Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 love is... ... að draga hann heim til fjölskyldu sinnar. TM Reg U.S Pat Oft.-aN rtglits laaarvad •1962 Loa Angalaa Tknaa Syndlcata Með morgunkaffinu Furdulegt nokkur skuli nenna að spinna sjálf? HÖGNI HREKKVÍSI HÖFUM EKKI XHU6A 'A TATTÖdERlNGUM" „Væri það ekki líka athugandi fyrir fréttastofuna að hætta að nefna þá Afgani, sem berjast gegn innrásarhernum, „uppreisnarmenn“?“ Hefur fréttastofan engan áhuga á Afganistanstríðinu? Hlustandi skrifar: Ágæti velvakandi. Ég vil þakka „lýðræðissinna" fyrir hans vel rökstuddu gagnrýni á fréttastofu ríkisútvarpsins. Ég tel að margt gott megi segja um fréttastofuna, eins og útvarpið í heild, en stofnunin er að sjálf- sögðu ekki hafin yfir gagnrýni. Nýi stíllinn á kvöldfréttunum er líflegur og fréttamennirnir eru um margt ágætir og frískir í starfi flestir hverjir. Miðað við þröngan fjárhag þessarar stofnunar eru gæðin sem hún býður okkur hlust- endum ótrúlega mikil, eins og þeir þekkja sem hafa dvalist utan- lands, a.m.k. á Norðurlöndum. Þrátt fyrir fyllstu sanngirni verður því ekki neitað, að slagsíða er á fréttastofunni og hún hallast helst til mikið á vinstri hlið. „Lýð- ræðissinni" nefnir ýmis dæmi um þetta og ég vil bæta nokkrum við. Þegar Brésnjef hrökk upp af í nóv- ember fluttu tveir fréttamenn um hann eftirmæli, sem voru á köfl- um dálítið kyndug. A.m.k. tvisvar sinnum var tekið svo til orða að hinn látni hefði „sent her til Afg- anistan". Orðið „innrás" voguðu fréttamennirnir sér greinilega ekki að nefna, enda var þess getið að Rauði herinn hefði verið „send- ur“ til hjálpar Marxistastjórninni í Kabúl. Svona orðalag hlýtur að vekja tortryggni, þótt e.t.v. hafi fréttamennirnir ekki athugað sinn gang nógu vel. Það var staðreynd, að Rauði herinn gerði innrás i Afganistan 1979, drap þjóðhöfð- ingja landsins, Amin, steypti stjórn hans og setti á laggirnar nýja stjórn undir forystu manna úr Parcam-armi Kommúnista- flokksins afganska. Með öðrum orðum, það urðu valdaskipti í landinu samfara innrásinni. Varla hafa fréttamennirnir viljað halda því fram að Amin hafi dáið úr fögnuði, þegar félagi Brésnjef „sendi her“ til „hjálpar" Marxist- um? Það hlýtur að vekja furðu hlust- enda, hve ótrúlega lítinn áhuga fréttastofan virðist hafa á styrjöld Rússa gegn afgönsku þjóðinni. Fréttaaukar um stríðið eru sára- sjaldan fluttir í útvarpinu. Ég minnist þess að fyrir rúmu ári síð- an lagðist írskur fangi, Bobby Sands, í mótmælasvelti á Norður- írlandi. Daginn sem hann andað- ist voru fluttir 4 eða 5 fréttapistl- ar um svelti hans. í hádegisfrétt- um fjölluðu fréttaritarar í London og Dyflinni um málið og flutt var sögulegt yfirlit um mótmælasvelti íra að fornu og nýju. Um kvöldið var aftur hringt til London til að spyrja frekari frétta og gott ef fréttaritari í einhverri annarri höfuðborg var ekki líka látinn tjá sig um málið. Alls 4 eða 5 pistlar. Hvað skyldi fréttastofan hafa flutt marga slíka pistla um Afgan- istan á árinu sem er að líða? I því óhamingjusama landi hafa 600 þúsund manns misst lífið fyrir sovéskum vopnum síðan félagi Brésnjef „sendi her“ þangað fyrir tveim árum. Milljónir Afgana eru í útlegð svo nærri lætur að helm- ingur þjóðarinnar hafi flosnað upp. Það er auðvitað fréttnæmt, þegar einn íri (nokkrir fleiri fylgdu á eftir) sviptir sig lífi í fangelsi, en hvernig í ósköpunum Við Xuan Loc í Víetnam í apríl 1975. „Fréttirnar frá Afganistan eru eins og dropi miðað við það fréttahaf, sem skall yfir útvarpshlustendur, þegar stríðin í Víetnam og Líbanon voru háð.“ stendur á því að fréttastofan skuli gera dauða hans svo margfalt, margfalt meiri skil en dauða og þjáningum milljóna manna í Afg- anistan? Þannig hljóta hlustendur að spyrja og þeir eiga kröfu á svari frá þeim sem fréttunum stýra. Líka mætti bera fréttaflutning- inn frá Afganistan saman við fréttaflutning af öðrum stríðum, t.d. í Víetnam og í Líbanon sl. sumar. Fréttirnar frá Afganistan eru eins og dropi miðað við það fréttahaf, sem skall yfir út- varpshlustendur, þegar stríðin í Víetnam og Líbanon voru háð. Auðvitað liggur skýringin á þessu að nokkru leyti í því að Rússar hafa séð til þess, að Afganistan er lokað land fyrir vestrænum fréttamönnum. Samt sem áður birtist þaðan mikið af fréttum í erlendum fjölmiðlum, ekki síst frönskum, og á fréttastofunni er ágætlega hæfur maður til að koma þeim á framfæri hér, Friðrik Páll Jónsson. Hér hlýtur fréttastofan að verða að taka sig á nú þegar nýtt ár er að byrja. Látið það sannast að þið hafið áhuga á fleiri stríðum en þeim sem Bandaríkja- menn og vinir þeirra heyja. Væri það ekki líka athugandi fyrir fréttastofuna að hætta að nefna þá Afgani, sem berjast gegn innrásarhernum, „uppreisnar- menn“? Ég býst við því að þetta hljóti að vera bein þýðing á enska orðinu „rebel", sem sum erlend blöð nota um afgönsku föður- landsvinina, en sennilega hefur það orð nokkuð aðra merkingu en íslenska orðið „uppreisnarmaður". Nema að fréttastofan telji lepp- stjórnina í Kabúl hina löglegu stjórn í Afganisan? Því verður varla trúað. Meira um Búlgaríu Og hvað um morðtilræðið við Jóhannes páfa? Varla voru menn svo lútherskir á fréttastofunni, að þeir láti sig litlu eða engu skipta, hvað gerist í páfagarði? Ætla mætti að tilræðið og öll þau skuggalegu mál, sem því tengjast (stuðningur austurveldanna við Rauðu herdeildirnar, samsæri gegn Lech Walesa og svo frv.) væru hvalreki fyrir áhugasama fréttamenn. En það virðist nú öðru nær, því á mál þetta er tæp- lega minnst i fréttum útvarpsins. Samt skyldi maður ætla að Einar Örn Stefánsson, sem minntist, ásamt Ástu R. Jóhannesdóttur, ríkisafmælis Búlgara með sér- stakri dagskrá, hlyti að vera áfjáður í að segja okkur nú allt af létta um þessi mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.