Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 Skátakveðja: Helgi S. Jónsson Keflavík Auðvitað er það leikur að stráum, að gæla við það, sem var. Minningarnar um Helga Ess, eru margar og margvíslegar frá starfi og leik. Þegar maður fer svo að hrófla við þeim, vel geymdum í þakklátum huga, þá er eins og bresti ljúfur strengur í eigin barmi, við þessi leiðarlok. „Það á enginn að harma dauða minn,“ sagði Helgi. „Það á aðeins að harma, þegar mér mistekst." Ef til vill er sú líka raunin á, að það harma það fáir núna, þótt dauðinn ætti erindi við hann. En það var mikill harmur að mörgum kveð- inn, þegar örlögin úthlutuðu hon- um sæti í biðsalnum, með þeim hætti að hann mátti ekki hafast að. Þar er víst lítið um viðhafnar- sæti, þegar lengi er beðið. Það vildi svo til, að ég var ennþá ómótað ungmenni sveitalífsins, sem þekkti lítið annað af tilver- unni en kindarhöfuð og kýrhala, þegar mig bar þar á fjörur, sem Helgi Ess var að hasla sér völl í forustusveit landsmálanna. Þau ólguðu þá mikið, eins og þeim er gjarnt að gera. Vissulega mistókst honum þar. Fáir virtust harma það. — En síðar, — þegar sú ör- lagasól hneig til viðar, hlaut önn- ur sól, miklu skærari, að rísa við dagsbrún í jafn kvikum og geisl- andi huga, sem Helgi hlaut í vöggugjöf. Skátahreyfingin og listræn viðfangsefni, mótuðu nú, öðru fremur, þann farveg, sem lífsform hans liðaðist eftir. Listfengi hans var margbrotið og spannaði vítt. Hann laut ekki að einhverju einu á því sviði. Hann kom við í flestum greinum iistarinnar og sumstaðar svo eftir- minnilega, að unun var að. Hann var gæddur yfirgripsmiklum hæfileikum, sem alltaf skyldu eitthvað eftir af fegrandi og mót- andi viðhorfum, í hverri þeirri sál, sem leit auga tilþrif hans í leiklist eða túlkun hans á myndlist og þá síðast, en ekki sízt, þeim sem hlýddu á hans þróttmikla og meitlaða málfar. — Að sjálfsögðu hefði skólun eða ögun á þessari viðkvæmu braut, getað átt við hann erindi, en um það var þó ekki að ræða. Atvikin spunnu sína þræði þar, sem svo víða annars staðar. Hans skólaganga varð samtals 10 vikur, til undirbúnings kristninnar. Annað var heima fengið. Styrkleiki hans var áræðið. Hann vék sér ekki undan köllun sinni, þótt hann skynjaði vel van- mátt sinn. Veikleiki hans var hið margræða í sál hans. Það er annað gæfa og gjörfileiki, eins og sagt er. Það sýndi sig hjá honum, sem svo mörgum öðrum, að hin stóra fjöl- þætta sál, hefir oftast auma kviku, sem auðvelt er að ýfa til. Það sýndi sig einnig að það eru ekki allir þræðir mikillar sálar jafn sterkir, svo að sumum þeirra ligg- ur stundum við að bresta og aðrir gera það. Ef það væri ekki þannig í mannlegu lífi, þá værum við ekki mannleg. Helgi Ess bar auðnu til þess, að stíga mörg eftirminnileg og heilla- drjúg spor fyrir byggðarlag sitt og alla hina íslenzku þjóð. Eg trúi því, að í sporunum þeim, eigi eftir að vaxa fagrir laukar, áður heldur en þau verða með öllu afmáð af tönn tímans. Þar fórnaði hann líka fjármunum, fjölskyldulífi og eigin tilveru, fyrir þá viðleitni að upphefja hversdagsleikann, í anda þess, að maðurinn lifir ekki af fiski einum saman. Það var metn- aður hans og stolt, að gera mikið úr litlu á sviði menningar og lista. Leiklistin var honum afar kær og persónulega vann hann þar óum- deilanlega sigra. Þótt hann væri með afbrigðum kærulaus að læra rulluna sína, skilaði hann henni alltaf með glæsibrag. Hæfni hans var slík á sviðinu að hann átti allt- af útgönguleiðir, hversu takmörk- uð sem kunnátta hans var á hlut- verkinu. Ég held, svei mér þá, að hann hafi stólað á það, hve snögg- ur hann var að aðlaga sig aðstæð- unum og semja á stundinni, það sem hann taldi að gæti verið þar, eins og á stóð, þegar hann