Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 35 Eyrun eru öllum jafn mikilvng, hvort sem þau eru lítil eöa stórl algengur sjúkdómur í börnum og ungu fólki, getur lika valdiö heyrn- arleysi í miöeyra. Önnur helzta tegund heyrnar- skerðingar á rætur sínar aö rekja til skemmda á sjálfri heyrnartaug- inni í innra eyra, en þetta er þá kallað tauga-heyrnarleysi. Aöal- ástæöur þessa eru áhrif of mikils hávaöa og svo einnig eölileg hrörnun sökum aldurs. Ef þaö á fyrir okkur aö liggja aö lifa lengi, eru öll líkindi á því, aö flest okkar fái einhvern snert af taugaheyrn- arleysi í meiri eða minni mæli. Sp. Hver er artnars bezta vörn- in gegn hávaða? Sv. Sé ekki unnt aö forðast aö halda sig þar sem gífurlegur há- vaöi er, ber mönnum vitanlega aö nota eyrnahlífar eins og þær, sem flugvallarstarfsmenn nota úti á flugvöllum. Til þess aö veröa sér úti um sérstaka og öruggari vörn gegn hávaöa, er ráölegt aö nota eyrnatappa aö auki. Hér áöur fyrr var fólk, sem vann á vinnustööum, þar sem hávaöamengunin var mjög mikil, oft á tíöum heldur tregt aö nota eyrnahlífar sér til varnar. I okkar þjóðfélagi þótti þaö víst ekki sérlega karlmannlegt aö viröast vera svo viðkvæmur og þurfa aö nota eyrnahlífar. En til allrar ham- ingju er þetta viöhorf manna tekiö aö breytast mjög. Tíöni heyrnar- skerðingar hjá mönnum, sem starfs síns vegna veröa aö þola mikinn hávaöa aö staöaldri, er ennþá aö aukast, en þó er tíðnin ekki eins mikil og hún var fyrir nokkrum árum. Ég held, aö sú viö- leitni aö hvetja verkamenn á há- vaðasömum vinnustööum til aö nota eyrnahlífar eöa eyrnatappa, sé farin aö bera góöan árangur. Sp. Geta sum lyf valdiö heyrn- arleysi? Sv. Sum fúkkalyf eins og til dæmis streptomycin veldur skaöa á vissum hluta eyrans, enda eru slík lyf venjulega ekki gefin sjúkl- ingum, nema þá á sjúkrahúsum, þegar um lífshættulegt ástand er aö ræöa. Mjög algengt lyf, sem getur valdiö heyrnarskemmdum, sé þaö tekiö í mjög stórum skömmtum, er aspiríniö. Þetta er hiö mesta vandamál hjá fólki, sem þjáist af liöagigt og tekur stóra skammta af aspiríni til þess aö lina sársauk- ann. Sá sem tekur 8 töflur eöa skammta af aspiríni á dag, getur átt þaö á hættu aö hljóta skemmd- ir á eyra og heyrn. Tíðar aukaverk- anir af stórum skömmtum af aspir- íni er svokallaö tinnitus — þ.e. sí- fellt suö eöa urg í eyrunum. Viö vitum, aö „tinnitus" er merki þess, aö skemmdir hafa orðiö í eyranu. Fólk, sem þjáist af þessu suöi fyrir eyrunum, ætti alveg aö láta það vera aö taka aspirín. Sp. Hvaöa læknismeöferö er heppilegust viö „tinnitus“? Sv. Fyrsta skrefiö er vitanlega aö reyna aö útiloka þá þætti, sem kynnu aö stuöla aö þessu sjúk- dómsástandi. Auk aspiríns, ber aö foröast aö drekka of mikiö af kaffi, neyta áfengis eöa tóbaks. Stund- um getur heyrnartæki hjáipaö mönnum heilmikiö meö því aö Heyrnarmælingar eru mikils viröi til aö finna heyrnargalla hjá börnum, en ef ekkert er aó gert getur heyrnargalli haft veruleg áhrif á náms- getu. Þrjár bækur Manfred Köhnlechner: Die Sieben Siiulen der GesundheiL Droemer Knaur 1982. Höfundurinn er forstöðumaður stofnunar í Míinchen, þar sem lækningaaðferðir eru stundaðar sem vakið hafa athygli viða og ekki síður sú áhersla sem þar er lögð á endurhæfingu,. „Leben ohne Schmerz“ er ein bóka Köhnlechn- ers sem hefur vakið hvað mesta athygli og verið þýdd á mörg tungumál. Þessi bók er af svipuð- um toga. Höfundurinn hallast að þeirri venju Forn-Kínverja og Inka að borga lækninum