Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 41 skal brúka háhálsaöa ullarskyrtu, meö löngum ermum og lokaðar ullarbuxur, sem hneppt sé á skyrt- una, þessi föt geta veriö, hvort sem vill, úr vaðmáli eöa prjónuð. Þar utan yfir skal vera í treyju og buxum úr vaðmáli og skal þá ann- aö hvort sníöa þaö hvaö fyrir sig og hneppa buxunum upp á treyj- una, eöa sníöa í einu lagi boðang- ana og framskálmarnar á buxun- um, og heppa svo aftur skálmun- um á treyjuna, á hana má einnig hneppa afturskálmunum á innri buxunum, pilsum skal annaöhvort hneppa á treyjuna eöa á ermalaus- an bol, sem veriö sé í utan yfir treyjunni, eöa t þriöja lagi á axla- bönd. Öll höld veröa aö vera svo viö, aö þau húsi vel frá aö framan, þegar búiö er aö hneppa þeim á treyjuna eöa bolinn. Yzt er svo far- iö í þann búning, sem hver vill brúka. Að eins veröur pilsið, ef þaö er ekki áfast viö efra fatiö, aö hneppast upp, svo að þaö hvíli ekki eingöngu á mjöömunum." Um klæönadinn „Þó aó húsakynnin séu lítil og ófullkomin, geta þau þó veriö við- unanleg, ef þeim er haldið hreinum og þokkalegum, en þar á móti eru óhrein og óþokkaleg híbýli meö íllu lofti mjög svo viðbjóðsleg og óholl. Þaö er því áríöandi fyrir hverja konu, ríka sem fátæka, er hefur yfir húsum aö ráöa, aó halda öllu hreinu og fáguöu í húsum sínum." Um þvott og hiröing á herbergjum, inngangur „Ef lítil teppi eöa skinn eru á gólfinu, skal vefja þau gætilega saman, svo aö ekki rykist úr þeim, og bera þau út og dusta. Ef dúkar eru á dragkistum eöa boröum, skal dusta þá úti eóa bursta og brjóta þá síöan saman. Þá skal þvo eöa sópa gólfiö, og verður aö gjöra þaö hægt, svo aö rykið fari sem allra minnst upp. Allt sem lauslegt er, skal færa gætilega til og ná öllu ryki og rusli úr hverju horni og undan öllu því, semekki er fært til. Á gólfiö er gott aö strá deigum sandi, áöur en fariö er aö sópa, svo aö minna rykist upp.Á meðan veriö er aö sópa, skal láta glugga standa opinn, svo aö hreint loft streymi inn, og rykið dragist út, en ef vindurinn stendur upp á gluggann, má ekki opna hann fyrr en búiö er aö sópa, því annars þyrlast rykiö af gólfinu upp um allt, ef sópaö er. Þegar búiö er aö þvo eöa sópa, skal bursta úti ryk af stólasætum og öörum sætum og sessum. Síöan skal vandlega þurrka allt ryk af í herberginu. Best er að þurrka af sem flestu sem hægt er meö deigum klút undnum upp úr hreinu vatni. Af ofninum skal þurrka meö þurrum ullarklút. Ef rykiö er látiö liggja, skemmir þaö hlutina, auk þess sem þaö er því meiri fyrirhöfn aö ná því af, ef þaö er látið safnast fyrir. Þegar bú- iö er aö þvo eða sópa, bursta og þurrka ryk af, eru teppi og dúkar breiddir eins og þeir eiga aö vera. Spýtubakka skal verka daglega úr sjóöandi vatni.“ Aö taka til í daglegri stofu „Þaö er skylda hvers eins, sem kominn er til vits og ára, aö þrífa sig vel. Á hverjum morgni skal þvo sér um andlit, háls og hendur og greiöa hár sitt og kemba. Nærföt- um skal skipta einu sinni í viku og ætti heist um leiö aó þvo allan lík- amann. Herbergiö, sem veriö er í á meöan, verður aö vera vel heitt, en ekkert sakar þó vatniö sé kalt. Vatniö er best aö hafa í tveimur ílátum og skal þó þvo sápuna af í ööru vatninu og þurrka sér vel á eftir. Einkar hollt er aó þvo allan líkamann á hverjum degi. Um sokka skal skipta einu sinni tll tvisar í viku, ef sokkarnir eru rakir aö kveldi, er nauösynlegt annaöhvort aö fara í aöra, eöa þurrka þá yfir nóttina. Tennurnar er gott aö þvo úr volgu vatni á kveldin, og skola munninn innan úr vatni á eftir hverri máltíö.