Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 11 Bændastéttinni er það enn fremur nauðsynlegt að njóta velvilja og skilnings annarra stétta í þjóðfé- laginu. Gagnkvæmt traust þarf að ríkja milli framleiðendanna og viðskiptavina þeirra, neytend- anna. Vissulega bíða mörg vanda- mál úrlausnar, hvert sem litið er. I afskekktari byggðum landsins er sauðfjárrækt víðast aðalat- vinnuvegur fólksins og sums stað- ar eina tekjulindin. A þeim sömu svæðum er víðast rúmt í högum. Því fólki, sem í sauðfjárræktar- héruðunum býr, er það mikil nauðsyn, að þeir sauðfjáreigendur, sem ekki eru háðir sauðfjárrækt um afkomu og búsetu, hagi sinni framleiðslu þannig að ekki þurfi að koma til skerðingar á verði til framleiðenda með hóflega stór sauðfjárbú. Margir hafa sýnt á þessu skilning. Vonandi verða að- stæður þannig í þjóðfélaginu áfram, að þeir sem byggja og nytja hina strjálbýlli hluta lands- ins þurfi ekki að hrekjast þaðan frekar en orðið er. Kristján Ragnarsson, formaður Landssam- bands ísl. útvegsmanna Horfur eru á, að heildarafli okkar verði um 760 þúsund lestir á þessu ári. A árinu 1981 var aflinn um 1.440 þúsund lestir og að með- altali á sl. 4 árum var aflinn um 1.540 þúsund lestir. Aflaminnkunin er því mjög mikil og hefur hún valdið verulegum halla á rekstri útgerðarinnar á árinu. Mestu mun- ar um minnkun loðnuaflans, en hann var aðeins 13 þúsund lestir á móti 640 þúsund lestum á árinu 1981. Mjög mikil minnkun varð á þorskafla, eða úr 460 þúsund lest- um á árinu 1981 í 370 þúsund lestir á þessu ári. Aukning varð hins veg- ar á öðrum botnfiskafla, aðallega karfa, en sú aukning vegur hins vegar ekki nema að litlum hluta á móti minnkun á þorskaflanum, og auk þess er þar um verulega verð- minni fisk að ræða en þorsk. Talið er að aflaverðmætið rýrni milli ára um 16—18%, þegar það er metið á föstu verðlagi. Þessi afli er færður að landi með fleiri skipun en árið áður. Það merkir að sóknin hefur vaxið um 6—8% , en aflinn hefur minnkað stórlega. Mestan hlut í aukinni sókn í botnfisk á loðnuflotinn, sem nú hefur þurft að nýta til botn- fiskveiða, svo og ný skip, notuð og ný, sem bæst hafa í fiskveiði- flotann. Ljóst er að flotinn er nú umtalsvert stærri en svarar til af- raksturs fiskistofnanna. Fjárfest- ing í fiskiskipum skilar því ekki arði og veldur versnandi afkomu hjá öðrum fiskiskipum. Það er mikil skammsýni og ábyrgðarleysi hjá stjórnvöldum að stuðla að slíkri þróun. Söluverð í sjávarvöruframleiðslu hefur yfirleitt verið hagstætt. Verð á frystum fiski hefur verið stöðugt. Verð á saltfiski hefur haldist gott, sé miðað við verð á gengi gjaldmið- ils viðkomandi lands, en nokkur lækkun varð í dollurum vegna styrkrar stöðu hans. Sama á við um saltsíld. Hins vegar hafa verið miklir söluerfiðleikar á skreið og miklar birgðir hlaðist upp í land- inu, framleiðendum til mikilla erf- iðleika. Verð á mjöli og lýsi hefur verið lágt, en farið hækkandi síðari hluta ársins. Afkoma útgerðarinnar hefur verið slæm á árinu vegna minnk- andi afla og gífurlegra kostnaðar- hækkana, sem hafa verið langt umfram hækkun tekna. Fyrri hluta sumars var ljóst að fiskveið- iflotinn var rekinn með verulegum