reglulega ein- hverja fjárupphæð, meðan menn voru heilsuhraustir, ef menn veiktust lögðust greiðslurnar niður. Það kom i ljós við skoðanakann- anir í Sambandslýðveldinu að 14% karlmanna og 9% kvenna álitu sig við góða heilsu, hinir töldu sig þjást af einhverskonar krankleika á mismunandi háu stigi. Höfund- urinn vill koma fólki til aðstoðar með þeim ráðum sem hann fjallar um í þessari bók sinni og sem beinast öll að því að fólk lifi sem heilsusamlegustu lífi, með iðkun hollra lífsvenja og með því að forðast þá lífshætti, sem teljast mega óheppilegir fyrir líkama og sál. Höfundurinn skiptir bók sinni í sjö höfuðkafla og fjallar þar um þær aðferðir sem iðka beri til þess að halda heilsunni í góðu lagi og auka heilbrigði líkamans. Bókin á einkum erindi til þeirra, sem lifa kyrrsetulífi, hreyfa sig lítið nema þá í bílum og reyna takmarkað á líkamann, vinna helst vinnu sína sitjandi. John Berger: Sau-Erde. Gescbicbte vom Lande. Aus dem Englishen ron Jörg Trobitius. Carl Hanser Verlag 1982. John Berger er listfræðingur og hefur skrifað m.a. um Picasso og einnig samið skáldsögur. Hann Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson bjó um árabil meðal franskra smábænda í smáþorpi í suð-austur Frakklandi og um það tímabil og þá lifnaðarhætti sem þar tíðkast, fjallar þessi bók, sem eru frásagn- ir um störf og daga, lífshlaup nokkurra einstaklinga og hug- renningar og kvæði. I þessu þorpi eru tíðkaðar erfðavenjur í sam- bandi við sáningu og uppskeru, slátrun og skepnuhald, sem komn- ar eru aftan úr grárri forneskju. Höfundinum tekst að lýsa störfum og siðum þessa fólks á þann hátt að það verður eftirminnilegt, þrátt fyrir það að þetta eru hin hversdagslegustu störf, en venj- urnar og siðirnir sem tíðkast glæða störfin dýpri merkingu og þýðingu, sem utan að komandi skynja ekki. Bændurnir lifa árs- tíðirnar og hrynjandi náttúrunnar og verða hluti þessarar sömu nátt- úru. Barátta þeirra er og hefur sí- fellt verið, að skrimta, að komast af. Þeir lifðu við jaðar hins líf- vænlega. Berger lýsir þessari af- stöðu sinni í smáu og stóru, hann lýsir tortryggni þeirra og því sem kallað er hjátrú, húmor þeirra og gleðitilburðum og þeim heimi, sem þeir hafa lifað um aldir. En sá heimur er nú á hverfanda hveli. Berger skrifar sagnfræðilegan eft- irmála, þar sem hann lýsir hinu frumstæða samfélagi bændanna, sem kyrrstæðu samfélagi, þar sem hin eilífa endurtekning er rytmi lífsins, hann telur að í heimi, sem byggir á stöðugum „framförum" og sífelldum breytingum, hverfi þessi heimur innan skamms og að landbúnaður muni taka svipuðum breytingum og gerst hefur í Bandaríkjunum og víðar, þ.e. bændastéttin muni hverfa sem sérstök stétt. Þetta er íhugunar- verð bók. Lawrence Durrell: Constance or Solitary Practices. Faber and Faber 1982. Durrell hefur skrifað verk sem er að nokkru hliðstætt þessu, „The Alexandria Quartett". „Monsieur" og „Livia" eru tvo fyrstu bindin í þessari söguröð eða ferningi, þetta er þriðja sagan. Minnisstæðu sumri í Avignon og nágrenni er lokið og leitnni að fjársjóði Must- erisriddaranna er hætt af þeim sem hófu hana. Persónurnar eru margar hverjar þær sömu og í fyrri sögum og aðalpersónurnar þær sömu, sumar eru nú horfnar, en einstaka skilar sér eina ögur- stund. Styrjöldin er hafin og Þjóð- verjar vaða yfir Evrópu og Frakkland. Avignon er hernumin. Constance er aðalpersónan, freudisti sem kynnist ekki ástríð- unni fyrr en annan stríðsveturinn í Genf. Áður en það