhannsson I5, Árni OuAmundsson I0, Karl Olafsson 8, Árni SigurlaugsHon 8, Árni Jónsson I. Dómarar voru llóróur Tuliníus og Kafn Kont*- dikLsson og dvmdu mjög vel. A.S.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.