Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.12.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 mönnum þeirra tókst ævilöng vin- átta. Er hætta styrjaldarinnar var hjá liðin stóð hugur hans aftur allur til flugmálanna. Verður hann flugvallarstjóri 1947 og síð- an flugmálastjóri 1951. Agnar byggði upp ásamt öðrum góðum mönnum það flugsamgangnakerfi sem við eigum í dag, bæði innan- lands og við umheiminn. Þó er sá kaflinn merkastur er viðkemur og gerir íslenzkt flug að hlutfallslegu stórveldi á flugleiðinni milli meg- inlands Evrópu og Norður-Amer- íku með fluginu frá New York til Luxemborg. Það er Agnar sem leggur hornsteininn að þessu flugi með samningum við Luxemborg og Bandaríkin. Þessir samningar byggðust fyrst og fremst á velvilja stjórnar Bandaríkjanna. Nutu Is- lendingar þar áreiðanlega traustra persónulegra sambanda Agnars við ráðamenn í Bandaríkj- unum, sem náðu allt aftur til stríðsáranna. Þetta flug hefur gert miklu meira en nokkuð annað til þess að koma Islandi til meðvit- undar heimsins. Hinar óeðlilega góðu samgöngur við Bandaríkin hafa verið undirstaða hinna miklu samskipta, er við höfum átt við Bandaríkin, eftir að flugsamgöng- ur voru teknar þangað upp beint. Sá grunnur, sem byggður var með Luxemborgarfluginu hefur nú í áratugi fært hundruðum íslend- inga tekjumikla atvinnu og þjóð- inni mikla erlenda fjármuni. Jafn- framt hefur þetta flug borið heið- ur og hróður Islands langt út yfir þau lönd, er að Norður-Atlants- hafi liggja. Atlantshafsflugið hef- ur verið einstaklega gifturíkt, það hefur verið stundað í um 30 ár í fullkomnu öryggi. Slíkur árangur næst aðeins með þrotlausu starfi og árvekni. Ég átti því láni að fanga að kynnast Agnari vel í gegnum sam- eiginlegan vin okkar, Guðmund Einarsson frá Miðdal, þann merka mann. Við fundum brátt að við áttum mörg sameiginleg áhuga- mál, fjallgöngur, ferðalög, skíða- ferðir, herfræði og heimspólitík. Minnist ég í dag hinna mörgu ánægjulegu ferða er við vorum fé- lagar í á öllum árstíðum bæði hérna heima og erlendis. í öllu, er að þeim laut, var hann einstakur kunnáttumaður. Ég minnist þess ekki, að í þeim öllum hafi í eitt skipti verið tekin röng ákvörðun. í herfræði og heimspólitík var hann ef til vill meiri kunnáttumaður en nokkur annar íslendingur, í fyrra atriðinu, en einlægur áhugamaður í þeim báðum. í okkar vináttutíð varþað segin saga, að ef eitthvað stórt og mikilvægt var að ske í heiminum, var hringt til Agnars til umræðu og álits. Hann var bú- inn að fylgjast svo lengi og náið með heimsstjórnmálunum, að með honum hafði náð að þróast eðlis- ávísun um styrkleikahlutföll, ástand og útkomu, sem oftast reyndist rétt. Þáttur í forsendum þessa eiginleika voru hin miklu ferðalög hans um heiminn, sem hann kynntist stórum hluta per- sónulega. Hann lét heldur ekki undir höfuð leggjast að smíða þá lykla, er einir geta upp lokið skiln- ingi á hinum mismunandi þjóð- legu menningum í heiminum, hann bjó yfir mjög haldgóðri tungumálakunnáttu. Er ég lít yfir farinn veg Agnars, lít ég yfir veg margra stórra unn- inna verkefna, þótt Agnar hverfi frá mörgum ókláruðum og óunn- um verkefnum eins og allir gera, sem eru átaksmenn í eðli sínu og forsjónin hefur gefið fulla starfs- orku allt fram undir hinzta dag. Breiðfirðingur gafst aldrei upp, hann barðist til hinzta andvarps. Hann var hamingjuríkur maður að eignast góða konu, er bjó hon- um gott heimili og gaf Agnari mjög sérlega efnileg börn. Að svo mörgu leyti var líf hans fullkomið. Þetta vissi hann sjálfur og var Guði þakklátur fyrir hvern þann dag, er hann gaf honum. Hans Ijúfmannlega framkoma og miklu mannkostir áunnu Agnari vináttu og aðdáendur hvar sem hann fór. Ásamt fjölskyldu Agnars og nánustu ættingjum sakna ég hans; og syrgja hann í dag allir vinir og aðdáendur. En þeir eru líka þakk- látir fyrir að hafa fengið að eiga hann að ferðafélaga á þeirri leið, sem liggur milli lífs og dauða. