Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 9 1. Alþýðubandalagið stefnir að því, að samkomulag verði nú í þinghléi um nauðsynlegar breyt- ingar á kjördæmaskipuninni og kosningalögunum, til þess að draga úr því misvægi atkvæða eft- ir búsetu og eftir flokkum, sem nú á sér stað við kosningar til alþing- is. Margar leiðir hafa verið ræddar og meðal forystumanna flokkanna er mikill vilji til þess að ná sem víðtækustu samkomulagi, jafnvel fjögurra flokka, um málið, á al- þingi því sem nú hefur senn störf að nýju. 2. Mér er kunnugt um, að stefnt er að því, að koma stjórnarskrármál- inu áleiðis á alþingi. Hversu langt það kemst skal ég ekki um segja á þessu stigi, enda útilokað að átta sig á því nú, þar sem stjórnarskrárnefnd hefur ekki skilað sinni lokagreinargerð til stjórnmálaflokkanna. 3. Að sjálfsögðu verður alþingi að afgreiða frumvörp til staðfest- ingar á þeim bráðabirgðalögum, sem sett hafa verið. Þá eru mörg önnur þýðingarmikil mál þegar á dagskrá þingsins. Eg nefni þar húsnæðismál og málefni fatlaðra, svo nokkuð sé talið úr mínum ráðuneytum. Ennfremur vil ég minna á, að svo getur að sjálfsögðu farið, að álmálið komi sérstaklega til kasta alþingis áður en langur tími líður. Verði skattamál óafgreidd við þingrof, verður hins vegar nauð- synlegt að þing komi saman mjög fljótt eða strax að loknum þing- kosningum, til að taka afstöðu til skattamálanna í tæka tíð fyrir álagningu tekju- og eignaskatta, sem venjulega á sér stað á miðju árinu. 3. Eins og ég hef áður sagt tel ég mjög æskilegt, að þau mál sem um er rætt hér að framan nái fram að ganga fyrir þingrof. Einnig væri ákaflega æskilegt, að á Alþingi næðist samstaða um þó ekki nema þær aðgerðir í efnahagsmálum sem sporna gegn vaxandi verð- bólgu. Ég geri mér varla von um að unnt sé að ná samstöðu um róttækar aðgerðir, en ég teldi ákaflega mikils virði ef það yrði að Svavar Gestason 4. Margt kemur til álita, til að leysa hina stjórnskipulegu sjálf- heldu á alþingi. Stjórnarandstöðu- flokkarnir hafa hins vegar til þessa ekki verið reiðubúnir til við- ræðna við stjórnarsinna um nein veigamikil efnisatriði þeirra mála sem þurfa úrlausnar við á næstu vikum og þess vegna stendur sjálfheldan enn. Ég tel óhjákvæmilegt að engu að síður verði allt reynt sem unnt er, til að kveðja stjórnarandstöð- una til ábyrgðar varðandi lausn hinna alvarlegri vandamála, bæði í efnahags- og atvinnumálum. Ef slík ábyrgðartilfinning dygði henni til þess að taka þátt í því að leysa hina stjórnskipulegu sjálf- heldu á alþingi, þá bæri að fagna slíku. Engin merki eru um það enn sem komið er, og mér er ekki minnsta kosti hægt að sporna gegn því að verðbólgan vaxi. í huga mínum vegur að sjálfsögðu þungt, að vandi útgerðarinnar verði leystur áður en þing er rofið. 4. Ég hef verið og er þvi mjög hlynntur að rætt sé við stjórnar- andstöðuna um brýnustu úrlausn- arefnin eins og fram hefur komið og það olli mér vonbrigðum, að þær viðræður báru ekki meiri árangur í haust en raun ber vitni. Ég fagna því hins vegar að til dæmis í sambandi við hin mikil- vægu útgerðarmál hefur stjórnar- andstaðan fylgst með framvindu mála og ég tel það spor í rétta átt og er tilbúinn að hlusta á hug- myndir hennar í því sambandi. Ég sé nú varla, að það verði mikið leyst með því að mynda nýja ríkisstjórn til skamms tíma. Ég óttast, að svo margt hangi þá á spýtunni sem menn vildu ganga frá, svo sem skipting embætta og fjölmargt fleira, sem kannski tek- ur ekki langan tíma en þyrfti þó að sinna. Ég hefði því heldur kos- ið, að stjórnarandstaða og ríkis- stjórn gætu unnið saman að lausn mikilvægustu mála þessar fáu vik- ur, sem þing kemur til með að sitja. 