Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 55 \fiktAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI Þessir hringdu .. . Af hverju var þögn á Veðurstofunni? Sk.S. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að beina fyrirspurn til Veður- stofunnar: Hvernig gat það gerst að Veðurstofan, sem vissi að óveður var að bresta á í gær- morgun (þriðjudag), sendi ekki út neina aðvörun, fyrr en fjöldi bíla sat fastur í sköflum? Þá var rokið til og fólk varað við að senda börnin í skólann, þegar mörg þeirra voru farin af stað. Um kl. sjö um morguninn var Veðurstofunni kunnugt um, að vindhraðinn var kominn í u.þ.b. 50 hnúta við Vestmannaeyjar, það var að verða vitlaust veður í Keflavík og mikil lausamjöll lá um allar jarðir. Þó var þagað á Veðurstofunni. Hvað olli þeirri þögn? Það er of seint að vara fólk við, þegar það situr fast í sköflunum. Eg sat fastur í mín- um bíl, þó að hann væri ágæt- lega búinn fyrir akstur í snjó, af því að ég fékk engar viðvaranir. Ég hefði skilið bílinn eftir heima, ekki síst af því að ég kannast við þann óvana sam- borgara minna að leggja út í tvísýnu í snjó og byl á illa bún- um farartækjum, m.a. á sléttum sumardekkjum. Menn eru nefni- lega bara sektaðir, ef þeir eru aðeins of lengi á snjódekkjunum á vorin, en þeir mega alveg valda náunganum og samfélaginu erf- iðleikum og útgjöldum, ef það er að vetrarlagi. Hverjar eru skyldur sýslunnar? Svanlaug Böðvarsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég var að lesa þarna í dálk- unum hjá þér í dag (miðvikudag) það sem hann Jóhann Guð- mundsson segir um sýsluvega- sjóðsgjaldið í Árnessýslu og tek undir það með honum, að það er furðulegt að vera að innheimta slíkt gjald af sumarbústaðaeig- endum. Hverjar eru skyldur sýslunnar sem í móti koma? Einu virðist gilda, hvort viðkom- andi sumargestir sveitarinnar þurfi að nota troðning eða veg, allir verða að borga gjaldið. Og svo eru það fasteignagjöldin hjá þeim og þau eru nú í hæsta lagi finnst mér. Hvað verður um þessa fjármuni? Ég held að það sé löngu orðið tímabært, að sumarbústaðaeigendur myndi samtök til að gæta hagsmuna sinna. Þetta voru orð í tíma töl- uð hjá Jóhanni Guðmundssyni. Ekkert annað en fjárupptaka Torfi Olafsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Jóhann Guðmundsson hefur lög að mæla, þegar hann gagnrýnir að innheimt séu sýsluvegasjóðs- gjöld af sumarbústaðaeigendum. Það þarf einhver dugandi al- þingismaður að skoða þetta mál og uppræta óréttlætið, því að gjaldið er ekkert annað en hrein fjárupptaka í mörgum tilvikum, t.d. hjá okkur sumarbústaðaeig- endum við Meðalfellsvatn. Þar er vegur sem þeir koma aldrei nálægt, þessir innheimtumenn, og við verðum að gera þar allt sjálfir, meira að segja smíðuðum brúna. — Samt erum við rukkað- ir um sýsluvegasjóðsgjald. Almenn reidi yfir sýsluvega- sjóðsgjaldinu Kristín Bjarnadóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langaði til að fá að taka undir það sem Jóhann Guð- mundsson segir í dag (miðviku- dag) um sýsluvegasjóðsgjald í Árnessýslu. Ég er með tólf fer- metra kofa og á að borga 543 krónur í þetta gjald fyrir nokkr- ar ferðir á ári. Mér finnst fylli- lega koma til greina, að utan- bæjarfólk verði látið borga vega- gjald fyrir að aka á götum Reykjavíkur. Við borgum með almennu vegagjaldi fyrir afnot af landsvegum, en þar að auki þarf ég að fara 3 km leið niður Vaðnesveg til að komast í kof- ann minn. Þarna eru u.