Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 39 Nýrri tækni á þessu sviöi hefur fleygt fram á síöustu árum og rannsóknir á fóstrum í móöur- kviöi eru nú á seinni árum full- komnari, ódýrari og áreiöanlegri en þær hafa hingaö til veriö. En hvernig á aö nota þá vitneskju sem fæst meö þessum rannsóknum? Prófessor Rodney Harris viö háskólann í Manchester segir: „Við erum nú á þröskuldi þess aö búa yfir gífurlegri þekkingu um ófædd börn okkar, og þurfum aö fara gætilega meö þá þekkingu sem viö öflum okkur á þennan hátt. Aö baki þessu liggur aöallega tvenns konar þróun vísindanna. I fyrsta lagi er nú mögulegt aö taka sýni úr fóstri á fyrstu vikum meögöngunnar eöa mun fyrr en hægt hefur veriö til þessa, og í ööru lagi geta læknar nú meö mikilli nákvæmni fundiö gölluö gen. Á breskum vísindastofn- unum er nú veriö aö vinna á báöum þess- um sviöum, og þegar hafa veriö geröar tilraunir meö aö taka vefjasýni úr fóstrum á sjöundu viku meðgöngunnar. Sýni er tekið úr þeim frumum sem umkringja fóstriö og koma til meö aö mynda fylgjuna síðar á meögöngutímanum og þannig er hægt aö sjá erföaeinkenni fóstursins. Hingaö til hefur eingöngu veriö hægt aö taka slík sýni þegar fóstriö er a.m.k. 18 vikna og eingöngu hefur veriö hægt aö greina örfáa sjúkdóma. I þeim rannsóknum sem nú fara fram er leitaö aö genum sem Veröur í framtíöinni hægt að breyta erföaþáttum ófæddra barna og ráöa þannig þáttum eins og háralit, líkamshæö, greind o.fl.? eru ábyrg fyrir fjölda annarra sjúkdóma, , svo sem dreyrasýki, taugasjúkdómnum Huntingtons Chorea og Cystic fibrosis, en þaö er slímsjúkdómur sem ekki hefur verið gefiö nafn á íslensku og eru niöurstööur þessara rannsókna væntanlegar eftir 2—3 ár. Þessir sjúkdómar eru afleiöingar galla í einstökum genum, en rannsóknir eru einn- ig hafnar á erföageröum, þ.e. í þeim tilfell- um er ekki um beina erföasjúkdóma aö ræöa, heldur má sjá ákveönar líkur á aö viökomandi fóstur fái einhvbrn tíma ævinn- ar sjúkdóma eins og sykursýki, hjarta- sjúkdóma eöa jafnvel þunglyndi." En munu foreldrar vilja vita aö t.d. tutt- ugu sinnum meiri líkur en eölilegt getur talist eru á því aö ófætt barn þeirra muni deyja úr hjartveiki áöur en þaö nær 40 ára aldri, eöa aö þaö muni fá sykursýki ein- hvern tíma ævinnar eöa jafnvel þjást úr þunglyndi? Og hvernig mun samfélagiö bregöast viö þessari vitneskju? Þetta leiöir óneitanlega hugann aö ýmsum siöferöi- legum spurningum, í dag fara t.d. fram fóstureyöingar ef hægt er aö sýna fram á sjúkdóma eins og klofinn hrygg eöa mong- ólisma, en hvaöa rétt mun þaö fóstur hafa til lífsins í framtíöinni sem líkur benda til að muni þjást af gigtarsjúkdómum, sykursýki eöa þunglyndi einhvern tíma ævinnar? Og er einhver ástæöa til aö rannsaka fóstur meö tilliti til þessa? Er rétt gagnvart for- eldrum aö veita þeim upplýsingar sem koma til meö aö breyta annars ánægju- legum meögöngutíma í hugsanlegt erfiö- leikatímabil sem einkennist af spennu og vonbrigöum? Þessar nýju upplýsingar geta einnig vakiö upp deilur í sambandi viö fóst- ureyöingar. En eitt er vi'st aö vakna munu ýmsar spurningar sem erfitt verður aö svara. i sumum