kunni ekki nægjanlega. Aldrei féll leikur hans. Alltaf gerði hann eitthvað. Svo sniðugur var hann, að þegar dekkst var í álinn, með kunnátt- una, þá gat hann leitt inná það, að nauðsynlegt væri fyrir sig að líta eftir þessu eða hinu baksviðs og brá sér þá til að líta í handritið, án þess að nokkurn grunaði neitt, nema mótleikarann, sem stóð auð- vitað stjarfur á sviðinu. Flestir kvörtuðu yfir því að leika á móti honum, af þessari ástæðu. En allt jók þetta á gleðina að leikslokum. Þetta eru eftirminnilegar stundir. Helgi var þarna alveg frábær. Ég á enga mælistiku fyrir myndræna byggingu á verkum' hans í myndlist. Það gerir heldur ekkert til. Ég sá hann oft mála, það væri svo sem ekki í frásögur færandi, ef hann hefði alltaf gert það með penslum, á hefðbundinn hátt. En svo hversdagslegt var það ekki. Stundum notaði hann bara „hefðbundið" sporjárn. Ég með kindarhöfuðið og kýrhalann — glápti bara og hló, þegar hann sveiflaði sporjárninu um strigann. En listrænar sveiflur hljóta það að hafa verið, því að viti menn, brátt komu í ljós hin listilegustu skip, í ölduróti eða við festar, eða þá forynjur í hömrum, jafnvel fugl á grein. Þegar Helgi taldi sig hafa lokið við myndina, lagði hann hana upp að kassa eða vegg í „kamesinu", þar sem allt gerðist, svo að hún gæti þornað. En vegna þess hve margir áttu erindi í „kamesið", á meðan þurrkunin stóð yfir, var hún venjulegast föl- uð af meistara sínum, fyrir ekkert gjald, um það bil, sem hún gat tal- ist ferða fær. Þá var ekkert eftir, nema svipleiftur þeirrar stundar, þegar hann skóp og sem aðrir náðu ekki til. Tungutak Helga verður öllum minnisstætt sem á hann hlýddu. Hann hafði næmt eyra fyrir ís- lenzku máli og hafði gott og mikið vald á að raða orðum sínum smekklega saman, hvort heldur í ræðu eða riti og slá nákvæmt á strengi áheyrandans. Orðhvatur var hann stundum og það svo mjög að undan sveið. En það var þá einungis í stjórnmálaþrasi, þar sem hann taldi sig hafa hendur sínar að verja, að hann beitti slíku. En mál sitt flutti hann allt- af af myndugleik og reisn. Alltaf eins og sá, sem valdið hefir. Það fór honum vel og ég gekkst upp í því. Sumir höfðu við orð, að Helgi væri ekki ýkja orðheldinn, með það, sem hann lofaði. Það má vel vera, að svo hafi verið, því að hon- um sást alltaf yfir það, að hugur hans og góðvild bar hann örar til góðra verka, heldur en elja hans náði til efnda. Álagið var gífurlegt á þessum manni á tímabili. Það gegndi mikilli furðu, hvað honum tókst að leysa vanda margra. Eins og allir vita, fjölgaði fólki mjög ört í Keflavík á stríðsárunum. Heilbrigðisþjónustan fylgdi þeirri fjölgun ekki eftir að sama skapi. Einn — og síðar tveir læknar og ekkert sjúkrahús á öllum Suður- nesjum annaði engan veginn þörf- inni. Þá kom upp sú staða, að margir leituðu til Helga með minniháttar skeinur og meiðsli. Hann hafði jú, sem skáti, lært hjálp í viðlögum og var auk þess mjög laginn til slíkra verka. — Það er ekki að orðlengja það, að á skömmum tíma varð íbúðin undir lögð, meira og minna, sem bið- stofa sjúkra og baðherbergið standandi apótek. — Það þurfti að setja fingur í lið. Það þurfti að taka flísar hér og hvar. Sandkorn úr auga og ég veit ekki hvað og hvað. Sumir komu líka „þunnir" eftir góða rispu. Þeim leið yfirleitt verst. En allt læknaði Helgi. Ef maður var óbrotinn, ekkert flumbraður og ekkert þunnur, þá var ekki lítandi inn hjá Helga á þessum tíma, eftir vinnu eða um helgar. Svei mér þá. — Já. Hann fórnaði oft meiru, en sjálfum sér fyrir náungann, drengurinn sá. Heimili sínu og hverju sem var. Læknishjálpin íþyngdi ekki sjúkl- ingunum, fjárhagslega. Han lagði til umbúðirnar og annað, sem til þurfti og átti dásamlegar pillur, sagði