Morgunblaðið - 31.12.1982, Side 16

Morgunblaðið - 31.12.1982, Side 16
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 Hjónaklúbbur Garða Nýársfagnaöur aö Garðaholti laugardaginn 8. jan. kl. 21. Miðapantanir í símum 43238, 43884 og 52726. Stjórnin. Efnalaugin Vesturgötu 53 Lokað frá 4. janúar til 22. febrúar. Viðskiptavinir, vinsamlega sækiö fatnað ykkar. Opiö þriðjudaginn 4. janúar. Efnalaugin Vesturgötu 53. Skemmtisnekkj'a Til sölu er lítil snekkja 10 metra löng, 3.40 á breidd, smíöuö í Bretlandi seinni part 1979. Hún er búin 2 Volvo Penta diesel vélum 130 hö hvor, ganghraði 24 hnútar, 2 áttavitum, 2 dýptarmælum, talstöð, flybridge, svefnpláss fyrir 6 í 3 aðskildum hlutum, eldhús með gasvél og ísskáp, wc m/sturtu og fleira. Snekkjan liqgur nú á Miöjarðarhafi. Veröhugmynd 600—700 þús. Hugsanlegir kaupendur sendi nöfn og heimilisföng til Morgunblaðsins merkt: „S — 3621“. Má greiðast í ísl. krónum þar sem núverandi eig- andi er að flytjast til Islands. Blaðburóarfólk óskast! Austurbær Vesturbær Skólavörðustígur Laugavegur 1—33 Grettisgata 36—98 Ingólfsstræti Þingholtsstræti Úthverfi Gnoðarvogur 44—88 Hjallavegur Efstasund 60—98 Tjarnarstígur Garðastræti Bárugata Faxaskjól Skerjafjörður sunnan flugvallar Granaskjól Kópavogur Álfhólsvegur 54—135 ÁRAMOT Greiðslubyrði vaxta og afborgana voru 13—14% af árlegum gjaldeyristekjum en stefna nú í 25—33%. Fjórðu hverri og allt að þriðju hverri krónu af árlegum gjaldeyristekjum okkar er þegar ráðstafað fram í tímann. Heitið var að setja samningana í gildi og vernda kaupmátt launþega en kaupmáttur kauptaxta hefur farið sílækkandi frá því að þessi heit voru gefin fyrir 4 árum. Vinstri stjórnir hafa siðan fellt niður auk verð- bótaauka nálægt 50% í verðbótum en grunnkaups- hækkanir numið á sama tíma innan við 30%. Skattbyrði vinstri stjórna síðustu fjögurra ára hefur aukist um 11.000 krónur á hvert mannsbarn á landinu eða meira en nemur mánaðarlaunum Dagsbrúnar- manns. Heitið var að lækka vexti en þeir hafa stórhækkað og sparnaður, sem var nálægt 25% af þjóðarframleiðslu, hefur samt minnkað og er nú kominn niður í allt undir 17%. Innlánsstofnanir eru í bullandi skuldum við Seðla- bankann. - X - Vinstri stjórnir undanfarinna 4 ára hafa siglt þjóðar- skútunni í strand og hafa í raun gefist upp. Báðir hafa þeir Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, og Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, lýst því yfir að betur hefði verið farið eftir tillögum þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að rjúfa þing og efna til kosninga í haust og telja nú rétt að ganga til kosninga eigi síðar en í aprílmánuði nk. Þó er svo að heyra á formælendum Alþýðubandalags- ins eins og Svavari Gestssyni, að eftir þennan hraklega feril ríkisstjórnarinnar ætli Alþýðubandalagið að ganga til kosninga með það í huga að þessi ríkisstjórn haldi áfram störfum. Annað verður ekki lesið úr ræðu hans á Alþingi sl. haust um stefnuræðu forsætisráð- herra. En ætli kjósendur séu nú fíknir að endurnýja þá stjórn og fylgja þeirri stjórnarstefnu sem þannig hefur gefist sem hér er rakið? Dómur Svavars Gestssonar sjálfs um árangur stjórnarsetu Alþýðubandalagsins sl. 4 ár er sá, að nauðsynlegt sé að framkvæma sérstaka fjögurra ára neyðaráætlun. Fyrsta stefnuskráratriði þeirrar neyðaráætlunar er auðvitað takmörkun inn- flutnings. Það er sem sagt verið að boða ný höft og skömmtun eins og tíðkast í austantjaldslöndunum. Og ætli kjósendur séu líklegir til þess að framlengja umboð núverandi ríkisstjórnar þegar höfð eru í huga ágreiningsmál stjórnarliða um efnahagsmálin, sem áð- ur er vikið að og önnur ágreiningsefni stjórnarsinna? í upphafi þessarar ríkisstjórnar var