þ.b. 60 bústaðir, svo að það eru því engir smáræðis peningar sem inn koma, þegar búið er að inn- heimta hjá öllu þessu fólki. Og hvað verður eiginlega um alla þessa peninga? Þar að auki borg- um við fasteignagjöld og fleira, allt fyrir nokkrar ferðir á sumri. Mér er kunnugt um, að það ríkir almenn reiði meðal fólksins yfir þessari frekju. Og mig Iangar að nefna annað í leiðinni. í fyrra tóku Sam- vinnutryggingar það upp hjá sjálfum sér að láta endurmeta bústaðina vegna trygginga á þeim, sem félagið hefur með höndum. Síðan sendir það okkur sumarbústaðaeigendum reikning fyrir matsgjörðinni, kr. 200,00 hverjum manni, eins og beiðni um matið hafi komið frá okkur. Ég neitaði alfarið að borga þennan reikning og mun ekki borga hann. Tryggingamat á þessum bústöðum hefur í gegn- um árin hækkað með vísitölu, og ef Samvinnutryggingar telja af einhverjum ástæðum nauðsyn- legt að láta fara fram nýtt mat á þessum eignum, þá er það þeirra mál. Svona er endalaust reynt að plokka okkur sumarbústaðaeig- endur. Það endar sennilega eins og Jóhann spáir, að mann langi ekki til að standa í þessu. Hafa SVR laga- heimild til að taka alla miða úr umferð? Anna Guðmundsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Mig langar til að gera fyrir- spurn um það, hvort Strætis- vagnar Reykjavkur hafi laga- heimild til að taka úr umferð alla miða, þó að búið sé að sam- þykkja hækkun farmiðagjalda í borgarráði, — á meðan borgar- stjórn hefur ekki enn veitt sam- þykki sitt til að hækkunin komi til framkvæmda. Mér var tjáð það í dag (miðvikudag) í miða- sölu SVR við Lækjartorg, að all- ir miðar hefðu verið teknir úr umferð í gærkvöldi og væru hvergi fáanlegir, og þó er borg- arstjórnarfundur ekki fyrr en á fimmtudag. Þetta finnst mér beinlínis óforskammað. Þegar svona millibilsástand ríkir er hægt að skammta fólki eitt og eitt spjald, ef talin er hætta á að það hamstri, en ég tel útilokað, að lagaheimild sé til að taka alla miða úr umferð. Ég vona að rétt yfirvöld geri sér það ómak að svara þessu. Óþolandi til lengdar E.R.J. skrifar: „Ég er tólf ára gömul og finnst gaman að fara öðru hverju í bíó, en því miður eru flestar myndir bannaðar nú orðið, svo að það er ekki úr mörgu að velja. Ég greip Morgunblaðið einn daginn og fletti upp á bíóunum. Af þeim myndum sem þá voru í gangi voru 9 bannaðar innan 16 ára og sumar stranglega. Að auki voru 3 bannaðar innan 14 ára og 3 innan 10 ára. Aðeins 6 voru ekki bannað- ar og sumar þeirra grautfúlar, t.d. Funny People. Jæja, ég vona að bráðum verði einnig sýndar blandaðar myndir, því að svona ástand er óþolandi til lengdar. Það þarf að sýna fleira en „vinsælustu og djörfustu porno- mynd allra tíma“, en svona eru auglýsingarnar frá sumum bíóun- um.“ GÆTUM TUNGUNNAR Rétt er að segja: Hann var uppi á fjallinu en kom ofan hlíðina niður í dalinn og er nú niðri við árbakkann. íslenzka fyrir útlendinga Vinsamlegast segið erlendum vinum yðar frá íslenzku- kennslu Mímis. Nemendur eru þjálfaðir I talmáli allt frá upphafi. Málfræðin er kennd með dæmum. Sími 11109 og 10004 frá kl. 1—5 e.h. Alúbarþakkir færi ég þeim, sem sýndu mér vinarhug á áttræbisafmæli mínu hinn 2U. desember sl. Sam- starfskonum mínum hjá Hildu hf. þakka ég gjafir og heimsóknir á abfangadag jóla. Hjónunum Hönnu og Tom Holton, svo og framkvæmdastjóra Hildu hf, Þráni Þorvaldssyni, þakka ég ámabaróskir og gott samstarf um nærri tveggja áratuga skeib og ég óska eigendum og starfsfólki Hildu hf. farsældar á kom- andi árum. Glebilegt nýtt ár! INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR, Mjóuhlíð 8, Reykjavík. Laxveiðimenn Árnar Laxá og Norðurá í Engihlíðar- og Vindhælis- hreppum, A-Húnavatnssýslu, eru til leigu næsta sumar. Tilboðum sé skilaö fyrir 25. janúar til Árna Jónssonar, Sölvabakka 541 Blönduósi. Sími 95- 4329, og veitir hann allar nánari upplýsingar. Róttur áskilinn til að taka hvaða tilboöi sem er eða hafna öllum. Fyrir hönd veiðifélagsins Hængs, ÁrniJónsson. ALLTAF Á LAUGARDÖGUM Mér er hugstæðust birtan heima Viðtal við Högnu Siguröardóttur arkitekt í París um nýja strauma í byggingar- list og viöhorf hennar. Heimkominn að hefna föður síns og bræðra Önnur grein í greinaflokki um Þórö kakala. Líf án móðurástar Dóttursonur Björnstjerne Björnson segir frá. Vönduð og menningarleg helgarlesning AUGLÝSINGASrOfA KRISTINAR HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.