halla. Stjórnvöld drógu á langinn nauðsynlegar aðgerðir og með efnahagsaðgerðum síðari hluta ág- ústmánaðar var ekki að finna nein úrræði. Útvegsmenn áttu því ekki annarra kosta völ en stöðva fiski- skipaflotann í september til þess að knýja á um aðgerðir. Þau ráð, sem þá var gripið til voru bráða- birgðaaðgerðir, sem giltu aðeins til áramóta og gengu einnig alltof skammt. Þegar þetta er ritað er ekki ljóst á hvern veg vandi útgerðarinnar verður leystur um áramót, en von- andi hefur tekist að finna lausn á honum þegar þessar línur birtast á prenti. Mjög er það hvimleitt fyrir und- irstöðuatvinnuveg þjóðarinnar að koma ávallt fram fyrir þjóðina í hlutverki bónbjargarmanns, sem bjarga þurfi frá rekstrarstöðvun. Svo mikið á þjóðin undir því að þessi rekstur gangi áfallalaust og svo mikið á hinn almenni launþegi atvinnu sína undir því, að fiski- skipunum sé haldið til veiða. Mér gafst kostur á því sl. haust að kynnast framleiðslu Japana á þeirri loðnu og loðnuhrognum, sem þeir kaupa af okkur. í þessu sam- bandi fékk ég tækifæri til þess að kynnast viðhorfi launafólks til þeirra fyrirtækja, sem það vinnur hjá. Ég spurði t.d. um rétt verka- fólks til orlofs. Svarið var mjög einfalt á þá leið, að verkafólk ætti rétt á 3ja vikna orlofi, en það hvar- flaði ekki að neinum að taka sér svo langt frí, því það væri of kostn- aðarsamt fyrir fyrirtækið. Ég spurði einnig um rétt til launa í veikindatilfellum og hvernig væri fylgst með því, að sá réttur væri ekki misnotaður. Viðmælandi minn var eitt stórt spurningar- merki og spurði, hvernig það hvar- flaði að mér, að slíkur réttur væri misnotaður, en launþegar eiga mikinn rétt í því efni. Þessar til- vitnanir lýsa vel viðhorfi fólks í Japan til fyrirtækja sem það vinn- ur hjá. Velferð fyrirtækisins er velferð þess. Mikið væri það ánægjulegt, ef viðhorf fólks hér á landi til atvinnufyrirtækja væri á þennan veg, og gætum við þá vænst minni togstreitu og meiri samheldni. Við gætum jafnvel vænst þess, að í okkar hlut kæmi ofurlítill hluti af þeim efnahags- ávinningi sem japönsku þjóðinni hefur hlotnast á undanförnum ár- um. Páll Sigurjónsson, form. VinnuYeit- endasambands íslands Löngum er það kallað barlómur, er forystumenn atvinnulífsins skýra frá ástandi og horfum í sín- um atvinnugreinum og eru þá ekki alltaf jafn bjartsýnir. Tíðarand- inn er þannig, að upplýsingum um slæma stöðu atvinnurekstrar er oft svarað með útúrsnúningum. Almenningsálitið í landinu er mótað af fjölmiðlunum og í skól- unum. Fjölmiðlarnir draga dag- lega upp þá mynd af atvinnustarf- semi, sem mótar skoðanir manna á atvinnurekstri og skólarnir mennta ungu kynslóðina og móta skoðanir hennar. Þær hugmyndir sem gefnar eru um atvinnurekstur eru ekki alitaf jákvæðar. Fordóm- ar eru þar yfirleitt alls ráðandi. Þessi neikvæða upplýsinga- stefna varðandi atvinnulífið er hörmuleg, þar sem traust atvinnu- líf er undirstaða allrar velmegun- ar í landi okkar, það er þjóðinni hættulegt að rífa niður álit henn- ar á atvinnulífinu. Hér verður að verða breyting á, og skólar og fjöl- miðlar að kappkosta að byggja upp trúna á atvinnulífið. Astæða þess, að ég minnist á þetta mál um þessi