Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 11
HVAD ER AÐ GERAST UNIHELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 43 Jói (Jóhann Siguröason) rædir við trúnaóarmann sinn, Súperman (Jón HJartarson). Leikfélag Reykjavíkur: Allra síðustu sýningar á Jóa. Hassið og Skilnaður halda áfram í kvöld (föstudagskvöld) er 5. sýning á Forsetaheimsókninni, hinum nýja gamanleik Leikfé- lagsins, sem frumsýndur var milli jóla og nýárs. Höfundar eru Rego og Bruneau en verkið fjall- ar á gamansaman hátt um um- stang það sem veröur á venju- legu heimili, þegar von er á for- setanum í heimsókn. Þýðandi er Þórarinn Eldjárn, leikmynd og búninga gerir ívan Török og leikstjóri er Stefán Baldursson. j helstu hlutverkum eru Kjartan Ragnarsson, Sigríður Hagalín, Soffía Jakobsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Guömundur Pálsson, Gísli Halldórsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Hanna María Karlsdóttir. Annaö kvöld hefjast aö nýju sýningar á hinu vinsæla leikriti Kjartans Ragnarssonar Skilnaði, sem sýnt hefur verið fyrir fullu húsi í allan vetur. Þar fara meö hlutverk: Guðrún Ásmundsdótt- ir, Jón Hjartarson, Soffía Jak- obsdóttir, Valgerður Dan, Aöal- steinn Bergdal og Sigrún Edda Björnsdóttir. Höfundur er sjálfur leikstjóri, leikmynd og búnínga gerir Steinþór Sigurðsson. Annaö kvöld er svo fyrsta miönætursýning eftir jól á ítalska gamanleiknum Hassinu hennar mömmu eftir Dario Fo, sem not- iö hefur fádæma vinsælda og verið sýndur fyrir fullu Austur- bæjarbíói um helgar síöan í haust. Þaö er Jón Sigurbjörns- son, sem er leikstjóri, leikmynd og búninga gerir Jón Þórisson, en í stærstu hlutverkum eru: Margrót Ólafsdóttir, Gísli Hall- dórsson, Kjartan Ragnarsson, Emil G. Guðmundsson, Aðal- steinn Bergdal, Guömundur Pálsson og Ragnheiður Stein- dórsdóttir. Miöasala á Hassiö er í Austurbæjarbíói en sýningin hefst á laugardagskvöld kl. 23.30. Á sunnudagskvöld er 112. sýning á leikriti Kjartans Ragn- arssonar, JÓA, en verkiö var frumsýnt haustiö 1981 og hefur síðan veriö sýnt viö frábærar viðtökur leikhúsgesta í lönó auk þess sem fariö var meö þaö í leikferð um Norður- og Vestur- land í sumar. í verkinu segir frá ungum hjónum, Lóu og Dóra, hún er sálfræöingur, hann myndlistamaöur og vanda þeim sem þau standa frammi fyrir, þegar móöir Lóu deyr og einhver veröur aö taka aö sér andlega þroskaheftan bróöur Lóu, Jóa. í stærstu hlutverkum eru Sigurö- ur Karlsson, Hanna María Karlsdóttir og Jóhann Sigurðs- son, sem leika þau Dóra, Lóu og Jóa. Ennfremur eru í sýningunni stór hlutverk leikin af Guömundi Berglind Bjarna- dóttir syngur í Norræna húsinu Sunnudaginn þann 9. jan. kl. 17, munu þær Bergllnd Bjarna- dóttir, sópran og Guörún A. Kristinsdóttir, píanóleikari, halda tónleika í Norræna húsinu. Á efnisskránni eru verk eftir nor- ræn tónskáld. Berglind syngur úr Ljóöakornum Atla Heimis Sveinssonar og sænska söng- lagabálkinn Gullebarns vaggsánger eftir Wilhelm Pet- Pálssyni, Þorsteini Gunnars- syni, Elfu Gísladóttur og Jóni Hjartarsyni. Kjartan er leikstjóri en leikmynd og búningar eru eft- ir Steinþór Sigurösson. Verkiö hefur hlotiö mikið lof gagnrýn- enda og leikhúsgesta. Jónas Guömundsson í Tímanum sagöi m.a. „eitt af bestu íslensku leik- ritunum sem samin hafa verið og sýnd í mörg ár.“ „ ... lætur áhorfandann ekki í friði“ (ÓI.M. Jóhannesson, Morgunblaöiö). „Jói heillaði alla ... leikendur Leikfélagsins fara á kostum.