Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 26 Kveðjuorð: Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri Einn af beztu sonum þessa lands, Agnar Kofoed Hansen, fyrrverandi atvinnuflugmaður, framkvæmdastjóri, lögreglustjóri og flugmálastjóri er látinn. Það sést þá þegar af upptalningu at- vinnuheita hans, að hann átti að baki mörg og merkileg störf á starfsævi sinni. Agnar fæddist á Hverfisgötunni í Reykjavík og ólst þar upp. Tveir þjóðar- og menningarstraumar stóðu að Angari, móðirin ættuð úr Breiðafirði en faðirinn danskur. Úr Breiðafirðinum fylgdi honum sú skaphöfn er best dugði, þegar mest á reyndi í lífi hans, skaphöfn sem mótast hafði í Breiðafirði í aldalangri lífsbaráttu við óblíð náttúruöfl bæði til sjós og lands, áræðni, ráðsnilli, úthald. Móðir Agnars var einstök myndarkona, góðum gáfum gædd og kunni að gera mikið úr litlu. Agnar átti við mikla vanheilsu að stríða á bernskuárunum, þakkaði hann náttúrugreind og móðurumhyggju móður sinnar, að hann skyldi ná að verða fulltíða maður. Það leyndi sér ekki hjá þeim er þekktu föður Agnars, að þar fór menntað- ur, fágaður heimsmaður. Kofoed- Hansen var skógræktarstjóri um langt árabil, og vann það upp- byggingarstarf í skógræktarmál- um íslands, sem nær á tólftu stundu að snúa undanhaldi til eyð- ingar í sókn, þá sókn, ásamt merku starfi margra góðra manna, sem þjóðin getur þakkað, að hún skuli í dag eiga þá skógar- unaðsreiti er við blasa víða um land. En sú heimsmenning, sem með föðurnum bjó varð rikulegar gjafir til sonarins. Sjóndeildar- hringur föðurhúsanna varð ekki tiltölulega einangruð eyja við heimskautsbaug í Norður- Atlantshafi, eins og ísland var í þessa daga, heldur heimsbyggðin öll. Hin fágaða framkoma og prúð- mennska heimsmannsins urðu einnig vöggugjafir Agnars; það ör- yggi, sem þessar gjafir gefa ásamt áræðni og þrautseigju Breiðfirð- ingsins áunnu honum virðingu og velhug hvar sem hann fór og fengu upp lokið þeim dyrum sem annars hefðu verið fastar í stöf- um. Það er ævintýri líkast, hvernig Agnari tókst að brjótast til náms í flugliðsforingjaskóla danska flot- ans, það ævintýri hefði aldrei orð- ið án þess ríka andlega heima- mundar er hér er getið, svo mörg ljón voru á þeim vegi. En í þessu ævintýri felst þjóðar- gæfa Islendinga, því innan fárra ára átti einangrun íslands eftir að verða rofin af brezku innrásarliði, er tók Island herskildi í maí 1940. 1935 er Agnar orðinn danskur sjóflugliðsforingi, sem þýddi að auk þess að vera orðinn útlærður flotaflugmaður hafði hann hlotið fræðslu í herfræðum og þjálfun hermannsins. Herþjálfun og her- fræðsla er með svipuðu sniði, sömu grundvallarfræðin kennd í öllum herskólum heimsins. Þetta orsakar, að hvar sem herþjálfaðir og hermenntaðir menn hittast er um gagnkvæman skilning og virð- ingu að ræða. Átti þetta eftir að koma Agnari og íslandi til mikils góðs síðar. Að náminu í Danmörku loknu starfar Agnar við nám og flug í Danmörku, Noregi og Þýzkalandi, var um tíma flugmaður hjá Luft- hansa. En hugurinn stóð heim til uppbyggingar flugmála á Islandi. Er hann aðalhvatamaður að stofn- un