tilfellum geta þessar nýju grein- ingaraögeröir þó bjargaö mannslífum, eöa í þeim tilfellum þar sem um kynbundna sjúkdóma er aö ræöa og fóstureyöingar því bundnar ákveönu kyni hvort sem vitaö er aö fóstriö sé sjúkt eöa ekki. Flestir læknar og erföafræöingar eru þó sammála því aó taka þurfi ákvaröanir um hvernig á aö nota sér þessa vitneskju áöur en rannsóknir veröa geröar í stórum stíl. Dr. Raanon Gillon ritstjóri Journal of Medical Ethics leggur til aö sett verói á laggirnar nefnd sem veröi skipuö leik- mönnum jafnt sem læknum og veröi hlut- verk hennar aö taka til meðferöar ýmis mál sem varöa framfarir innan vísindanna og læknisfræöinnar, þannig aö nýjar uppgötv- anir þurfi ekki sífellt aö koma þjóöfélaginu á óvart. En hinir siöferðilegu þættir sem varöa þaö hvaöa ákvöröun foreldrar eiga aö taka i sambandi viö hugsanlega fóstur- eyöingu eru þó smámunir í samanburöi viö þau mál sem upp kunna aó rísa ef vísinda- mönnum tekst aö breyta genum fóstursins. „Eftir nokkur ár mun veróa hægt aö greina flesta alvarlega sjúkdóma þegar á fóstur- stigi og snemma meögöngunnar," segir Robert Williamson. „Eins og framfarirnar hafa veriö í þessu nú á síöustu árum, virð- ast aliar líkur benda til þess aö hægt veröi á næstu 20 árum aó þróa tækni til aö lækna slíka sjúkdóma meö því aö breyta genunum." Ef þetta reynist rótt munu fylgja í kjölfariö enn stærri sióferöileg vandamál, því ef viö ráöum yfir þeirri tækni aö geta skipt um gölluö gen, er aö sama skapi hægt aö breyta öörum svo sem þeim er ákvaróa hæö, greind, útlit, persónuleika og öðrum þeim eiginleikum sem hingaö til hef- ur ekki veriö hægt aö ráöa neitt vió. En hvaó segja íslenskir sérfræóingar um þær upplýsingar sem þarna koma fram? Viö höföum samband viö Dr. Alfreö Árna- son deildarstjóra erföarannsóknadeildar Blóöbankans og spuröum hann um þær rannsóknir sem geröar hafa veriö á þessu sviöi hér á landi. Alfreö sagöi þessar rann- sóknir á algjöru byrjunarstigi, en megnió af þeim fósturrannsóknum sem nú eru geröar á rannsóknastofu H.Í., eru í sambandi viö litningarannsóknir en í þeim tilfellum er tekiö legvatnssýni og rannsóknir á því leiöa í Ijós ýmsa sjúkdóma svo sem klofinn hrygg og mongólisma. „Viö fáumst aöailega viö aö greina á fósturstigi þá sem eru sjúkir og því gott ef hægt er aö gera þaö sem fyrst á meö- göngutímanum. Viö hór j Blóöbankanum rannsökum m.a. ákveöna erföasjúkdóma sem viö vit- um aö munu erfast og einnig rannsökum viö erföamörk í því sambandi til aó reyna aö ráöa í erföatengsl. Viö höfum lagt mesta áherslu á rannsóknir í ónæmiserföafræöi og get ég í því sambandi nefnt þá sjúkdómshópa sem viö höfum verió aö vinna mest viö, en þaö eru gigtarsjúkdóm- ar, insúlínháö sykursýki, mænusigg, park- inson-sjúkdómur og ýmsir hormónasjúk- dómar. Þaö er ákveðin fylgni og hún stund- um mjög sterk milli arfgeróa og sjúkdóma, en þetta eru sem sagt ekki arfgengir sjúk- dómar." Alfreö sagöist ekki gera ráö fyrir jafn mikilli framþróun og sagt er frá í Observer, „en þaö er öruggt mál aö í fram- tíöinni getum vió þekkt fjöldann allan af sjúkdómum þegar í móöurkviöi, annaö hvort gegnum erföamörk eöa meö