“ Hreinlæti meö sjálfan sig íslendingar aö störfum er þessi mynd nefnd, en höfundur hennar er írskur blaðamaöur, J. Ross Brown, sem kom hingað á seinni hluta 19. aldarinnar. Konur þjónuöu jafnan til borös og sængur, en erlendum gestum fannst sú siðvenja aö toga karlana úr buxum og sokkum oft harla einkennileg. Myndin er einnig teiknuð af Brown. vísu oft sagt til þess, en bæöi hafa menn svo misjafnlega næma lykt, og einnig getur loftiö haft sterkari og daufari lykt, án þess í sama hlutfalli aö vera óhollt til innöndun- ar. Vissast er aö hafa hiö mesta hreinlæti og þrifnað, bæöi utan húss og innan, og láta loftiö aldrei spillast af neinu, sem hægt er aö komast hjá, og enn fremur aö sjá um næga loftsbreytingu, en hún kemur því aöeins aö tilætluöum notum, aö hins fyrra sé gætt. Aldr- ei má þurrka þvott þar sem menn eru inni, þar eö af því myndast óholl lofttegund, jafnvel drepandi, ef mikiö er af henni. Sama loftteg-' und myndast, þar sem blautir hundar eru inni. Aö vísu er því þannig variö meö loftiö eins og annað, aö þaö er nokkuö komiö undir vana, hve vel menn þola aö anda aö sér óhreinu lofti. Því mörgum, sem vanir eru við íllt loft alla æfi, veröur lítiö meint viö aö vera í því lofti, sem öörum finnst óþolandi og jafnvel veikjast í, en menn geta líka vaniö sig á aö taka inn eitur.“ Um loftiö „I þessu tilliti (þ.e. heilsunnar) er yfir höfuö aö tala lítiö aö setja út á karlfatnaöinn, en því meira á fatn- aö kvenna. Þaö eru einkum þröng „lífstykki" er valdiö hafa mesta heilsutjóni. Oft eru þau höfö svo þröng, aö neöri rifbeinin veröa aö láta und- an, og neóri hluti bringubolsins minnkar aö rúmmáli, breytir spor- öskjulögun sinni og veröur sívalur eða hringmyndaöur. Hinn fjaöur- magnaöi lungnavefur fær ekki eins stórt rúm og hann þarf, hann þrýstist saman og loftpípurnar mjókka. Loftiö kemst naumlega niöur í botn á lungnablöörunum, og hjartaö á óhægt meö aö koma blóðinu í þann hluta lungnanna. Af þessu kemur stuttur og erfiöur andardráttur, og blóöinu er bægt frá aö geta fengiö nægilegt súr- efni, en þaö er orsök til margra veikinda. Þrengsli fatanna geta líka veriö svo mikil, aö hjartaö hafi of lítiö rúm, og er þaö mjög óhollt. Ef brúkaö er þröngt „lífstykki" og yfir höfuö þröng föt um langan tíma, fá rifbeinin á endanum skakka stööu og lögun, og halda henni, þó, „lífstykkiö“ og fötin séu tekin utan af. Enn þá ein afleiöing af aö hafa of fast utan um mittiö og bringubolinn er þaö, aö hin hvelfda þind, sem er föst Innan í bringu- bolnum aö neöan og með sam- drætti sínum vinnur aö andar- drættinum, getur ekki dregist í rétta stefnu eöa eftir réttri þenslu, og getur því ekki starfaö eftir eöli sínu, og viö þaö veröur andar- drátturínn erfiöari. Líffæri kviöarholsins veröa einn- ig fyrir mikilli þvingun af þröngum „lífstykkjum". Maginn, sem lætur frá sér magavökvann og blandar honum saman vió fæöuna, er alltaf á hreyfingu, enn fremur hefir hann þann eiginleika, aö hann breytir stööu sinni, þegar hann er fullur af fæöur, þannig aö hann dregst fram og upp á viö, en vegna þrengsl- anna getur