Flugfélags íslands og er fyrsti flugmaður þess og framkvæmda- stjóri. En á árinu 1939 sáu fram- sýnir menn fram á háska í al- þjóðamálum: Það er framsýni Hermanns Jónassonar forsætis- ráðherra sem gerir honum ljóst að þau óveðursský, sem sífellt urðu stærri og dekkri á hinum pólitíska himni Evrópu, mundu innan skammrar tíðar leiða til þeirrar styrjaldar er virti eigi hlutleysi Is- lands og að ísland yrði hersetið land. Jafnvel tugþúsundir er- lendra hermanna yrðu staðsettir í landinu, sem yrði eins og riki í ríkinu, starfandi utan íslenzkrar laga og réttargæzlu. Því væri það þjóðargæfa að eiga ungan efni- legan mann í herfræðum mennt- aðan, sem hægt væri að kalla til forustu hins eina laga- og réttar- gæzluafls, sem til var í landinu, Lögreglu Reykjavíkur. Því fer Agnar utan 1939 til Danmerkur og Þýzkalands til þess að kynna sér lögreglumál, og er skipaður lög- reglustjóri í Reykjavík 1. janúar 1940. Framtíðarsýn Hermanns Jónassonar varð því miður að veruleika í mai það sama ár, er brezki herinn ruddist hér inn með hernaðarofbeldi. Mátti því vart tæpara standa að ísland væri búið að skipa sér í stöðu með sína beztu þjálfun og þekkingu í forustu. í samskiptum hernámsliðs og aðallögreglustjóra hersetins lýð- veldis eru stöðugt að koma upp öll möguleg vandamál, sem þarfnast skjótrar og farsællar úrlausnar. Þau voru ekki fá slysin upp í stór- slysin, sem Agnar náði að afstýra með kunnáttu sinni, viljafestu og lipurð, ásamt virðingu andstæð- inganna fyrir persónunni Agnari Kofoed-Hansen. Þetta hefur aldr- ei verið að verðleikum metið og skilið og verður seint þakkað. Þó hafa sennilega Bretar hér mest að þakka, því sumir yfirmenn Breta voru af því sauðahúsi, að þeir litu á sig sem fulltrúa drottnandi heimsveldis. Fyrir slíkum mönnum þurfti að hafa vit, ef mikil ógæfa átti ekki að dynja yf- ir. Samskiptin við Bandaríkja- mennina voru allt annars eðlis, enda þeir komnir með samþykki íslendinga. Með Agnari og yfir- Minning: Sigursteinn Magnússon fgrrv. framkvœmdastjóri Fæddur 24. desember 1899 Dáinn 20. desember 1982 Sigursteinn Magnússon, fyrrum framkvæmdastjóri skrifstofu Sambandsins í Leith/ Edinborg og aðalræðismaður íslands, andaðist í Edinborg 20. desember sl. Útför hans var gerð í Edinborg á að- fangadag jóla, afmælisdegi hans, en þá hefði Sigursteinn orðið 83ja ára gamall. Með Sigursteini er genginn merkur íslendingur, aldamóta- maður, sem elst upp er Islend- ingar eru smám saman að taka stjórn landsins í sínar eigin hend- ur, félagslegu málin og þau efna- hagslegu. Sjálfur lagði Sigur- steinn Magnússon virka hönd á plóginn við að yrkja þann akur efnahagslegs sjálfstæðis þjóðar- innar, sem síðar varð grundvöllur þeirrar miklu velmegunar sem Is- íendingar hafa búið við á seinni hluta þessarar aldar. Sigursteinn Magnússon var fæddur á Akureyri 24. des. 1899 og voru foreldrar hans Magnús Jónsson ökumaður og bóndi í Garði á Akureyri og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigursteinn sleit barnsskónum á Akureyri, á þeim tíma, þegar sam- vinnustarf er sem óðast að festa rætur hér á landi. Þingeyingar