áramót, er að nú standa atvinnuvegir okkar frammi fyrir meiri erfiðleikum, en þeir hafa lengi gert, bæði vegna erfiðleika á markaði okkar víða erlendis og minnkandi afla og jafnframt vegna óstjórnar í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Vegna þess upplausnarástands, sem myndast hefur af þessum sökum er verðþensla og erlend skulda- söfnun komin á mjög hættulegt stig. Horfurnar í efnahagsmálum í heiminum í dag, m.a. í helstu viðskiptalöndum okkar, er þannig, að við getum ekki vænst þess að þar verði á næstunni nokkur sá bati, sem haft geti jákvæð áhrif hérlendis, þvert á móti. Óttast er, að lánamöguleikar á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði fari versnandi og stöðugt verði erfiðara fyrir hin ýmsu lönd að fjármagna við- skiptahalla sinn við útlönd með lánum. Við verðum því sjálf að komast út úr okkar vanda og við þessar aðstæður skiptir það megin máli að styrkja atvinnurekstur- inn. Vegna þeirra neikvæðu upplýs- ingastarfsemi — eða kannski mætti segja áróðurs — sem rekinn hefur verið um atvinnurekstur, er hætt við að þetta lífsnauðsynlega sjónarmið njóti minni skilnings en ella. A árinu, sem nú er að líða, tókst að ljúka kjarasamninum án verk- falla, en því miður tókst ekki að gera samninga sem tækju fullt til- lit til efnahagslegra aðstæðna í þjóðfélaginu. Vegna þessa er af- koma atvinnuveganna nú verri en hún hefði þurft að vera og at- vinnuástand ótryggara. Það er að vísu æskilegast að leysa kjara- samninga án verkfalla og einnig ber að fagna, að í ýmsum efnum hefur tekist að færa kjarasamn- inga nær raunveruleikanum en oft áður. Hins vegar má ekki loka augunum fyrir því að í samning- unum var farið út fyrir mörkin. A komandi ári verður enn á ný gengið til kjarasamninga. Það mun skipta sköpum fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf, og þar með fyrir velferð þjóðfélagsins, hvernig samningarnir verða. Við endurnýjun þeirra verður að sýna raunsæi og horfast í augu við þann vanda, sem við stöndum frammi fyrir, og takast á við hann en ekki láta reka á reiðanum eins og hingað til. Það hvílir mikil ábyrgð á herðum þeirra sem kjarasamninga gera. Enginn vafi er á því að aukin jákvæð fræðsla um uppbyggingu og eðii atvinnulífs er eitt frum- skilyrði þess, að samtök launþega og vinnuveitenda geti gert kjara- samninga, samninga um raun- verulega launataxta, en ekki samninga um verðbólgu, sem öðr- um er ætlað að kljást við. A þessu sviði eru upplýsingar undanfari framfara, en fordómar leiðin til glötunar. I ráðaleysi síðustu mánaða virð- ist það hafa verið talin sterkasti mótleikur gegn minnkandi þjóðar- framleiðslu að lengja orlof og fjölga frídögum. Hvernig getur það átt sér stað, að stjórnendur landsins bregðist við á þennan óskiljanlega hátt, og láti varnað- arorð frá forsvarsmönnum at- vinnuveganna sem vind um eyru þjóta. Nærtæk skýring hlýtur að vera sú, að neikvæð innræting um at- vinnulífið hefur jafnvel náð að slæva svo vitund þeirra, sem með landsstjórnina fara, að þeir gera sér enga grein fyrir áhrifum og afleiðingum af ráðstöfunum sem þessum. Þeir láta stjórnast af því viðhorfi til atvinnulífsins sem fjölmiðlarnir og skólarnir hafa