því aö þekkja genin beint en þá er aö vísu lengra í land. Sióferöilega hliöin á þessari auknu þekkingu er enn óuppgerö, hver á aö taka ákvöröunina, eöa ber sérfræöingum ekki að láta foreldra vita hvernig ástatt er fyrir fóstrinu? Mér finnst þeir nú fullyröa of mik- iö þarna þegar sagt er aö hægt veröi aö ráöa ýmsum erfðaþáttum og skipta um gen, en um framtíöina skyldi maöur þó segja sem minnst." Silfriö geymt í plastpokum. Ekki selt dýrara en það er keypt Þaö finnst fæstum gaman að fægja silfur aö ég held, en þetta er þó eitt af því sem verður aö gera, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þaö ér alltaf kærkomið að heyra um húsráð til að létta verkin, gera þau auöveidari og spara tímann. Eitt ráðið til aö koma í veg fyrir að falli á silfriö er aö vefja utan um mun- ina og það ráð, sem hér veröur komiö á framfæri er ekki nýtt, heldur hefur verið þekkt lengi. — En þaö er að setja silfurmunina í plastpoka. Þaö sem gera á gæfumuninn, samkvæmt þessum leiöbeiningum, sem ekki eru seldar dýrara veröi en þær eru keypt- ar, er aö klemma allt loft úr pokanum áöur en honum er lokaö og þá á silfr- iö aö halda sér lengur. Braud með ýmsu góðgætí Brauð er svo góður matur, aö í sjálfu sér þarf ekkert meö því nema smjörbita. En ef gera á einhverja smárétti, er brauö jafn- framt það handhægasta til aö grípa til eins og allir vita. Þaö eru til svo ótal margar aóferóir vió aö bera fram brauö, heitt eöa kalt, að þaó er ef til vill aó bera í bakkafull- an lækinn aó koma meö uppástungur í þá átt. En hvaö sem því líöur, eru hór nokkrar uppskriftir þar sem brauó er undirstaóan, ef einhver vildi reyna. Brauð meö eggi, kjöti og sósu Hveiti- eöa heilhveitibrauösneiöar, ristaö- ar, á þær er sett kjötsneió, fuglakjöt eöa annaö, þunnt sneítt, ofan á er lögö tómat- sneiö og síöan egg, sem soóiö hefur í sjö mín. Yfir eggió er sett „Hollandais-sósa“ hrærö úr pakkadufti, eöa önnur sósa. Brauöiö sett í ofninn í nokkrar mínútur, eöa þar til sósan hefur fengiö gullinn lit. Brauö meö lifrarkæfu, sveppum og beikoni 4 brauósneióar, malt-, rúg- eöa heilhveitibrauö. 4 lifrarkæfusneiöar, nokkrar beikonsneiöar, ein dós nióursoönir sveppir, ca. 400 gr, 1Vi dl soökraftur og mjólk, 2 msk hveiti, salt og pipar. Sveppirnir eru brúnaöir í smjöri á pönnu, hveiti stráó yfir og þynnt út meö soökrafti og mjólk, (á aö vera þykkur jafningur). Látiö sjóöa í nokkrar mínútur, bragöbætt meö salti og pipar. Á hverja brauósneiö er lögö væn lifrar- kæfusneiö, síöan er sveppajafningnum deilt á sneiöarnar ofan á kæfuna og efst er sett þurrsteikt beikoniö í smábitum. Sardínubrauö 8 formbrauösneiöar, 1 dós sardínur í tómatsósu, 2 harðsoðin egg, 2 msk majónes, 1—2 msk chilisósa, 2 msk saxaöur graslaukur, salt og pipar. Eggin skorin smátt og blandaö saman viö sardínur, majónes, chilisósu og graslauk, kryddaö meö salti og pipar. Blandan sett á brauðsneiðarnar, tvær og tvær lagöar sam- an og síóan steiktar á pönnu þar til þær eru gegnumheitar og kominn er gullinn litur á brauöiö. Brauð m*ö lifrarkafu, avappum og baikoni. Brauö meö eggi, kjöti og sósu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.