Morgunblaðið - 31.12.1982, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 31.12.1982, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 29 Ölver Thorarensen Gjögri — Minning Þann 18. desember sl. var lagður til hinstu hvíldar í Árnesi á Ströndum, vinur minn og frændi, Ölver Thorarensen. Ölver var fæddur 6. janúar 1935 á Gjögri í Strandasýslu, sonur hjónanna Axels Thorarensen og Agnesar Gísladóttur. Það er ekki ætlun mín hér að rekja æviferil Ölvers, aðeins fáein kveðjuorð. Við sem eftir lifum vitum að Ölver var með sjúkdóm, sem hann kenndi sér meins nú í sumar og var lagður inn á sjúkrahús Akraness í haust, en hann lézt þar 10. þ.m. En minningin lifir, hans prúð- mannlega framkoma og kurteisi sem af bar, vinnusemi og dugnað- ur voru aðaleinkenni Ölvers. Mér er ljúft að minnast áranna þegar hann var á vertíð hér í heima- byggð minni, Sandgerði, þá var hann tíður gestur á heimili mínu, mikill vinur okkar hjónanna og dætra okkar. En Ölver var tröll- tryggur heimabyggð sinni, Gjögri í Strandasýslu, mörg ár eru síðan hann kom síðast á vertíð, enda veit ég, sem er Gjögrari líka, manna best hvað náttúrufegurð Strandanna snertir hjartað djúpt. Lífið á Gjögri átti vel við Ölver og þar átti hann hamingjusamt heimili ásamt foreldrum og systk- inum. Ekki hafði mig grunað er ég kvaddi Strandir í sumarleyfi mínu sumarið 1980 að einn heimil- ismanninn á Gjögri sæi ég ekki oftar. En enginn veit hvenær kall- ið kemur. Agga mín, Axel og stóri systk- inahópurinn, Guð blessi ykkur öll og styrki. Ég og fjölskylda mín þökkum frænda og vini samfylgdina. „Far þú í friði friður guðs þig blessi" V.G. NYJAR BÓKASKÁPAEININGAR FRA BAHUS BAHUS ÞAKKAR ÓTÖLDUM VIÐSKIPTAVINUM SÍÐUSTU ÁRA GAGNHAGKVÆM SAMSKIPTI OG ÁRNAR ÞEIM ALLRA HEILLA. MEÐ BESTU w^ÁRAMÓTAKVEÐJUM Smiðjuvegi 6 Simi 44544 Bátasjómenn! Er rakt og kalt um borö? Hér er lausnin á vandamálinu. Aafeflame 1200 Sambyggð eldavól og miöstöö. Bjóöum þessa mjög svo vönduöu eldavél og miðstöö í alla geröir báta. Sjálfvirkir blásarar blása heitu lofti um leiö og lokinu er hallaö aftur af og gefur um 1400 W hita. Vélin býöur upp á tvær hellur 1000 W og 600 W. Brennir steinolíu og eyöir aðeins 0,1—0,15 Itr á klst. Straumnotkun er 0,5a á 12 woltum. Hellumál 500 X 340 X 200 mm. Hagstætt verö til afgreiöslu strax. BENCO Bolholti 4, Reykjavík. Símar 91-21945/84077. Starfsfólk Saga Film þakkar vlnujn sínum, viðskiptamönnum og öllum hinum, góð samskipti með bestu óskum um velgengni á nýja árinu. Á síðastliðnu ári gerði Saga Film fleiri sjónvarpsauglýsingar, videokynningar og heimildarkvikmynctir en nokkru sinni fyrr. Kvikmyndin „Trúnaðarmál“ verður í næsta mánuði, og innan skamms verður nýtt 6002m kvikmyndaver tilbúið til notkunar. 1. Simml 4. kvUcmyndavél 7. Martba 8. SlUl S. J6n Mr 8. mjóðnemi S. Snorrl 6. Jón BJartans SAGAFILM o«V Háaleltisbraut 1 Reykjavik Síml: 86085

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.