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til þín Björg og allra þinna. Pétur Guðjónsson Agnar Kofoed-Hansen sem fæddur var 3. ágúst 1915 í Reykja- vík, átti einstaklega fjölþættan starfsferil. Segja má að þjóðin hafi fylgst gjörla með Hfshlaupi Agnars í þeim störfum sem hon- um voru falin af opinberri hálfu. Bar hér tvennt til, Annars vegar má nefna mikilvægar stöður — flugmálaráðunautur ríkisins frá 1936, lögreglustjóri í Reykjavík, flugvallastjóri ríkisins og síðan flugmálastjóri, auk ýmissa ann- arra trúnaðarstarfa. Hins vegar má benda á tíma umróts stríðsár- anna, þegar Agnar var lögreglu- stjóri og svo tíma stórfelldrar þróunar í flugi á þeim tíma sem Agnar var flugmálastjóri. En Agnar kom víða við þegar flugmál voru annars vegar. í ág- ústmánuði 1936 réðst hann í stofn- un Flugmálafélags Islands, þar sem hann safnaði saman í eina heild áhugamönnum um flugmál. Flugmál höfðu ekki fengið þá áherslu hjá stjórnvöldum sem skyldi og réðst Agnar í stofnun félagsins til þess að endurvekja al- hliða flugmálastarfsemi á íslandi. 27 Það vekur sérstaka athygli að listi þeirra manna sem sóttu stofnfund Flugmálafélagsins er eins og listi um „hver er maðurinn" frá þeim árum. Þarna hafði Agnar safnað saman meðal annarra vísinda- mönnum, alþingis- og embættis- mönnum. Var stofnun Flugmála- félags Islands táknræn fyrir vinnubrögð Agnars — að snúa vörn í sókn og búa svo um hnútana að félagið og flugmál í landinu hafa búið að þvi til þessa dags. Einnig var Agnar aðal hvatamað- ur að stofnun Svifflugfélags ís- lands sama ár og var einnig fyrsti kennari þess. Er það nú elsta að- ildarfélag Flugmálafélagsins og ein styrkasta stoð þess. Agnari var veitt gullmerki Flugmálafélags íslands fyrir hin ómetanlegu brautryðjendastörf sín í þágu flugmála. Sýndi Agnar starfsemi félagsins virkan áhuga allt frá stofndegi þess, og er þess skemmst að minnast er hann mætti á þing félagsins þann 28. nóvember síðastliðinn, þá illa haldinn af þeim sjúkdómi sem dró hann til dauða. Með þessum fáu orðum vill Flugmálafélag íslands minnast stofnanda síns og fyrsta forseta. Jafnframt vottar félagið eftirlif- andi konu Agnars, Björgu Axels- dóttur, börnum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum innileg- ustu samúð. Stjórn Flugmálafélags fslands lensku þjóðina. Með þessu starfi var verið að flytja verslunina inn í landið, gera ísland sjálfstæðara á sviði utanríkisverslunar. Sigursteinn Magnússon lagði líf og sál í þetta starf, enda reyndist hann farsæll í störfum og naut óvenju mikillar virðingar hjá þeim fjölda manna, sem hann á löngum starfsferli hafði viðskipti við. Haustið 1980 hafði Bretlands- skrifstofa Sambandsins starfað í 60 ár. Þessara tímamóta var minnst með kvöldverðarboði sem haldið var á Café Royal í London. Þangað var boðið fjölda viðskipta- vina Sambandsins, bæði seljend- um og kaupendum og öðrum, sem inntu af höndum þjónustu fyrir Sambandið. Heiðursgestir þessa samsætis voru heiðurshjónin Ingi- björg og Sigursteinn Magnússon. Þeirra var sérstaklega minnst við þessi tímamót og þakkir fluttar til þeirra fyrir gifturíku störfin um áratuga skeið. Sonur þeirra, Magnús Magnússon, þakkaði fyrir hönd