sköpuðu með stofnun Sambands islenskra samvinnufélaga, árið 1902, straumhvörf í íslenskt sam- vinnustarf. Á fyrsta áratugi ald- arinnar leggja svo Eyfirðingar grundvöll að þróttmiklu sam- vinnustarfi í byggðum Eyjafjarð- ar undir forystu Hallgríms Krist- inssonar. Sigursteinn Magnússon varð fyrir sterkum áhrifum af starf- semi og hugsjónum samvinnufé- iaganna í uppvextinum á Akureyri enda fór svo, að hann helgaði ævistarf sitt samvinnuhreyfing- unni. Að loknu námi í Gagnfræða- skólanum á Akureyri árið 1917 hóf Sigursteinn störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Um þetta leyti er Hallgrímur Kristinsson að setja á stofn aðalskrifstofu Sambandsins í Reykjavík og flytur þá heim frá Kaupmannahöfn, en Sigurður bróðir Hallgríms tekur þá við kaupfélagsstjórastarfi í Kaupfé- iagi Eyfirðinga. Það kom á daginn, að hugur Sig- ursteins stefndi í frekara nám að loknu gagnfræðaskólaprófi. Bein- ast virtist liggja við að afla sér viðskiptanáms í Kaupmannahöfn, en þar voru fyrir Akureyringar, sem munu hafa verið reiðubúnir að greiða götu hans til frekari mennta. Hallgrímur Kristinsson hafði sett á stofn fyrstu skrifstofu Sam- bandsins í Kaupmannahöfn árið 1915 og þegar Hallgrímur flytur til íslands árið 1917 tók við for- stöðu skrifstofunnar Oddur Rafn- ar, ættaður úr Eyjafirði. Hann hafði stundað nám í Danmörku og starfað hjá danska samvinnusam- bandinu um árabil, áður en hann kom til starfa á Sambandsskrif- stofuna. Sigursteinn átti því góða að í Danmörku, en hann fór'til Kaup- mannahafnar 1920 og innritaðist í Niels Brocks Handelsskole og út- skrifaðist þaðan árið 1922. Að námi loknu hóf hann störf á Kaupmannahafnarskrifstofu Sambandsins hjá Oddi Rafnar. Síðan lá leiðin heim til íslands til starfa á skrifstofu Sambandsins í Reykjavík árið 1923. Á fyrstu áratugum íslensku kaupfélaganna var oft erfitt um vik með vöruútveganir, nema fyrir milligöngu bæði innlendra kaup- manna og erlendra heildsala, en sú hin hlykkjótta leið frá fraro- leiðanda til neytandans varð til þess að mikill milliliðakostnaður hlóðst á vörurnar. Það var því ljóst, að eitt af meg- in verkefnum Sambandsins var að stytta leið vöruútvegunar og kom- ast í beint samband við framleið- endur. Og hér koma hinar erlendu skrifstofur inn í myndina. Þá er ljóst, að fyrri heimsstyrjöldin varð til þess að breyta nokkuð inn- kaupavenjum íslendinga, enda færðust þá viðskipti frá Dan- mörku til annarra landa, þ.á m. Bandaríkjanna. Það var þess vegna, að Sam- bandið setti á stofn skrifstofu í New York 1917 og var Guðmundi Vilhjálmssyni falin forysta henn- ar. Þessi skrifstofa var svo lögð niður 1920, eftir að viðskipti voru aftur að flytjast meira til Evrópu. Guðmundur Vilhjálmsson flytur þá til Edinborgar og setur á stofn skrifstofu Sambandsins til inn- kaupa og sölu á íslenskum afurð- um i hafnarborginni Leith. Starfsemi þessarar skrifstofu varð mikill örlagavaldur í lífi Sig- ursteins Magnússonar, þvi árið 1930, þegar Guðmundur Vil- hjálmsson flytur til Reykjavíkur og tekur við forstjórastarfi Eim- skipafélags íslands, er Sigursteinn ráðinn framkvæmdastjóri