Morgunblaðið - 16.12.1982, Síða 44

Morgunblaðið - 16.12.1982, Síða 44
munirt trúlofunarhringa litmvndalistann #ull Sc ^ilfur Laugavegi 35 lOrUíimM'Utniíi ./Ápglýsinga- síminn er 2 24 80 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 Eldborgin seldi í Bretlandi: Fékk 3,3 millj. fyr- ir kolmunnaflökin ELDBORGIN frá Hafnarrirði seldi í gær 217,8 tonn af frystum kolmunnaflökum í Bretlandi fyrir rúmar 3,3 milljónir króna, eða 575 Heimsfrum- sýning í Bíó- höllinni NÝ handarísk kvikmynd, Kon- ungur grínsins eða King of ('omedy, eins og hún nefnist á frummálinu, verður frumsýnd í Bíóhöllinni nú um jólin, og er það sérstætt við frumsýninguna, að hér er um heimsfrumsýningu að ræða og verður myndin ekki sýnd í Bandaríkjunum fyrr en i febrúar. í myndinni leika margir kunnir leikarar, og eru þeir frægastir Kobert De Niro og Jerry Lewis, en leikstjóri er Martin Scorcese, sem meðal annars gerði hinar heimskunnu myndir Taxi Driver, Mean Street og Raging Bull. Árni Samúelsson sagði í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins í gærkveldi, að ástæða þess að myndin væri fyrst sýnd hér á landi væri sú, að dreifing hjá 20th Century Fox vestan hafs hefði tafist af tæknilegum ástæðum. Áhersla hefði hins vegar verið lögð á að hún yrði frumsýnd einhvers staðar í heiminum fyrir árslok. Hér á landi væri auðveldara að koma myndum inn með stutt- um fyrirvara en annars staðar og því hefði Island orðið fyrir valinu. „Þetta er mikil mynd,“ sagði Árni, „þar sem bæði er um að ræða drama og grín. Myndin kostaði um 3 milljónir dollara í framleiðslu og sex milljónum dollara verður varið í auglýsingaherferð í Banda- ríkjunum, áður en hún verður sýnd þar í febrúar á næsta ári.“ Árni kvaðst að lokum ekki vita betur, en þetta væri í fyrsta skipti sem bandarísk mynd væri frumsýnd á Norð- urlöndunum áður en til sýn- inga í Bandaríkjunum kæmi. pund á tonnið. Líkaði Bretum vel við kolmunnann að sögn Þórðar Helgasonar, eins af eigendum Eldborgarinnar, og ekki komu neinir gallar fram í farminum. Sagði Þórður að þeir væru ánægðir með verðið, þeir hefðu reiknað með um 550 pundum á tonnið. Þórður sagði einnig að þetta skilaði ekki miklum hagn- aði vegna þess að tekið hefði rúmar 6 vikur að ná þessum afla, aðallega vegna slæmra veð- urskilyrða. Þessum veiðum yrði þó haldið áfram, enda væru þeir bjartsýnir á framtíðina og ef veður helst skaplegt væri vænt- anlega hægt að ná sama afla- magni á mun skemri tíma. Það væri mest um vert, að svo vel hefði tekizt til í fyrstu veiðiferð, að engar kvartanir hefðu komið fram. Símamynd — Al*. íslenskt knattspyrnudómaratríó dæmdi í fyrsta skipti knattspyrnulandsleik á hinum fræga Wembley-leikvangi í Lundúnum í gærkvöldi er landslið Englands lék gegn Luxemborg. Á myndinni má sjá hvar fyrirlidar landanna, Bryan Robson fyrirliði Englands, til vinstri, heilsar fyrirliða Luxemborgar, Jeannot Moes, áöur en leikur hefst. Fyrir miðri mynd má sjá démara leiksins, Hreiðar Jónsson, og línuverðina, Eystein Guðmundsson, til vinstri, og Guðmund Haraldsson, til hægri. Sjá nánar á íþróttasíðu. Staða fískvinnslunnar nei- kvæð um rúmar 700 millj. Stefnt að fiskverðsákvörðun fyrir áramót VELTUFJÁRSTAÐA fiskvinnslufyrirtækja í landinu um síðustu áramót var neikvæð um rúmar 700 milljónir og lítið hefur rætzt úr þeirri stöðu á þessu ári, samkvæmt þeim heimildum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær. Það er því ljóst að fiskvinnslan hefur varla bolmagn til að bera fiskverðshækkun svo nokkru nemi. Staða útgerðarinnar miðað við miðjan þennan mánuð er neikvæð um 564 milljónir sam- kvæmt útreikningi Þjóðhagsstofn- unar, svo ljóst er að mikið ber þarna á milli. Yfirnefnd verð- lagsráðs sjávarútvegsins kemur saman til fundar í dag og verða þar útreikningar á stöðu fisk- vinnslunnar lagðir fram. Fiskverð