fólk. I skátastarfinu var Helgi Ess mikill og fjölhæfur foringi. Þar risti hann sínar dýrustu rúnir. Þar skein stjarna hans skærast. Þar var hann með lifandi blómstur þjóðar sinnar undir armi. Þar sló hann á fegurstu og hljómmestu strengi hörpu sinnar og flutti þeim óð, frá háleitum leiðum, þeim til þroska og manngildis. Helgi stofnaði skátafélagið Heiðabúa í Keflavík og tókst að gera það mjög vel virkt og dug- andi, enda hafði hann harðsnúnu liði á að skipa, sem stóð vel og dyggilega að baki honum. Fyrr á árum voru þeir stolt byggðarlags- ins og eru það ef til vill ennþá, sem báru hróður þess vítt um. Alltaf hélt Helgi þó mest upp á þriðju sveit, sem von var, því að: „Þar var samankominn mestur kvenkostur á Islandi," sagði hann. Nú eru þær bara allar ömmur. — Og Helgi farinn heim. — Áþreifanlegt dæmi um framvinduna og for- gengileikann, eins og hann gerist. Rislítið að harma það. Nú kveðjum við þennan mæta mann, með heilli þökk fyrir það sem hann var okkur, fyrir það sem hann var byggðarlagi sínu og að lokum, fyrir það sem hann var þjóð sinni. — Öll biðjum við hon- um fararheilla, á nýrri vegferð, vitandi það og hreykin af því, að margur hefir farið með léttari mal, við andlát sitt, ef mælt væri. Skarphéðinn Össurarson Anna Magnúsdóttir Minningarorð Bergljót Snorradóttir Schweitzer — Minning Þann 27. desember sl. kvaddi Anna okkur á fæðingar- og dán- ardegi föður síns. Hún var dóttir Guðrúnar Oddgeirsdóttur hús- freyju og Magnúsar Jónssonar sem var bæjarfógeti í Hafnarfirði. Kynni okkar hófust er hún varð tengdamóðir bróður míns fyrir sautján árum. Anna var sérlega aðlaðandi og greind kona, sem hægt var að ræða við um allt milli himins og jarðar. Hún hafði ríka kimnigáfu og hlátur hennar var einkar smitandi. Fjörugar umræð- ur um eilífðarmálin eru mér minnisstæðar en þau voru henni sérlega hugleikin. Útþráin og tilbreytingin voru ríkur þáttur í fari hennar og oft ræddum við hvar væri fallegast og bezt að búa erlendis ef ekki vær- um við bundnar svo föstum bönd- um okkar landi. Stundum vorum við búnar að finna draumalandið en þá sagði hún: „Nei, ég vildi nú heldur dvelja í Vínarborg." Hvergi hefði ég getað hugsað mér önnu njóta sín betur. Ég sé hana fyrir mér í Vínarskógi að hlusta á Strauss-valsana, í óperuhúsunum, eða bara á göngu í fögru umhverfi gamallar menningar. Hún var heimsmanneskja. Anna var frá- bær píanóleikari. ófáir eru þeir sem nutu kennslu hennar. Hún var skólastjóri Tónlistarskóla Akraness um árabil og talaði um hann sem fósturbarn sitt. Listagyðjan snart Önnu sprota sínum á fleiri sviðum. Hún hafði einnig unun af að mála. Myndir hennar hafa mér alltaf fundizt lýsa henni vel. Hún notaði fallega bjarta liti og blómamyndirnar hennar sýndu fegurð og hlýju. Árlega í sextán ár höfum við fjölskylda mín og bróður míns dvalið í boði önnu og Njáls í Bakkaseli, sem er unaðsreitur við Þingvallavatn, eina viku á sumri hverju. Þessi vika okkar saman hefur orðið okkur ómissandi og treyst vináttu barna sem fullorð- inna. Þarna naut Anna sín vel. Hún elskaði friðinn og fegurðina í Bakkaseli. Oft fór hún með litina sína út í laut, sat þar tímunum saman og teiknaði eða málaði. Á kvöldin sungum við og nutum þess að horfa á arineldinn. Hughrif Önnu voru mikil. Við eigum fallega minningu, sonur minn og ég, um síðustu heimsókn okkar til hennar. Það var á aðventunni, aðventukaffi á borðinu, kertaljós á flyglinum og brosandi Anna í dyrunum. „Þið verðir að syngja með mér elskurn- ar mínar, og ég spila undir. Tón- listin er nauðsynleg í lífinu, þið vitið það.