Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.01.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1983 47 EDD£ SKOLLER meö mikla hæfileika Þaö kannast áreiöanlega margir viö söng Eddie Skoller í laginu „What did you learn in school to-day?“ og oft hefur ver- iö leikiö í útvarpinu. í þessu lagi syngur hann á ensku og hermir þar eftir Breta, Frakka, Itala, Þjóöverja, Amerík- ana, Indverja, Svia og Dana og er með ólíkindum hvernig hann nær réttum hreim hverrar þjóöar vlö framburö á enskunni. Þaö er verst aö sá íslenski fyigdi ekki með! Eddie Skoller er 38 ára gamall Dani, af gyöingaættum, og löngu þekktur á Noröurlöndum. Ekki alls fyrir löngu fréttist af einnar klukkustundar löngum þætti í danska sjónvarpinu, þar sem hann skemmti löndum sín- um, og þótti takast vel. Þaö væri ekki ónýtt aö fá aö sjá slíkt prógram frá frændum okkar hér í sjónvarpinu. Eddie Skoller var ungur aö ár- um, þegar hann vissi aö hann vildi veröa skemmtikraftur og halda út á listabrautina. Tólf ára gamall kvaö hann upp úr meö aö hann vildi feta í fótspor Victor Borge. Hann segir sjálfur, aö hann hafi alltaf vitaö aö hann gæti komist áfram á þessu sviði. Foreldrarnir vildu hins vegar, aö hann leitaö sér staögóörar menntunar, og hann fór í versl- unarskóla. Hann starfaöi viö slík störf um tíma, en áriö 1969 tók hann af skariö og hringdi til manns aö nafni Thoger Olesen til aö spyrjast fyrir um, hvernig hægt væri að komast aö sem söngvari viö eitthvert af veitinga- húsunum í Tivoli. Er skemmst frá því aö segja, aö hann var beöinn aö koma og syngja til reynslu, var ráöinn viö Tivoli til aö syngja strax þaö sumar og var þaö upp- hafiö aö ferli hans, sem sífellt veröur glæsilegri meö hverju ár- inu sem líöur. Eddie Skoiler ólst upp í Bandaríkjunum fyrstu sex ár ævinnar, en eftir þaö fluttu for- eldrar hans til Danmerkur. Hon- um tókst þó aö halda viö ensku- kunnáttunni meö miklum ágæt- um. Móöir hans er sænsk og af henni læröi hann máliö til fulln- I ustu, hann læröi frönsku og þýsku sem unglingur og síöan spönsku í verslunarskólanum. Auk þess, sem hér er talið, syng- ur hann einnig á hebresku. Þeir eru margir listamennirnir af gyö- ingaættum, sem hafa hlotiö heimsfrægð, auk Victor Borge má nefna Peter Ustinov, Danny Kay, Chaplin, Barbra Streisand og Woody Allen, og þá ekki allir upptaldir. Eddie Skoller segist líkast til vera þaö sem kallaö er þjóölaga- eða vísnasöngvari. Hann hefur aldrei blandaö stjórnmálum í söngva sína, segír sig þess ekki umkominn aö segja ööru fólki fyrir verkum á því sviöi. Honum fellur betur aö fara meö gam- anmál. Svo mikiö er víst, aö þaö er undur gaman aö hlusta á söng hans, á plötu, sem undirrituö eignaöist fyrir um ári og haföi mikiö fyrir aö ná f, eru afskaplega þýö og falleg lög, mörg þeirra frumsamin, sem hann syngur og spilar undir á gftar. Auk lagsins „Waht did you learn in school to-day?“, er þar lag sem heitir „Finnske historier" og þar syngur hann á sænsku en meö sterkum finnskum hreim. Þessi plata, sem heitir En aft- en med Eddie Skoller, er tileink- uö minningu Thoger Olsesen, mannsins sem gaf honum fyrst tækifæri til aö koma fram í Tivoli, áriö 1969. Óskandi væri aö sjónvarpiö tæki til sýningar þætti meö Eddie Skoller, því enn er til fólk á ís- landi, sem skilur danska tungu vel og kann aö meta hina sér- stæöu dönsku kímni. B.I. tók saman. Suðurnesjakonur ath.: Líkamsþjálfun — leikfimi Nýtt 6 vikna leikfiminámskeið hefst 11. janúar í íþróttahúsi Njarðvíkur, dag- og kvöldtímar. Styrkj- andi og liðkandi æfingar fyrir dömur á öllum aldri. Upplýsingar og innritun í síma 6062. Konur Sandgeröi 6 vikna leikfiminámskeið hefst 10. janúar í íþrótta- húsinu Sandgeröi. Upþlýsingar og innritun í síma 6062. Birna Magnúsdóttir — 1x2 18. leikvika — leikir 3. janúar 1982 Vinningaröð: 1 X 1-X 1 2-X 11-1X1 1. vinningur: 12 réttir — kr. 120.265,00 72259(4/11) 87639(4/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 1.431,00 2636 21096+ 64326 75945 88520+ 98077+ 4619 24486+ 65316 77079 94098 98556+ 4676 25349* 66797+ 80230+ 94539+ 98810+ 5203 59775 66974+ 82181+ 94601+ 100312 8604 60705 68439 82316+ 95020+ 160036 9540 61510+ 70292 83490+ 95021+ Ur 16. viku: 15626 61819 70293 83941 95491 98275 16329 62443 72032 84051 95513+ Ur 17. viku: 18539 62836+ 73344 84053 96222+ 75690 21057+ 63019+ 73685+ 85774+ 96507+ 75693 21085+ 64112 74624 87551 97006+ * (2/11) Kærufrestur er til 25. janúar 1983, kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla(+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK SNJÓ- HJÓL- BARÐAR Eigum fyrirliggjandi takmarkaðan lager af eftir- töldum hjólbörðum. Stærö Verö 600 X 12 A78 X 13 B78 X 13 P155/80 X 13 155RX13 165R X13 P175/80R X 13 C78 X 14 E78 X 14 F78 X 14 G78 X 14 H78 X 14 P195/75R x 14 P205/75R X 14 165R X 15 G78 X 15 P225/75R X 15 700 X 15/6PL 750 X 16/8PL 875 X 16.5/8PL 1.825.- 1.801.- 1.827.- 1.692.- 1.912.- 2.061,- 2.048- 1.984.- 2.124.- 2.211.- 2.356.- 2.400.- 2.333,- 2.338.- 2.197,- 2.432 - 2.829.- 3.280,- 4.445.- 3.804.- A meðan birgðir endast gefum við 10% staðgreiðslu- afslátt eða veitum góð greiðslukjör. HJÓLBARÐAR VéladeildSambandsins Höfðabakka 9 Símar: 83490 og 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.