Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 51 fclk í fréttum k. Díana lét í minni pokann + Sagt er að Díana prinsessa hafi orðið að láta í minni pokann fyrir tengdamóður sinni og neyðst til að láta af þrjósku sinni varðandi hesta og hestamennsku. Hún varð fyrir því óhappi tíu ára gömul að detta af baki og handleggsbrotna og mun hafa svarið þess eið að stíga aldrei framar á bak. Fréttamenn blaðs- ins Sun munu hins vegar hafa komist í feitt síðastliðinn sunnu- dag þar sem þeir gengu fram á drottninguna og prinsessuna á hestbaki á svæði hallarinnar þar sem sú fyrrnefnda kallaði stöðugt leiðbeiningar- og hvatningarorð til prinsessunnar. Starfsmenn hallarinnar hafa einnig látið hafa það eftir sér að drottningin hafi valið henni ljúfan gæðing til að engin hætta væri á slysni og kjarkmissi ... Spánarkon- ungur brák- ast á skíðum + Jóhann Karl Spánarkonungur varð fyrir því óhappi i fríi sínu í Sviss síðastliðinn mánudag að bráka mjaðmarlið þar sem hann var á skíð- um við vetrarsetur sitt. Hann var fluttur í skyndi til heimalands síns þar sem hann var lagður á sjúkrahús í Madrid til meðferðar, en mun ekki vera mikið slasaður ... Skipt um leikkonu í „ Woman of the Year“ + Mynd þessi sýnir þær stöllur Debbie Reyn- olds (t.h.) og Raquel Welch í viðtali fyrir skömmu, en Debbie mun koma til með að taka við hlutverki Raquel í söngleiknum „Woman of the Year“ á Broadway bráðlega. + Leikkonan Victoria Principal fékk meira en 15.000 aðdáendabréf í tilefni jóla frá aðdáendum um heim allan ... Aódáendabréfin streyma inn... „Þetta er yfirþyrmandi. Eg hef fengið nokkrar ungar stúlkur til liðs við mig við að lesa bréfin yfir. Mörg bréfanna eru með smágjöf- um og mér finnst ég verða að opna þau öll. Ég verð hins vegar að valda aðdáendum mínum þeim vonbrigðum, að ég mun ekki svara þeim, þar sem það tæki allan minn tíma í nánustu framtíð", sagði Victoria í viðtali nokkru, sem birtist nú skömmu eftir áramótin. En það eru fleiri leikendur í Dallas sem hafa fengið sinn skammt af aðdáendabréfum með jólapóstinum. Pat Duffy, sem leikur Bobby, kvað hafa fengið meira en 10.000 bréf og slegið með því J.R. alveg út af laginu. Hann mun ekki ætla að svara sínum bréfum fremur en Victoria, en huggar aðdáendurna með því að þau verða í það minnsta lesin ... COSPER — Ert þetta þú, Siggi? Ég var að skríða upp í rúm og þá varð mér hugsað til þín. Jerry Lewis í Þýskalandi + Jerry Lewis, hinn góðkunni bandaríski leikari, hefur dvalið í Þýskalandi um nokkra hríð, þar sem hann var viðstaddur frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar „Slap- stick“. Hann notaði einnig tækifær- ið og hélt sýningu á nokkrum mál- verkum sinna og tók þátt í nokkrum sjónvarpsþáttum_ FRAM TÖLVUSKÓLI Nytsamt nám á nýju ári Tölvuskólinn Framsýn óskar nemendum, vinum og velunnurum gleöilegs nýs árs, þakkar samstarfiö á liönu ári og minnir um leið á aö innritun á janúarnám- skeiöin er þegar hafin. Almennt grunnnámskeið Á þessu námskeiöi eru kennd grundvallaratriöi tölvu- fræöinnar, svo sem uþþbygging tölva, helstu geröir, notkunarmöguleikar og fleira. Námskeiöið er ætlaö öllum þeim er hafa áhuga á aö kynnast tölvum og notkunarmöguleikum þeirra, sem og starfsmönnum fyrirtækja er starfa nú þegar viö tölvur eöa munu gera þaö í náinni framtíö. Almennt grunnnámskeið fyrir unglinga Námsefniö er að öllu leyti hiö sama og á almennu grunnámskeiöi aö því undanskildu aö framsetning efnisins er miöuð viö aö þátttakendur séu á aldrinum 12—16 ára. BASIC forritunarnámskeið Efni þessa námskeiös er miöaö viö aö þátttakendur hafi einhverja undirstööu í tölvufræöum, t.d. sólt al- mennt grunnnámskeiö. Kennd eru grundvallaratriöi forritunar, uþþbygging forrita og skiþulagning. Viö kennsluna er notað forritunarmáliö BASIC. Aö loknu þessu námskeiöi eiga þátttakendur aö vera færir um að rita forrit til lausnar á ýmsum algengum verkefn- um er henta til lausnar meö tölvu. CP/M — COBOL Framsýn býöur framhaldsnám. Auk ofangreindra námskeiöa býöur Framsýn fram- haldsnámskeið er hefjast á sama tíma. Meöal þeirra möguleika er þar bjóöast, má nefna: Stýrikerfiö CP/M og forritunarmáliö COBOL ásamt fjölda ann- arra námskeiða fyrir þá sem svala vilja fróöleiksfýsn og auka viö þekkingu sína. Helgarnámskeið Helgarnámskeiðin eru hönnuö meö þá í huga sem vegna anna og/ eöa vegalengdar sjá sér ekki fært aö sækja önnur námskeiö. Námsefni og tækjabúnaöur eru valin meö þaö fyrir augum aö sem mestrar færni veröi náö á sem skemmstum tíma. Arnarflug veitir nemendum Framsýnar sérstakan af- slátt af flugfargjöldum þegar haldiö er til náms og heim aftur. Innritun og upplýsingar um ofangreind námskeiö í síma 91-39566 milli klukkan 13.00 og 18.00 og um helgar milli klukkan 13.00 og 16.00. TÖLVUNÁM ER FJÁRFESTING í FRAMTÍÐ ÞINNI TÖLVUSKÓLINN FRAMSÝN, SÍÐUMÚLA 27, PÓSTHÓLF 4390, 124 REYKJAVÍK, SÍMI: 39566.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.