Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 19 VIÓT leysi hefur aukist og því hefur þeirri kenningu óspart verið hampað að engum árangri sé unnt að ná í baráttu gegn verðbólgu án þess að atvinnuleysi myndist. í þeim efnum hefur verið gert lítið úr árangri hægri stjórna í Bretlandi og Bandaríkjunum í verðhjöðnun þar sem atvinnuleysi sé þar mikið. En staðreyndin er sú, að atvinnuleysi er engu minna í mörgum ríkjum þar sem vinstri stjórnir ráða, og verðbólga jafnframt meiri, eins og í Frakklandi. Þótt bjartsýnir menn sjái ýmis bata- merki þá er ekki útlit fyrir það alveg á næstunni, að samdráttur sá, sem ríkt hefur nú um skeið í alþjóða efnahagsmálum sé á enda. Þótt olíuverðlag fari lækk- andi, mest vegna minnkandi eftirspurnar, er það mat manna, að nokkur tími líði þar til önnur batamerki verði raunveruleg. - X - Stjórnvöld hér á landi kenna ytri efnahagsáföllum, alþjóðlegri efnahagskreppu um, hvernig komið er í efnahagsmálum okkar. Staðreyndin er sú, að alþjóðlegur efnahagssamdrátt- ur hefur haft minni áhrif hér á landi en haldið er fram, og önnur hagstæð skilyrði vegið þyngra á metunum. Verðmætisaukning afla unnum úr sjó var meiri en olíu- verðhækkunin 1979 og verðlag á sjávarafurðum okkar og gengi dollars í hlutfalli við aðra gjaldmiðla okkur hagstætt. Það er fyrst á þessu ári, að sölutregðu gætir á skreið og aflaminnkunar eftir stóraukinn afla síðustu ára í kjölfar útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur undir forystu sjálfstæðismanna. En þó er afli á yfir- standandi ári líkur og var 1978 og 1979, sem sagt 3. eða 4. besta aflaár okkar. Stjórnarsinnar hrósa sér af fullri atvinnu og afsaka sinnuleysi sitt í baráttu gegn verðbólgu með því að þeir vilji ekki stofna til atvinnuleysis. Við þetta er a.m.k. þrennt að athuga: í fyrsta lagi er það ekki rétt að valið standi á milli atvinnuleysis og verðhjöðnunar eða fulirar atvinnu og verðbólgu. Það er ekki eingöngu unnt að ná árangri í baráttunni gegn verðbólgu án þess að til atvinnuleysis komi, heldur er það skilyrði þess, að hér komi ekki til atvinnuleysis. Ef óðaverðbóigan fær enn að vaða áfram er atvinnurekstur dauðadæmdur og atvinnuöryggi úr sögunni. I öðru lagi er nauðsynlegt, að við íslendingar gerum okkur grein fyrir því hvort hér sé full atvinna í þess orðs réttu merkingu, hvort vinnuafl landsmanna sé allt bundið við arðbær störf. í raun og veru er ástæða til að ætla, að hér sé dulið atvinnuleysi. Á undanförnum árum hafa menn flust af landi brott til þess að leita sér atvinnu. Við sjáum dulið atvinnuleysi í því að fiski- skipaflotinn er of stór og þar af leiðandi stunda of margir fiskveiðar miðað við ástand fiskstofna. Núver- andi ríkisstjórn hefur staðið fyrir innflutningi á nær 20 skuttogurum síðustu 2 árin án þess að fiskiskip færu úr landi í staðinn. Þessir togarar kosta um eða yfir 1000 millj. kr. Þeim fjármunum er á glæ kastað. Þjóðin í heild fær ekki auknar tekjur til að standa undir þeirri greiðslubyrði. Við gerum okkur grein fyrir duldu at- vinnuleysi. Auðvitað dregur þetta dulda atvinnuleysi úr lífskjörum almennings, þótt segja megi að mannúðlegra sé að mæta atvinnuleysinu með þessum hætti heldur en horfast í augu við það með þeim afleiðingum, sem aðrar þjóðir hafa gert og greiða atvinnuleysisstyrki. í þriðja lagi er aðalskýringin á því að hér hefur ekki verið atvinnuleysi, að atvinnu, þ.