5. Málefnin verða að ráða myndun kunnugt um að neinn kostur sé enn í boði á myndun meirihluta- stjórnar, annarrar en þeirrar sem nú situr. 5. Ég tel að stefna beri að myndun róttækrar félagshyggjustjórnar eftir kosningarnar. Það þarf að vera stjórn, sem hefur kjark til þess að framkvæma þann upp- skurð á efnahagslífinu, sem er nauðsynlegur hér á landi. Þá verða menn kannski að horfa á eftir einhverjum heilögum kúm, sem til þessa hefur ekki verið tek- ið á hér á undanförnum árum vegna þess, að um það hefur ekki náðst pólitísk samstaða. Til að leysa þau vandamál sem nú eru mest knýjandi, þ.e. að draga úr viðskiptahalla, leggur Alþýðu- bandalagið áherslu á það í fyrsta lagi að framleiðsla íslenskra at- vinnuvega og verðmætasköpun þeirra verði stóraukin frá því sem nú er. í öðru lagi verði gerðar ráðstafanir til að draga úr gjald- eyriseyðslu með aukinni fram- leiðslu heimaiðnaðar og með bein- um og óbeinum takmörkunum á innflutningi. í þriðja lagi tel ég að gera verði ráðstafanir til víðtæks sparnaðar í hagkerfinu, m.a. með róttækri endurskipulagningu ým- issa veigamestu þátta efnahags- lífsins, þar sem stærstu efnahags- ákvarðanirnar eru teknar. Ég nefni Framkvæmdastofnun, sex manna nefnd, verðlagsráð sjávar- útvegsins og bankana sem dæmi. Fleiri dæmi má nefna til marks um það, hversu nauðsynlegt það er að við reynum að létta á hinni ofurþungu yfirbyggingu þessa litla samfélags. Hér er um að ræða skammtímaráðstafanir, en á þeim grunni verður síðan að byggja ráðstafanir til lengri tíma, og þar eru áhersluatriði Alþýðu- bandalagsins í fyrsta lagi að fé- lagsleg þjónusta verði bætt, en ekki skert, frá því sem nú er, í öðru lagi að framkvæmd verði ríkisstjórnar að kosningum lokn- um. Það má segja, að svo eigi ávallt að vera, en ég tel, að við 3éum komnir á ystu nöf í efna- hagsmálum og það verði ekki leng- ur við þetta búið. Ég tel ákaflega mikilvægt að ná víðtækri sam- stöðu um aðgerðir í efnahagsmál- um og launþegar og atvinnurek- endur, bændur og sjómenn séu þátttakendur í því að mynda slíka samstöðu. Málefnin verða sem sé að ráða. Það kann að þurfa að grípa til harkalegra aðgerða ef ekki næst samstaða með hags- munaaðilum, hverjir gera það er kannski aukaatriði. Við framsókn- armenn munum, hvort sem við er- um innan eða utan ríkisstjórnar, fylgja raunhæfri stefnu í efna- hagsmálum og styðja aðgerðir í samræmi við hana. 6. Ég hef áður sett fram það sjón- armið, að mér þætti eðlilegt að kjósa í seinni hluta apríl. Fari hins vegar svo á næstu vikum að vandinn fer vaxandi og engin sam- staða næst um aðgerðir til að sporna gegn holskeflu dýrtiðar- innar og stöðvun atvinnuvega, þá hefði ég kosið að þing yrði rofið strax og efnt til kosninga fyrr, svo að nýr meirihluti fengi meira svigrúm til að taka á málum. Jafn- vel finnst mér þá koma til mála að kjósa í febrúar, þótt veðurfar og annað geri það erfitt. myndarleg íslensk atvinnustefna og í þriðja lagi að útlendum auð- hringum verði ekki hleypt hér inn í landið á þann hátt sem gert var í Straumsvík, og að settar verði skorður við umsvifum bandaríska hersins i Keflavík. Hér hef ég nefnt nokkur meginatriði, en fjöldamörg önnur atriði mætti nefna, sem Alþýðubandalagið hlýtur að leggja áherslu á. Það er vandséð að önnur stjórn en vinstrisinnuð gæti framkvæmt þá stefnu sem hér er um að ræða; ekki er a.m.k. við því að búast að Sjálfstæðisflokkurinn fáist til þess að gera nauðsynlegar ráð- stafanir til skipulagsbreytinga í efnahagslífi okkar. Að minnsta kosti hefur hann staðið dyggan vörð um bankakerf- ið, Framkvæmdastofnunina, olíu- félögin og önnur tákn sóunarinn- ar, sem hvarvetna má sjá hér í okkar þjóðfélagi, að ekki sé minnst á innflutningsverslunina. 