Morgunblaðið - 31.12.1982, Side 4

Morgunblaðið - 31.12.1982, Side 4
36 INWLEND MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 1. Formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar lét af formennsku eftir liðlega 21 ár í ársbyrjun. Hvað heitir hann? a) Eðvarð Sigurðsson b) Gunnar Thoroddsen c) Kristján Thorlacius d) Jóhann Hjálmarsson 2. I'úsundir verkamanna og sjómanna voru frá vinnu í ársbyrjun vegna óákveðins fiskverðs. Hversu margir voru það? a) 100 b) 13.000 c) 10.000 d) 1.500 3. I*au „hörmungartíðindi" bárust út á landinu i ársbyrjun, að súkkulaði- kexið fræga, Prince Polo, væri upp- selt. Hvers vegna? a) Forstjóri verksmiðjunnar fór í fótabað b) Vegna verkfalla starfsfólks í verksmiðjunni c) Vegna óvissuástandsins í Pól- landi d) Innflytjandinn hafði ekki efni á að leysa sendingu út 4. Geysir gaus einu stærsta gosi í marga áratugi í janúarmánuði sl. Hvers vegna tók sá „gamli" upp á því aö gjósa svo kröftuglega eftir langt hlé? a) Hann var fylltur af grjóti b) Dínamítsprengja var sett í hverinn c) Dýpkuð var rauf í hvernum, sem hefur verið í honum frá 1935 d) Sápugerðin Frigg sendi vöru- bílsfarm af grænsápu austur 5. KK-sextettinn kunni var endurvak- inn fyrr á árinu. Af hvaða tilefni var það gert? a) Vegna 10 ára afmælis Sinfón- íuhljómsveitar íslands b) Til að leika fyrir dansi hjá rík- isstjórninni c) Vegna 50 ára afmælis FÍH, Fé- lags íslenzkra hljómlistarmanna d) Kristján Kristjánsson, stjórn- andi KK, hélt upp á 30 ára af- mæli sitt 6. í febrúarmánuði bárust þær fréttir, að heimsþekkt fjölskylda hygðist heimsækja ísland síðar á árinu. Hvaða fjölskylda var það? a) Jimmy Carter, fv. forseti Bandaríkjanna, og fjölskylda b) Fleksnes og fjölskylda c) Englandsdrottning og fjöl- skylda d) Furstafjölskyldan af Mónakó 7. Nýr hagsýslustjóri tók við fyrr á ár- inu af Gísla Blöndal. Sá heitir? a) Magnús Pétursson b) Ragnar Arnalds c) Mikki mús d) Höskuldur Jónsson 8. íslenzkur stóll vakti óskipta athygli á sýningu erlendis fyrr á árinu og var þegar samið um sölu á miklu magni. Hvað heitir gripurinn? a) Bakhjarl b) Stacco c) Litla gula hænan d) Trjámaur 9. í ár voru liðin 70 ár frá því að merk hreyfing var stofnuð á íslandi. a) Kattavinafélagið b) Samband íslenzkra samvinnu- félaga c) Skátahreyfingin d) Bandalag íslenzkra spörfugla- vina 10. A árinu var samþykkt frumvarp á Alþingi um byggingu kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði. Hversu stór á verksmiðjan að vera? a) 200 tonn b) 10.000 tonn c) 25.000 tonn d) 36.000 kíló 11. Arnarflug keypti fyrr á árinu annað íslenzkt flugfélag. Hvaða félag var það? a) Flugleiðir b) Iscargó c) Flugfélag Austurlands d) Flugfélag Árneshrepps 12. Slysavarnadeildin Ingólfur átti merkisafmæli á árinu. Hversu langt er frá stofnun deildarinnar? a) 40 ár b) 3 ár c) 60 ár d) 3 mánuðir 13. Nýtt vistheimili fyrir aldraða við Snorrabraut var tekið í notkun fyrr á árinu, en þar er rými fyrir 36 manns. Hversu margar voru umsóknirnar? a) 9 b) Á fjórða hundrað c) 150 d) 3.000 14. í aprílmánuði birtist frétt um hækk- un benzins frá ársbyrjun 1978 til aprílloka. Hver var hækkunin? a) 35% b) 13% c) 916% d) 1.458% 41. Óvenjulegt björgunarafrek var unn- ið við höfnina á Rifi í sumar. Þar var bjargað: a) Sjómanni sem féll útbyrðis og lenti í hákarlatorfu b) 300 grindhvölum c) 200 háhyrningum d) Björgunarsveitinni á staðnum 42. Eitt sérkennilegra sýningaratriða á sýningunni Heimilið ’82 var: a) Maður sem taldi