Morgunblaðið - 31.12.1982, Síða 2

Morgunblaðið - 31.12.1982, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 Búist við nýju fiskverði í dag: Olíugjald hækkað, fall- ið frá niðurgreiðslum STEINGRI'MUR Hermannsson sjávarútvegsráðherra lagði á borð ríkisstjórn arinnar í gærmorgun tillögur sínar til lausnar vanda útgerðarinnar og um nýtt fiskverð frá áramótum. Steingrímur lagði til að llskverð yrði hækkað um 14% og núverandi oliugjaldi, sem er 7%, yrði brcytt, en nýtt oliugjald kæmi til. Greiðslur kæmu til útgerðarinnar sem hlutfall af olíukostnaði og yrði það um 17% framhjá skiptum að hluta til að minnsta kosti. Hins vegar yrði 22% niðurgreiðslum á oliu hætt, en framan af þessari viku var rætt um að hækka þær verulega. Fiskverðshækkun um 14% og þessi breyting á olíugjaldi myndi kalla á verulegar breytingar á gengi og hefur í því sambandi verið rætt um 10—12%. Ríkisstjórnin féllst ekki á að skrifa upp á þessar hugmyndir Steingríms án þess að þær fengju nánari athugun og var ákveðið að ríkisstjórnin kæmi saman á ný eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum árdegis. Hækkun olíugjalds mætti mikilli andstöðu fulltrúa sjó- manna í yfirnefndinni, en þeir telja sig hafa -loforð fyrir niður- fellingu olíugjalds um áramót. Eigi að síður voru taldar líkur á að fiskverð yrði ákveðið í dag, en ekki var ljóst hverjir myndu standa að myndun meirihluta í verðlagsráð- inu. Tillögur Steingríms komu ríkis- stjórninni í opna skjöldu því deg- inum áður hafði Steingrímur fengið samþykkt á fundi ráðherra- nefndar og verið reiknað með að samstaða næðist milli aðila um 14% fiskverðshækkun, framleng- ingu óbreytts olíugjalds um 7%, og auknar niðurgreiðslur olíu úr 22% í 28% og jafnvel allt að 37%, sem fjármagnað yrði með útflutn- ingsgjaldi á sjávarafurðir. Ástæða þess að Steingrímur söðlaði svo snögglega um var sú, samkvæmt heimildum Mbl., að hugmyndin um útflutningsgjald fékk mjög dræmar undirtektir í Yfirnefnd verðlagsráðs og einnig í þingflokki Framsóknarflokksins. Yfirnefnd verðlagsráðs sjávar- útvegsins kom saman á stuttan fund í gær. Þá kallaði sjávarút- vegsráðherra nefnd fulltrúa þing- flokkanna saman síðdegis og reif- aði hugmyndir sínar. Hann bað stjórnarandstöðuna að lýsa skoð- unum sínum, en þeir munu sam- kvæmt heimildum Mbl. hafa svar- að því til að ef hann vildi heyra álit stjórnarandstöðunnar væri einfaldasta leiöin að kalla Alþingi saman strax eftir áramótin. Eins og komið hefur fram í fréttum munu stjórnarliðar hafa haft í hyggju að komast hjá setningu bráðabirgðalaga um áramótin með því að semja við stjórnar- andstöðuna vegna framlengingar olíugjaldsins. Steingrímur mun ekki hafa borið fram beinar óskir þar að lútandi á fundinum í gær. Krónan hef- ur rýrnað um 57,75% VERÐBÓLGA hér á landi, reikn- uó út frá hækkun vísitölu bygg- ingarkostnaöar 1. janúar 1982 til 1. janúar 1983, er liðlega 63%, sem þýðir það, að íslenzka krón- an hefur rýrnað um liðlega 38,7%. Visitala byggingarkostnaðar var 1. janúar sl. 909 stig, en hef- ur nú verið reiknuð út 1.482 stig frá 1. janúar nk. Ef dæmið er skoðað frá 1. janúar 1981, þegar myntbreyt- ingin átti sér stað, skipt var úr krónum í nýkrónur, kemur í ljós, að hækkun vísitölu bygg- ingarkostnaðar á þessu tveggja ára tímabili er um 136,7%, sem þýðir, að nýkrónan hefur á þessu tímabili frá því hún tók gildi rýrnað um 57,75%. Þá má geta þess, að í árs- byrjun 1981 fengust 122 Bandaríkjadollarar fyrir 1.000 krónur, en nú í árslok fást að- eins 60 Bandaríkjadollarar fyrir sömu upphæð. Sveinn sækir ekki um Þjóð- leikhúsið Fjórir umsækjendur um stöðu Þjóðleikhússtjóra „ÉG HEF gegnt leikhús- stjórastarfí