foreldra sinna með snjallri ræðu eins og hans var von og vísa. Nú er Sigursteinn Magnússon allur. Við þau tímamót vil ég fyrir hönd Sambandsins flytja honum þakkir fyrir mikil og gifturík störf, sem hann innti af höndum fyrir Sambandið og kaupfélögin í svo mörg ár. Sagan mun geyma minningar um mikið og gott ævistarf, sem merkur íslendingur vann þjóð sinni heima og erlendis. Ingibjörgu, börnum hennar og öllum öðrum aðstandendum vott- um við Margrét innilega samúð. Við vitum að ástvinamissirinn er sár, en það er hins vegar mikil gæfa að eiga við leiðarlokin góðar endurminningar frá liðnum tíma. Ég er viss um, að þar finnast margir sólargeislar, sem verma á komandi árum. Erlendur Einarsson No maller where a seltler’.s body lieH, In distanl quarters under foreign skies, That sacred place of rest will always be A piece of Lceland’s native soil to me. Þessar línur hvörfluðu í hug mér á aðfangadag jóla en þann dag var gerð í Edinborg útför Sig- ursteins Magnússonar aðalræð- ismanns og fyrrum framkvæmda- stjóra. Hann lést þar í borg 20. desember sl., en fæddur var hann á Akureyri 24. desember 1899. Þau ljós þessa heims, sem fyrst skinu honum í augu, voru því jólaljósin í hinni norðlensku, íslensku byggð, og þegar dagar hans voru allir, var það birta jólanna í höfuðborg Skotlands, sem lýstu vegferð hans síðasta spölinn. I Edinborg stóðu heimili hans og starfsvettvangur í meira en hálfa öld. Sú hugsun, sem fólgin er í yfir- skrift þessara minningarorða, er þekkt úr skáldskap margra landa. I henni felst sú trú, að góðum son- um hverrar þjóðar, sem fjarri dveljast ættjörðinni, fylgi jafnan brot af bergi heimalandsins — ekki aðeins hérna megin grafar, heldur einnig handan við gröf og dauða. „Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hug- ur og hjarta samt þíns heimalands mót,“ kvað öndvegisskáld ís- lenskra landnema í Vesturheimi og fáum mönnum hef ég kynnst um dagana, sem betur fengju stað- ið undir þessum orðum en Sigur- steinn Magnússon. Um margra áratuga skeið var hann gæslumað- ur íslenskra hagsmuna á erlend- um vettvangi. Þau störf rækti hann með þeim hætti, að lengi mun í minnum haft af þeim, sem áttu með honum samleið. Hvar sem hann lagði hönd að verki í þágu íslands varð hlutur þess að meiri. Sigursteinn Magnússon var son- ur Magnúsar Jónssonar bónda í Garði á Akureyri og konu hans Margrétar Sigurðardóttur. Hann gekk ungur í þjónustu samvinnu- félaganna og vann þeim alla tíð síðan á langri og farsælli starfs- ævi. Að loknu gagnfræðaprófi á Akureyri 1917 starfaði hann hjá Kaupfélagi Eyfirðinga 1918 til 20 en þá hvarf hann til verslunar- náms í Kaupmannahöfn við skóla þann, sem kenndur er við Niels Brock. Að loknu því námi, árið 1922, starfaði hann um eins árs skeið á skrifstofu Sambandsins í Kaupmannahöfn, en síðan á aðal- skrifstofunni í Reykjavík frá 1923 til 1930. Það ár verða mikil og af- drifarík þáttaskil í starfssögu Sig- ursteins, er hann flyst til Edin- borgar og tekur við framkvæmda- stjórn Leith-skrifstofu Samband- sins af Guðmundi Vilhjálmssyni, sem þá hverfur til Reykjavíkur að taka við stjórn Eimskipafélags Is- lands. Næstu þrjá áratugina stóð Sigursteinn fyrir umfangsmiklum viðskiptum á vegum Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Á þess- um árum sá Leith-skrifstofa um öll málefni Sambandsins í Bret- landi, innkaup, fjármál og sölu á íslenskum afurðum. Einnig fór um hendur Sigursteins verslun við ýmis önnur lönd, einkum afurða- sala, og má þar sérstaklega til nefna Frakkland og Italíu. Sá sem þessar línur ritar var