gerist fer Hassad prins, Constance, Blanford og fleiri til Egyptalands, þaðan liggur svo leiðin til Genf og Con- stance dvelur síðan um tíma á Tu Duc, í Avignon, húsinu þar sem dvalið var sumarið góða. Nú er andrúmsloftið annað, kuldi, skort- ur, hernám og gíslataka. Og veturinn líður, lýsingarnar á járnbrautarferðunum milli Avign- on og Genf, svipmyndirnar frá járnbrautarstöðvunum og myrkr- ið sem grúfir yfir hernumdu land- inu er hin algjöra andstæða við „sumarið". Genf á stríðsárunum er óasinn i eyðimörkinni og þar eru miðstöðv- ar njósnahringanna, sem aðal- persónurnar fléttast inn í, leitinni að fjársjóði Musterisriddaranna er haldið áfram í Avignon fram í stríðslok. Og svo líður að stríðs- lokum. Það er gert upp við svikar- ana í Avignon, lýsingarnar á skril- æðinu verður eftirminnileg. Franski herinn heldur inn í Avignon og klukkur borgarinnar taka að klingja. Eins og í fyrri bókunum, tekst Durrell að skapa einstakt andrúmsloft, heima sög- unnar og inn í þá heima fléttar hann nú hrylling striðsáranna. Og hjóWö snýst og snýst og snýst... Mynt Ragnar Borg Starf Myntsafnarafé- lagsins er í fullum blóma. Formaður þess er Freyr Jóhannesson, tækni- fræðingur. Næsti fundur verður á morgun, laug- ardaginn 8. janúar. Hefst hann kl. 14.30 í Templara- höllinni. Menn geta kynnst starfi félagsins á þessum fundi og gengið í félagiö ef þeim sýnist svo. Á fimmtudagskvöld- um milli kl. 8 og 10 eru svo klúbbfundir í her- bergjum félagsins á Amtmannsstíg 2. Þeir eru einnig ágætlega sóttir. Á uppboðinu á morgun verður Alþingishátíöarsett. Lágmarksboð í tveggja krónu peninginn eru 200 krónur, í 5 krónu peninginn 550 krónur og 450 krónur eru settar á tí- kallinn. Líklegast fara þó þessir peningar á mun hærra verði, því þetta eru ágæt ein- tök sem eru flokkuð í 1+, en mætti kannski flokka í 01. Svo verður boðin upp sérsláttan frá 1974, silfur og gull. Þar er lágmarksboð sett 2000 krón- ur. „íslenzkar myntir 1983“ er komin út, 64 blaösíöur. Allt þar með hefðbundnum hætti. Þó kemur þar fram, að talið er að til sé 25-eyringur frá N.C.H. Grams Handel. Þá er einnig varpaö fram þeirri spurningu, hvort nokkurn tíma hafi verið til 5 og 10 aura peningar Thorsteinsson á Bíldudal með 97 þrykkt inn í peningana. Ég leyfi mér að fullyrða að þessir peningar séu ekki til, því smæð myntar- innar leyfði ekki að ártalið væri slegið í þá. Ef svo ólík- lega vill samt til, að einhver lesenda þessa þáttar veit af slíkum peningum, þætti mér vænt um að fregna af því. Seðlabankinn hefir látið slá þrjá peninga árið 1982: 5 aurar 5 milljón stykki 10 aurar 30 milljón stykki 50 aurar 5 milljón stykki Ekki voru slegnir krónu eða 5 krónu peningar. Áður höfðu veriö slegin: 5 krónur 3 milljón stykki 1 króna 15 milljón stykki 50 aurar 5 milljón stykki 10 aurar 20 milljón stykki 5 aurar 10 milljón stykki Verst er að öll þessi mynt ber ártalið 1981, hvort heldur hún er slegin árið 1980, 1981 eða 1982. Seðlabankinn hefir haft fulla heimild til að halda sig við sama ártalið, en nú er nóg komið og banna ég frek- ari sláttu á 1981-myntinni. Það þætti þokkalegt eða hitt þó heldur og sýndi skort á hugmyndaflugi, ef póststjórn- in héldi sig alltaf við sama mótívið á frímerkjum! Mér er sagt að fólk skili ekki nýju koparmyntinni í bankana og álíti hana verð- lausa. Þess vegna þarf alltaf að slá fleiri peninga, jafnvel af 5-eyringum, sem var einskis virði strax í upphafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.