sig vera Súp- ermann flaug um loftin blá b) Öldungur sem henti sér logandi ofan úr mastri og niður í vatnsker c) Gunnar Thoroddsen sveif um í loftbelg d) Kjarkmennið Eddi þvengur gekk um á símalínu í 20 metra hæð 15. í maímánuði var nýr forseti Slysa- varnafélags Islands kosinn í stað Gunnars Friðrikssonar. Hann heit- ir? a) Hannes Þ. Hafstein b) Gunnar Bergsteinsson c) Vilmundur Gylfason d) Haraldur Henrýsson 16. Á árinu var gengið frá uppsetningu nýs hreinsibúnaðar í álverinu í Straumsvík. Kostnaður við uppsetn- inguna var gríðarlega mikill, hversu mikill? a) 100 milljónir króna b) 50 þúsund krónur c) 3.000 milljónir króna d) 430 milljónir króna 17. „Stærstu mistök í skipulagsmálum á þessari öld.“ Þessi orð hafði Ólafur B. Thors, fyrrverandi borgarfulltrúi, um byggð á ákveðnu svæði í Reykja- vík. Hvaða svæði var það? a) Laugardalurinn b) Rauðavatnssvæðið c) Svæðið við Hestinn d) Austurvöllur 18. „Styð auðvitað minn gamla flokk," sagði stjórnmálaforingi einn fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar i Reykjavík. Hver var það? a) Geir Gunnarsson b) Gunnar Thoroddsen c) Ragnar S. Halldórsson d) Jóhannes Nordal 19. í maímánuði urðu alþingismenn og aðrir þeir sem í Alþingishúsinu voru vitni að hávaðarifrildi á milli nokk- urra alþýðubandalagsmanna. Ástæða rimmunnar var: a) Afgreiðsla máls Steinullar- verksmiðjunnar í Þorlákshöfn b) Meðferð Hjörleifs Guttorms- sonar á álmálinu c) Grunsemdir um að ólafur Ragnar hafi afhent Morgun- blaðinu símanúmer Guðmund- ar jaka í Luxemborg d) Hvort nafn Gunnars Thor- oddsen væri skrifað með tveim- ur þ-um 20. Síðla árs varð nokkur hvellur vegna úrslita í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra. Að prófkjörinu loknu sagðist Ragnar Arnalds telja að: a) Hann hefði kosið í prófkjör- inu b) Að ýmsir menn úr öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokkn- um hefðu kosið í prófkjörinu c) Páll Pétursson ætti að taka sæti á listanum d) Að sauðkindin hefði sigrað í prófkjörinu 21. Á miðju sumri undirrituðu fslend- ingar og Sovétmenn umdeildan samning um efnahagssamvinnu. Samningurinn olli miklu fjaðrafoki, en helsta afleiðing samningsundir- ritunarinnar var að: a) Leonid Breznev gaf upp öndina b) Hætt var við byggingu flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli c) Eggert Haukdal hætti stuðningi við ríkisstjórnina d) Gunnar Thoroddsen gat sof- ið rólegur 22. Allar líkur benda til að frægur far- kostur sé fundinn sandorpinn á Skeiðarársandi í Vestur-Skafta- fellssýslu. Hér er um að ræða: a) Bismarck, hið fræga orrustu- skip Þjóðverja b) Hollenska „gullskipið", Het Wapen Van Ámsterdam c) Sænska herskipið „Gústaf Adolf“, sem bar 150 koparfall- byssur d) Aflaskipið „Gunnar á Hlíðar- enda“, sem fórst hér um árið. 23. Stærsti lax sem veiddist á stöng í sumar fékkst í Laxá í Aðaldal. Hann vó: a) 27 pund b) 25 pund c) 13 pund d) 38 Vfe pund 24. Mikill titringur varð í sumar vegna nýstárlegrar útsetningar á íslenska þjóðsöngnum. Þessi útsetning var leikin í kvikmyndinni „Okkar á milli í hita og þunga dagsins" og þótti ýmsum að þjóðsöngnum væri ekki sýnd tilhlýðileg virðing. Þjóð- söngurinn var leikinn á eftirfarandi hátt: a) í pönk-útsetningu, leikinn af Tappa tíkarrassi b) í jass-útsetningu Guðmundar Ingólfssonar, spilaður á píanó c) Hin staðlaða útsetning leikin afturábak af Sinfóníuhljóm- sveitinni d) Leikinn á greiðu, kókflösku og sög J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.