Alþýðubandalag- inu afhent neitunarvald um byggingu flugstöðvar í Keflavík og ennfremur var gerður leynisamningur um að hver aðili ríkisstjórnarinnar hefði neitunarvald um meiriháttar mál. Þessu neitunarvaldi hafa alþýðu- bandalagsmenn beitt æ ofan í æ og þótt stöðvun bygg- ingar flugstöðvar sé aðeins nefnd sem dæmi, þá er það nógu alvarlegt þar sem núverandi aðstaða á flugvellin- um er ófullnægjandi, bæði fyrir starfsfólk og farþega og ósæmandi sem anddyri Islands út á við. Ekki er heldur líklegt að kjósendur telji stóriðjumál- um vel borgið í höndum núverandi ríkisstjórnar þegar litið er á meðferð iðnaðarráðherra á álmálinu og ágreining milli Alþýðubandalagsins og Framsóknar- flokksins um meðferð þess máls. En meðferð iðnaðar- ráðherra hefur valdið því, að við höfum enga hækkun fengið á rafmagnsverði til ISAL og stórskaðað mögu- leika okkar í framtíðinni að ná hagkvæmum samning- um við erlenda aðila um orkufrekan iðnað sem er grundvöllur áframhaldandi orkuframkvæmda. Ekki er þá heldur líklegt að kjósendur vilji fram- lengja umboð núverandi ríkisstjórnar þegar litið er til athafnaleysis og raunar skemmdarstarfsemi hennar á sviði orkumála þegar Landsvirkjun er rekin með tapi ár eftir ár í stað þess að stefna að því að Landsvirkjunin geti fjármagnað sjálf hluta af byggingarkostnaði nýrra orkumannvirkja. Með svipaðri skemmdarstarfsemi er og hag Hitaveitu Reykjavíkur nú svo komið að til beggja vona getur brugðið hvort hún er fær um að hita upp híbýli höfuðstaðarbúa og gert ókleift að halda áfram rannsóknum og borunum eftir heitu vatni eins og þessu þjóðþrifafyrirtæki er nauðsynlegt. - X - Það voru nokkur tímamót um afstöðu manna til ríkis- stjórnarinnar þegar samningurinn um efnahagssamv- Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann: Rýrnar væntanlega um 5—6% á næsta ári Hefur hins vegar aukizt á síðustu árum SÚ meinlega villa var í frétt Mbl. um þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann og kauptaxta á tímabilinu 1976—1983 í gærdag, að talað var um rýrnun fyrrgreindra þátta eins og um vísitölur væri að ræða. Hið rétta er, að um hlutfallsbreytingar er að ræða, þ.e. dæmið átti að skoðast út frá breyting- um í prósentum á umræddu tímabili milli ára. Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum, sem urðu í meðför- um þess. Samkvæmt upplýsingum Ólafs ís- leifssonar, hagfræðings hjá Þjóð- hagsstofnun, er spáð 5—6% rýrnun á kaupmætti ráðstöfunartekna á mann á næsta ári, eða að vísitala verði 153—155 stig, samanborið við 163 stig á yfirstandandi ári. Hins vegar ef litið er á tímabilið 1976—1983 í heild sinni kemur fram, að kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukizt um 17,7—19,2%, eða úr 130 stigum í 153—155 stig. Sé litið á tímahilið frá 1979, þegar kaupmátt- urinn var mestur, eða 160 stig, og borið saman við næsta ár, kemur fram rýrnun upp á 3,1—4,4%. Ef síðan er litið á þróun kaup- máttar kauptaxta á tímabilinu 1976—1983 kemur fram um 5,6% aukning, eða úr 108 stigum í 114 stig. Hins vegar ef litið er á tímabilið 1978—1983, en kaupmáttur kaup- taxta var mestur á árinu 1978, kem- ur í ljós um 12,3% rýrnun, eða úr 130 stigum í 114 stig. Loks er því spáð, að kaupmáttur kauptaxta rýrni um 6,0%, eða úr 121 stigi í ár í 114 stig á næsta ári. Vísitölurnar hér að framan miðast við 100 fyrir árið 1970. Silfurbrúðkaup eiga í dag, gamlársdag, hjónin Unnur Hall- dórsdóttir og Jón Þorleifsson fyrrum bóndi á Steinsmýri í Meðallandi, en þau búa nú á Hellisgötu 28 í Hafnarfirði. ER HÖFUÐPRÝDI HÚSSINS Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýjárs og þökkum viðskiptin. Pardus hf., Smiöjuvegi 28, Kópavogi, sími 79011

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.