keppst við að innræta. Nýársóskir mínar eru þær, að takast megi að útrýma þeim for- dómum, sem ríkja gagnvart at- vinnustarfsemi, með því að fjöl- miðlar og skólar taki upp jákvæða afstöðu. Á þann hátt fengi þjóðin og stjórnendur hennar gleggri skilning á eðli atvinnulífsins og gerðu sér ljóst, að heilbrigt og sterkt atvinnulíf er undirstaða velmegunar í landinu. Gleðilegt ár. Ragnar S. Halldórsson, formaður Verzlunar- ráðs íslands Ef til vill verður ársins 1982 minnst sem ársins, þegar blekk- ingin um íslenzkt efnahagslíf varð lýðum ljós og nauðsyn algjörrar uppstokkunar almennt viður- kennd. Ytri áföll eru ekki orsök þeirra brotalama, sem nú blasa við í íslenzkum efnahagsmálum. Áföllin eru aðeins vindar, sem sviptu blekkingarhulunni af, rétt eins og athugasemd barnsins í sögunni Nýju fötin keisarans. „Verndun kaupmáttar", „full at- vinna", „niðurtalning verðbólg- unnar" og önnur álíka slagorð, eru allt blekkingar, sem hafa byggzt á erlendri skuldasöfnun, taprekstri atvinnuveganna, óarðbærum fjár- festingum og óhagkvæmri nýtingu vinnuafls og auðiinda. Dæmigert um þetta er, að rekstri Hitaveitu Reykjavíkur hefur verið stefnt í voða með því að banna hækkanir í samræmi við verðbólgu. Þess í stað hefur fyrirtækið verið neytt til að taka erlend lán svo að hægt sé að falsa framfærsluvísitöluna. Stjórnmálamönnum hafa sann- arlega verið mislagðar hendur. Þeirra hlutverk er að halda jafn- vægi í efnahagslífinu, skapa skil- yrði fyrir frjálsu og heilbrigðu at- vinnulífi og setja almennar reglur til að stuðla að þessum markmið- um. Þess í stað mismuna þeir ein- staklingum, fyrirtækjum og rekstrarformum. Stjórnmála- menn hafa tekið sér vald til að úthluta lífsins gæðum, án tillits til þess hver aflar þeirra. Þeir bjóða til veizlunnar, öðrum er gert að greiða reikninginn. Þetta atferli gerir nauðsynlegt að stjórnar- skránni verði breytt og staðinn sé vörður um athafnarfrelsi og frí- verzlun. Þrátt fyrir að stjórnmálamenn sem fulltrúar fólksins myndi ríkisvaldið, er ekki síður mikil- vægt nú en áður að setja því skorður og dreifa valdinu í land- inu. Þetta hlutverk var og er stjórnarskránni ætlað. Hún á að vernda mannréttindi fyrir ofríki rikisvaldsins. Endurskoðun stjórnarskrár ís- lands hefur til þessa einungis ver- ið í höndum þingmanna. Það er óeðlilegt. Stjórnarskráin er ekki einkamál þeirra. Þeir eiga ekki að setja sér leikreglurnar sjálfir. Það á að vera í verkahring þjóðfundar, þ.e. stjórnlagaþings. Vægi at- kvæða til þjóðfundar verður eðli máls samkvæmt að vera jafnt. Við endurskoðun stjórnarskrár- innar, þarf m.a. að tryggja jafn- rétti fyrir lögum, víðtækára samningafrelsi, skýrari aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafar- valds og fullt sjálfstæði dómstóla gagnvart ríkisvaldinu. Auk þess verður að leiðrétta misvægi at- kvæða. Ennfremur er tvennt, sem skilyrðislaust verður að reisa skorður við: — Opinberri eyðslu, sem nú vex sjálfkrafa að raungildi, þótt þjóðartekjur fari minnkandi. — Eyðslu, umfram tekjur. Stjórnvöld hvorki eiga að, né mega, geta ráðskazt með eignir og tekjur borgaranna að vild. Átvinnulífið hér á landi býr ekki við sama frjálsræði og