Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 26
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 Mótettukórinn Tónlist Egill Friðleifsson Hallgrím.skirkja 29. des. 1982. Flytjendur: Mótettukórinn, Hörður Áskelsson, Manuela Wiesler, strengjasv. Verkefni; úr ýmsum átt- um og frá ýmsum timum. Hinn nýstofnaði Mótettukór við Hallgrímskirkju efndi til tónleika í kirkjunni sl. miðviku- dagskvöld. Þetta mun vera frum- raun kórsins á tónleikapallinum og ekki verður annað sagt en hann fari vel af stað. Kórinn skipa 26 manns, allt ungt fólk og sumt kornungt. Kórinn flutti jólalög frá ýmsum tímum. Sum þeirra kannast hvert mannsbarn við eins og t.d. „Það aldin út er sprungið" en önnur eru fáheyrð- ari. Verkið „A babe is born" er var síðast á efnisskránni, hafði ég aldrei heyrt áður, en fannst bráðskemmtilegt og væri fengur í að heyra það oftar. Ekki man ég nú hver höfundurinn var, en ekk- ert prógramm var fáanlegt á tón- leikunum heldur var hvert atriði kynnt sérstaklega. Hljómur kórsins er yfirleitt mildur og blæfagur. Samræmi milli radda er bærilegt, þó sópr- anin sé nokkuð ríkjandi. Texta- framburður var alveg sérstak- lega góður og skýr og „fraser- ingar“ fallegar og músíkalskt mótaðar. Kórinn söng ekki með öllu hnökralaust en jákvæðu hliðarnar voru yfirgnæfandi, þar sem sönggleðin sat í fyrirrúmi. Það er því ástæða til að óska stjórnandanum, Herði Áskels- syni, til hamingju með ágæta byrjun í von um að þetta efnilega afkvæmi hans vaxi og dafni í framtíðinni. Með tilkomu Harðar í stöðu kantors við Hallgríms- kirkju hefur okkur bæst ungur, velmenntaður hæfileikamaður á akur listarinnar, sem mikils má af vænta í framtíðinni. Auk kórsins 'lék Hörður á orgelið Pastural-tónlist eftir J.S. Bach af smekkvísi og Manuela vakti Partitu fyrir einleiksflautu einnig eftir Bach. Manuela Wiesler vakti á dögunum eigi all- litla athygli fyrir að leika inná og gefa út hvorki fleiri né færri en fjórar hljómplötur og geri aðrir betur. Ekki þarf að fjölyrða um leik Manuelu sem var með ágæt- um að vanda. Nú mæna margra augu til Hallgrímskirkju. Tilkomumikið en ófullgert kirkjuskipið gefur fyrirheit um góðan hljomburð, þar sem meistaraverk kirkjutón- bókmenntanna eiga væntanlega eftir að hljóma fagurlega. Von- andi dregst ekki úr hömlu að koma því í gagnið. Hinn ungi Mótettukór getur vissulega horft björtum augum til framtíðarinnar. í fyrsta lagi vegna þess hve stjórnandi hans er snjall, og í öðru lagi að eiga von á jafn glæsilegu sönghúsi og Hallgrímskirkj væntanlega verð- ur fullbúin. Áttræður: Helgi Kristjáns- son bifreiðastjóri Sjáðu alla vinninqana eruíbo ÍO pV5UND &RÓNÆ 1//NN- INóiARSt/K ORDKJIR 'ZJVD TALS/us OCk SA CjBFURL' 2.'/z~ MU-LJOti A TJZomT/Ð ~ JERTU MT&Z BRU ALUR. ÍBÚAR ]/A SAUÐÁRKRÓ/Cl 0& /UÁ6RB/UAJ/ , tyrir áriö 19»3 500.000.- 100.000- 50.000- 30.000- 10 000- 2.000- 1.250- 5.000- 4.500 000- 900.000- 450.000- 5 940 000 - 27 000.000 - 56 610 000, 129^150^95^ 224.550 000' 2750000, 220800000' /0o ^n'o^ Urn s- HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS HEFUR VINNINCINN Á morgun, fyrsta janúar, verður Helgi Kristjánsson, Stórholti 26, Reykjavík, áttræð- ur. Helgi fæddist að Högnastöð- um í Þverárhlíð og fluttist árið 1904 að Grísatungu í Stafholts- tungum ásamt foreldrum sínum, frú Þuríði Helgadóttur og Kristjáni Kristjánssyni. Þar bjó fjölskyldan til ársins 1915, en þá fluttist hún til Borgarness. Þau hjón eignuðust tólf börn. Helgi hefur búið í Reykjavík síðan árið 1926 og unnið hjá Eimskipafélagi íslands í um fjörutíu ár auk þess sem hann starfaði hjá Vörubifreiðastöð- inni Þrótti. Hann var í fimleika- glímuflokki íþróttafélagsins rmanns um árabil. Helgi er kvæntur frú Rögnu Ingimundardóttur og eignuðust þau fjóra syni. Helgi heldur afmælisdaginn hátíðlegan á heimili sonar og tengdadóttur að Fellsási 5, Mosfellssveit, á milli kl. 16.00 og 19.00, og eru vinir hans og vandamenn boðnir velkomnir. HJ Dregið í ferðahapp- drætti KR DREGIÐ hefur verið í ferða- happdrætti handknattleiksdeildar KR og komu upp þessi númer: 1. Þriggja vikna ferð til Mall- orca 2124. 2. Vikuferð til Ibiza 2075. 3. Vikuferð til Ibiza 427. 4. Málverk eftir Pétur Friðrik 69. Frá Alsír skrifar 24 ára karl- maður, sem lýkur prófi í sál- fræði í byrjun árs 1983. Hann býr í lítilli borg skammt frá Al- geirsborg. Segist hafa áhuga á að fræðast um land og þjóð. Hann skrifar á ensku, segist vera 1,75 á hæð, með svart hár og brún augu. Ferðalög, íþróttir, dýr, bóklestur og tónlist eru meðal áhugamála: Chaouat Ahmed, 43a Rue des Dreres Sidi Moussa M,ed. Boufarik, W.BIida, Algeria.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.