“ (Bryndís Schram, Alþýöubl.). erson-Berger. Auk þess veröa fluttir söngvar eftir Wilhelm Stenhammar og Jean Sibelius. Berglind Bjarnadóttir hóf söng- nám hjá Elísabet Erlingsdóttur viö Tónlistarskóla Kópavogs og lauk þaöan burtfararprófi. Und- anfarin þrjú ár hefur Berglind verið búsett í Stokkhólmi, þar sem hún stundar framhaldsnám viö Stockholms Musikpedagog- iska Institut. Þetta veröa fyrstu sjálfstæöu tónleikar Berglindar hérlendis. Aögöngumiöasala er viö inn- ganginn. Utivist Sunnudag 9. janúar klukkan ellefu, fer feröafélagiö Útivist sína árlegu kirkjuferö. í þetta sinn verður fariö aö Saurbæ á Kjalarnesi. í Saurbæ er lítil falleg kirkja og þjónandi prestur þar er séra Gunnar Kristjánsson, en hann situr sem kunnugt er á Reynivöll- um. Feröinni veröur hagaö þannig aö ekið verður nokkru innar en í Tíðaskarð og gengiö þaöan eftir fjörunni aö Saurbæ. Klukkan tvö verður hlýtt á messu í Saurbæj- arkirkju hjá sóknarprestinum, séra Gunnari Kristjánssyni, en aö henni lokinni flytur hann staöarlýsingu í stuttu máli. Fararstjórar í ferðinni veröa Jón I. Bjarnason og Þorleifur Guömundsson. Fariö verður stundvíslega frá BSÍ aö vestan- veröu og komið tímanlega í bæ- inn aftur. Frítt fyrir börn í fylgd meö fullorönum. Búiö ykkur vel. íslenska óperan Nú aö loknu jólahléi eru hafn- ar aö nýju sýningar íslensku óperunnar á óperunni vinsælu Töfraflautunni eftir Mozart. Hef- ur hún nú verið sýnd 20 sinnum viö ágæta aösókn. Fyrirhugaö er aö halda áfram sýningum fram í miðjan febrúar, en þá verður frumsýnd ný ópera á sviðinu í Gamla bíói. Er því ástæöa til aö hvetja fólk sem áhuga hefur á aö sjá Töfraflautuna til aö drífa sig sem fyrst. Sýningar íslensku óperunnar á Töfraflautunni nú um helgina verða sem hér segir: Föstudag 7. jan. kl. 20.00. Laugardag 8. jan. kl. 20.00. Sunnudag 9. jan. kl. 20.00. Hrönn Hafliðadóttir tekur nú á föstudaginn viö hlutverki einnar af hirömeyjum Næturdrottn- ingarinnar, sem Anna Júlíana Sveinsdóttir hefur haft til þessa. Aö lokum má geta þess að sunnudaginn 9. janúar er eitt ár liðið frá því aö Sígaunabaróninn var frumsýndur í Gamla bíói og þar meö eitt ár frá því að Gamla bíó var formlega tekiö í notkun sem óperuhús. íslenska óperan mun í tilefni þessa standa fyrir veitingum í hléi á syningunni sunnudaginn 9. janúar. Leíkfélag Akureyrar: Siggi var úti Leikfélag Akureyrar sýnir um helgina leikrit Signýjar Pálsdótt- ur, Siggi var úti. Tónlist er eftir Ásgeir Jónsson. Sýningar veröa á laugardag og sunnudag kl. 15.00. Þetta er leikrit fyrir krakka á öllum aidri. Miöasala er opin frá kl. 13.00, en síminn er 24073. Kjarvalsstaðir: Sýning á nor- rænni vefjarlist Nk. laugardag, þann 8. janúar kl. 14.00, veröur opnuð á Kjar- valsstööum sýning á norrænni vefjarlist. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14.00 til 22.00 fram til. 31. janúar. Á mánudaginn nk. 10. janúar, veröur tekiö á móti verkum ungra listamanna á Kjarvals- stööum milli kl. 10.00 og 18.00. Þaö er verið aö safna verkum á sýningu sem hefst á Kjarvals- stööum 5. febrúar og verður kölluö Ungir listamenn á Kjar- valsstööum. Það eru listamenn 30 ára og yngri sem mega eiga verk á sýningunni. Félag harmón- ikkuunnenda Fyrsti skemmtifundur ársins 1983, verður í Glæsibæ á milli klukkan 15.00 og 17.00 sunnu- daginn 9. janúar. Framvegis veröa skemmtifundir fyrsta sunnudag hvers mánaöar fram í maí. Frá Ferðafélagi íslands Á sunnudaginn kl. 13.00, verður skíðagönguferö í ná- grenni Reykjavíkur. Fariö veröur þangaö sem færðin er bezt á sunndaginn, í gott skíöagöngu- land (Bláfjöll eða á Hellisheiöi). En aö sjálfsögöu verður aö haga seglum eftir vindi í þessu óstöö- uga veðri sem ræöur ríkjum þessa daga og bera niöur á skíðasvæðum, sem aögengi- legust veröa á sunnudaginn, en trúlega þarf ekki aö aka langt til þess aö komast í nægan skíða- snjó. Á miövikudaginn verður fyrsta myndakvöld ársins að Hótel Heklu. Þar veröa sýnda myndir úr feröum félagsins ásamt fleiru. Fylgist með auglýsingum í fé- lagslifi blaösins um helgina. Okkur langar aö koma á fram- færi beiðni til þeirra farþega, sem tóku myndir (slides) í ný- afstaðinni áramótaferö Ferðafó- lagsins um aö lána félaginu myndirnar gegn loforði um góöa meöferö og hafa þá samband viö skrifstofuna, Öldugötu 3, sími 19533. Verslunin Edda Gunnarssundi 5 Hafnarfirði. UTSALA - BUTASALA 10% afsláttur af öllum gardínuefnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.