Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 25 Herlögum í Póllandi aflétt á miðnætti í gær Varsjá, 30. desember. AP. YFIRVÖLD í Póllandi til- kynntu í dag, að herlögum yrði aflétt á miðnætti í kvöld, rúmu ári eftir að þau voru sett. Fyrri yfirlýsingar yfir- valda höfðu gefið til kynna, Sorsa beðinn um að sitja áfram Helsinki, 30. desember. AP. KALEVI Sorsa, forsætisráðherra fínnsku stjórnarinnar, baðst í dag lausnar fyrir sig og stjórn sína, en í gær neituðu kommúnistar, einn stjórnarflokkanna, að fallast á örlitla hækkun á útgjöldum til varnarmála. Mauno Koivisto forseti veitti Sorsa hins vegar ekki lausn að bragði, held- ur bað hann að leita allra ráða til að leysa stjórnarkreppuna. Á blaðamannafundi, sem Sorsa hélt, sagði hann, að kommúnistar ættu ekki afturkvæmt í stjórnina og ráðherraembættin þrjú, sem þeir höfðu, yrðu skipuð jafnaðarmönn- um. Auk kommúnista og jafnað- armanna áttu Miðflokkurinn og Sænski þjóðarflokkurinn aðild að stjórninni, sem hefur, þrátt fyrir það sem á undan er gengið, enn meirihluta á „Eduskunta", finnska þinginu, eða 103 þingmenn á móti 97. Stjórnmálaskýrendur telja, að ástæðan fyrir brotthvarfi kommún- ista sé fylgisleysi þeirra meðal al- mennings eins og fram hefur komið í skoðanakönnunum að undanförnu. Þess vegna vilji þeir fá tíma til að auka á eininguna innan flokksins, sem er í raun klofinn, og hressa upp á andlitið út á við. Eins og aðrir kommúnistaflokkar eru þeir líka mjög friðelskandi um þessar mund- ir og gera sér vonir um að njóta góðs af friðarhreyfingunni finnsku. Hækkunin á útgjöldum til varn- armála var mjög lítil og stuðn- ingsmenn hennar segja, að fénu verði varið til kaupa á innlendum varningi og muni því ýta undir at- vinnu í landinu. Kommúnistar segja hins vegar sem svo, að það sé sannfæring þeirra, að „öryggi Finnlands verði ekki tryggt með vopnum". að herlögunum yrði aflétt á hádegi á morgun, gamlárs- dag. Fjölmiðlar í Póllandi réðust í dag, öðru sinni á aðeins þremur dögum, harkalega að Lech Walesa, forvígismanni Samtöðu, og sökuðu hann um lausmælgi og undirróður í viðtölum við vestræn tímarit. Pólska fréttastofan PAP, sagði m.a., að Walesa hefði lýst ástand- inu í Póllandi á þann veg, „að þjáningar fólksins í Póllandi væru sambærilegar við þjáningar þýskrar alþýðu í síðari heims- styrjöldinni." „Stjórnin notar hvert það tæki- færi sein gefst, til að grafa undan áliti mínu, en ég gefst ekki svo auðveldlega upp,“ sagði Walesa í símaviðtali við vestrænan frétta- mann. PAP og málgagn pólska komm- únistaflokksins birtu á mánudag nákvæmlega eins orðaðar árásir á hendur Walesa og vitnuðu þar í viðtal, sem birtist í vestur-þýska tískubiaðinu Bunte. Walesa líkti þjáningum Pól- verja alls ekki við þjáningar þýskrar alþýðu í blaðinu, eins og yfirvöld í Póllandi hafa látið liggja að. Hann sagði, að Þjóðverj- ar og Pólverjar „vissu hvað þján- ingar væru“. Jarðskjálftar í N-Yemen á ný ERLENT Manania, Kahrain, 30. desember. Al\ FYRSTU FREGNIR af röð fimm öfl ugra jarðskjálfta, sem gengu yfir miðhluta Norður-Yemen snemma i morgun, herma, að talsvert mann- tjón hafi orðið og mikið tjón á eign- um. Engar staðfestar fregnir höfðu borist af manntjóni er Morgun- blaðið fór í prentun, en a.m.k. eitt heilt þorp þurrkaðist hreinlega út af landakortinu. Þá ollu skjálftarnir í morgun miklum usla í flóttamannabúðun- um, sem komið var upp eftir að mjög öflugur skjálfti hafði valdið dauða hálfs þriðja þúsunds manna og valdið gífurlegu eignatjóni fyrir tæpum þremur vikum. Víða flúði fólk úr húsum sínum og hafðist við á dýnum á götum úti af ótta við að húsin hryndu. Orkusparnaðarnefnd t Útför bróöur míns, GUÐLAUGS NARFASONAR, Baldursgötu 25, Rvík, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 4. janúar kl. 15.00. Ingibjörg Narfadóttir. þakkar landsmönnum samstarfið á liðnu ári Hefjum nýja árið með þeim ásetningi að draga enn úr orkunotkun okkar Faöir okkar, JÓN EIRÍKSSON, akipstjóri, Drápuhllö 13, lést 30. desember 1982. Ólafur H. Jónsson, Ragnheiöur S. Jónsdóttir, Einar J. Eiríksson. t Útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, SVANHILDAR LILJU KRISTVINSDÓTTUR, húsfreyju, Halakoti, fer fram frá Selfosskirkju þriöjudaginn 4. janúar kl. 14. Jarösett veröur frá Laugardælum. Kristinn Helgason og fjölskylda. t Útför eiginmanns míns, fööur okkar og sonar mins, JÓNS BJARNA SIGURÐSSONAR, Garöabraut 13, Akranesi, fer fram frá Akraneskirkju þriöjudaginn 4. janúar kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hins látna, láti Slysavarnafólag íslands njóta þess. Vilhelmína Elísdóttir og börn, Sigurlín Jónsdóttir. Húsnæði óskast Ungur athafnamaöur meö 2 fyrirtæki í rekstri óskar eftir aö taka á leigu einstaklingsíbúö í lengri eöa skemmri tíma. /Eskilegt er aö húsnæðiö sé meö húsgögnum. Fyrirframgreiðsla hugsanleg. Uppl. ísíma 76218. Orkusparnaðarnefnd iðnaðarráðuneytisins ORKUSPARNAÐUR ÞINN HAGUR ÞJ0ÐARHAGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.