skal ákveða eigi síðar en um ára- mót, en ljóst er, að sú ákvörðun getur dregizt vegna þess hve margt er enn óákveðið hvað rekstrarstöðu útgerðarinnar varð- ar. Nefnd skipuð af forsætisráð- herra hefur að undanförnu unnið að útreikningum á stöðu fisk- vinnslunnar og óskað vegna þess gagna frá viðkomandi fyrirtækj- um. Nefndinni bárust aðeins vinnsluhæf gögn frá um 60 fyrir- tækjum, en tekjur þeirra nema um þriðjungi tekna útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja í landinu. Könnun nefndarinnar leiddi í ljós, að veltufjárstaða þessara fyrir- tækja var neikvæð um síðustu áramót um 230 til 250 milljónir og ljóst er að staðan hefur ekki batn- að á þessu ári. Sé tekið mið af þessum fyrirtækjum má reikna með að heifdar veltufjárstaðan sé neikvæð um rúmar 700 milljónir. Morgunblaðið hafði vegna þessa samband við sjávarútvegsráð- herra, Steingrím Hermannsson. Sagði hann, að verið væri að vinna að lausn á vanda útgerðarinnar, en hann gæti ekki tjáð sig um það nú á hvern hátt það yrði “gert. Hann yrði að kynna hagsmunaað- ilum þær hugmyndir fyrst. Stein- grímur sagðist ekki hafa fengið lokatölur um stöðu fiskvinnslunn- ar, en hún væri nokkuð góð. Skreiðarverkunin yrði látin bíða, því vegna erfiðleika í sölumálum væri erfitt að gera sér grein fyrir stöðu hennar. Þá sagði hann, að stefnt yrði að því að ákveða fisk- verð fyrir áramót. Ákveða þyrfti hverjar aðgerðir vegna útgerðar- innar yrðu og ganga frá þeim áður en hægt væri að ákveða fiskverð og yrði reynt að hraða þeim ákvörðununj. Steingrímur sagði, að myndin af stöðu útgerðarinnar væri vissu- lega dökk, en þó ekki dekkri en hann hefði búizt við. Menn yrðu að gera sér ljóst að aðgerðirnar frá 1. desember hefðu skert tekjur út- gerðarinnar. Vandamál yrði áfram í útgerðinni meðan við kæmumst ekki út úr verðbólgunni eins og hún væri nú, en reynt yrði að koma þessu á viðeigandi grundvöll fyrir áramót. Útlán vegna íbúðabygginga og kaupa hafa aukizt um 45% Heildarútlán innlánsstofnana hafa aukizt um tæplega 64% í ar: — Aukning útlána til olíuverzlunar er liðlega HEILDARÚTLÁN innlánsstofnana fyrstu tíu mánuði ársins námu 9.987 milljónum króna og höfðu aukizt um tæplega 64% milli ára, en þau námu 6.095 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Útlán til fyrirtækja hafa aukizt um 71,5% milli ára, en fyrstu tíu mánuðina námu þau 7.309 milljón- um króna, samanborið við 4.263 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Útlán til sjávarútvegs hafa auk- izt um 100% milli ára, en fyrstu tíu mánuðina námu þau 1.924 milljónum króna á móti 962 millj- ónum króna á sama tíma í fyrra. Aukning útlána til landbúnaðar er hins vegar ekki nema 5,4% á milli ára, en þau námu 842 millj- ónum króna fyrstu tíu mánuðina, samanborið við 800 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Útlán til verzlunar hafa aukizt um 88,5% á milli ára, en þau námu 2.679 milljónum króna á fyrstu tíu mánuðunum í ár, sam- anborið við 1.421 milljón króna á sama tíma í fyrra. Aukning útlána til olíuverzlun- ar milli ára er liðlega 213%, en fyrstu tíu mánuði þessa árs námu þau 523 milljónum króna, sam- anborið við 167 milljónir króna á sama tíma í fyrra, en aukning þeirra stafar fyrst og fremst af miklum vanskilaskuldum útgerð- arinnar, sem olíufélögin verða að fjármagna. Útlán til einstaklinga hafa auk- izt, mun minna en til annarra þátta, eða um tæplega 52%, en þau námu um 2.035 milljónum króna fyrstu tíu mánuði ársins, samanborið við 1.341 milljón króna á sama tíma í fyrra. Það vekur ennfremur athygli, að útlán til einstaklinga vegna íbúðabygg- inga, eða kaupa, hafa aðeins auk- izt um 45,5% milli ára, en þau lán námu 1.136 milljónum króna fyrstu tíu mánuði ársins, saman- borið við 781 milljón króna á sama tíma í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.