6. Ég vil að kosið verði sem fyrst og þingrof verði þá einnig ákveðið með tilliti til kjördags hið allra fyrsta. Ég teldi æskilegast að ákvarðanir í þessu efni af hálfu ríkisstjórnarinnar lægju fyrir um það leyti sem þing kemur saman. Svavar Gesteson, formaður Alþýðubandalagsins: Stefiia ber að mynd- un róttækrar fé- lagshyggjustjórnar Símar 20424 14120 Fasteignaeigendur Fasteignaviöskipti fara í gang meö hækkandi sól. Óskum eftir öllum tegundum fasteigna á söluskrá. Skoðum og verömetum strax. Þökkum viðskipti liöins árs. Gleðilegt árl 83000 I tilefni 10 ára starfsafmœlis Fasteigna- úrvalsins þökkum við öllum viðskiptavin- um okkar gott samstarf og óskum þeim farsældar á komandi árum. Landsmönnum öllum óskum við gœfuríks komandi árs. FASTEIGNAÚRVALIÐ SÍMI83000 Silfurteigi 1 Söiustjóri: Auöunn Hermannsson, Kristján Eiríksson hæstaréttarlögmaöur. « KAUPÞING HF. Húsi Verzlunarinnar 3. hæö, sími 86988 Fasteigna- og vardbréfmMia, Mgumiölun aMnnuhuanaeóls, fjárvarzta. þjóðhag- fraaöi-, rakatrar- og tötvuréögjöf. 4ra—5 herb. íbúöir Sigtún 5 herb. ca. 115 fm rishæö á rolegum staö, 3 svefnherbergi, 2 samliggjandi stofur. Ibúöin er töluvert endurnýjuö. nýjar raflagnir. Danfoss-kerfi. Mjög litiö áhvilandi. Verö 1250—1300 þús. Grettiagata, 4ra herb. á 4. hæö ca. 80 fm. Talsvert búiö aö endurnýja t.d. nýtt rafmagn og pipulagnir. Þarfnast áframhaldandi endurnýjunar. Verö 750—780 þús. Kleppavegur, ca. 100 fm 4ra herb. endaibúö á 4. hæö. Ibúöin er nýlega endurbætt og i mjög gööu ástandi. Stórar suöursvalir. Frábært útsýni. Mikil sameign. Verö 1250 þús. Hvassaleiti, 110 fm 4ra—5 herb. ibúö á 4. hæö. Mjög skemmtileg eign á góöum staö. Mjög gott útsýni. Bilskúr. Verö 1.5 millj. Skúlagata, 100 fm mjög mikiö endurnýjuö ibúö á 2. hæö. Tveir inngangar. Verö 1150 þús. Kóngsbakki, ca. 120 fm 5 herb., stór stofa, flísar á baói Rúmgott eldhús. Suöur- svalir. Verö 1 millj. 270 þús. Nökkvavogur, 110 fm sérlega rúmgóö 3ja—4ra herb. ibúö i steinhúsi. Danfosskerfi. Nýr stór bilskúr. Verö 1,5 millj. 2ja—3ja herb. íbúðir Fossvogur, sérlega falleg 80 fm 2ja herb. i Fossvogi á jaröhæö. Sér garður. Æskileg skipti á 2ja—4ra herb. ibúó i Vesturbæ. Oóö milligjöf. Kópavogur — Furugrund, 3ja—5 herb. Vorum aó fá mjög skemmtilega 3ja herb. 75 fm ibúö á 1. hæö ásamt 45 fm ibúö i kjallara. Möguleiki er á aó opna á milli hæöa t.d. meö hringstiga. A efri hæö eru vandaöar innréttingar. flisalagt baö. Verö 1450 þús. Álfaskeið, sérlega björt og vel meö farin 3ja herb. 86 fm ibúö á mjög góóum stað. Sér inngangur. Gott útsýni. Ðilskúrsréttur. Verö 990 þús. Krummahólar, skemmtileg, björt 3ja herb ibúö ca. 100 fm á 4 hæó Frystigeymsla. bilskýli. Verö 1 millj 2 íbúöir i sama húsi. Lindargata, 3ja—4ra herb. ibúö á 1. hæö Mjög skemmtilega innréttuö. 46 fm bilskur. Verö 1,1 millj. Æsufell, 98 fm serlega rúmgóö ibúö á 1. hæö. MikH sameign. Gott útsýni. Verö 950 þús. Óskum landsmönnum gleöilegs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á líöandi ári. 86988 Jakob R. Guðmundsson Ingimundur Einarsson hdl. SigurAur Dagbjartsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.