Leith- skrifstofu og hann flytur þá með fjölskyldu sína til Edinborgar. Sigursteinn var óvenju vel undir það búinn að taka að sér fram- kvæmdastjórn skrifstofu Sam- bandsins á Bretlandseyjum. Hann hafði kynnst þróttmiklu sam- vinnustarfi á uppvaxtarárunum á Akureyri, fengið góða verslunar- menntun, starfað á skrifstofunni í Kaupmannahöfn og svo um árabil á skrifstofu Sambandsins í Reykjavík. Og síðan var það gæfu- sporið stóra að eignast Ingibjörgu sem lífsförunaut, en þau gengu í hjónaband árið 1927. Ingibjörg er dóttir Sigurðar Björnssonar fyrr- um brunamálastjóra í Reykjavík og konu hans Snjólaugar Sigur- jónsdóttur af Laxamýrarætt. Það var mikil hamingja fyrir Sigur- stein að eignast Ingibjörgu. Hún er ekki aðeins stórglæsileg kona heldur mikil húsmóðir og perla að manni. Þau Ingibjörg og Sigursteinn eignuðust fallegt heimili að 5 Lyg- on Road í Edinborg, en Sam- bandsskrifstofan var til húsa við Constitution-stræti í Leith, skammt frá höfninni. Leith var um árabil fastur viðkomustaður skipa er sigldu til íslands. Það var mikið trúnaðarstarf sem Sigursteinn gegndi fyrir Sam- bandið að stýra Leith-skrifstofu. Þar var um að ræða að ná í sem best viðskiptasambönd til inn- kaupa beint frá framleiðendum og svo að koma íslensku afurðunum i sem best verð. Umfang Leith-skrifstofu fór vaxandi á þriðja áratugnum. Vör- ur voru keyptar fyrir kaupfélögin og sendar beint á hafnir til Is- lands. Minni hluta var afskipað til Sambandsins á lager. Þá sá Leith-skrifstofa um sölur á ís- lenskum afurðum. Sú starfsemi fór vaxandi eftir að frystur fiskur kom til sögunnar og stærsti hluti útflutts dilkakjöts fór fryst á Bretlands-markað. Sigursteinn Magnússon gekkst mjög upp í starfi sínu á Leith- skrifstofu. Hann kunni vel til verka, var sterkur persónuleiki og ávann- sér oftast virðingu hjá viðskiptamönnunum. Hann gat verið harður í viðskiptum og metnaðarfullur um markmið, að ná góðu verði, lágu á aðkeyptum vörum en háu á því sem selja átti að heiman. Hann gerði sér þó ljósa grein fyrir því, að þegar til lengd- ar lét var það gagnkvæmt traust milli aðila, sem oftast bar bestan árangur. Frá fyrstu tíð hafa hinar er- lendu skrifstofur Sambandsins gegnt því hlutverki að mennta unga menn að heiman í viðskipt- um. Þeir voru ófáir landarnir, sem dvöldu hjá Sigursteini á Leith- skrifstofu og dvölin þar var talinn góður skóli, þótt Sigursteinn þætti æði strangur húsbóndi á stundum. í einkalífi var Sigursteinn mik- ill gæfumaður. Áður hefur verið minnst á mannkosti Ingibjargar. Þau hjón hafa átt mikið barnalán, fjögur mannvænleg börn, sautján barnabörn og eitt barnabarna- barn. Börn þeirra eru: Sigurður, prófessor í læknis- fræði og yfirlæknir kvennadeildar Landspítalans. Kona hans er Audrey, skosk að þjóðerni. Þau eiga 5 börn og eitt barnabarn. Margrét, gift Ronald Bennett hæstaréttarlögmanni. Þau eiga 6 börn og eru búsett í Edinborg. Húsi sínu hafa þau gefið nafnið Laxamýri. Magnús, hinn þekkti sjónvarpsmaður hjá BBC. Kona hans er Mamie og eiga þau 4 börn. Þau eru búsett í Glasgow og svo Snjólaug, sem er yngst. Hún er píanókennari