samfíeytt í 20 ár — þar af 10'/2 ár hjá Þjóð- leikhúsinu. Frekari skýringa þarf ekki við þá ákvörðun mína, að ég hef ákveðið að sækja ekki um stöðu Þjóð- leikhússtjóra,“ sagði Sveinn Einarsson, Þjóðleikhússtjóri, en umsóknarfrestur um stöðu Þjóðleikhússtjóra rann út í gær. Fjórir sækja um embættið, þeir eru: Erlingur Gíslason leikari, Gísli Alfreðsson leikari, Kristín Magnús leikkona og Þórhallur Sigurðsson leikari. — Mbl. spurði Svein hvað væri framundan: „Ef til vill get ég sinnt leikstjórn og skriftum meira en verið hefur undanfarin ár. Nú — ég hef orðið að neita tilboðum um að setja upp verk erlendis. Hér verð ég út leikárið og því of snemmt að segja of mikið um hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Sveinn Einarsson. kemur næst úr þriðjudaginn 4. janúar 1983. Framleiðslugjald ISAL UtförAgnarsKofoed-Hansengerð fvrfr 1 Q7G htPkkoÓ PlllhlÍÓo Útfor Agnars Kofoed-Hansen flugmálastjóra var gerð frá Dómkirkjunni M MM. MM. M síðdegis í gær, að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Árni Bergur Sigurbjörns- son jarðsöng. Lögreglumenn stóðu heiðursvörö og ættingjar báru kistuna úr kirkju. ÍSAL mótmælir málsmeöferð fjármálaráÓuneytisins Árið 1982: Færri hafa látist af slysförum held- ur en síðustu ár Á ÁRINU, sem er að líða, fórust 63 íslendingar af slysförum. 26 banaslys urðu í umferðinni, 14 sjóslys og drukknanir, 6 létust í flugslysum og 17 Islendingar létust af öðrum slysförum. Ef litið er á fjölda banaslysa síðasta áratug kemur í Ijós, að á síðasta ári fórust færri Islendingar af slysförum en síðustu 10 ár. Samkvæmt tölum, sem Morgun- blaðið fékk hjá Slysavarnafélagi ís- lands í gær, hefur fjöldi banaslysa í umferðinni verið svipaður síðustu ár, 26 í ár, 27 1981, 26 1980 og 27 árin 1978 og 1979. Inni í þessum tölum er fjöldi þeirra íslendinga, sem látist hafa af slysförum erlendis. Veruleg fækkun hefur hins vegar orðið á banaslysum í sjóslysum og drukkn- unum hin síðari ár. í samtali við Morgunblaðið gat Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri SVFÍ, þess, að hinn 21. janúar í ár strandaði belgíski togarinn Pelagus við Vestmannaeyjar. Tveir af áhöfn togarans fórust, en hinum sex var bjargað með fluglínutækj- um. Við björgunarstarfið fórust tveir íslendingar. Þessa sorglega at- burðar var sérstaklega minnzt á Landsþingi SVFÍ með eftirfarandi orðum fráfarandi forseta félagsins, Gunnars Friuðrikssonar: „Á skammri stundu breyttist frækilegt afrek í voveiflegan harmleik. í fyrsta sinn í sögu sjóbjargana með fluglínutækjum féllu björgunar- menn í valinn við störf sín, en sú mikla gæfa hefur jafnan fylgt störf- um björgunarmanna, að hvorki hef- ur líf tapast áður, né alvarlegt slys orðið í sambandi við slík atvik.“ Hannes sagði að ýmsar bjarganir á árinu væru eftirminnilegar. 25. marz fórst flutningaskipið Suður- land norður af Færeyjum og með því einn maður. Tíu skipverjum var hins vegar bjargað, tveimur um borð í þyrlu frá danska eftirlitsskipinu Hvidbjörnen og átta um borð í stóra Sea King-þyrlu frá Lossiemouth í Norður Skotlandi, en þaðan var 300 mílna flug á slysstaðinn. „I þetta skipti kom neyðarsendir, sem loksins er komið í reglur að verði í öllum gúmmíbjörgunarbátum, að góðum notum, en þetta hefur lengi verið mikið baráttumál, til dæmis SVFÍ,“ sagði Hannes. „Gagnsemi þessara senda kom aftur í ljós er vélbáturinn Léttir fórst norður af Snæfellsnesi í haust. Einn maður fórst, en börn hans tvö björguðust um borð í þyrlu frá Varnarliðinu, eftir að flugvél Flugmálastjórnar hafði miðað björgunarbátinn út eftir neyöar- sendi. Varðandi umferðina er það að segja, að árið 1968, fyrir 15 árum, tókst breyting úr vinstri umferð í hægri giftusamlega. Þá lögðust allir á eitt um að þessi breyting gæti gengið fyrir sig án mikilla slysa. Ég vona að slíkur samtakamáttur þjóð- arinnar allra geri árið 1983 að góðu ári í umferðinni. Með samtakamætti getum við bægt þessari miklu ógn frá,“ sagði Hannes Hafstein. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur endurákvarðað framleiöslugjald ís- lenska álfélagsins hf. (ÍSAL) fyrir árið 1976 á grundvelli skýrslna endurskoðunarfyrirtækisins Coopers & Lybrand um verðlagningu súráls og rafskauta til ÍSAL frá Alusuis.se. Hækkar framleiðslugjald ÍSAL fyrir árið 1976 um 498.309 Bandaríkjadali og með bréfi til ÍSAL frá 28. des- ember tilkynnir fjármálaráöuneytið félaginu, að það hafi lækkað skatt- inneign þess hjá ríkissjóði um sömu upphæð frá og með 1. janúar 1977. í bréfi sem ÍSAL sendi fjár- málaráðuneytinu 30. desember, er þessari málsmeðferð mótmælt þar sem ágreiningur sé um vinnuað- ferðir og niðurstöður Coopers & Lybrand og ekki sé grundvöllur til endurreiknings á framleiðslu- gjaldinu né breytinga á skattinn- eigninni fyrr en um þessi ágrein- ingsatriði hafi verið fjallað og niðurstaða hafi fengist samkvæmt einhverri þeirra leiða, sem aðal- samningur ríkisstjórnar íslands og Alsusuisse gerir ráð fyrir, að farnar séu í slíkum tilfellum. í greinargerð ríkisendurskoðun- ar sem fjármálaráðuneytið styðst við kemur fram, að Coopers & Lybrand hafi komist að þeirri niðurstöðu, að 1976 jafngildi yfir- verð á súráli 3.162 þús. Banda- ríkjadala og á rafskautum 962 þús. Bandaríkjadala. I bréfi sínu ve- fengir ISAL þessar niðurstöður og mótmælir aðferð fjármálaráðu- neytisins með því að vísa til „hins heimsþekkta endurskoðunarfyr- irtækis" Price Waterhouse, sem hafi staðfest að sölur Alusuisse á súráli og rafskautum til ÍSAL á árunum 1975 til 1980 hafi farið eftir reglum um viðskipti milli óskyldra aðila og því verið í sam- ræmi við aðalsamninginn. Þá minnir ÍSAL á að langt sé frá því að ágreiningur um lög- fræðileg atriði og um niðurstöður Coopers & Lybrand hafi verið út- kljáður. Þá vefengir félagið rétt ríkisstjórnarinnar til að endur- reikna skatta á ISAL þegar svo langt er um liðið auk þess hafi ríkisstjórnin ekki notað rétt sinn samkvæmt aðalsamningi árið 1977 til tilnefningar óháðs alþjóðlegs endurskoðunarfyrirtækis til að yf- irfara reikninga ÍSAL 1976. Félag- ið áskilur sér allan rétt meðal annars þann að leggja 20% af hagnaði sínum í sérstakan vara- sjóð, ef til endurreiknings kemur á rekstrarniðurstöðu einhvers árs. Eins og kunnugt er hefur verið um það rætt í samningaviðræðum iðnaðarráðherra og Alusuisse að skjóta þessum ágreiningsmálum til úrskurðar þriggja lögfræðinga, en hækkunin á framleiðslugjald- inu nú er gerð til að koma í veg fyrir að ÍSÁL geti borið fyrir sex ára fyrningarfrest á skattkröfum. Útför Sigurjóns Ólafssonar gerð Úlfor Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara var gerð frá Dómkirkjunni í gær. Bjarni Sigurðsson frá Mosfelli jarðsöng. Listamenn báru kistu listamannsins úr kirkju. Ríkisstjórnin: Álmálið til fram- haldsmeðferð- ar 4. janúar nk. ÁLMÁLIÐ var til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, en þar sem vandi útgerðarinnar og fiskverðsákvörðun tóku megin- hluta fundartímans varð málið ekki útrætt og verður til fram- haldsmeðferðar á fyrsta reglulega fundi ríkisstjórnar eftir áramótin, þ.e. þriðjudaginn 4. janúar. Á fundinum í gær gerði Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráð-, herra grein fyrir stöðu málsins og sjónarmiðum sínum, en ekki gafst tími til almennra umræðna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.