“ Það síðasta sem ég heyrði hana spila var Liebes- traum. Hún vakti undrun og hrifningu erlendra hjóna, vina okkar, er hittu hana á heimili Önnu yngri og Willa. Anna spilaði af slíkri tilfinningu og leikni að erlenda konan kvaðst aldrei mundu reyna að spila Liebes- traum aftur. Þetta væri stund, sem hún vildi ekki gleyma. Anna giftist Njáli Guðmunds- syni 8. ágúst 1942. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík en síðan á Akra- nesi þar sem Njáll var skólastjóri. Eftir áratuga dvöl þar fluttu þau aftur, þá í Kópavog, en á þessu ári varð heimili þeirra í sama húsi og dóttur þeirra og tengdasonar. Þau nutu þess að vera nálægt dóttur- börnunum. Þau voru samhent, Anna og Njáll, og hefur hann ver- ið henni einstaklega hjálplegur í áralöngum veikindum hennar. Tvö börn eignuðust þau, Önnu, f. 12. júní 1944, og Baldur Viðarr, f. 8. október 1945. Anna er gift William Thomas Möller og eiga þau þrjú börn, Önnu Grétu, Tómas Njál og Gunnar Þór. Baldur er kvæntur Tove Berntsen, norskri konu og eiga þau fjögur börn, Rúnu, Bent, Snorra og Njál. Þau búa í Noregi. Við Kristján, móðir mín og börnin söknum önnu og þökkum henni samfylgdina og sendum Njáli og fjölskyldunni allri samúð- arkveðjur. Lítill drengur sagði við lát ömmu sinnar: „Nú hlustar hún amma ekki oftar á mig spila á fiðl- una mína.“ Ég veit ekki nema hún líti til með ömmudrengjunum þeg- ar þeir æfa sig á fiðlu og píanó. Guð blessi minningu Önnu Magnúsdóttur. Kristín Möller Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju kl. 3, mánudaginn 3. janúar 1983. Bergljót Snorradóttir Schweitz- er lést í sjúkrahúsi í Oakland, Kaliforníu, 23. október sl. Fráfall hennar kom okkur öllum mjög á óvart. Eins og svo oft áður gerði dauðinn ekki boð á undan sér. Bergljót var fædd á Eskifirði 28. september 1925. Hún fluttist til Reykjavíkur 9 ára gömul og átti þar heima þar til hún giftist. For- eldrar hennar voru hjónin Snorri Jónsson og Stefanía G. .Stefáns- dóttir, Bergljót átti sjö systkini, en fjögur eru á lífi: Hrafnhildur S. Christopherson sem býr í Suður- Kaliforníu, Jónína og tveir bræð- ur, Haukur og Snorri, búa á ís- landi. Hinn 19. maí 1945 giftist Berg- ljót eftirlifandi manni sínum Theodore P. Schweitzer. Hann gegndi þá herþjónustu á Islandi og þar var brúðkaup þeirra haldið. Hjónaband þeirra var farsælt, á heimili þeirra ríkti gagnkvæm hlýja og ástúð. Bergljót og Ted eignuðust tvo syni, Stefán, sem býr á Hawaii, og Gunnar Richard, sem býr hjá pabba sínum í Los Gatos, Kaliforníu. Sonardæturnar eru fimm. Fyrsta heimili Bergljótar og Ted var í Columbus, Ohio, en seinna fluttu þau til Kaliforníu, í grennd San Francisco. Húsið þeirra stendur hátt uppi í fjalli með útsýni til allra átta. Yfir dýr- unum er skilti og á það letrað „Fagrabrekka". Það var alltaf gott að koma í Fögrubrekku, þar ríkti íslensk gestrisni eins og best ger- ist. Bergljót var framúrskarandi myndarleg húsmóðir. Hún mat- reiddi íslenskan mat þegar því var við komið og bar pönnukökur, kleinur og jólaköku með kaffinu. Alltaf voru haldin íslensk jól á heimili þeirra. Bergljót hafði mikið yndi af hannyrðum og bar heimilið þess merki. Hún naut þess líka að vinna í garðinum sínum, enda voru blómin hennar alltaf falleg. Móðurmálinu var ekki gleymt. Það heyrðist ekki á mæli Bergljót- ar að hún hafði verið fjarri ætt- landi sínu í 37 ár. Ted talar líka íslensku og á góðum stundum í Fögrubrekku settist hann við pí- anóið og spilaði íslensk lög og allir sungu með. Bergljót vann mikið fyrir ís- lenska klúbbinn okkar. Hún var ósérhlífin og vildi allt fyrir alla gera. Umfram allt reyndist hún okkur góður vinur. Við munum öll sakna hennar mikið. Það er mikið lán að eiga góða fjölskyldu og vini og við erum þakklát fyrir að hafa átt Bergljótu. San Jose, í desember 1982. Sigrún Ölafsdóttir Zappulla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.