Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 1
Föstudagur 7. janúar - Bls. 33-56 NÝÁRSGLEDIÍ NAUSTI Að venju var glatt á hjalla á mörgum stöðum á nýársnótt en þessar myndir tók Kristján Örn í Naustinu þar sem hópur fólks var að skemmta sér og fagna nýju ári. Ekki var annað að sjá en menn skemmtu sér hið besta, undir borðum var spiluð mikil jass-sveifla og þjónarnir skemmtu sér ekki síður en gestirnir, eða svo var að sjá að minnsta kosti. Ljáöu mér eyra Erum viö öll aö veröa heyrnarlaus? Rannsóknir síðustu ára hafa sýnt svo ekki veröur um villst að æ fleiri veröa fyrir heyrnar- skemmdum, og má rekja tíöni þeirra til lifnaöarhátta okkar í dag. Stöðugur há- vaöi heimilstækja og vinnu- véla hefur skaðleg áhrif á heyrn okkar og einnig er taliö aö lyfjaneysla, svo sem neysla á aspiríni, sé heyrninni skaðleg. Heyrn- arskerðingu er einnig hægt aö rekja til aukinnar notk- unar vasadiskótækja og fleiri þátta eins og fram kemur í grein í blaðinu í dag. Gömul kvennafræði Einhver vinsælasta bók sem gefin var út laust fyrir síöustu aldamót var Kvennafræöarinn eftir Elínu Briem. Bókin var gefin út í um 3.000 eintökum og seldist von bráðar upp og var endurútgefin aðeins tveim árum síöar. í henni er aö finna ýmsar matreiösluuppskriftir og al- mennar leiöbeiningar í sambandi viö matargerö, tiltektir og almennt hreinlæti en þessu mun víöa hafa veriö talsvert ábótavant ef marka má fyrri tíma lýsingar og feröasögur þeirra erlendu gesta sem komu til landsins á þessum tíma. Þeir fara venjulega mörgum orðum um sóöaskap, léleg húsakynni, barnamergö og fleira í þeim dúr. Viö heimsóttum Önnu Siguröardóttur í Kvennasögusafninu og fengum aö glugga í gamla Kvennafræöarann og birtum nokkra kafla úr honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.