samstarfsmaður Sigursteins síð- ustu árin, sem hann stýrði Leith- skrifstofu. Var það mér mikið lán að fá að kynnast þessum mikla hæfileikamanni og hnitmiðuðum vinnubrögðum hans. Hann var maður þeirrar gerðar, þar sem saman fara miklar og farsælar gáfur og mikil atorka. Á þessum árum vorum við oft saman á ferðalögum og þá kynntist ég því fyrst að marki, hver eljumaður hann var. Var það háttur hans að undirbúa að kveldi verkefni morg- undagsins og í þennan undirbún- ing lagði hann oft svo mikla vinnu. að mér fannst sem starf komandi dags væri meira en hálft, þegar gengið var til náða. Ég hafði ekki verið lengi á vist með Sigursteini eða í ferðum með honum, þegar það rann upp fyrir mér, að þessi vinnubrögð skiluðu miklum og góðum árangri á vettvangi starfs- ins. Heima í Leith var umfangs- miklum bréfa- og skeytaskiptum sinnt á ótrúlega skömmum tíma. Væri Sigursteinn í viðskiptaferð, að heimsækja viðskiptavini Sam- bandsins, var hann jafnan búinn að leggja nákvæmlega niður fyrir sér, í hvern farveg hann vildi beina þeim viðræðum, sem fram fóru í það og það skiptið. Sigursteinn Magnússon var mikill stílisti á enska tungu. Orða- forði hans á því máli var með ein- dæmum; orðskviði og orðtök og viðeigandi tilvitnanir í ýmsa staði bókmenntanna hafði hann á hraðbergi. Efa ég ekki að þessi mikla þekking hans á málinu og vald hans á meðferð þess hafi átt rætur sínar að rekja til áhuga hans og þekkingar á enskum bókmenntum. Sigursteinn gekk ríkt eftir því, að bréf þau, sem út gengu frá Leith-skrifstofu, væru rituð á góðu ensku máli. Þetta setti auðvitað stundum svolítinn beyg í okkur hina, sem ekki vorum jafn færir meistara okkar í ensk- unni. Eftir á varð okkur að sjálf- sögðu ljóst, að þarna fengum við skólun svo góða, að ekki mundi kostur á annarri betri. Það kom stundum fyrir, að ég gerðist forvitinn um störf Sigur- steins á stríðsárunum síðari, en á þeim árum fór hann margar ferð- irnar á milli Edinborgar og Lund- úna. Sigursteinn greiddi að vísu vel úr spurningum mínum um þetta efni, en ekki minnist ég þess að hann ræddi þessa hluti að fyrra bragði. Mér varð ljóst, að á þess- um erfiðu árum setti hann sig oft í mikla hættu að koma fram mál- efnum íslands. Stundum bar svo við, að hús viðskiptavinar, sem hann átti erindi við, var rjúkandi rúst, þegar hann bar þar að garði. Einn var sá háttur í viðskiptum Leith-skrifstofu, sem ég hygg, að Sigursteini hafi verið hugleikinn öðrum fremur. Þetta var sala á frystu dilkakjöti á Smithfield- markaði í London. Það var mikil spenna í þessum kjötviðskiptum, sem helgaðist m.a. af þvi að koma varð á markað miklu magni af kjöti á skömmum tíma. Auk þess voru þessi viðskipti stór í sniðum, þar sem hér var um heila skips- farma að ræða, oft marga á einu og sama haustinu. Kaupendur voru nokkur fyrirtæki á Smith- field, sem mörg hver áttu í harðri samkeppni innbyrðis, en voru þó ekki yfir það hafin að skiptast á upplýsingum, ef það mætti verða til að styrkja sameiginlega víglínu gegn samningamönnum Islend- inga. Nú eru þessi viðskipti af lögð en í huga samferðamanns lifir minningin um fulltrúa íslands, sem þarna gætti hagsmuna ís- lenskra bænda með þeim hætti, að ekki varð á betra kosið. Rammi þessara minningarorða leyfir ekki langar frásagnir af margþættum störfum Sigursteins í þágu íslenskra samvinnufélaga. Freðfiskviðskipti við Frakkland, sem hann kom á eftir stríðið og stóðu fram yfir 1960, voru merkur þáttur þessara starfa. Um margra ára skeið starfrækti Sambandið fiskréttaverksmiðju í Bretlandi undir handleiðslu hans og