þessi hreyfing og stööubreyting eigi oröiö á eöll- legan hátt. Lifrin liggur til hægri hliðar efst í kviöarholinu, hún þrýstist stundum svo mikið, aö rifbeinin mynda djúpar dældir á hana. Þegar lifrin er þannig reyrö saman, getur hún ekki gefiö frá sér nægilegt gall, og hefir þaö mjög ill áhrif á meltinguna ... Fæst kven- fólk mun kannast viö aö þaö hafi of þröngt utan um sig, og segir þaö oft, aö hægt sé að koma hendi eöa jafnvel báöum höndum á milli „lífstykkisins" og líkamans. Þetta sannar raunar ekki mikiö, því aö þaö er vart mögulegt aö hafa svo þröngt fat utan um búkinn, aö eigi sé hægt aö koma hendi á milli. Og þó „lífstykkiö“ sé eigi of þröngt, á meöan kvenmaöurinn dregur hægt andann, getur þaö samt þrengt of mikiö aö, ef djúpur andardráttur veröur nauösynlegur svo sem viö mikla hreyfingu eöa vinnu. Enn fremur segja sumar: „Ég get ekki haldiö mér uppréttri nema ég sé í lífstykki." Þaö getur aö visu veriö satt, aó minnsta kosti í bráóina, en þaö er einmitt sönnunin fyrir þvi, aö vöðvarnir sem eiga aö halda líkamanum uppréttum, eru orönir svo óvanir og ónýtir, af því þeir eru ekki notaöir, aö þeir geta ekki neytt sín. En þessi veikleiki mundi eftir nokkurn tíma hverfa, ef vööv- arnir mættu neyta sín, og fullkomiö frelsi yfir hreyfingum líkamans koma í staöinn." Um klæönaöinn „Ef kvenmenn vildu laga klæön- aöinn nokkuö eftir fyrrnefndum reglum, skal hér fara nokkrum oröum um, hvernig haga mætti fötum handa kvenmönnum. Innst Indverskur piltur á táningsaldri óskar að kynnast landi og þjóð. Meðal áhugamála hans er frí- merkjasöfnun: Harsh Bharadwaj, Brindavan Public school, Athur P.O.-l, Chingleput dt.6, Tamilnadu State, 603101 India. Átján ára japönsk stúlka óskar eftir 18—22 ára pennavinum. Hef- ur áhuga á tónlist og kvikmynd- um: Yuko Katsuya, 85 Shinmachi Masudamachi, Hirakagun Akita, 019-07 Japan Tvítug frönsk stúlka með marg- vísleg áhugamál: Marie Heléne Basso, 13 Rue de Poissy, 75005 Paris, France. Tvítugur piltur í Ghana sem hefur áhuga á tónlist og ljósmyndun og safnar póstkortum: Francis Arthur, P.O.Box 409, Cape Coast, Ghana. Sextán ára japönsk stúlka með mikinn Islandsáhuga: Hitomi Kawabata, 144 Anji, Yasutomi-cho, Shiso-gun, Hyogo, 671-24 Japan. Tvítugur franskur piltur óskar að skrifast á við 18 ára stúlkur á frönsku: Maton Marc, 16 Rue Despinas, Appt. 15, 2e étage, 60100 France. Tvítugur piltur í Ghana sem hefur áhuga á tónlist og borðtennis og safnar póstkortum: Francis Linco, P.O.Box 833, Cape Coast, Ghana. Fjórtán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist og kvikmyndum: Yoko Kobayashi, 5-15 Narita-Higashi 5-chome, Suginami-ku, Tokyo, 166 Japan. Grænlendingur, sem segist vera fatlaður, óskar að komast í frí- merkjasamband við islenzka frí- merkjasafnara: Maule, Karllennerfsvej 11, 3911 Holsteinsborg, Grönland. Sautján ára bandarisk stúlka óskar eftir bréfasambandi við pilta á sínu reki. Hún hefur mik- inn tónlistaráhuga, segist vera svarthærð og með dökkbrún augu: Erica Reyes, 71 Rockwood Court, San Francisco, California 94127, USA. Sextán ára piltur í Indónesíu óskar að eignast íslenzka penna- vini. Tónlist og póstkortasöfnun eru meðal áhugamála: Jalan Mangkubumi 16, c/o Dr. J.E. Sudibyo, Medan, Sumatra Utara, Indonesia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.