á m. hallarekstri, hefur verið haldið uppi með erlendum lántökum en það verður ekki gert til frambúðar. Atvinnuleysisvofan bíður í dyragættinni. - X - Ástæða er nú til að rifja upp að um þetta leyti fyrir þremur árum stóðu yfir stjórnarmyndunartilraunir eft- ir desemberkosningarnar 1979. Ég gerði þá að tillögu minni að mynduð yrði þjóðstjórn þar sem allir þing- flokkarnir tækju höndum saman og bæru ábyrgð á bar- áttunni gegn verðbólgunni, sem þjóðarnauðsyn væri að sigrast á. Rjúfa skyldi þá sjálfvirkni og þann vítahring sem landsmenn hafa gengið eins og þrælar. Annað höfuðmálið sem slík þjóðstjórn átti að ná sam- komulagi um var lausn kjördæmamálsins svo að leið- rétt yrði misvægi atkvæða. Þessi viðfangsefni eru nú enn hvoru tveggja aðalvandamálin sem lausn verður að finnast á. En hversu auðveldar hefði það ekki verið fyrir 3 árum en nú? Þá var hæðst að þessari tillögu minni en þeir hinir sömu sem voru með háðsglott á vör þá eru að tala um þjóðarsamstöðu nú og kalla á ábyrgð stjórnarandstöðunnar til að koma ráðþrota ríkisstjórn til hjálpar. Myndun núverandi ríkisstjórnar átti að bjarga sæmd Alþingis er reynslan af þriggja ára stjórnarferli hefur leitt í ljós að virðing og sæmd Alþingis hefur aldrei verið minni. Reynsian hefur sýnt að myndun núverandi ríkis- stjórnar byggðist á tvennu, annars vegar löngun í ráð- herrastóla og hins vegar vilja til að kljúfa Sjálfstæðis- flokkinn, kjölfestuna í íslenskum þjóðmálum. Ekki vantaði raunar fögur orð í stjórnarsáttmála en Stein- grímur Hermannsson hefur nýlega haldið því fram, að núverandi ríkisstjórn hafi í raun aðeins tvisvar gert raunverulegar efnahagsráðstafanir, nefnilega 7% verð- bótaskerðinguna 1. mars 1981, sem ákveðin var með efnahagsaðgerðunum um áramótin þar á undan og 7,7% verðbótaskerðingu 1. desember sl. sem gerð var með bráðabirgðalögunum. Þessi ummæli Steingríms Her- mannssonar leiða í ljós það sem aðrir vissu raunar áður að ríkisstjórnin sat aðgerðarlaus allt fyrsta ár starfs- ferils síns. Þessi ummæli sanna og það sem kemur fram við lestur fjárlaga næsta árs að efnahagsráðstafanirnar frá því í janúar fyrr á þessu ári, er ákveðið var að greiða vöruverð niður um 6% í þeim tilgangi að falsa vísitöl- una, hafa runnið út í sandinn. Þegar þessar auknu niðurgreiðslur áttu að eiga sér stað var vöruverð þá þegar greitt niður um 5% og það svarar einmitt til þeirrar upphæðar sem verja á til niðurgreiðslna í fjár- lögum næsta árs. - X - Bráðabirgðalögin, sem sett voru í ágústmánuði sl. og ríkisstjórnin hrósar sér sem mest af, voru þó það feimn- ismál að frumvarp til staðfestingar þeim var ekki lagt fram á Alþingi fyrr en mánuður var af þingi og enn hafa þau því ekki verið afgreidd úr fyrri deild. En auk 7,7% verðbótaskerðingar sem felst í bráðabirgðalögun- um er þar einnig ákveðin hækkun skatta, þ.e. vöru- gjalds, og lofað er láglaunabótum sem þó eru ekki nánar skilgreindar í lögunum sjálfum. í ljós hefur komið að launþegarnir sem áttu að fá láglaunabæturnar hafa greitt þær fyrirfram með hækkuðum vörugjöldum og fá því í raun engar bætur. Alþingi var algerlega sniðgeng- ið þegar gengið var frá reglum um láglaunabæturnar og hefur reynsla síðustu daga leitt í ljós að þeir sem síst skyldi hafa fengið þær en hinir sem mesta þörfina hafa eru sniðgengnir. Alþingismenn hljóta að taka reglur um láglaunabæt- ur til sérstakrar meðferðar þegar þing kemur saman að nýju í janúar. I tengslum við bráðabirgðalögin lofaði ríkisstjórnin ýmsum aðgerðum, m.a. að lengja orlof og hefur frum- varp þar að lútandi verið samþykkt á Alþingi. Þetta fyrirheit ríkisstjórnarinnar var bundið því að hafa sam- ráð við aðila vinnumarkaðarins en framkvæmt þannig að ríkisstjórnin fór bæði aftan að þeim og alþingis- mönnum með því að semja fyrst við opinbera starfs- menn um lengingu orlofs, þótt þeir stæðu best að vígi allra launþega í orlofsmálum fyrir, svo að enn var aukið á misrétti landsmanna í þessum efnum. Alþingismenn áttu því erfitt um vik að snúast