yfir- stjórn. Nefndist fyrirtæki þetta Samband Selected Seafoods og stóð í nágrenni við borgina Leeds í Miðlöndum Englands. Þegar upp komu í Bandaríkjunum þeir mark- aðsmöguleikar, sem staðið hafa fram á þennan dag, lögðust af um skeið þeir þættir freðfiskviðskipta við Evrópulönd, sem hér voru nefndir. Nú beinast augu manna enn á ný til Evrópu, þegar rætt er um sölu á frystum fiski, og nú er okkur ljóst að í ýmsu því, sem Sig- ursteinn tók sér fyrir hendur á þessu sviði, var hann langt á und- an sinni samtíð. Þannig voru að hans fyrirlagi gerðar sérstakar smásöluumbúðir fyrir neytenda- markað í Frakklandi og seldar þar í landi um langt skeið. Þetta var á þeim tíma, þegar blokkarpakkn- ingar voru enn ráðandi í islenskri freðfiskframleiðslu. Þannig mætti lengi áfram telja en hér skal að sinni staðar numið. Þó vil ég ekki láta undan fallast að minnast á ötulan stuðning hans við málstað íslands í landhelgismálinu. Sigur- steinn kunni á fingrum sér öll rök í því máli og fylgdi þeim eftir með þeim yfirburðum í orðsins list sem honum voru meðfæddir. Varð þá jafnan fátt um svör af hálfu þeirra, sem andsnúnir voru mál- stað Islands. Sigursteinn Magnússon var manna skörulegastur í allri fram- göngu og bar sig vel á velli allt fram á háan aldur. Hann var gæddur ríkri frásagnargáfu, sem studd var frábæru minni, og lætur að líkum, að þessir hæfileikar gögnuðust honum vel í viðskipta- lífinu. Hann hafði mikinn áhuga á bókmenntum, bæði íslenskum og enskum, og fræðimennsku sem þeim var tengd. Tel ég mig vita, að á því sviði hafi hann lagt mörgu góðu málefni lið. Sigursteinn gerðist ræðismaður íslands í Skotlandi árið 1940 og aðalræðismaður tíu árum síðar. Gegndi hann starfi aðalræð- ismanns til dauðadags. Eftir að hann lét af framkvæmdastjórn Leith-skrifstofu um 1960 sinnti hann ýmsum verkefnum fyrir Sambandið og var m.a. ráðgefandi um sölu íslenskra afurða erlendis. Tel ég víst að aðrir, sem mér eru þar um bærari, muni fjalla um störf hans í þágu utanrikisþjón- ustunnar. Mér virtust þau ein- kennast af skörungsskap og reisn, sem voru í fullu samræmi við starfshætti hans á viðskiptasvið- inu. Sigursteinn Magnússon var mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Hann hlaut ungur gott kvonfang og varð aðnjótandi mikils barna- láns. Eftirlifandi kona hans er Ingibjörg Sigurðardóttir bruna- málastjóra í Reykjavík Björnsson- ar og varð þeim fjögurra barna auðið. Þau eru: Sigurður, yfirlæknir og prófess- or í Reykjavík. Kona hans er Audrey, fædd Douglass, þau eiga fimm börn og eitt barnabarn. Margrét, gift Ronald Bennett hæstaréttarlögmanni í Edinborg, þau eiga sex börn. Dr. Magnús, hinn kunni sjón- varpsmaður og rithöfundur. Kona hans er Mamie, fædd Baird. Þau eru búsett í Glasgow og eiga fjög- ur börn. Snjólaug, píanókennari og vara- ræðismaður Islands í Skotlandi. Hún er gift Nigel Thomson dóm- ara í Edinborg og eiga þau 2 börn. í meira en hálfa öld hefur frú Ingibjörg staðið ótrauð við hlið manns síns í erilsömum störfum hans. Var heimili þeirra hjóna í Edinborg rómað fyrir gestrisni og góðan viðurgjörning við landa, sem þar bar að garði. Áður var vikið að höfðinglegri framkomu Sigursteins en óhætt er að full- yrða að í því efni var mikið jafn- ræði með þeim hjónum. Á mann- þingum voru þau glæsilegir full- trúar þjóðar sinnar. Við þau tímamót, sem nú eru upp runnin, sendum við hjónin frú Ingibjörgu og börnum hennar innilegar samúðarkveðjur. Drott- inn blessi minningu Sigursteins Magnússonar. Sigurður Markússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.