og vararæðismaður Islands, gift Nigel Thomson, dóm- ara. Þau eiga tvö börn og eru bú- sett í Edinborg. Samtals eru afkomendur Ingi- bjargar og Sigursteins 22 talsins. Þau Ingibjörg og Sigursteinn eignuðust fallegt heimili að 5 Lyg- on Road í Edinborg. Þar ólust börnin þeirra upp og þar var sá hamingjureitur er tengdi fjöl- skylduna svo sterkum böndum. Oft var gestkvæmt á heimilinu í Lygon Road. Þau hjónin voru miklir gestgjafar. Eftir að Sigur- steinn var útnefndur ræðismaður íslands í Skotlandi árið 1940 var mörgu að sinna á þeim vettvangi og segja má, að í reynd hafi Sigur- steinn verið eins konar sendiherra íslands i Skotlandi, sérstaklega á stríðsárunum, en þá komu ýms mál til hans kasta. Æði margir íslendingar voru þá við nám í Edinborg. Þeir nutu í ríkum mæli gestrisni þeirra Ingibjargar og Sigursteins. Á heimili þeirra hitt- ust menn oft og ræddu mörg mál- in er vörðuðu ættland og þjóð. Ef ég man rétt þá starfaði félags- skapur íslendinga í Edinborg á stríðsárunum og þar var Sigur- steinn fremstur í hópi og æfði m.a. söng með samlöndum sínum. Árið 1950 var Sigursteinn tilnefndur aðalræðismaður fyrir Island í Skotlandi og því embætti gegndi hann til æviloka. Sigursteinn Magnússon hafði sterkar tilfinningar fyrir íslenskri menningu. Sjálfur var hann mjög bókmenntalega sinnaður og var listhneigður. Hann beitti sér fyrir því að ljósrituð hafa verið ýms rit um ístand sem til eru í söfnum í Edinborg og víðar í Bretlandi. Tónlist átti sterk ítök í Sigursteini og sjálfur var hann góður söng- maður. Tónlistargáfan gekk svo í arf til barna og barnabarna. Snjólaug, yngri dóttirin, lauk námi í píanóleik og er píanókenn- ari. Og til eru sögur um kamm- erhljómsveit barnabarnanna á Laxamýri í Edinborg. Upp úr 1960 óskaði Sigursteinn eftir því að létta á sér störfum með því að láta af framkvæmda- stjórn Leith-skrifstofu, sem hann hafði gegnt í 30 ár við góðan orð- stír. Það var um þetta leyti sem ráðgert var að flytja skrifstofuna til London og þar tók hún svo til starfa á 60. afmælisdegi Sam- bandsins 20. febrúar 1962. Sigur- steinn hélt þó áfram að starfa fyrir sambandið sem ráðgjafi í markaðsmálum á Stóra-Bretlandi og meginlandi Evrópu með aðsetri í Edinborg. Þessum störfum gegndi hann í nokkur ár. Þegar hér var komið seldu þau Ingibjörg og Sigursteinn húsið sitt við Lygon - Road og fluttu í litla íbúð við Orchard Brae, nálægt miðbiki Edinborgar. Án efa var söknuður að flytja úr íbúðarhús- inu, sem geymdi svo margar góðar endurminningar frá bestu árunum á lífsleiðinni. En það er gangur lífsins að sníða sér stakk eftir að- stæðum. Þar verður skynsemin að ráða. Þegar Sigursteinn lét af störf- um fyrir Sambandið hafði hann starfað fyrir íslensku samvinnu- hreyfinguna í hálfa öld, fyrst á Akureyri, síðan í Kaupmanna- höfn, svo Reykjavík og lengst af í Edinborg. Hann var einn af þeim sem voru í forystusveit Sam- bandsins, þegar verið var að bygKÍ3 upp erlend viðskipti og starf hans á þessu sviði var ekki aðeins þýðingarmikið fyrir sam- vinnuhreyfinguna, heldur fyrir ís-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.