gegn lengingu orlofs til þeirra sem höllum fæti hafa staðið á því sviði hingað til. En menn hljóta að spyrja, hvaða rökrétt samhengi er milli þess að skerða verðbætur launa vegna minnkandi þjóðartekna og lengja um ieið sumarfríið úr 4 í 5 vikur. Enda var lenging orlofs síðasta snuðið sem stungið var upp í formann Verkamannasambandsins svo að hann féllist á verðbótaskerðinguna enda læddist hann út um bakdyrnar laugardaginn þann sem bráðabirgðalögin voru gefin út svo að hann yrði ekki á vegi fjölmiðla, líkt og þegar Stykkishólmsför hans var gerð um árið. Samhliða bráðabirgðalögunum var sagt að nú yrði kaupgjald miðað við nýja vísitölu. í stjórnarherbúðun- um er ekkert samkomulag um hvernig beita skuli þess- ari nýju vísitölu eða viðmiðun við hana og ekkert frum- varp þar að lútandi hefur séð dagsins ljós. Þá var og talað digurbarkalega um að nú skyldi stöðv- uð erlend skuldasöfnun og mundi fjárfestingar- og lánsfjáráætlun staðfesta það. Enn sem komið er hefur fjárfestingar- og lánsfjáráætlun ekki séð dagsins ljós þótt hún eigi að fylgja fjárlögum lögum samkvæmt. En alvarlegast af þessu öllu er þó, að þær efnahags- ráðstafanir sem áttu öllu að bjarga, koma fyrir ekki. Fiskiskipaflotinn stöðvaðist þegar innan mánaðar eftir að bráðabirgðalögin voru sett. Að vísu var fiskiskipun- um komið á flot aftur með bráðabirgðaslætti til þriggja mánaða en nú er líka áramótavandinn slíkur að fyrir- huguð lausn hans hlýtur að hleypa nýrri verðbólguöldu af stað. Stjórnvöld eru að fjalla um 10—14% hækkun fisk- verðs, allt að 37% niðurgreiðslu olíu í stað 22% sem nú er í gildi frá því í haust og samt verða fiskiskipin rekin með 4—5% halla. Menn láta sér detta í hug að fella gengið og verja hluta gengismunasjóðs til að borga olíuna fyrir útgerðina. Úr slíkum vítahring verður erf- itt að komast. Undir öllum kringumstæðum er fyrir- sjáanleg 10—15% gengisfelling eða gengissig í einu stökki eða gengisstallur, sem nú á að kalla hrap ís- lensku krónunnar. Það er ekki lengra síðan en 21. desember sem dag- blaðið Tíminn, málgagn Framsóknarflokksins, skrifar: „Gengisfelling kemur ekki til greina, svo mikið er víst,“ sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra, þegar blaðamaður Tímans spurði hann hverjar yrðu hugsanlegar efnahagsráðstafanir, sem ríkisstjórnin myndi grípa til nú um áramótin. Það er ekki mikið mark hægt að taka á orðum ráð- herra. - X - Tímabil núverandi ríkisstjórnar hefur raunar ein- kennst af því, að stjórnarmyndunartilraunir hafa staðið óslitið þessi 3 ár sem liðin eru frá formlegri myndun ríkisstjórnarinnar. Og síðustu athafnir og ummæli ráð- herra leiða í ljós að upplausnin, fyrirhyggju- og ráðleys- ið er nú slíkt, að menn hafa blátt áfram gefist upp andspænis vandanum. Eftirmæli ríkisstjórnarinnar eru þessi í höfuðatrið- um: Heitið var að verðbólgan færi niður í 8—10% á ári, hún hefur verið 40—60% og stefnir í 60—80% á næsta ári. Heitið var stöðugu gengi en dollarinn hefur fjórfald- ast í verði og fyrirsjáanlegt er, að á þriggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar verði hann nær fimmfalt hærri í verði en þremur árum áður. Viðskiptajöfnuður var hagstæður þegar núverandi ríkisstjórn tók til starfa en stefnir nú í 10—12% halla miðað við þjóðarframleiðslu og ekki fyrirsjáanlegt að gerðar verði neinar ráðstafanir sem i verulegum mæli breyta því. Erlendar skuldir voru um 30% af þjóðarframleiðslu en stefna nú hratt i 50% af þjóðarframleiðslu, ísland er að verða eitt af skuldugustu löndum heims og er þá langt til jafnað, enda hefur fjármálaráðherra sagt að við værum að sökkva á kaf í iskyggilega skuldasöfnun. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.