at- vinnulíf víðast hvar í samkeppn- islöndum okkar. Illu heilli stönd- um við nær hagkerfi austan- tjaldslanda. Reglugerðum og opinberum fyrirmælum rignir yfir atvinnulífið. Flestar verðákvarð- anir eru í höndum opinberra aðila. Stjórnvöld ákveða vexti. Gengi og ráðstöfun erlends gjaldeyris er háð boðum og bönnum. Ýmsar skorður eru reistar þeim einstakl- ingum, sem eitthvað vilja láta að sér kveða í atvinnulífinu, og ríkið vasast í atvinnurekstri í vaxandi mæli. Of háir jaðarskattar draga úr framtaki, athafnasemi og vinnulöngun. Æ fleiri eiga afkomu sína undir styrkjum, uppbótum og opinberri fyrirgreiðslu, fremur en eigin áræði og hugkvæmni. Ný- greiddar láglaunabætur (les „lág- skattabætur") bera þessu ljóst vitni. Heilbrigður atvinnurekstur á mjög í vök að verjast. Rekstrar- afkomu er haldið í lágmarki og afskriftir og hagnaður gerð upp- tæk. í raun er lítill grundvöllur fyrir frjálsri atvinnustarfsemi, enda stýrir ríkisvaldið ráðstöfun mikils hluta alls fjármagns, og án tillits til arðsemi. Stjórnvöld ákveða, að fyrirtæk- in megi ekki hækka verð vöru og þjónustu, þrátt fyrir vaxandi kostnað. Mönnum er vísað á lán- tökur til að greiða rekstrartap. Þegar skuldasöfnun fyrirtækj- anna er orðin langt umfram öll skynsamleg mörk, eru eigendur einfaldlega spurðir, hvort þeir séu ekki þreyttir á þessum vonlausa taprekstri og lánastofnanir ríkis- ins hirða fyrirtækin upp í skuldir. Seinni hluti sögunnar á að vísu ekki við hér á landi enn sem komið er, heldur átti sér stað í Tékkó- slóvakíu, þegar kommúnistar hrifsuðu völdin þar. Vonandi gerir það gæfumuninn, að hér á landi getum við ennþá haft áhrif á sögu- lokin. Athafnafrelsi er ekki aðeins mikilvæg mannréttindi, heldur einnig nauðsynleg forsenda efna- hagslegra framfara. Velferðar- þjóðfélagið hefur leiðzt út í að grafa undan efnahagslegum styrk og gjaldþoli fyrirtækjanna og auk- ið skattheimtu jafnt á fyrirtæki sem einstaklinga langt úr hófi fram. Þegar þjóðfélagið gerir af- rakstur atvinnulífsins upptækan í ríkissjóð, hættir atvinnulífið að skila árangri, og fátæktin heldur innreið sína. Fólkið finnur að lífskjör þess versna eða standa í stað. Oftlega beinist óánægja þess samt ekki að ríkisvaldinu eins og réttmætt væri, heldur atvinnulífinu. Menn virðast telja mögulegt að gera endalausar kröfur til þess. Stjórn- málamenn margir hverjir ala markvisst á slíkri óánægju og nota hana til að réttlæta enn frek- ari afskipti af atvinnulífinu. Þessi afskipti bæta á hinn bóginn gráu ofan á svart. Óánægjan vex, og enn er kallað á ríkið. Þannig sökkvum við dýpra og dýpra í fen- ið. Eitt mesta framfaraskeið Vest- urlanda hófst í kjölfar þess að tollmúrar, sem gerðu kreppuna miklu svo skelfilega og langvinna, voru brotnir niður og fríverzlun tekin upp. Heimsviðskiptin blómg- uðust og urðu undirstaða velmeg- unar í flestum ríkjum hins frjálsa heims. Stjórnlyndismennirnir beina nú spjótum sínum að milli- ríkjaverzluninni vegna gjaldþrots velferðarríkisins. Þar sem við ís- lendingar erum háðari utanríkis- viðskiptum en flestar þjóðir, er fríverzlun sérstaklega mikilvæg fyrir okkur. Vegna smæðar okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.